Morgunblaðið - 08.06.1968, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 196«
ísl. liðið vann þýzka atvinnu-
liðið á þremur vítaspyrnum
Skapið hijóp með Þjóðverjana
i gönur og lá við slagsmálum
TILRAUNALIÐ landsliðsnefnd-
ar vann verðskuldaðan sigur yf
ir þýzka „atvinnuliðinu“ (?)
Schwartz-Weiss í gærkvöldi. 3:2
urðu lokatölurnar og það óvenju
lega var að öll mörk ísl. liðsins
voru skoruðu úr vítaspyrnum.
Leikurinn var reyndar óvenjuleg
ur að mörgu öðru leyti,. Óvenju
legt er að sjá jafn mikla dóna
á leikvelli og sumir hinna þýzku
leikmanna reyndust vera. Var og
einum þeirra vísað af velli 2
min. fyrir leikslok- Óvenjulegt
mun það einnig vera að „at-
vinnulið" sé ekki sterkara en
þetta lið reyndist vera. Hlýtur
að vera hálfgert sultarlíf hjá
þeim ytra — eða þá ekki gerð-
ar miklar kröfur.
Falleg upphlaup
Islenzka liðið sýndi þegar í
byrjun ákveðinn leik og náði
nokkrum gullfallegum upphlaup-
um. Var hægri sóknararmurinn
— Hermann, Eyleifur og Reyn-
ir — mjög virkur. Á 17. mínútu
sköpuðust fjögur upplögð færi
til marka. Ef ekki hefði rikt fum
og fát við að reka lokaátakið á
þessi fallegu upphlaup hefði ísl.
liðið átt að gera út um leikinn
á þessum fáu mínútum. En hið
afgerandi skorti. Það kom á þess
um tíma í Ijós að í röðum knatt
spyrnumanna er enginn maður
sem ákveðið ris upp úr meðal-
mennskunni — sem sker
sig úr þegar mest á ríður, og
fuilnýtir það sem vel hefur ver
ið að unnið áður.
Reynir átti gott skot rétt ut-
an stangar og bæði hann og
Reynir komust í „dauðafæri“ en
skutu beint í markvörðinn.
Tvö klaufamörk
Engin hætta hafði steðjað að
ísl. markinu allan fyrri helming
fyrri hálfleiks, en á 26. mín
spyrnir Grenda útherji af um
18 m færi — eða vel utan vita-
teigs — jarðarskoti á markið og
Sigurður Dagsson er svo seinn
niður, að markið verður óum-
flýjanlega að skrifast á hans
reikning.
Rétt 1 upphafi síðari hálf-
leiks verður þvaga við ísl. mark
ið og Sigurður yfirgefur það og
fer út í hópinn. Það var afdrifa-
ríkt því skallað er að marki —
og í tilraun til að bjarga ýtti
Guðni Kjartansson á eftir knett
inum í mark.
Vítaspyrnurnar þrjár
En ísl. liðið hélt eftir sem áð-
ur frumkvæði í spili og hafði
SKARÐSMÓTIÐ svonefnda fór
fram um hvítasunnuna í Siglu-
fjarðarskarði. Fjölmenni var við
mótið bæði keppendur margir og
einnig áhorfendur. Tveir norskir
gestir settu svip á mótið — og
sigruðu með yfirburðum.
Svig karla Sek.
1. Otto Tschúde, Noregi 92.2
2. Jon T. Överland, Noregi 98.7
3. Jóhann Vilbergss., Rvik 106.8
5. Magnús Ingólfsson, Ak. 107.6
í svigi kvenna sigraði Sigriður
Júlíusdóttir, Siglufirði, 114.5. 2.
Hrafnhildur Helgadóttir, Rvík,
118.0.
í svigi drengja 15—16 ára sigr-
aði Guðm. Frímannsson, Akur-
eyri, 97.1. 2. Þorsteinn Baldurs-
son, Akureyri, 100.9. 3. Bjarni
Sveinsson, H, 102.9.
í svigi stúlkna sigraði Sigþrúð
ur Siglaugsdóttir, Akureyri, 66.9.
2. Barbara Geirsdóttir, Akur-
eyri, 68.5.
í svigi drengja 13—14 ára sigr-
aði Haraldur Haraldsson, R, 84.3.
undirtökin í leiknum, þó illa
gengi er að markinu dró. Ef um
hefði verið að ræða keppni um
að skapa tækifæri, var um stór-
sigur ísl. liðsins að ræða.
Á 14. mín kemst Eyleifur þó
innfyrir og er kominn í gott skot
færi er stjakað er við honum.
Víti er dæmt — við miklar mót
bárur Þjóðverjanna — og Reyn
ir skorar af miklu öryggi. Urðu
við þennan atburð átök milli
leikmanna og hnefar á lofti þó
ekki yrði alvara úr.
Á 25. mín verður mikil þvaga
við þýzka markið. Um leið og
knötturinn liggur í þýzka mark
inu, dæmir dómarinn víti á Þjóð
Framh. á bis. 31
2. Guðmundur Sigurðsson, Ak„
84.4.
í stórsvigi karla urðu úrslit:
1. Otto Tschúde, N 2:09.0
2. Jon T. Överland, N 2:10.2
3. ívar Sigmundsson, A 2:22.1
4. Jóhann Vilbergsson, R 2:24.4
í stórsvigj kven.na sigraði Sig-
ríður Júlíusdóttir, S, 2:32.0. 2.
Hrafnhilrur Helgadóttir, R,
2:37.4.
í stórsvigi drengja 15—16 ára
sigraði Þorsteinn Baldvinsson, A,
2:10.1. 2. Bjarnj Sveinsson, Þ,
2:10.2. 3. Tómas Jónsson, R,
2:16.0.
í stórsvigi 13—14 ára sigraði
Guðm. Sigurðsson, A, 1:44.5. 2.
Haukur Jóhannsson, A, 1:53.6. 3.
Sigurgeir Erlendsson, S, 1:58.5.
í Alpatvíkeppni sigraði
Tschúde með O stig, Jon Terje
Överland hlaut 11.23 stig, Jóhann
Vilbergsson, R, 108.39, Hákon Ól-
afsson, S, 135.60, Magnús Ingólfs-
son 141.27 og Svanberg Þórðar-
son 144.24 stig.
Fjölmennt og vel
heppnað Skarðsmót
— IMorðmennirnir báru af
Bikar fyrir 100 met
SUNDFÓLKIÐ hefur vakið verð
skuldaða athygli að undanfömu.
Óvenjulega „metaríkur" vetur
er liðinn hjá því og nú tekur
sumarið —• og Laugardalslaugin
við. Á fyrsta sundmótinu þar
voru 4 met sett og eitt jafnað.
Vegna tilkomu 50 m laugar má
vænta mikils metaregns á næstu
mótum, einum í þeim greinum
sem ekki teljast hinar klassísku
greinar stórmóta erlendis. En
sundfólkfð hefur líka rutt met-
um sem sett voru við beztu
skilyrði. Reið Guðmundur Gísla-
son á vaðið með það við vígslu
nýju laugarinnar, er hann synti
100 m skriðsund á 58.2 og bætti
eldra met sitt 58.3.
Á efri myndinni sem hér fylg-
ir eru Ármannsstúlkumar sem
mest hefur borið á að undan-
förnu. Frá vinstri Matthildur
Guðmundsdóttir, Ellen Ingva-
dóttir, sem setti met bæði á
vígslumótinu og Reykjavikur-
mótinu sl. miðvikudag, Hrafn-
hildur Kristjánsdóttir, sem setti
met í 100 m flugsundi á mið-
vikudag og Sigrún Siggeirsdótt-
ir. Saman settu þær svo met í
4x100 m skriðsundi.
Á hinni myndinni er Guð-
mundur Gíslason með heiðurs-
bikar sem SSÍ og SRR gáfu hon
um í viðurkenningarskyni fyrir
að setja 100 met í einstaklings-
greinum en það er ,,met met-
anna“ hér á landi. Guðmundur
var ákaft hylltur á mótinu.
ÍR-unglingar á innanhússæfingu,
Frjálsíþröttir unglinga
FRJÁLSÍÞRÓTTAÆFINGAR
ÍR eru nú í fullum gangi og fara
fram eins og undanfarin ár á
Melavellinum alla virka daga
frá kl. 17 til 21. Laugardaga eru
sefingar milli kl. 13 og 17 og á
sunnudögum kl. 19—12.
Æfingar yngstu flokkanna
verða mánud., þriðjud., fimmtu-
daga og föstudaga kl. 16,30—
17,30.
Fjölmennið og takið með ykk-
ur nýja félaga. Það er alltaf pláss
fyrir fleiri og því eru allir vel-
komnir.
Verðlaunaafhending fyrir ÍR-
meistaramót yngstu flokkanna
innan húss og víðavangslaup
þeirra fer fram laugardaginn 8.
6. kl. 16,00 í ÍR-húsinu.
Ailir 40 sem unnið hafa til
verðlauna eru beðnir að mæta
stundvíslega.
Stjórn Frjálsíþróttadeildar ÍR.
42 mörk í 10 leikjum
ReykjanesmótiÖ heldur áfram í dag
REYKJANESMÓT drengja í
knattspyrnu heldur áfram í dag,
en mótið hófst sl. þriðjudag með
leikjum, sem fóru fram á 5 völl-
um í Reykjaneskjördæmi, Kefla-
vík, Njarðvík, Hafnarfirði, Kópa-
vogi og Seltjarnarnesi. Voru þá
skoruð samtals 42 mörk í 10
leikjum. Átta félög taka þátt í
mótinu og er leikið heima og
heiman í 5. fl„ 4. fl. og 3. flokki.
I dag fara fram 10 leikir, í Kefla
vík hefst mótið kl. 15:00 með
leik 5. fl. KFK og Hauka, en síð-
an keppa 4. fl. KFK og UMFK
og í 3. fl. leika UMFK og Grótta.
— í Hafnarfirði hefst mótið kl.
14:00 með leik 5. fl. Stjörnunnar
og FH, en síðan keppa í 3. fl.
Stjarnan og Haukar, í 4. fl. FH
og UMFN. Fjórði leikurinn verð-
ur leikinn leikur FH og KFK í
3. fl. í Kópavogi hefst mótið kl.
15:00 með leik Breiðabliks og
Gróttu í 5. fl„ en síðan keppa
Sjarnan og Breiðablik í 4. fl. og
Breiðablik og UMFN í 3. fl.
Undanúrslit mótsins verða svo
leikin í næstu viku og fyrri úr-
slitaleikirnir í 5. og 4. fl. nk.
laugardag.
10,0 í 100 m.
OLIVEE Ford nemi í Southem
University í Kaliiforníu hljóp 100
m á 10.0 sek. á mótd í New
Mexico á laugardag . Jafnaði
hann mieð því heimsmetáð sem 6
aðrir eiga. Gerðist þetta í undan
rásum en í úrslitum var tímd
Fordis 10.1.