Morgunblaðið - 08.06.1968, Blaðsíða 2
2
MORGíljNBLAÐtÐ, LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1968
De Gaulle íhugaði
að láta af völdum
París, 7. júní. NTB-AP
DE GAULLE forseti játaði í
sjónvarpsviðtali í kvöld, að
hann hefði verið að því kom-
inn að segja af sér í síðustu
viku en ákveðið að verða
áfram við völd til þess að af
stýra því að niðurrifsöfl kolL
vörpuðu fimmta lýðveldinu.
Hann sagði, að ófremdar-
ástandið sem ríkt hefði í land
inu væri verk hópa sem gerðu
uppreisn gegn nútímasamfé
lagi, neyzlusamfélaginu, vél
væðingarsamfélaginu, hvort
sem það kallaðist kommún-
ismi í austri eða kapítalismi
í vestri. En hann sagði, að
þessir hópar vissu ekki hvað
koma ætti í staðinn.
Forsetinn igagnrýndi bæði
kapítalisma og kommúnisma og
gei'ði grein fyrir nýrri stefnu
sem hann kallaði „þriðju lausn-
ina“, sem hann sagði að væri
byltingarkennd en fælist í breyt
ingum á því sem fyrir hendi
væri. Samkvæmt tillögum hans
eiga verkamenn að fá aukna
hlutdeild í rekstri fyrirtækja og
aukinn hluta af arði þeirra
þannig að hagur fyrirtækjanna
verði hagur þeirra sjálfra.
Mikil átök urðu milli stúdenta
og lögreglumanna úti fyrir
Renault bílaverksmiðjunum
skammt fyrir utan París í dag.
Óeirðirnar hófust, þegar stúdent-
ar og verkamenn reyndu að ná
bygginguoni aftur á sitt vald, en
lögreglan rak verkfallsmenn það
an á brott í gær.
Mörg þúsund æstir verkamenn
og stúdentar tóku þátt í átökun-
um og varð lögreglan að beita
táragasi og kylfum til að flæma
óeir’ðarseggina í burtu. Ýmsir
verkalýðsleiðtogar höfðu hvatt
verkamennina til að halda verk-
föllunum áfram. Lögireglan kom
fyrir vegatálmunum á stóru
svæði umhverfis verksmiðjurnar
og rannsakaðar voru allar bif-
reiðar, sem fóru um. Samkvæmt
fréttum AFP fréttastofunnar
frönsku meiddust 12 manns, er
lögreglan kastaði táragassprengj-
um að götuvígjurri, sem stúdent-
ar og verkamenn höfðu hlaðið,
og urðu þeir síðan að láta und-
an síga. >eir héldu þá rakleitt
til Parísar aftur, en þar höfðu
málmiðnaðarmenn tilkynnt mót-
mælafund seinni hluta dagsins.
Víðast hvar annars staðar í
Frakklandi er allt með kyrrum
kjörum og áhugi manna beinist
nú að útvarps- og sjónvarps-
viðtali de Gaulle, sem markar
mun flytja í kvöld og opna þar
upphaf kosningabaráttunnar.
Það ohapp vildi til í fyrrakvold við nyjusementsafgreiðsluna í Artúnshöfða, er verið var að
hífa út í sementsferjuna allmikla mokstursvél, að bóma kranans brotnaði með þeim afleið-
ingum að mokstursvélin féll í sjóinn. — Á meðfylgjandf mj>d, er Sveinn Þormóðsson tók
sést betur en orð fá lýst, hvað gerðist.
Brjóstholsskurðlæknar
þinga hér á landi
DAGANA 10.—14. júní fer fram
í Reykjavík ársþing Félags
brjóstholsskurðlækna á Norður-
löndum. Þátttakendur verða
rúmlega 70 frá öllum Norður-
löndunum og auk þess einn frá
Hollandi.
Aðalefni fundarins verður um
skurðaðgerðir við krabbameini í
lungum og hjartaskurðaðgerðir á
rosknu fólki.
Þetta mun vera í fyrsta sinn,
sem norræn læknaráðstefna er
haldin hér á landi. Forseti fund-
ins verður Hjalti Þórarinsson
yfirlæknir og flytur hann einnig
erindi um krabbamein í lungrun
sjúklinga á íslandi.
Ráðstefnan fer fram í Hótel
Loftleiðum. Hinir erlendu gestir
koma með leiguflugvél Loftleiða
sunnudagskvöldið 9. þ.m. og fara
með leiguflugvél Loftleiða til
Norðurlanda föstudaginn 14. þ.m.
(Fréttatilky nning).
Mannbjörg
frá ísafiröi
er bátur
sökk
ísafirði, 7. júní.
VÉLRÁTURINN Reynir frá ísa-
firði sökk í morgun út af Horni,
en skipverjarnir 3 björguðust.
Tékkóslóvakía:
250 manns vikið úr
Öryggisþjónustunni
Frá þingi Sambands íslenzkra barnakennara.
Þing barnakennara
TUTTUGASTA þing Sambands
íslenzkra barnakennara var sett
kl. 10 í fyrradag í Melaskólan-
lun. Stúlknakór frá Hafnarfirði
söng í upphafi athafnarinnar, en
síðan flutti Skúli Þorsteinsson
námsstjóri setningarræðu. —
Menntamálaráðherra, dr. Gylfi
Þ. Gíslason flutti ávarp, og
ávörp fluttu gestir frá Noregi og
Sviþjóð, frú Anne Brynildsrud,
stjórnarmeðlimur norska kenn-
arasambandsins og Han Hellers,
formaður sænska kennarasam-
bandsins. Ennfremur ávörpuðu
þingi'ð Kristján Thorlacius, for-
maður BSRB, Ólafur Ólafsson,
formaður Landssambands fram-
haldsskólakennara, og Jón B.
Hannibalsson, formaður Félags
háskólamenntaðra kennara.
Forsetar þingsins voru Teitur
Þorleifsson, kennari, Hjörtur
Kristmundsson, skólastjóri, og
Hjörtur Hjálmarsson, skóla-
stjóri.
Að loknum hádegisverði í boði
borgarstjórnar, var flutt skýrslá
sambandsstjórnar og reikningar
lesnir. Þá flutti Gunnar Guð-
mundsson, skólastjóri, erindi:
Þjóðin og uppeldið, en Skúli Þor
steinsson og Kristján Halldórs-
son höfðu framsögu um launa-
mál.
f gær hófust þingstörf með
því, að Ingi Kristinsson talaði
fyrir lagabreytingum, Þorsteinn
Sigurðsson ræddi um norræna
samvinnu og Páll Guðnason,
skólastjóri, ræddi um námskeið.
Síðdegis í gær talaði Þorsteinn
Sigurðsson um samningsréttar-
sjóð og Skúli Þorsteinsson um
50 ára afmæli Sambands ísl.
barnakennara 1971.
f dag koma mál úr nefndum,
stjórnarkjör fer fram og þing-
slit. Fara þingfulltrúar síðdegis
til Bessastaða í boði forseta fs-
lands.
Prag, 7. júní — NTB
BLÖF) í Prag skýrðu frá því í
dag, að 250 starfsmönnum tékk-
nesku öryggisþjónustunnar hafi
verið sagt upp störfum. Þá
fylgdi fréttinni, að stjórnarvöld
myndu sennilega taka til athug-
unar um 27 þúsund lagabrot,
sem félagar í öryggisþjónust-
unni eiga að hafa gert sig seka
um á valdatíma Novotnys, fyrrv.
forseta. Blöðin vitna í umræður
í öryggis- og varnarmáiadeild
þingsins, sem hefur rætt þessi
mál.
Blaðið Literarni Noviny segir,
áð það sé einfeldnislegt að
halda, að brottvikning Novotny
nægi til að allir „íhaldsmenn"
hverfi úr opinberu lífi í Tékkó-
slóvakíu. Ennþá sé í landinu
nokkur hópur manna, sem vilji
hverfa aftur til fyrri stjórnar-
hátta, en þó án Novotnys.
f Rude Pravo skrifar dr. R.
Rayman í dag um aðferðir, sem
pólitískir fangar voru beittir við
réttarhöldin upp úr 1950, en dr.
Rayman var þá læknisfræðileg-
ur ráðunautur. Hann segir, að
Rudolf Síansky fyrrv. flokks-
leiðtogi hafi verið neyddur til
að taka inn deyfilyf, áður en
yfirheyrslur hófust yfir honum.
Slansky var dæmdur til dauða
ásamt tíu öðrum 1952 og voru
þeir teknir af lífi.
Josef Pavel, innanríkisráð-
herra, sagði á fundi varnarmála-
nefndarinnar, áð þetta sé í fyrsta
skipti í tuttugu ár, að ályktun
um störf öryggisþj ónustunnar
hafi verið send þinginu. Hann
sagði, að ýmsir starfsmenn ör-
yggisþjónustunnar væru langt
frá ánægðir með nýju stjórnina,
en hún mundi hvergi hopa.
Bátsverjar voru við eggjatöku á
Hornströndum þegar báturinn
sökk, en þeir komust í pramma
í skipbortsmannaskýlið í Höfn í
Hornvík. Þar er neyðarsendir og
gátu þeir látið vita hvernig kom-
ið var. Varðskipið Albert kom
þangað lausx fyrir hádegið í dag
og sótti mennina. Mun varðskip-
ið hafa haldið áfram til Látra-
víkur að flytja þangað Einar
Braga rithöfund og konu hans,
sem munu leysa af um mánaðar-
tíma Jóhann skáld og vitavörð
og fjölskyldu hans á Hornbjargs
vita. Var varðskipið ekki komið
til ísafjarðar um kl. 22 í kvöld
er frétt þessi var símuð.
V.b. Reynir var átta lesta bát-
ur smíðaður í Noregi 1934 og hét
áður Karmoy. Hefur hann stund
að rækjuveiðar undanfarna vet-
ur og verið á handfærum á
sumrin. Á bátnum voru þeir
bræður Kjartan og Trausti Sig-
mundssynir frá ísafirði og Jósef
Stefánsson í Búð í Hnífsdal.
H.T.
Þjóðhöfðingi hefði
borið klæði á vopnin'
— sagði Cunnar Thoroddsen á Patreksfirði
,64
Patreksfirði, 7. júní.
Kynningarfundur stuðnings-
manna Gunnars Thoroddsens var
haldinn í samkomuhúsinu á Pat-
reksfirði í gærkvöldi og hófst
kl. 21.00. — Samkomuhúsið var
þéttsetið svo sem frekast komst
þar í saeti og allmiargir urðu að
standa. Jóhannes Árnason, sveit-
arstjóri,- setti fundinn með nokkr
um ávarpsorðum og bauð fundar
menn og heiðuirsge&tina frú Völu
og Gunnar Thoroddsen, velkom-
in. Nefndur var til fundarstjóra
Þorvaldur Thoroddsen, hrepp-
stjóri, en fundairritari, Ásmund-
ur B. Ólsen, kaupmaður.
Þá ávarpaði dr. Gunnar Thor-
8,6 millj. joinoð í Miðneshreppi
Sandgerði, 7. júní.
í MIÐNESHREPPI var jafnað
niður 6.874.600:— kr. í útsvör-
um og 1.726.300:— kr. í aðstöðu
gjöldum, eða samtals 8.600.900:—
kr. Hæstu gjaldendur eru: Haf-
steinn Guðnason, skipstjóri:
172.300:—, Jón Axelsson, kaup-
maður 151.800:— og Aðalsteinn
Gíslason, rafvirkjameistari: 145.
100:—. Hæstu gjaldendur að-
stöðugjalds eru: Útgerðarstöð
Guðmundar Jónssonar: 650.000:-
Hf. Miðnes 306.000:—, en auk
þess hefur h.f. Miðnes 99 100:— í
útsvar.
urðsson, sýslumaður, Ingólfur
Þórarinsson, skólastjóri, Davíð
Davíðsson, oddviti, og Þórður
Jónsson, hreppstjóri á Látrum.
Þá varpaði dr. Gunnar Thor-
oddsen, sendiherra, fundarmenn.
Ræddi hann allítaTlega eðli for-
setastarfsins og hina miklu þýð-
ingu þess. Hann ræddi um þjóð-
veldi íslendinga hið forna og
hvernig það leið undir lok og í
því sambandi sagði hann: „Mér
finnst, að einn meginannmark-
inn óg ágallinn á hinu foma
þjóðveldi íslendinga hafi verið
sá, að þá var enginn þjóðhöfð-
ingi. Ef svo hefði verið, tel ég
miklu minni líkur til faíls þess.
Þjóðhöfðinginn hefði borið klæði
á vopnin og reynt að sætta stríð-
andi öfT*.
Þessu næst bám nokkrir fund-
armenn fram allmargar fyrir-
spurnir, sem Gunnar Thoroddsen
svaraði. Var málflutningi hans
öllum ágætlega tekið. Fundinium
lauk með því, að Asberg Sigurðs
son, sýslumaður, bað fundar-
menn hylla frú Völu og Gunnar
Thoroddsen.
— Óeirðir við Renault-verksmiðju