Morgunblaðið - 08.06.1968, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.06.1968, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1968 — Gefið þér mér aðalatriðin, og avo skal ég ajá, hvað ég get fundið um þetta. Þegar Nemetz hafði rétt honum blaðið. gekk hann í átt að dyrunum. A borð- inu atóðu þrjú aímtól, en hann vildi augaýnilega síður nota þau. Hann stanzaði á miðri leið að dyrunum. — Hvað er um sjálfan þig? sagði hann eins og rétt meðal annarra orða. — Ertu sjálfur öruggur? Þú býst ekki við erf- iðleikum þegar allt er komið í samt lag aftur? Nemetz leit á hann, hissa. — Ekki býst ég við því. Hann hik- aði andartak og bætti svo við: — Hjálpi oss vel, ég hélt áfram verki mínu, einnig meðanbylt ingarráðið hafði völdin. Hann brýndi raustina ofurlítið: — Og ég er enn viss um, að þar fór ég rétt að. — Það held ég líka. Blavatsky kinkaði kolli snöggt. — Já einhverjir urðu að halda öllu í gangi, meðan hinir voru í fríi í konungshöllinni, sagði hann, en óstjórnleg reiði innra með honum tók að gera vart við sig. Þeir litu hvor á annan, vel vitandi, að ósýnilegur múrvegg- ur milli þeirra hafði allt í einu hækkuð og var nú orðinn ókleif ur. Svo brá fyrir brosi um varir Blavatskys. — Þið Ungverjar verðið aldrei öðru vísi en svona. Faut- ar! Hann hló við og gekk út. Tíu mínútum síðar kom hann inn aftur: — Ja, kæri vinur. Það má segja, að þessi læknir yðar sé heldur betur kominn í vandræði. Morðákæra er nú ekkert barnagaman, eða hvað? Nemetz stökk upp. — Heyrðu nú til, sagði hann. — Við höfum rannsakað málið og það liggur ekkert fyrir, sem gefi ástæðu til að gruna hann. Konan hans átti marga óvini og ... — Já, en þetta er konunni hans ekkert viðkomandi, tók Bla vatsky fram í fyrir honum. Yf- irherstjórnin telur hann sekan um dauða Milyokovs ofursta. Nemetz varð steinhissa. — Þetta hlýtur að vera misskiln- ingur. Ég hef sjálfur komið á deildina til hans einum sex sinnum. Og þar sá ég marga særða Rússa og ég get með sanni sagt, að þeir fengu eins góða hjúkrun og ungverjarnir. Kannski betri. — Kann að vera. En Miljukov ofursti er dáinn. Og það var Halmy læknir sem skar hann upp. Og svo vitum við, að hann var á batavegi, þegar honum sló snögglega niður og hann dó. Hann var sjúklingur Halmys læknis. Og enginn fékk að koma nærri honum nema læknirinn. — Þér sögðuð að hann hefði verið í afturbata. Ef Halmy læknir hefði vanrækt hann eða haft eitthvað illt í huga, var hægur hjá að láta hann deyja á skurðborðinu. Eða láta ógsrt að skera hann upp. — Kemur heim. En þarna er eitt grunsamlegt. Heilsu hans hrakaði snögglega, rétt í þann mund, sem menn héldu, að við værum að fara úr landinu. — Nei, heyrið þér nú! Þér vitið vel hvaða hártogun svona ályktun er. Læknirinn hefði þurft að vera fantur til þess að láta sjúkling deyja, sem hann var þegar búinn að bjarga. 73 Blavatsky starði niður í gólf- ið. — Já, en eru ekki allir fant- ar í þessu bölvaða landi? spurði hann ábúðarmikill. — Ekkert annað en hópur af brjáluðum morðingjum! í morgun var næstum búið að drepa mig á leiðinni hérna í skrifstofuna. Við ókum fyrir horn og í sama bili gall við skothríð úr vélbyssu. Bíllinn minn varð fyrir skoti og bílstjórinn særðist. Þá fyrst tókst skriðdrekanum, sem var á eftir okkur að splundra upp- reisnarmannahreiðrinu. Og viltu trúa því að enginn þessara ræn- ingja var meira en sextán ára. Nemetz þorði ekki að spyrja, hvað gert hefði verið við þessa unglinga, eftir að „hreiðrinu var splundrað“. Hann sagði heldur ekki Blavatsky, að þeir hefðu lært hermennsku sína í skólunum í Budapest, þar sem þeir hefðu verið neyddir til að læra að barjast gegn auðvald- inu. Hann þagði vegna þess, að hann var hingað kominn til að byðja Blavatsky um greiða og hafði ekki efni á að fæla hann frá sér. — En þar sem læknirinn er skjólstæðingur þinn, skal ég sjá Fjaðrir, fjaðrablöð, hljóðkútar púströr o. fl. varahlutir í margar gerðir bifreiða Bilavörubúðin FJÖÐRIN Laugavegj 168 . Símj 24180 Volkswagen árg. ’67 Tilboð óskast í Volkswagen árg. ’67 í því ástandi sem bifreiðin er nú. Til sýnis á Bifreiðaverkstæðinu Armur, Skeifunni 5, í dag kl. 2—6. Sumarbíiðir í K.R.-skálamim fyrir telpur. Nokkrar telpur geta enn komizt að. Upplýsingar í síma 24523. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 57., 58. og 60. töiublaði Lögbirtinga- blaðsins 1967 og einnig í 60., 61. ag 64. tatublaði sama blaðs og sama árgangs, á hraðfrystihúsi, fiskimjöls- verksmiðju o. fl. v/Fífuhvammsveg, þinglýstri eign Félagshamms s.f., fer fram á eigninni sjálfri föstu- daginn 14. júní 1968 tel. 15. Bæjarfógetinn i Kópavogi. ALLTAF FJÖLGAR VOLKSWAGEN VOLKSWAGEN 1600 „Fastback KOMIÐ SKOÐID ^ og KYNNIST ^ þessum glœsilega bíl HEKLA hf til, hvað hægt er að gera fyrir hann. Við getum farið saman til félaga Stambulov. Hann stend- ur fyrir deildinni, sem hefur þetta mál til meðferðar. Stambulov! Nemetz vissi það, sem fæstir landar hans vissu, að þessi maður var í tengslum við ungversku lögregluna sem sér- stakur NKVD-ráðgjafi. Það mátti sjá hann á götunni, þar sem hann steig út úr stóra ziv-bíln- um sínum, og keypti sælgætis- vörur eða drakk kaffi á Es- presso-kaffistofum borgarinnar — risi að vexti og að því er virtist meinlaus, þungur í spori, neflangur og akfeitur. það voru ekki miklar horfur á þvi, að sú von væri i þaun veginn að rætast. Nemetz endurtók það við hann, að allir rússneskir hermenn hefðu sætt beztu meðferð í sjúkrahúsi Halmys læknis. Hann mælti á ungversku, þar eð Stam bulov skildi málið til fullnustu, og næstum óþarflega vel, af út lendingi að vera. Einmitt þetta var eitt af mörgu dularfullu í fari hans. Annaðhvort var það árangurinn af langri æfingu, með þessa atvinnu í Ungverja- landi fyrir augum, eða þá hann var eitthvað af ungverskum upp runa. Stambulov hafði fyrst komið fram á sjónarsviðið í Ungverja- landi árið 1949, og allt til 1953 hafði hann verið aðalmaður lög- reglunnar í málum viðvíkjandi njósnum, gagnnjósnum, skemmd arverkum og landráðum. Á skárri árunum, frá 1953 til 1955 hafði hann verið sendur heim í langt frí, en kom svo aftur fram á sviðið undir árslok 1955. Og þarna sat hann nú, bak við skrautlegt barokskrif- borð sem var svo liðlega lagað, að klunnalegur vöxtur hans varð enn meir áberandi. Skrif- stofan minnti á einkaherbergi konu, og það hafði hún líka ver- ið áður en húsið var tekið eign- arnámi handa NKVD. Hann var íklæddur dökkgráum fötum, sem fóru vel, í hvítri silkiskyrtu og með ítalskt hálsbindi og þefjaði allur af ilmvatni. Þrátt fyrir þennan kvenlega smekk hans, varð karlmennska hans ekki dregin í efa, og það gátu skrif- stofustúlkur og dætur undir- manna hans vottað. Konur voru Akillesarhæll hans og óvin- ir hans vonuðu, að honum ætti eftir að verða hált á þeim. En — Tja ... sagði hann, eftir að hafa hlustað á Nemetz. Ég skal nú athuga málið. En eitt er þó víst rétt að segja strax: Þessi Halmy læknir er ekki maður, sem við getum notað. í dag þurf um við umfram allt menn, sem við getum reitt okkur á. — Þér þurfið á mönnum að halda, sem kunna sitt verk, svar aði Nemetz á móti. — Hjálpi oss vel . . . auðvitað er Halmy ekki í Flokknum. Fyrst og fremst vegna þess að hann hefur engan áhuga á stjórnmálum. En . . . — Það kemur ekki málinu við, greip Stambulov hvasst fram í fyrir honum. — Hann er ekki áhugalausari en það, að hann þrumar gegn okkur við minnsta gefið tækifæri. Nei, herra full- trúi, þessi maður er óvinur. Þá vissi Nemetz það, að seg- ulböndin hans Karoly zlochs höfðu komizt til Stambulovs. — Menn segja svo margt 1 reiði sinni, sem þeir meina ekk- ert með, sagði Nemetz. — Það er nú æði munur á því sem menn segja í opinberum fyrirlestri og hinu þegar þeir sleppa sér heima hjá sér. Og ekki sízt ef Hrúturinn 21. mar/ — 19. apríl. í dag skalt þú helga þig fjölskyldumálum. Svaraðu bréfum. Nautið 20. apríl — 20. maí. Endurskipuleggðu allt sem þú getur. Sannprófaðu hugmyndir þínar. Tvíburarnir 21 maí — 20. júní. Þcr er tamara að tjá þig í dag. Góður dagur til kaupa. Krabbinn 21 júní — 22. júlí. Farðu í kynnisför í dag, endursikoðaðu afstöðu þína. Ljónið 23. júlí — 22. ágúst. Það birtir til I félagslífinu undir helgina. Sýndu umburðar- lyndi. Meyjan 23. ágúst — 22. september. Þér verður veitt meiri athygli en við var búist. Vertu hrein- skilinn en gættu hófs. Léttu þér eitthvað upp. Vogin 23. september — 22. október. Ef timi gefst til, skaltu létta þér upp með ættingjum þínum. Sporðdrekinn 23. október — 21. nóvember. Þú skalt einbeíta þér um helgina. Ljúktu því, sem ógert er. Bogmaðurinn 22. nóvember — 21. desember. Vera má að þig langi til að vera meira í félagslífi, en hyggðu að þínum nánustu fyrst. Steingeitin 22 desember — 19. janúar. Leggðu þig allan fram, árangurinn verður mjög góður, breyttu til í kvöld. Vatnsberini. 20. janúar — 18. febrúar. Félagslífið er ofarlega á baugi. Hresstu upp á gömui tengsl. Rómantíkin er ofarlega á baugi. Fiskamir 19. febrúar — 20. marz. Þú ættir ekki að taka félagslega forystu. Árangur af góðu starfi kemui í ljós í dag. Bjóddu heim í kvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.