Morgunblaðið - 14.06.1968, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 1968
17
Jónas H. Haralz:
Að f jölga vinnukon
um og verða ríkur
4ra-5 mán. olíubirgöir
verði á Húnaflöasvæði
Áskorun sýslunefndar V-Húnavatnssýslu
RÆðA, sem ég flutti á ársfundi
Félags íslenzkra iðnrekenda, og
sagt var nokkuð frá í blöðum,
hefur orðið Ásgeiri Jakobssyni
tilefni athyglisverðrar og
skemmtilegrar greinar í Morgun-
blaðinu 8. þ.m. Við skemmtileg-
heitin get ég engu bætt, en á
hinn bóginn vildi ég biðja Morg-
unblaðið fyrir svolitla athuga-
semd, er kynni að geta orðið til
nokkurs skilningsauka. Til þess
að málið geti orðið sem ljósast
vil ég takmarka þessa athuga-
semd við aðalatriði greinar Ás-
geirs, en það er þróun fiskveiða
og landbúnaðar og tengsl henn-
ar við efnahagsþróunina yfir-
leitt.
Á árunum 1906 til 1910 stund-
uðu 5000 til 6000 manns fisk-
veiðar á íslandi sem aðalatvinnu.
Þessir fiskimenn drógu á land
tæp 60.000 tonn af fiski. Rúm-
lega hálfri öld síðar, eða á árun-
um 1960-1965, stundaði ámóta
fjöldi manna, þ.e. 5.000—6.000
menn, fiskveiðar á fslandi. En
nú drógu þeir á land um 900.000
tonn, eða um fimmtán sinnum
meira magn en fyrir hálfri öld.
Á þessum tíma höfðu fiskimenn-
irnir í síauknum mæli tekið í
þjónustu sina fjármagn, þekk
ingu og skipulag. Þetta eru
„vinnukonurnar“, sem hefur
verið fjölgað, og hafa gert bæði
sjómennina og þjóðina alla ríka.
En fjármagni, þekkingu og
skipulagi er ekki unnt að beita
nema að baki fiskimönnunum
standi fjölbreytt og þróað þjóð-
félag, er sé fært um að sjá
þeim fyrir margvíslegum útbún-
aði og þjónustu, sem veiðarnar
krefjast, og geti tekið við hin-
um mikla afla, sem berst á land,
verkað hann og selt. Slíkt þjóð-
félag hefur myndazt hér á landi
samhliða því, sem tækni við
sjálfar veiðarnar hefur fleygt
fram. En myndun þessa þjóðfé-
lags felur í sér mikla fjölgun
fólks, er starfar að margvísleg-
um iðnaðar- og þjónustustörfum
samhliða því að fól'ksfjöldinn í
fiskveiðunum sjálfum getur hald
izt óbreyttur.
Hliðstæð þróun hefur orðið í
landbúnaði. Árið 1935 störfuðu
um 16.000 manns að landbúnaði
hér á landi. Þrjátíu árum síðar,
eða árið 1965, var þessi tala
komin ofan í 9.500 manns. Á
Povlov víkur
úr Komsomol
ÆSKULÝÐSFORINGI Sovétríkj
««na sl. tíu ár, Sergey Pavlov,
hefur látið af starfi sem form.
ungkommúnistahreyfingarinnar
Komsomol, og við tók nær
óþekktur maður sem NTB frétta
stofan nafngreinir ekki. Pavlov
var skipaður formaður miðstjórn
ar skipulagsdeildar íþróttahreyf-
ingarinnar, en sú hefur verið
venjan áður, að form. Komsomol
hækki í tign og verði formaður
öryggisnefndar ríkisins.
Pavlov hefur jafnan fylgt
stranigri flokkslíinu og þau tíu ár,
sem hann hefur gegnt stöðunni í
Komsomol, hefur hann iðulega
átt í útistöðum við skáld og
menntamenn, þar á meðal skáld-
ið Yevtuskenko, sem eitt sinn
orti níðkvæði um Pavlov.
f tilkynningunni, sem birt var
um stöðuskipti Pavlovs er farið
fögrum orðum um starf han í
þágu ungkommúnista og honum
er hælt á hvert reipi fyrir frá-
'bær uppeldisstörf. Hann var og
gerður að heiðursfélaga Komso-
mo.
NTB-fréttastofan segir, að þar
sem allt bendi til að Sovétstjórn
in sé að herða tökin gegn vest-
rænum og frjálslegri áhrifum,
muni aðferðir Pavlovs hafa þótt
klaufalegar og lítt vænlegar til
árangurs.
sama tíma hafði magn landbún-
aðarframleiðslunnar tvöfaldast.
Framleiðslumagnið á hvern vinn
andi mann hafði með öðrum orð-
um því fjórfáldast. Bændurn-
ir höfðu ekki aðeins sent gömlu
vinnukonurnar heim í bæ held-
ur alla leið í kaupstaðinn. f stað-
inn höfðu þeir fengið sér nýjar
vinnukonur, þær sömu og fiski-
mennirnir höfðu áður fengið sér,
fjármagn, þekkingu og skipu-
lag. Gömlu vinnukonurnar, eða
öllu heldur dætur þeirra, eru
aftur á móti orðnar iðnverka-
konur, verzlunar- og skrifstofu-
meyjar, flugfreyjur og kennarar,
svo nokkur dæmi séu nefnd, og
þannig þýðingarmiklir hlekkir
í því þróaða þjóðfélagi, sem við
nú lifum í.
Þær hugmyndir, sem við í
Efnahagsstofnuninni höfum að
undanförnu verið að reyna að
gera okkur um framtíðarþróun
atvinnuskiptingar á íslandi, sá
„draumur11, sem ég reyndi að
lýsa í ræðu minni hjá iðnrek-
endum, felur ekki annað í sér
en framhald þeirrar þróunar,
sem orðið hefur hér á landi á
undanförnum áratugum, og stutt
lega hefur verið lýst hér að
framan. Á þeim nýju togurum,
sem leysa munu núverandi
togara af hólmi, munu væntan-
lega verða um helmingi færri
menn en á gömlu togurunum, án
þess að nokkur ástæða sé til
að ætla, að afli verði minni. Að
því er kunnugir menn telja,
mætti á síldarbátunum nú þegar
komast af með skipshöfn, er
væri tveimur mönnum fámennari
en skipshafnir þessara báta eru.
Þetta mundi vera kleift á grund
velli þeirrar tækni, sem nú þeg-
ar er kunn. En enginn skyldi
ætla, að tækniþróun í fiskveið-
um hefði náð lökaistigi. Mér
virðist engin ástæða til að gera
ráð fyrir öðru, en að 5000-6000
íslenzkir fiskimenn muni að 15
til 20 árum liðnum verða færir
um að draga allan þann afla á
land, sem á annað borð verð-
ur álitið skynsamlegt að draga,
bæði með tilliti til viðhalds fisk-
stofna og eðlilegrar arðsemi fisk
veiðanna. Svipuðu máli gegnir
um landbúnaðinn. í sæmilegu ár-
ferði er ekkert því til fyrir-
stöðu, að sá mannfjöldi, er nú
starfar að landbúnaði, og raun-
ar talsvert minni mannfjöldi,
geti séð landsmönnum fyrir öll-
um þeim landbúnaðarafurðum,
sem þeir þurfa á að halda á
næstu áratugum, og það án þess
að gert sé ráð fyrir tilkömu
nýrrar tækni.
Sú mikla aukning framleiðslu
á mann í fiskveiðum og landbún-
aði, sem hér hefur verið gert
ráð fyrir, að eigi sér stað á
næstu áratugum, verður á hinn
bóginn að styðjast við áfram-
haldandi alhliða þjóðfélagsþró-
un, og þar með aukningu mann-
afla í margvíslegum úrvinnslu-
og þjónustugreinum. Smíða
verður ný og betri skip, en það
verk munu íslenzkir skipasmið-
ir leysa af hendi í vaxandi mæli.
Annast verður um viðgerðir og
viðhald á sífellt margbrotnari
vélum og tækjum. Fiskveiðar og
landbúnaður, jafnt sem önnur
störf, munu krefjast síaukinn
ar kunnáttu. Til þess að láta
hana í té mun þurfa fleiri og bet
ur menntaða kennara, fleiri og
betri skóla. Meiri afli krefst
meiri vinnslu og meira átaks til
sölu afurða. Hagnýting nýjunga
í fiskveiðum og landbúnaði
krefst meiri rannsóknarstarf
semi. Þannig mætti lengi telja.
Framtíðardraumurinn felur
því í sér hvort tveggja í senn,
öfluga þróun fiskveiða og land-
búnaðar, er geri þeim kleift að
framleiða sífellt meira á hvern
vinnandi mann, og alhliða þró-
un iðnaðar og þjónustugreina.
Hvorugt getur orðið án stuðn-
ings hins. Takist þessi samhliða
þróun hins vegar ekki vegna ut-
anaðkomandi erfiðleika eða af
handvömm okkar sjálfra, mun
draumurinn snúast í bitra
reynslu hliðstæðra reynslu
kreppuáranna 1930—1940. Á
þeim árum stöðvaðist fram-
leiðsluaukningin á hvern vinn-
andi mann í bæði fiskveiðum og
landbúnaði að verulegu leyti og
þar með efnahagsleg framþróun
yfirleitt. Hlutfallsleg fækkun
fólks í fiskveiðum og landbún-
aði varð meira en helmingi hæg-
ari en áratugina á undan og eft-
ir. f lok þessa áratugs, þ.e. ár-
ið 1940, var fleira fólk starf-
andi við fiskveiðar ,og landbún-
að hér á landi en nokkru sinni
fyrr né síðar. Samt var þjóðin
ekki rík, af því hún hafi þá
um tíma ekki haft færi á að
fjölga þeim vinnukonum, sem
framar öðrum skapa auðlegð
þjóðanna.
SYSLUFUNDUR Vestur-Húna-
vatnssýslu var haldinn dagana
8.—11. maí í félagsheimilinu á
Hvammstanga. Að venju voru
ýmis hagsmunamál héraðlsins
rædd og gerðar samþykktir um
aðsteðjandi hafíshættu svohljóð-
andi: „Sýslunefnd Vestur-Húna-
vatnssýslu beinir þeirri áskorun
til ríkisstjórnar íslands og olíu-
félaganna, að þau geri þegar á
þessu sumri ráðstafanir til þess,
að næsta vetur yerði shiðugt til
4—5 mánaða olíubirgðir við
Húnaflóasvæðið. Á þetta er bent
af marggefnu tilefni, þar sem
hvað eftir annað hafa aðeins
verið til olíubirgðir til nokkurra
vikna eða daga, en hafís lónað
fyrir Norðurlandi og lokað eða
við að loka siglingaleiðum".
Önnur tillaga, sem kom fram í
sambandi við erfiðleika í að
halda Holtavörðuheiði opinni að
vetrinum, var samþykkt sam-
hljóða: „Undanfarna vetur hafa
snjóalög valdið erfiðleikum og
flutningavandræðum á Holla-
vörðuheiði. Sýslunefnd Vestur-
Húnavatnssýslu beinir því þeim
tilmælum til samgöngumálaráð-
herra og þingmanna kjördæm-
isins og vegamálastjóra, að at-
hugað verði hvaða leiðir gætu
orðið til úrbóta. Sérstaklega
bendir fundurinn á, að vegalagn
ing yfir Laxárdalsheiði myndi
bæta mikið úr, þar sem sá veg-
ur liggur mikið lægra“. Sam-
þykkt var áætlun sýsluvegasjóðs
sýslunnar. Samkvæm* þeirri
áætlun verður varið 500.000 kr.
til vegaviðhalds og 330.000.00
til nýbygginga sýslunnar. Niður-
stöðutala sýslusjóðsáætlunar er
1.942.000.00 kr., þar af niður-
jafnað sýslusjóðsgjald 1.428.000.
00 kr. Aðal gjaldaliður sýslu-
sjóðs er til mennta- og félags-
mála 140.000.00, til heilbrigðis-
mála 777.000.00, og til atvinnu-
mála 105.000.00.
S.I. miðvikudag fór þota Flug félagsins með 113 farþega til London á vegum Útsýnar. Farþeg-
arnir voru ungt fólk, sem ætlar í skóla og vinnu í Bretlandi og mun verða utan í u.þ.b. 3 mán-
uði. Myndin er tekin af hópnum fyrir utan þotuna á Keflavíkurflugvelli.
Ljósm. Mbl. Heimir Stígsson.
Utsýn fær umboð
American Express
FERÐASKRIFSTOFAN Útsýn
hefur nýlega fengið umboð hér-
Iendis fyrir ferðaskrifstofuna
American Express, sem er ein af
stærstu ferðaskrifstofum í heimi.
American Express er Banda-
rískt fyrirtæki með um 650 sjálf-
stæðar skrifstofur í stærstu borg
um um allan heim. Fyrir utan
eigin skrifstofur hefur ferðaskrif
stofan um 500 umboðsskrifstofur,
þar sem farþegar American Ex-
press geta fengið alla fyrir-
greiðslu í sambandi við ferðalög
sín. f sambandi við þessa þjón-
ustu geta farþegarnir notað
Fyrsti loxinn
úr Miðf jnrðorá
STAÐARBAKKA, 12. júní —
Veiði átti að byrja í Miðfjarðará
í gær. f morgun veiddist fyrsti
laxinn, 12 punda hrygma. Hann
veiddi Karl Stefánsson í Reykja-
vik.
Nú er hér hlý sunnanátt með
smáskúrum. Kal er mikið í flest-
um túnium og sums sbaðar í mjög
stórum stíl. Kúm er alls staðar
gefið inini ennþá. — Benedikt.
greiðslukort sín, svonefnd „credit
cards“, sem nú eru orðin mjög
algeng erlendis í samb. vlð við-
skipti ferðamanna. Með því að
sýna þessi kort getur farþeginn
gert hvers konar viðskipti og
fengið sendan reikninginn síðar
í gegn um innheimtuskrifstofu.
Með þessu fyrirkomulagi þarf
ferðamaðurinn ekki að hafa á
sér stórar fjárupphæðir, reynsla
í þessum efnum hefur sýnt að
þetta fyrirkomulag stuðlar að
auknum viðskiptum og þá um
leið auðvitað aukinni gjaldeyris-
öflun.
Ingólfur Guðbrandsson, for-
stjóri Útsýnar, sagðist vænta
þess, að þessi ákvörðun hefði í
för með sér aukin viðskipti við
útlendinga og sagði hann, að
reynt yrði að láta farþegum
American Express í té alla þá
þjónustu, sem sú ferðaskrifstofa
veitir á eigin skrifstofum.
Jafnframt sagði Ingólfur, að
farþegar Útsýnar gætu notið fyrr
gpeindrar þjónustu á öllum ferða
skrifstofum American Express.
Ingólfur sagðist telja það stór-
an kost að geta hagrætt ferðum
sínum og viðskiptum með þess-
um hætti.
Ingólfur sagðist hafa orðið var
víð það, að sumir héldu að Útsýn
annaðist einungis hópferðir, en
fjöldi þeirra einstaklinga, sem
leitað hafa til ferðaskrifstofunn-
ar með farseðlakaup og hvers
konar aðra þjónustu fer sífellt
vaxandi.
Ingólfur sagði, að ferðaskrif-
stofan hefði í vaxandi mæli ann-
anzt fyrirgreiðslu fyrir vandlega
undirbúnum ferðum og að hjá
almenningi væri vaxandi áhugi
fyrir slíkum ferðum og þá ekki
hvað sízt í sambandi vfð svo-
nefnd IT ferðalög, þar sem far-
þegar fá verulegan afslátt frá
venjulegum fargjöldum.
Að lokum sagðist Ingólfur telja
að slík þjónusta, sem American
Express og ferðaskrifstofur í sam
bandi við hana veita, myndi auð-
velda íslenzkum ferðamönnum
undirbúning og athugun ferða
sinna erlendis.
Fjölvís gefur
út kosninga-
handbók
FJÖLVÍS hefur gefið út kosn-.
ingahandbók fyrir forsetakjör 30.
júní n.k. Bókin er 40 blaðsíður
að stærð, prýdd fjölda mynda.
M.a. eru birt úrslit forsetakosn
inganna 1952, svo og eru fram-
bjóðendur nú og konur þeirra
kynnt, upplýsingar eru um kjós-
endur á kjörskrá og einnig eru
eyður til að skrifa úrslit nú í
einstökum kjördæmum. Þá er
ágrip um fyrstu forseta lýðveldis
ins og forsetaembættið, Bessa-
stáði og loks skrá yfir yfirkjör-
stjórnir.