Morgunblaðið - 08.06.1968, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1908
17
i
EDWARD MOORE KENNEDY
IMýr merkisberi Kennedy-fjölskyldunnar
EFTIR lát Roberts Kennedys
hefur nafn bróður hans, Ed-
wards, sem nú er einn eftir-
lifandi af fjórum sonum Rose
og Josephs Patrics Kennedys,
borið mjög á góma. Hafa sum
ir talsmenn demókrataflokks-
ins í Bandaríkjunum snúið
sér til Humphreys varafor-
seta, og hvatt hann til að
velja Edward Kennedy sem
varaforsetaefni, verði hann
sjálfur forsetaefni flokksins í
kosningunum í haust. Einnig
hafa heyrzt raddir um það að
Edward taki nú upp merki lát
ins bróður síns, og berjist
sjálfur fyrir því að verða for
setaefni flokksins. Þær radd-
ir eru þó fáheyrðari.
Meðal þeirra, sem hafa snú
ið sér til Humphreys, er Clar
ence D. Long, þingmaður frá
Maryland. Segir hann í sím-
skeyti til Humphreys á föstu-
dag: „Það er í rauninni full
víst orðið að þú verður for-
setaefni flokksins. Útnefning
Edwards Kennedys (sem vara
forsetaefni) væri verðug við
urkenning til handa þekktrar
fjölskyldu, sem fórnað hefur
þremur sonum í þjónustu
lands okkar“. Humphrey hef
ur ekkert gert til að draga úr
þeim, sem vilja Edward í
varaforsetaembættið, og sagt
er að hann hafi sjálfur rætt
þá hugmynd við kunningja
sína að ekki væri ósennilegt,
einhverntíma í framtíðinni,
að þeir stæðu saman, hann og
„Ted“, sem forseta- og vara-
forsetaefni flokksins. Hump-
hrey hefur alltaf haft dálæti
á Edward Kennedy, þótt hann
hafi ekki verið jafn hrifinn
af bræðrunum tveimur, sem
nú hafa verið myrtir.
Þótt John heitinn Kennedy
hafi eitt sinn sagt að Edward
væri mesti stjórnmálamaður
Kennedy-ættarinnar, hefur
hann lítið látið á sér bera.
Hann hefur fallið í skugga
bræðra sinna, enda lang
yngstur, aðeins 36 ára frá því
í febrúar sl. Hann hefur þó
átt sæti í Öldungadeild
Bandaríkjaþings í sex ár, eða
frá því hann náði lágmarks-
aldri til setu í deildinni, 30
árum. Fari svo sem nú virð-
ist, að Edward eigi eftir að
koma meira við sögu en hann
hefur gert, verða hér rifjuð
upp nokkur atriði úr ævi hans.
SKÓLAGANGAN
Hann heitir fullu nafni Ed-
ward Moore Kennedy, og
fæddist í Brookline, útborg
Boston, í Massachusettsríki 22.
febrúar 1932, níunda og yngsta
barn foreldra sinna. Hann
gekk í menntaskóla í Banda-
ríkjunum og í Englandi,
en faðir hans var um skeið
sendiherra Bandaríkjanna í
London. Háskólanám hóf hann
við Harvard-háskólann í
heimaborg sinni, en gerði
tveggja ára hlé á náminu til
að ljúka lögboðinni her-
skyldu. Að herþjónustu lok-
inni hélt hann námi áfram,
og lagði höfuðáherzlu á sögu
og stjórnmálavísindi. Lauk
hann prófi frá Harvard 1956,
en hóf þá framhaldsnám í
lögfræði, fyrst við alþjóða
lagaháskólann í Haag, en síð
ar við Virginia lagaháskólann
í Bandaríkjunum. Lauk hann
lagaprófi í Virginia 1959, og
fékk þá réttindi til að stunda
TOgfræðistörf í heimaríki
sínu, Massachusetts.
Áður en Edward Kennedy
lauk lögfræðiprófi, hafði
hann fengið nokkra reynslu í
stjórnmálum, því hann hafði
unniða að endurkjöri Johns
bróður síns sem Öldunga-
Edward Kennedy (til hægri) með bræðrum sínum tveimur, John og Robert, sem nú hafa
báðir verið myrtir.
deildarþingmanns fyrir Massa
chusetts árið 1958. Sú barátta
tókst að óskum, og árið 1960
var Edward einn af helztu
aðstoðarmönnum bróður síns,
þegar John Kennedy hóf bar
áttu sína fyrir forsetakosn-
ingarnar það ár. Var Edward
þá falin yfirumsjón með kosn
ingabaráttunni í 11 vestustu
Þíssí kosningabarátta Kenn
edy og Cabot Lodge var ekki
sú fyrsta, sem þessar tvær
ættir áttu í. Afi Edwards,
John F. Fitzgerald, bauð sig
árið 1916 fram gegn langafa
George Cabot Lodge, Henry
Cabot Lodge eldra, og tapaði,
en árið 1958 vann John Kenn
edy þingsætið af Henry Cab-
ot Lodge yngra, föður George.
Edward Kennedy var yngsti
þingmaður Öldungadeilrar-
innar, en sjálfur taldi hann
sig engan byrjanda í stjórn-
málum. „Ég er alinn upp í
fjölskyldu, þar sem vanda-
mál, kenningar og rök stjórn
málanna voru jafnan helzta
umræðuefnið við matborðið",
Brak einkaflugvélar Edwards Kennedys eftir flugslysið í j anúar 1964.
rikjum Bandaríkjanna,
Alaska og Hawaii.
og
ÞINGMENNSKA
John F. Kennedy var kjör
inn þingmaður Öldungadeild-
arinnar til sex ára haustið
1958, og þegar hann tók við
forsetaembættinu í janúar
1961, losnaði þingsæti hans.
Var þá Benjamin Smith út-
nefndur þingmaður í hans
stað, en hann hafði ekki hug
á að reyna að ná sjálfur kosn
ingu þegar kjörtíminn rynni
út. Sagði hann því af sér
þingmennsku, og var efnt til
kosninga í nóvember 1962.
Edward var þá aðeins 30 ára,
eins og fyrr segir, en hann
ákvað að leitast eftir sæti
bróður síns í Öldungadeild-
inni. Hóf hann kosningabar-
áttu af miklum dugnaði, og
fékk í lið með sér unga og
dugandi aðstoðarmenn. Sigr-
aði hann með talsverðum yf-
irburðum frambjóðanda repu
blikana, George Cabot Lodge.
sagði hann. Frá því hann var
barn að aldri var hann van-
ur því að fá að hitta og hlýða
á leiðtoga frá ýmsum löndum,
ræða við föður hans um þau
mál, sem efst voru á baugi
hverju sinni. Einnig hafði
hann ferðast víða um Evrópu,
Austurlönd, Afríku og Suð-
ur-Ameríku, og kynnst mál-
efnum af eigin raun.
Þótt Edward Kennedy væri
ungur að árum, hlaut hann
fljótt virðingu starfsbræðra
sinna í Öldungadeildinni.
Þótti hann strax mjög aðlað-
andi í framkomu, og hann
hafði lag á að umgangast sér
eldri menn úr báðum flokk-
um.
Edward Kennedy var að-
eins kjörinn á þing til tveggja
ára, því þegar hann var kos-
inn voru fjögur ár liðin af
sex ára kjörtímabili Johns
bróður hans. Hann ætlaði þó
ekki að láta við svo búið
standa, heldur bjóða sig fram
til endurkjörs í nóvember
1984. Framboðið var ákveðið á
héraðsþingi flokksdeildarinn-
ar í Massachusetts, og átti
þingið að hefjast í Springfield,
Massachusetts, laugardaginn
20. júní 1964.
FLUGSLYSIÐ
Um þetta leyti voru umræð
ur í Öldungadeildinni um
mannréttindafrumvarp stjórn
arinnar, sem Edward var
mjög fylgjandi, og vildi því
ekki fara til Springfield fyrr
en á síðustu stundu. Strax og
umræðum lauk á föstudags-
kvöld, fór Edward flugleiðis
frá Washington í tveggja
hreyfla einkaflugvél áleiðis
til flokksþingsins. Með honum
var náinn vinur hans, Birch
Bayh öldungadeildarþingmað-
ur frá Indiana, eiginkona
Bayh og Edward Moss, ráð-
gjafi Kennedys, auk flug-
mannsins. Skammt frá á-
kvörðunarstaðnum tók flug-
vélin skyndilega dýfu, og
steyptist niður í eplagarð í
útjaðri borgarinnar Southamp
ton. Bayh-hjónin sátu aftast í
vélinni, og voru bæði spennt
föst í sæti sín. Rétt eftir slys
ið rankaði Bayh við sér, og
voru þá hinir farþegarnir í
roti. Tókst Bayh að koma
konu sinni úr brakinu, en fór
síðan að huga að Kennedy.
Var Edward þá rænulitill, og
gat sig ekki hreyft. Tókst
Bayh þó að drösla honum út
úr vélinni og koma honum
fyrir skammt frá brakinu áð
ur en hann lagði af stað til
að ná í hjálp.
Þegar aðstoð barst voru flug
maðurinn og Edward Moss
látnir. Hin þrjú voru þegar
flutt í sjúkrahús, og þar kom
í ljós að Kennedy var alvar-
lega slasaður. Nokkur rif
voru brotin eða brákuð, og
auk bess höfðu brotnað í hon
Framhald á bls. 19
Edward Kennedy á sjúkrabörum fimm mánuðum eftir flugslysið.