Morgunblaðið - 08.06.1968, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.06.1968, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1968 15 I' Éf •—» * Keunedy-fjölskyldan er kaþólskrar trúar, eins og oft hefur komið fram, og börnin hafa verið alin upp í heilbrigðri bænrækni. Etliel og Robert biðja kvöldbæn með fimm börnum sínum. - TUGIR ÞUSUNDA Framh. af bls. 1 16 klukkustundir sem kista Kenmedys hvílir á viðhafnar- börunum í kirkju heilags Pat- reks. f gærkvöldi, þegar kistan var flutt frá La Guardia-flug- velli til dómkirkjunnar í Man- hattan, höfðu þúsundir manna safnazt saman á götum New Yorkborgar. Þegar kistan kom til kirkju heilags Patreks blessaði erkibiskup rómversk-kaþólsku kirkjunnar í New York, Terence Cooke, hana. í New York og hvarvetna í Bandaríkjunum blakta fánar í hálfa stöng og þjóðarsorg ríkir í Bandaríkjunum þar til útförin hefur verið gerð á sunnudaginn. Minningarguðsþjónusta verður haldin í kirkju heilags Patreks á morgun og sækja hana 2.500 gestir, sem Kennedy-fjölskyld- an býður til guðsþjónustunnar. Gert er ráð fyrir, að Johnson forseti komi frá Washington til New York til þess að vera við- staddur minningarguðsþjónust- una. Að messunni lokinni verður kistan flutt til járnbrautar- stöðvarinnar og síðan til Wash- ington. Líkfylgdin fer um mið- borg Washington og fram hjá hin um frægu byggingum þar til Arl ington-kirkjugarðsins handan Pota mac-árinnar og þar verður Ro- bert Kennedy lagður til hinztu hvíldar við hliðina á bróður sín- um, John F. Kennedy heitnum forseta. KJARKMIKIL FJÖLSKYLDA Fréttaritari AP, Jean Heller, skrifar: Heimurinn sá í dag í fari Ethel Kennedy sama virðu leikann og kjarkinn og Jacque- line Kennedy sýndi fyrir hálfu fimmta ári. Öll fjölskyldan sýndi sömu aðdáunarverðu still inguna. Ein og óstudd gekk ekkja Roberts Kennedys frá flugvélinni sem flutti kistuna til La-Guardia flugvallar. Tveir elztu synir hennar, Joseph og Robert yngri, sýndu sömu sjálfs stjórn og hún og höfðu snör handtök þegar þeir aðstoðuðu við að flytja kistu föður síns úr flugvélinni. Hálfri stundu áður en flug- vélin lenti kom Jean, eiginkona Edwards Kennedys, til flugvall- arins. Maður hennar steig fyrst- ur út úr flugvélinni og tók þeg- ar að sér stjórnina. í nótt stóð hann aleinn í kirkju heilags Pat reks, auðri og dimmri, við kistu bróður síns. Euniee, systir hins látna öldungardeildarþingmanns beið á flugvellinum, ásamt eig- inmanni sínum, Sargent Shriver, sendiherra - Bandaríkjanna í Frakklandi, og enginn sá hana vikna. Systir hennar Jean, sem kom með flugvélinni frá Los Angeles, gekk hröðum, ákveðn- um skrefum út úr vélinni á hæla Ethel, og eiginmaður Jeans, Step hen Smith, sem stjórnaði kosn- ingabaráttu hins látna, var einn- ig stilltur og rólegur. Önnur systir Roberts Kennedys, Pat hugsaði um það eitt hvort hún gæti orðið að einhverju liði. Og loks var það Jacqueline, sem kom seinast út úr flugvél- inni. Hún sýndi sömu aðdáunar verðu sjálfsstjórnina og í nóv- ember 1963 þegar maður henn- ar, John F. Kennedy, var veg- inn. I ! Eini meðlimur Kennedy-fjöl- skyldunnar, sem kom ekki til flugvallarins var frú Rose Kenn edy, móðir hins myrta þing- manns og hins myrta forseta, en hún beið í kirkju heilags Pat- reks eftir kistu sonar síns, en kirkjan var þá lokuð almenn- ingi. Þegar þangað kom þyrmdi yfir Jacqueline. Hún kraup við kistuna og grét og Edward Kennedy varð að hjálpa henni á fætur. - SKORAÐ Framh. af bls. 1 landi þeirra, frelsinu til að fara hveirt sem er, segja hvað sem mönnum sýndist og frel'sinu til að umgangast almenning, frelsi, sem úrslitaþýðingu hefði fyrir lýðræði í landinu. Minnt er á, að tæpu ári eftir morðið á John F. Kennedy for- seta var Johnson forseti varaður við því að þjóta út í mannfjölda á flugvöllum og götum úti í kosn ingahríðinni, sem þá stóð yfir, en hann vi-rti þessa viðvörun að vettugi að mestu leyti og heils- aði eins mörgum kjósendum og hann gat. Sama gerði Robert Kennedy í kosningabaráttunni í Kaliforníu. Mikið er nú bollalagt um fram tíð yngsta Kennedy-bróðurins, Edwards, og því hefur verið fleygt að morðin á bræðrum hans verði til þess að hann dragi sig út úr stjórnmálum, en flestir telja þó sennilegast að hann muni lyfta meirki hinna föllnu bræðra sinna og jafnvel freista þess að verða kjörinn forseti. Nú þegar er um það rætt, að hann verði útnefndur varafor- setaefni, og á því leikur enginn vafi að hann verður æði valda- mikill í Demókrataflokknum um mörg ókomin ár. Alm. er talið, að kosingabaráttan muni róast fyrst um sinn eftir morðið, enda öruggt að Richard Nixon verði forsetaefni repúblikana og Hub- ert Humphrey forsetaefni demó- krata. Seinna mun morðið þó hverfa í skuggann og kosninga- baráttan harðna. Vitni yfirheyrð í Los Angeles, þar sem kvið- dómur kom saman í dag til að fjalla um mál Sirhan Bishara Sirhans, sem handtekinn var fyr. iir morðið á Robert Kennedy, sagði Evelle J. Younger saksókn- ari í dag, að hann hefði krafizt þess að dómurinn ákærði Shiran Myndin er tekin 17. marz, þegar Robert Kennedy tilkynnti, að hann hefði ákveðið að gefa kost á sér sem forsetaefni demókrata. Kennedy hélt fundinn í herbergi því í húsakynnum öldunga- deildarinnar, þar sem bróðir hans, John Kennedy, birti framboð sitt átta árum áður. Hjá ræðustólnum stendur Ethel, kona hans, og nokkur barna þeirra. Robert virðist hafa gert hlé á máli sínu eitt andartak og hjónin horfast í augu. fyrh morðið á Kennedy og til- raun til að myrða fimm aðra, sem særðust í skotáréisinini á Kennedy. Sirhan kom ekki fyrir kviðdóminn í dag og er enn und- ir ströngu eftirliti í aðalfangels- inu í Los Angeles. Meðal þeinra vitna,' sem yfir- heyrð voru í dag, voru dr. Henry Cuneo, sem gerði skurðaðgerð- ina á Kennedy eftir skotárásina, Jesus Perez, starfsmaður í eld- húsi Ambassador-gistihússins, þar sem morðið var framið og tveir þeirra sem særðust, Ira Goldstein og Iirwin Stroll. Eitt vitnanna, sem kveðst hafa verið dyravörður í Ambassador- hótelinu þa-r sem Kennedy var myrtur, sagði blaðamanni áður en hann var yfirheyrður, að hann hefði séð Sirhan nálægt þeim stað, þar sem morðið var framið, hálfri stundu áður en hinn hörmulegi atburður gerðist. Vitnið segir, að Sirhan hafi nokkrum sinnum spurt að því, hvort Kennedy mundi eiga leið þar um. Að sögn vitnisins var Sirhan éhyggjufullur, en þó virt- ist hann ekki taugaóstyrkur. Guðspekingur Sirhan B. Sirhan er hafður í haldi í einmenningsklefa á ann- anri hæð aðalfangelsisins í Los Angeles. óvopnaður lögreglu- maður dvelst með honum í klef- anum, sem er í einangraðri álmu, og fær enginn að koma þangað nema með sérstöku leyfi. Annar vörður stendur við dyr klefans og fylgist með fangan- um um gat á hurðinni og aðrir verðir eru á ganginum. Klefi Sirhans er í sjúkradeild fangels- isins, enda meiddist hann á fingri og ökla í ryskingunum þegar hann var handtekinn í Ambassa- dor-hótelinu og auk þess skrám- aðist hann í andliti. Sirhan hefur beðið um tvær bækur til þess að lesa og eru þær báðar eftir leiðtoga guð- spekihreyfingarinnar, „Leynilega kenningin“ eftir Helenu Petr- ovna Blavatsky og „Erindi um: við fótskör meistarans" eftir C. W. Leadbeater. Frú Blavatsky, sem samdi bók sína 1893, var ein af stofnendum guðspekihreyf ingarinnar í Bandaríkjunum 1875, en bók Leadbeathers kom út 1931. ir kviðdómnum í dag, þeirra á meðal Irwin Stroll, sem ekið var í hjólastól, og Ira Goldstein, sem var skotin í mjöðmina. Al- varlegust er líðan William Weis- el, starfsmanns ABC-útvarpsfyr- irtækisins, en hann er þó ekki talinn í lífshættu. Dauðadóms hefur verið kraf- izt yfir Sirhan B. Sirhan, en dauðadómum hefur ekki verið framfylgt í Kaliforníu síðan 12. a.príl 1967 og 75 dauðadæmdir fangar eru í haldi í San Quentin- fangelsinu í Kaliforníu. Frá því var skýrt í Los Angeles í dag, að 8 til 12 hótanir hefðu verið gerð- ar um að myrða Shhan. Einnig hefur verið hótað að sprengja aðalfangelsið í Los Angeles í loft upp. Arabar uggandi Frétth frá Beirút herma, að Arabar óttist nú mjög að tilræð- ið við Robert Kennedy geti orð- ið mikið áfall fyrir málstað þeirra, annars vegar vegna þess að ísraelsmenn geti gert sér mat úr því í áróðri sínum gegn Ar- öbum að Sirhan er Jórdaníu- maður og hins vegar vegna þess að með Kennedy sé fallinn frjáls lyndur stjórnmálaleiðtogi, sem líklegt hefði mátt telja að sýnt hefði málstað Araba samúð og skilning, ef hann hefði verið Sirhan Sirhan, sem ákærður hef ur verið fyrir morðið á Róbert Kennedy. í Amman tilkynnti innanríkis- ráðuneyti Jórdaníu í dag, að mað ur að nafni Sirhan Selim Sirhan Aboukhader, sem að öllum lík- indum væri sami maðurinn og handtekinn hefði verið í Los AngeleS fyrir morðið á Robert Kennedy, hefði kvænzt í Jór- daníu og flutzt til Bandaríkj- anna ásamt konu sinni. Þessar upplýsingar, sem sérstök nefnd á vegum ráðuneytisins hefur aflað, virðast stangast á við upplýsing- ar þær sem birtar hafa verið í Bandaríkjunum um Sirhan B. Sirhan. í Los Angeles er sagt, að Sirhan sé fæddur í Selovan skammt frá Jerúsalem, en jórd- anska upplýsingamálaráðuneytið segi,r að hann sé fæddur í þorp- inu Taibe, sem er rétt norðan við Jerúsalem, skammt frá Ramall- ah. Selouan, sem er sunnan við Jerúsalem, og Taibe eru nú í þeim hluta Jórdaníu sem ísra- elsmenn hafa hertekið. Samkvæmt fréttum frá Amm- an óttast ættingjar Sirhan að Kennedy-fjölskyldan muni reyna að koma fram hefndum vegna morðsins á Robert Kennedy. — Bent er á, að blóðhefndir séu al- gengar í Arabalöndum, en þegar ættingjum Sirhans er bent á að blóðhefndir séu fátíðar í Banda- ríkjunum neita þeir að trúa því. Fanginn þögull Verðirnir sem gæta Sirhans segja að engin svipbrigði hafi sézt á honum þegar hann las um það í blaði, sem hann bað um, að Kennedy væri látinn. Sirhan las fréttina án þess að segja nokk-uð og hann neitar stöðugt að svara öllum spurningum, sem fyrir hann eru lagðar, en bað í dag um túnfisk vegna þrauta í maga. Líðan þeirar sem særðust í skotárásinni á Kennedy er almennt talin góð. Nokkr- ir þeirra báru vitni fyr- kjörinn forseti. A1 Fatah, samtök arabískra skæruliða, hafa for- dæmt morðið og Hussein Jór- daníukonungur hefur sent John- son forseta og frú Ethel Kenne- dy samúðarskeyti. Hálfopinbert blað í Jórdaníu gaf í skyn í dag að zíonistar hefðu staðið fyrir samsæri um að myrða Kennedy og málgagn Baath-flokksins í Sýrlandi sagði að sömu einokun- aröflin og myrt hefðu Kennedy forseta hefðu myrt Robert Kennedy. Blað í Jórdaníu sagði, að Kennedy hefði talað vel um ísraelsmenn til að afla séir fylgis Gyðinga, en í hjarta sínu hefði hann verið vinur Araba og blað í Beirút kallaði morðið á- íall fyrir Araba. f Kaíró hermdu heimildir í aðalstöðvum Arababandalagsins í dag, að maðurinn sem ákærður hefði verið fyrir morðið á Kennedy hlyti að hafa verið verkfæri í höndum leynifélaga sem reyndu að skaða hagsmuni og rýra orðstír Araba. Vilja viðhalda kennslu AÐALFUNDUR Apótekarafé- lags íslands var haldinn þ. 4. maí sl. Á fundinum var sam- þykkt ályktun þess efnis að harma bæri, að fram hefðu kom- ið hugmyndir um að leggja nið- ur kennslu í lyfjafræ'ði við Há- skóla íslands. Þvert á móti bæri að stefna að því að efla og auka kennslu í þessari grein við Há- skóla íslands með það fyrir aug- um, að unnt verði að fullnægja þörfum þjóðfélagsins í þessari starfsgrein í framtíðinni. Stjórn félagsins skipa nú: Sverrir Magnússon lyfsali, for- maður; Christian Zimsen lyfsali, gjaldkeri; ívar Daníelsson lyfsali, ritari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.