Morgunblaðið - 08.06.1968, Blaðsíða 12
MORGTJNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1&08
X-,2
í S4LTVÍK
EINS og fram hefur komið,
verður ýmis konar starfsemi
fyrir ungt fólk í Saltvík á
Kjalarnesi í sumar. Um næstu
helgi verður staðurinn opnað-
ur, en þá verður hlöðuball á
laugardagskvöld og mun
hljómsveitin Flowers leika,
Útvarpað verður hljómlist um
svæðið á laugardag og sunnu-
dag, og einnig verður 'hægt að
vera við ýmsa leiki báða dag-
ana. Tjaldstæði verða næg á
staðnum.
Aldurstakmark er 16 ár og
aðgagnseyrir l'OO krónur.
Sætaferðir verða frá Umferð-
armiðstöðinni, laugardag kl.
2, 4 og 6, tilbaka eftir dans-
leik á laugardag og eftir há-
degi á sunnudag.
(Frá Æskulýðsráði Reykja-
víkur).
ísBenzk tónverk
flutt í Berlín
SVÍTA um íálenzk þjóðlög fyrir
strokhljómsveit eftir Hallgrím
Helgason hefur á síðustu mánuð
um verið flutt nokkrum sinnum
í útvarpinu í Berlín, sáða.s't þann
14. marz, með útvarpskammer-
hlj ómsveitinni í Leipzig undir
stjórn Dietrich Knothe. Aðrir lið
ir á efnisiskrá voru 5 sönglög eft
ir Sibelius og symfónískir dans-
ar op. 64 eftir Grieg.
Þá var svíta HaWgríms á klass-
ísku prógrammi í október sl.,
með verkum eftir Gluck, Mozart
og konsert Bachs fyrir tvær fiðl-
ur, þar sem einfeikarar voru feðg
arnir Oistrach, David og Igor.
Nokkru fyrr hafði þetta ís-
lenzka verk verið flutt á kamm
erhljómsveitarkonisiert ásamt sere
nötu eftir Edward Elger fyrir
strokhljómsrveit og flautukomsert
eftir Johanin Joachim Quantz.
íslendingar á heims-
meistaramót í svifflugi
HIEIMSMEISTARAMÓT í svif-
flugi eru jafnan haldin annað
eða þriðja hvert ár, að tilhlutan
Fedération Aeronautique Inter-
nationale FAI (Ailþjóðasam-
'bands Flugmálafélaga), sem fel-
ur framkvæmd mótanna í hend-
ur einhverju aðildarfélaga þess,
en þau eru eitt í hverju landi,
flestra menningarlanda heims.
Hér á landi er það Flugmálafélag
íslands, sem er aðili að FAI.
Gegnir Flugmálafélagið því hlut-
verki landssambandsins þeirra er
stunda einhverja grein flug-
íþcótta hérlendis, og vinnur að
sínu leyti á sama hátt og ÍSI á
sínu sviði.
Að þessu sinni verður HM i
svifflugi háð í Póllandi undir
stjórn póiska flugfélafélagsins
við borgina Lezno, dagana 8. tii
23. júní. En áður en sjálf keppn-
in hefst er skipulögð sérstök æf-
ingavika dagana 2.-8. júní til
þess að keppendurnir, sem eru
hvæðanæfa úr veröldinni, fái
nokkur kynni af þeim svifflug-
skilyrðum, sem í Póllandi eru.
Einnig til þess að flugmennirnir
geti kynnzt flugtækjum sínum,
en margir þeirra hafa ýmist al-
veg nýjar svifflugur meðferðis
eða leigja sér þær í Póllandi.
Flugmálafélag íslands hefir skráð
2 flugmenn í þessa heimsmeist-
arakeppni, eru það þeir: Þórður
Hafliðason og Þórhallur Filippus-
son, en auk þeirra eru 6 hjálp-
armenn, 3 með hvorum og 1 far-
arstjóri og er sá Þorgeir Pálsson
flugverkfræðingur.
fslendingarnir keppa báðir í
,,standard“ flokki, þar sem viss
ákvæði eru um gerð og stærð
svifflugunnar, sem notuð er. A
mótinu er hins vegar keppt í
tveimur flokkum „standard",
sem fyrr getur, og „opnum-
flokki“, en þar eru engin tak-
mörkunarákvæði um gerð flug-
tækis, s.s. vængjahaf o.þ.h.
Af kostnaðarástæðum geta ís-
lendingar ekki keppt í eigin
svifflugum og varð því að taka á
leigu tvær pólskar svifflugur af
FOKA-gerð, sem Flugféíag Pól-
lands leggur til.
Liðið fór flugleiðis til Kaup-
mannahafnar 29. maí.
Fararstjórinn er keppendunjim
tveimur til ráðuneytis við undir-
búning keppninnar dag hvern,
auk þess sem hann á sæti í al-
þjóðadómi, þegar hann þarf að
skera úr málum. Hjálparmenn-
irnir annast um flugtæki kepp-
endanna og elta þá á jörðu niðri
þegar þeir fljúga af stað eftir
þeim leiðum sem keppnisstjórnin
ákveður í upphafi hvers keppnis-
dags. Er það hlutverk hjálpar-
mannanna að koma flugtæki og
keppenda aftur til heimavallar
mótsins, þegar hann lendir fjarri,
annaðhvort vegna þess að loka-
mark keppninnar er fjarri heima
velli eða að keppandi neyðist ái
að lenda annars staðar. Verða
þeir því oft að aka hundruð kíló-
metra yfir daginn.
Keppnisatriðin, sem eins og
fyrr segir, eru ákveðin fyrir
hvern keppnisdag, felst í því að
komast á sem skemmstum tíma
eftir þeirri keppnisleið, sem
ákveðin hefur verið og getur ver
ið frá 100 km vegalengd og allt
upp í 400 km, ýmist eftir þrí-
hyrningsbrautum, fram og til-
baka milli staða eða alls ótak-
mörkuð vegalengd í ákveðna
stefnu.
í þessu sambandi er vert að
geta þess að íslenzkt met í vega-
lengd í svifflugi, 434 kílómetrar,
setti Þónhallur Filippusson á HM
í Þýzkalandi 1960.
Þátttaka í þessu HM í Póllandi
er mikil eða um 9'2 flugmenn frá
34 þjóðlöndum, en þar sem 3
hjálparmenn fylgja hverjum
flugmanni munu þarna verða um
eða yfir 600 menn á mótinu. Gert
er ráð fyrir þúsundum áhorfenda
á mótinu.
Síðast var haldið HM í Eng-
landi 1965 og þar urðu heims-
meistarar, Frakkinn Francois
Henry í „standard" flokki og
Pólverjinn Jan Wroblewski í
„opnum-flokki“.
í Póllandi eru svifflugskilyrði
með afbrigðum góð og pólskir
svifflugmenn hafa um áraraðir
verið í allra fremstu röð í þess-
ari íþrótt loftsins.
Útibú Útvegsbankans á Laug avegi 105.
Útibú Útvegsbankans að Áifhóisveg 7 í Kópavogi.
Útvegsbankinn opnar
BANKASTJÓRN Útvegsbankans
bauð í gær fréttamönnum að
skoða tvö ný útibú, sem bank-
inn opnaði í morgun kl. 9.30 og
eru þau að Álfhólsveg 7 í Kópa
vogi og að Laugavegi 105. Úti-
bústjórar verða Baldur Ólafs-
son, í Kópavogi, en hann var
áður útibússtjóri í Vestmanna-
eyjum, og Björn Hjartarson að
Laugavegi 105.
Einnig var skýrt frá því, að
leyfi hefði verið gsfið til að
hefj'a undirbúning þeiss, að opna
útibú að Grensásvegi 12. Hing-
að til hefur bankinn, sagði Jó-
hannes Elíasson, helzt haft í
huga að auka þjónustu við við
skiptavini bankans úti. á landi.
Síðan var tekið til við að fuldl-
gera umbætur á aðalbankanum
í Austurstræti, og nú hefur
einnig verið lokið við þessi tvö
nýju útibú. Hefur Gunnlaugur
Björnsson, starfsmaður í sjávar
útvegsdeild, annazt alla skipu-
lagningu á innréttingum, vélum
og húsbúnaði, í aðalbanka og úti
búum, en yfirsmiður var Guðjón
Guðmundsson.
Jóhannes Elíasson sagði opn-
un útibúsins í Kópavogi vera
sjálfsagða þjónustu við íbúa
Kópavogs og Garðahrepps, og
mun það útibú annast alla venju
lega banka- og gjaldeyrisþjón-
ustu við viðskiptavinina. Sagði
hann og bankann taka upp al-
gera nýbreytni og stóraukna
þjónustu í svonefndum Gíró og
launa þjónustum.
Gíró-þjónustan verður í því
fólgin, að sá sem opnar reikn-
ing í banka, á þess jafnan kost
að láta banka annaist viðskipti
fyrir sig, enda jafnan innistæða
fyrir slíku á hverjum tíma.
Verða það viðskipti s.s. afborg
anir af fastalánum, skattborgan-
ir, rafmagnsreikningar o. fl.,
sem hægt verður að semja um
V/ið bankann hverju sinni, og
Lins verður hægt að taka við
Igreiðslu frá þriðja manni inn á
(Gíró-reikning. Ennþá auðveld-
♦ara mun þetta, ef báðir aðilar
teiga Gíró reikning. Verða hlaupa
. eikningsvextir greiddir fyrir
Gíró reikninga. Reikningshafar
geta svo fengið yfirlit yfir reikn
inga sína, er þeir óska þess,
nokkurs konar búreikninga, Sagði
Jóhannes Elíasson, að slík kerfi
væru mjög vinsæl víða erlend-
is-
Sagði hann og, að launareikn-
ingar væru mjög til hagræðing
ar bæði fyrir kaupgreiðendur og
launþega, og sparaði spor og
tíma, og með því, fengi fólk
betra yfirlit yfir fjárhag sinn.
Hefði kerfi þetta verið reynt í
Vestmannaeyjum, og gefizt vel.
Nýlt leiðakerfi
GERT er ráð fyrir, að í haust
verði tilbúnar tillögnr um nýtt
leiðakerfi S.V.R. V erður það
byggt á grundvelli aðalskipulags
ReykjavíJujrborgar.
Nokkrar endastöðvar verða
færðar úr miðborgina í úthverfi
t.d. verður ein leið ekin frá
gatnamótum Langholtcvegar og
Suðurlandsbrautar vestur í Ána-
naust með endastöðvum á báð-
um stöðum. Ennfremur er gert
ráð fyrir að 10 vagnar hafi enda-
stöð á Hlemmi, en aki um mið-
bæinn.
Upplýsingar þessar kormi fram
í svari Gunnlautgis Pétiunsisonair,
borgarritaira, við fyrirspuirnium
Guðmtundar Vigifúissonar um
leiðakerfi' S.V.R. Sagði GunnTaug
uir að uwdirbúninguir að nýju
ieiðakierfi 'hefði hafizt fyrir hálfu
öðru ári og væri tjffiLagna að
vænta fyrir haiuistið. Uppíhaflega
hafð'i verið í ráði að teiðakerfið
yrði futllbúið fyrir H-dag, en síð-
ar ihetfði verið borfið frá því,
m.a. vegna neynsdlu fré Svíum, en
þeir 'fengu eikiki mijög haigertæða
útkiomu, er þeir breyttiu sínu
leiðafcerfi á H-degi þaæ.
Þá sagði Gunnlauguir, að noíkk-
uð af breyt'ingum á leiðakertfi
yrði að bíða þesis tíma, að fjar-
lægð yrðu núv. miannrvirki á
Hilemmi o.g br'eiikikunar Kalik-
afnsivegar og Laekjar|6tötiu.