Morgunblaðið - 21.04.1968, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. APRIL 1968.
7
Hrifnust of heitum litum
99
segir Alda Snœ-
hólm Einarsson,
sem sýnir málverk
í Mbl-glugga
Um þessa helgi hefst sýn-
ing í glngga Morgunblaðsins
á myndum eftir Öldu Snæ-
hólm Einarsson. Alda hélt
málverkasýningu í nýju
Templarahöllinni fyrir
tveimur árum. Svo sem
kunnugt er, dvaldist Alda
langdvölum í Perú, meðan
maður hennar, dr. Hermann
Einarsson, (sem lézt í bílslysi
suður í Aden á jóladag 1966)
— starfaði þar á vegum Sam-
einuðu þjóðanna.
Við skruppum heim til
Öldu á dögunum, og spurð-
um hana um málverkin.
„Eins og ég hef raunar sagt
þér frá áður, hef ég teiknað
og málað síðan ég var litil
stelpa, eins lengi og ég man
■eftir mér, — og mér finnst
það vera ógnar langur tími.
Því meir, sem ég hef unnið
við að mála og þroskast í um
hverfi lista og vísinda, þá
hefur áhugi minn á fögrum
listum stöðugt aukist.
Mér finnst raunar ekkert
líf vera, ef ég get ekki málað
og átt við liti. Ætli ég sé ekki
litaglöð í meira lagi. Kennara
hef ég átt ágæta, og þakka
þeim, hvað mér hefur tekizt
að festa á léreft.“
„Þú hefur málað í mörgum
heimsálfum, Alda. Hvar er
bezt að mála?“
„Máski trúir þú því ekki,
en ég er svo gefin fyrir heita
liti og þess vegna finnst mér
bezt að mála í Suðurlöndum.
Það á einhvernveginn betur
við mig. Finnst þér of mikið
af rauðum litum í málverkun
um mánuma? Má vera, en
sjáðu til, það er heitasti litur,
sem ég þekki. Þú hefur stund
um sagt, að nautamyndin min
frá Perú, væri góð, en
athugaðu nefnilega eitt, hún
:
Aalda Snæhóim Einarsson ásamt hundinum ísabellu, báðar
að farast úr hita niður í Lima í Perú.
væri ekki fyrir hendi. Hvort
steypt, ef þessi rauði litur
væri ekkki fyrir hendi. Hvort
ég skýri myndirnar mínar?
Já, yfirleitt, t. d. þessa, sem
ég myndi segja, að þú bland-
aðir aldrei saman við hugsun
ina um kött. Þó heitir hún í
höfuðið á hundi“.
„Jæja, og hvaða hundi, með
leyfi?“ .
„Henni Isaibellu.“
„Já, en ef ég mætti skýra
myndina myndi ég kalla hana
Eldur í æðum, án þess ég svo
sem sé á móti hundinum".
„Þú spyrð, hvort ég ætla
að halda áfram að mála?
Vertu alveg viss. Það mun ég
gera. í sumar ætla ég að leið
beina íslenzkum ferðalöngum
á Mallorca hjá honum Guðna
í Sunnu. Ég hef raunar aldrei
til eyjarinnar komið, en á
Spáni og í spönskumælandi
löndum hef ég löngum verið,
og þess vegna held ég, að mér
sé ekkert að vanibúnaði."
„Jæja, svo þú heldur það.
Ætlarðu að mála þar suður í
heitu litunum?"
„Já, endilega, ef mér helzt
á penslinum, en það er svo
annað mál. Vona hinsvegar,
að ég geti orðið að liði lönd-
um mínum, þar suður frá.“
Okkur láðist í upphafi að
geta þess, að sýning Öldu í
glugganum er sölusýning, og
má fá upplýsingar um verð
hjá auglýsingadeild Morgun-
blaðsins, Sýning Öldu stendur
yfir í rúma viku.
— Fr. S.
Kínverji
skemmtir
r
1
Vikingnsal
Það er ekki oft, sem okkur fslenðingum gefst kos tur á að sjá kínversk fjöllistabrögð, en einmitt um
þessar mundir er hér á landi kínvierski fjöllistam aðurinn Wong Mow Ting, og sýnir hann hinar ótrú-
legustu listir, sem eru okkur jafn framandi og m argt annað, sem þeir takast fyrir hendur þar í
Austurlöndum.
Ting er sextugur að aldri, og hefur stundað iðju sína um 40 ára sk,eið, enda ekki annað að sjá en
hann viti sínu viti i faginu. Hann hefur ferðast h eimshornanna á milli, og skemmt á frægustu fjöl-
leikahúsum veraldar, næturkúbbum, sirkusum «g ennfremur komið fram í sjónvarpi nær aJls staS-
ar þar, sem hann hefur haft viðdvöl.
Hér stendur Ting við fram yfir næstu mánaðamót og skemmtir gestum í Víkingasal.
2ja—3ja herb. íbúð óskast helzt í Kópavogi. Uppl. í síma 41828. Fyrir- fraimgTeiðsla. Atvinnna 14 og 15 ára telpur óska eftir vinnnu. Uppl. í síma 21827.
Til leigu Góð 3ja herb. íbúð til leigu í Bogahlíð. Tilb. merkt „Hlíðar — 8502“ leggist á afgr. Mbl. fyrir 25. þ.m. Til sölu trésmíðavélar. Uppl. í síma 83018.
BEZT að auglýsa í Morgunblaðinu Harmonikka Góð Exelsior harmonikka með „pick-up“ og magnari, ef vill, til sölu. Sanngjarnt verð. Uppl. í síma 15560.
Murarar! Hlúrarar!
Tilboð óskast
í að pússa að utan húseignina
Digranesveg 46, Kópavogi.
Tilboð óskast gerð í tvennu lagi;
með og án vinnupalla. Æskilegt að
verkið fari fram í maí n.k.
Tilboðum sé skilað á afgr. Mbl.
fyrir n.k. föstudag, merkt
,,Vandvirkni44 5493
RÁÐSKONA
Kona, sem er vön hússtjórn, um 50 ára gömul,
óskast til að annast heimili fyrir einhleypan,
roskinn mann. Góð húsakynni. Einföld matreiðsla.
Nöfn og upplýsingar sendist Morgunblaðinu auð-
kennt: „Ráðskona — 5491“.
V.Í. 53 V.Í. ’53
Áríðandi fundur verður haldinn í baðstofu Nausts,
mánudaginn 22. apríl kl. 17.00.
Tekin verður ákvörðun um framkomna
tillögu um utanlandsferð.
STJÓRNIN.
ARABIA-hreinlætistæki
Hljóðlaust W.C. Hið einasta í heimi
Verð á W.C. aðeins kr. 3.375.00
Handlaugar — 930,00
Fætur f. do. — 735,00
Clœsileg vara. Verð hvergi lœgra
Einkaumboð fyrir ísland:
HANNES ÞORSTEINSSON
heildverzlun, Hallveigarstíg 10. — Sími 2-44-55.