Morgunblaðið - 08.06.1968, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.06.1968, Blaðsíða 19
MORGUNB'LAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. JÚN>f 1968 19 Heildsala SS rúmlega 400 milljónir króna Frá aðalfundi Sláturfélags Suðurlands ari. Grandalaus lesandi gæti hæg lega skilið hana þannig, að HT væri betur rekin en hin bifreiða- tryggingafélögin og þau hafi bætt rekstur sinn þess vegna. Ég dreg hvorttveggja mjög í efa; ef rekst ur bifreiðatrygginga er hag- kvæmari nú en fyrir nokkrum árum, er orsökin önnur en til- udð HT. Til samanburðar á rekstri tryggingafélaga er oft notuð svonefnd kostnaðar- prósenta, þ.e.a.s. hundraðshluti kostnaðar af iðgjöldum. Þessi mælikvarði er ekki einhlítur, en sé um samanburð á rekstri sömu tryggingargreinar að ræða, verð- ur harm að teljast ágætur. í töflunni hér á eftir er yfirlit yfir iðgjöld, tjón, reksturskostn- að (laun, annar kostnaður og umboðslaun til umboðsmanna) og hagnað SB annars vegar og HT hinsvegar á árinu 1966 í á- byrgðatryggingum bifreiða sam- kvæmt reikningum þeirra, sem birtir hafa verið í Lögbirtinga- blaðinu. Iðgjöld ársins eru gjald- fallin iðgjöld á árinu að viðbætt- um yfirfærðum iðgjöldum frá fyrra ári og að frádregnum ið- gjöldrun yfirfærðum til næsta árs. Tjón ársins eru greidd tjón á árinu á viðbættum tjónavara- sjóði (vegna gjaldfallinna en ó- greiddra tjóna) í árslok og að frádregnum tjónavarasjó'ði í árs- byrjun. Summa tjóna, kostnaðar og hagnaðar er ekki jöfn iðgjöld um, þar sem ekki er tekið tillit til vaxtatekna og hlutdeildar endurtryggjenda í tjónum og ið- gjöldum. Iðgjöld kr. 10 Tjón kr. 7 í % af iðgj. Rekstrarkostnaður kr. 2 í % af iðgj. Hagnaður kr. í % af iðgj. 2.951.375,— kr. 15.343.014,— 5.573.184.— kr. 8.117.418,— 73,41 52,91 9.837.900,— kr. 5.747.139.— 28,98 37,46 1.992.096.— kr. 1.330.964,— 1,93 8,67 Kostnaðarprósentan hjá HT hefur því verið mun hærri en hjá SB eða 37,46 á móti 28,98. Hjá því félagi innan SB, sem hæsta kostnaðarprósentu hefur, var hún 23,18. Ég álít, að þessar tölur sýni, a'ð „eldri trygginga- félögin" reki bifreiðatryggingar mun hagkvæmar en HT. Tjónaprósenta, eða sá hundraðs hluti iðgjalda, sem varið er til tjónabóta, er á hinn bóginn miklu lægri hjá HT en SB eða 52,91 á móti 73,41 (hæst 173,67 og lægst 64,28), sem samrýmist illa yfirlýsingunni um auknar tjónabætur HT. Orsakir þessa mikla mismunar geta verið marg ar og fullkomlega eðlilegar, en ég tel hann þó sýna, að „hin eldri bifreiðatryggingafélög" ræki tryggingahlutverk sitt, þ.e.a. s. miðlun fjár til þeirra, sem fyr- ir tjónum verða, ekki ver en HT. Heildarsparnaður bifreiðaeigenda . HT-menn halda því fram, afi heildarsparna'ður bifreiðaeigenda ,,vegna þeirra iðgjalda, sem HT innleiddi 1965“ nemi „tugum milljóna króna á ári, sennilega ekki minni fjárhæð árlega en öll um þeim nýju álögum, sem lagð- ar voru á bifreiðaeigendur á síðasta Alþingi". 1 greinargerð frá FÍB í Mbl. 4. maí sl. segir, að skattur þessi nemi árlega 135 n\illj. kr. miðað við núgildandi verðlag eða tals- vert hærri upphæð en heildar- iðgjaldatekjur af ábyrgðartrygg- ingum bifrei'ða á árinu 1966 og má af því marka, hver fjarstæða fullyrðing HT-manna er. Hið nýja bónuskerfi, sem bif- reiðatryggingafélögin tóku í notk un 1. maí 1966, leiddi til veru- legrar lækkunar iðgjalda, líklega nálægt 20 millj. kr. Enginn vafi leikur á því, að það er hin á- nægjulega þróun í umferðarmál- um okkar, sem hefur gert þessa lækkun iðgjalda mögulega, sbr. yfirlýsingu HT um 30% fækkun bifreiðaárekstra. Hvort HT skal þökkuð þessi þróun og þá einnig iðg’aldalækkunin, getur hver bif reiðaeigandi hugleitt, en ég er þeirrar skoðunar, að „trygginga- tækni“ hafi mjög óveruleg áhrif á akstursvenjur manna og þar af lei'ðandi á tjón. Lokaorð. Ég ræði ekki fleiri atriði frétta tilkynningarinnar, en vil að lok- um benda á helztu' niðurstöður þessara athugasemda. Hagtrygg- ing lækkaði iðgjöld um 20—25% en ekki nálega 60% eins og HT- menn fullyrða. Kostnaðarpró- senta eldri félaganna er miklu lægri en hjá HT, sem bendir til mun hagkvæmari reksturs hjá þeim. Tjónprósenta þeirra er hins vegar miklu hærri en hjá HT og tel ég það benda til þess, að þau ræki tryggingahlutverk sitt a.m.k. ekki ver en HT. HT-menn virðast gera sér mjög ýktar hug- myndir um heildarlækkun ið- gjalda á sfðustu árum og um hina raunverulegu orsök þeirrar lækk unar. Hafnarfirði 26. maí 1968, Bjarai Þórðarson. - EDWARD Framhald af bls. 17 um þrír hryggjarliðir. Annað nýrað hafði skemmzt eitthvað, og gat hafði komið á lunga. Mesta furðu vakti það að Bayh skyldi hafa getað hjálp að konu sinni og Kennedy út úr flugvélarbrakinu, því þeg- ar í sjúkrahúsið kom varð hann svo bugaður af kvölum í baki að hann gat sig ekki hreyft. VAXANDI VINSÆLDIR Edward Kennedy var lengi rúmliggjandi eftir flugslysið. Fyrstu mánuðina gat hann sig varla hreyft, en smám saman tókst læknum að styrkjahrygginn, og strax g heilsa hans leyfði, hóf hann á ný þingstörf sín. Hans var ekki oft getið í forsíðufrétt- um eftir flugslysið, en vann ötullega að þeim málum, sem skiptu hann máli. Eitt fyrsta verk hans á þingi eftir slys- ið var að berjast fyrir afnámi skatts, sem kjósendum var gert að greiða til að fá að neyta atkvæðaréttar síns. Margir af framámönnum demókrata voru andvígir af- námi skattsins, þeirra á með- al Johnson forseti, og svo fór að Kennedy beið ósigur. Var tillaga um afnám skattsins felld með 49 gegn 45 atkvæð um í Öldungadeildinni. Þetta var í maí 1965, og nokkrum mánuðum síðar beið Edward annan ósigur á þingi. Var það þegar hann barðist fyrir því að fá samþykkt þingsins fyr- ir skipan fjölskylduvinar, Francis X. Morrisey að nafni, í embætti ríkisdómara fyrir Massachusetts. Þetta tókst ekki, en Kennedy þótti hafa komið mjög drengilega fram í málinu. I skrifum sínum um Morrisey-málið segir vikurit ið Time m.a.: „Ósennilegt er að Öldungadeildin fái til lengdar að njóta óskiptra krafta hans (Edwards)“ og‘ var þá við það átt að meiri frami biði Edwards Kennedy í framtíðinni. Edward Kenn- edy hefur haft mikil völd g áhrif í Öldungadeild Banda- ríkjaþings þau 5V2 ár, sem hann hefur átt þar sæti. Hann hefur valið sér aðeins þau verkefni, sem honum hafa þótt máli skipta, og síðan ein beitt sér að lausn þeirra. Hann hefur jafnan sýnt starfs bræðrum sínum tillitssemi og nærgætni, en þó haldið vel á sínu máli. Sjálfur segir hann að þegar hann fyrst tók sæti á þingi hafi forsetinn bróðir hans ráðlagt honum að snúa sér aðallega að þeim málefn- um, sem hann hefði einlægan áhuga á. Þetta hefur gefizt vel, og „Ted“ Kennedy hefur eignast vini og einlæga að- dáendur meðal starfsbræðra úr báðum flokkum. ★ Edward Kennedy kvæntist árið 1958 Joan Bennett frá Bronxville í New York, og eiga þau tvö börn, átta ára dóttur og sex ára son. DAGANA 6. og 7. þ.m. voru haldnir í BændahöIIinni í Reykja vík fulltrúafundur og aðalfund- ur Sláturfélags Suðurlands. Fundarstjóri á fundunum var kosinn Pétur Ottesen, fyrrv. al- þingismaður, formaður S.S., og fundarritari Þorsteinn Sigurðs- son, formaður Búnaðarfélags ís- lands. í upphafi minntist for- maður Björns E. Árnasonar lög- gilts endurskoðanda, en hann hafði um áratugi starfað sem endurskoðandi Sláturfélagsins, og fór formaður viðurkenningar- orðum um störf hans í þágu félagsins. í skýrslu, sem forstjóri félags- ins, Jón H. Bergs, flutti um starf- semi Sláturfélagsins á ' árinu 1967, kom m.a. fram, að heildar- vörusala Sláturfélagsins nam á árinu rúmlega 492 milljónum króna. Hafði orðið framleiðslu- og söluaukning um rúmlega 31 milljón króna. Þrátt fyrir þetta var rekstur félagsins óhagstæð- ur árið 1967. Halli varð á rekstr- inum, sem nam kr. 3.512.460.25, en þá höfðu eignir félagsins ver- ið afskrifaðar um kl. 5.477.694.16. Rekstrarhallann má rekja til ýmissa orsaka, sem voru stjórn og forráðamönnum félagsins ó- viðráðanlegar. Mikið vantaði á, að í verðlagn- ingu sauðfjárafurða hafi verið tekið tillit til sannanlegra út- gjalda og sérstaklega, að tekið hafi verið nægilegt tillit í verð- lagningu afurðanna til frysti- geymslu- og vaxtakostnaðar, en eins og kunnugt er, verður að veita sauðfjárafurðunum öllum viðtöku á haustin og þá er fram- leiðendum greiddur mikill hluti afurðaverðsins, þó sala afurð- anna taki allt að eitt ár eftir móttöku þeirra. Niðursuðuverk- smiðja S.S. var rekin með tals- verðum halla á árinu 1967. Haust ið 1966 óskaði félagið samþykk- is Verðlagsnefndar til breytinga á verði framleiðsluvara verk- smiðjunnar til samræmis við hækkað hráefnisverð frá því, sem verið hafði haustið 1965. Verðákvörðun var dregin á lang- inn þar til lög nr. 86, 1966 um verðstöðvun tóku gildi 15. nóv- ember 1966. Verðstöðvunarlögin ÞING Stórstúku íslands hið 65. í röðinni var sett í Templarahöll- inni að Eiríksgötu, hinum nýju og veglegu húsakynnum Gó'ð- templarareglunnar, föstudaginn 7. júní. Ólafur Þ. Kristjánsson stórtemplar setti þingið. Þing- haldið að þessu sinni er með nokkru öðru sniði en undanfarin ár. Meira um almennar samkom- ur og ferðalög en áður hefur verið. Daginn fyrir þingsetningu var efnt til kynningarkvölds í Templ arahöllinni, þar sem flutt var ávarp, skemmtiþáttur og ballett. Tókst, kynningarkvöld þetta mjög vel og var fjölsótt. Þingið er vel sótt en nær 100 fulltrúar víðsvegar að af landinu sitja það. Fimm félagar tóku stórstúkustig. Þá var minnst lát- inna félaga. Að þessu loknu hófust hin eiginlegu þingstörf, með því að lag'ðar voru fram skýrslur og reikningar fram- kvæmdanefndar. Voru skýrslur þessar mjög greinagóðar og báru vott um gott starf á kjörtímabil- inu. Stórtemplar fylgdi skýrslum og reikningum úr hlaði í ítar- legri ræðu. Minntist hann á ýmsa þætti starfsins og lét m.a. ánægju sína og þaklæti í ljós í sambandi við byggingu hins nýja voru í gildi til 31. október 1967 og allt það fímabil fékkst engin lagfæring á verði framleiðslu- vara niðursuðuverksmiðjunnar og eigi fyrr en snemma á þessu ári. Sá dráttur, sem varð á, eftir að verðstöðvunarlögin féllu úr gildi stafaði af þeim. töfum, sem urðu í verðlagningu landbúnaðar afurða haustið 1967. Hinn 1. sept- ember 1967 var ákveðin hækkun á niðurgreiðslu á kindakjöti af framleiðslu ársins 1966. Þá þeg- ar framkvæmdi Verðlagsnefnd mikla verðlækkun á kjötfarsi, pylsum og bjúgum, og þrátt fyr- ir að ný kindakjötsframleiðsla kæmi á markaðinn um miðjan sptembermánuð á mun hærra verði, var neitað um allar hækk- anir til samræmingar á hærra kjötverði þar til 1'5. desember. Haustið 1967 var slátrað í 8 sláturihúsum Sláturfélagsins alls 167.846 fjár og var það rúmlega 3.000 fjár fleira en árið 1966 og um 19.000 fjár fleira en 1965. Ekki tókst að greiða framleið- endum fullt verðlagsgrundvall- arverð fyrir kindakjöts- og gæru framleiðslu frá haustinu 1966 og var það sökum rangrar verðlagn- ingar á vaxta- og geymslukostn- aði kindakjöts og verðfalls á gærumörkuðum, en engar út- flutnflutningsuppbætur voru greiddar á gærur af framleiðslu ársins 1966, eins og gert var á gæruframleiðslu 1965, þar sem útflutningsbætur á landbúnaðar- afurðir eru takmarkaðar lögum samkvæmt og voru að fullu nýtt- ar. Slátrun stórgripa hélt áfram að aukazt á sl. ári hjá Slátur- félaginu. Þá var slátrað hjá fé- laginu 10.890 stórgripum, sem er 150 gripum fleira en árið áður og 3.718 gripum fleira en 1965. Sérstaklega er mikil aukning í framleiðslu svínakjöts. Sláturfélagið starfrækti eins og áður niðursuðuverksmiðju og pylsugerð og seldu þessar deildir framleiðsluvörur fyrir 93 mdlljón ir króna. Ullarverksmiðjan Fram tíðin og sútunarverksmiðja S.S. störfuðu eins og áður og sölu- verðmæti sútaðra gæra og húða frá sútunarverksmiðjunni var 15 af hundraði meira en árið 1966. samkomuhúss reglunnar. Að ræðu stórtemplarans lokinni urðu nokkrar umræður um skýrslur og reikninga en varð ekki lokið og því frestað til morguns, frekari umræðna. Kl. 13.30 var safnast saman að nýju við Templarahöllina og gengið þaðan undir fánum og einkenn- um til Hallgrímskirkju og hlýtt á messu hjá séra Jakobi Jóns- syni. Að messu lokinni var svo iagt af stað í ferðalag um Hafn- arfjörð, Krýsuvík og Hveragerði. Á morgun 8. júní heldur þing- ið áfram og hefst kl. 9 f.h. Daginn áður en stórstúkuþing- ið var sett var þing unglinga- reglunnar háð í Templarahöll- inni. Þingi'ð var sett kl. 10 f.h. og stóð samfellt til kvölds. Tók það mörg mál til meðferðar og ger'ði ýmsar samþykktir, sem birtar verða síðar. Sextíu barna- og unglingastúkur voru starfandi á vegum unglingareglunnar á síðasta ári með um 7000 félögum. Unglingaregla I.O.G.T. er lang fjölmennasti félagsskapur barna og unglinga sem starfandi er í landinu og á vegum hennar eru unnin gagnmerk uppeldis- og sið bótastörf. Stórgæzlumaður er Sigurður Gunnarsson fyrrv. skólastjóri. Matarbúðir S.S. seldu á árinu 1967 fyrir um 118 milljónir króna. í desembermánuði tók til starfa ný kjörbúð Sláturfélags- ins í Háaleiti við Miklubraut í Reykjavík. Hin nýja verzlun er þegar orðin langsöluhæsta verzl- un félagsins og hefur reksftirinn gengið vel. Á fundinum urðu all miklar umræður um verðlagsmál og af- urðasölumál og ítrekuðu fundirn ir fyrri samþykktir sínar um verðlagsmál landbúnaðarins. Á aðalfundi hafði Helgi Har- aldsson, Hrafnkelsstöðum, lokið kjörtíma sínum í stjórn, en hann var endurkosinn í félagsstjórn- ina, og aðrir í stjórn eru: Pétur Ottesen, fyrrv. alþm., formaður, Gísli Andrésson, Hálsi, Sigurður Tómasson, Barkarstöðum og Sig- geir Lárusson, Kirkjubæjar- klaustri. (Fréttatilkynning). Kappreiðar Sörlo HESTAMANNAFÉLAGIð Sörli í Hafnarfirði hélt kappreiðar á skeiðvelli sínum á uppstigningar dag og var mikið fjölmenni á þeim. Keppt var í skeiði, fola- hlaupi, 300 m hlaupi og nagla- boðhlaupi. — í skeiði varð fyrst ur Hrollur Sigurðar Ólafssonar á 24,4 sek. og hlaut hann jafn- framt farandbikar, annar Buska Guðm. Gíslasonar á 25,2 og þriðji Goði Jóh. Þorsteinssonar á 2.53. — í folahlaupi varð fyrst- ur Lýsingur Ólafs Markússon- ar á 20,1, þá Randver Jóhanns Kristjánss. 20,4 og Gustur, sem Guðveigur Þorláksson á, og hlaut líka tímann 20,4. — í 300 metrum varð fyrst Gula-Gletta Ellings Sigurðssonar á 22,5, þá Faxi Magn. Magnússonar á 22,9 og Blakkur, eigandi Jóhanna Kristjánsd., á 23,4. í naglaboð- hlaupi vann Hestamannafél. Andvari í Garðahreppi. — BRIDGE EINS og skýrt var frá í blaðinu í gær, var upphaflega ákveðið, að Olympíukeppnin í bridge skyldi hefjast s.l. fimmtudag, en keppnin fer fram í borginni Deauville, í Frakklandi. Á skyndifundi, sem haldinn var sl. fimmtudag, hjá Alþjóðasamband inu og framkvæmdaraðiljanum, var ákveðið að fresta keppninni um einn sólarhring og átti keppni því að hefjast í gærkvöldi. Ástæð an fyrir þessari frestun var sú, að nokkrir keppenda voru komn- ir til Genf í Svisslandi, en þang- að hafði öllum þátttökusveitun- um verið stefnt, nokkrum dög- um áður en mótið skyldi hefjast, og var það gert með tilliti til ástandsins í Frakklandi. Þegar ljóst varð, sl. miðvikudag, að verkföllin í Frakklandi voru að leysast, var ákveðið, að mótið skyldi fara fram, eins og upp- haflega ætlað var, þ.e. í Frakk- landi, en þá voru nokkrir kepp- enda þegar á leiðinni til Sviss og náðist ekki til þeirra, fyrr en á fimmtudag. 35 sveitir höfðu tilkynnt þátt- töku í opna flokknum, en nú hef- ir Pólland dregið sveit sína til baka, og óttast er, að nokkrar fleiri sveitir muni ekki koma tili keppninnar. Mun þetta ef til vill tefja fyrir, að mótið hefjist á til- skildum tíma, því ef margar sveit ir mæta ekki til leiks, verður að draga um keppnisröð að nýju. í kvennaflokki höfðu 20 sve*t- ir tilkynnt þátttöku, en nú hefir Danmörk dregið sveit sína til baka, og getur einnig farið svo, að fleiri sveitir mæti ekki til leiks í þessum flokki. Mikil ringulreið ríkir nú i Deauville, sökum alls þessa, en menn eru þó vongóðir um, að allt fari vel og þetta 3. Olympíu- mót fari vel og skipulega fram. Islenzka sveitin, sem keppir á mótinu, er þannig skipuð: Eggert Benonýsson, Símon Símonarson, Þorgeir Sigurðsson, Stefán J. Guðjohnsen, Ásmundur Pálsson og Hjalti Elíasson. Fararstjóri og fyrirliði er Þórður H. Jónsson. Þing stórstúkunnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.