Morgunblaðið - 14.06.1968, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.06.1968, Blaðsíða 28
w MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 1968 áhorfendurnir, Rússarnir né fangar þeirra hreyfðu legg eða lið. Nemetz leit í kring um sig, til þess að reyna að finna ein- hvern úr sjúkrahúsinu, sem gseti orðið honum að liði. Og allt í einu varð honum það ljóst að þarna var enginn slíkur. Hvar voru þeir allir? Hvar var Balint prófessor? Og starfsbræð ur hans? Hversvegna voru þeir ekki hérna? Hversvegna mót- mæltu þeir ekki þessu brott námi? Og hversvegna reyndu þeir ekki að bjarga lækninum, hvort sem það nú hefði borið ár angur eða ekki? Hann kom auga á Janos burð arkarl, innan um hóp af hjúkr- unarkonum. Hann stóð þar hjá frú Schulz. Hann gekk til þeirra. Hvar er Balint prófessor? spurði hann formálalaust. Janos og frú Schulz litu hvort á annað, hissa. Nemetz missti þolinmæðina. Hann verður að koma og tala við Rússana. Fá þá til að sleppa Halmy lækni. Já, en hann er bara ekki hér lengur, sagði frú Schulz. Hann var ... Hún snarþagnaði. Hann gekk út eins og lamb ... eins og hver annar bjáni, sagði hjúkrunarnemi einn og lét sér á sama standa, hver heyrði það. Sá mikli Balint prófess- or! Eins og lamb! Náið þér þá í einhvern annan, sem einhverju ræður, sagði Nemetz. James hristi höfuðið. — Það hefur enga þýðingu. Hann gretti sig. Það er félagi Barbas, sem er orðinn æðstaráð. En það er betra að kalla ekki á hann, því að hann hreyfir ekki hönd eða fót, hvort sem er. Nei, það gerir bara illt verra, sagði frú Schulz. Nemetz mundi eftir þessu Bor bas-nafni frá því fyrir bylting- una. Er þá enginn hér, sem neitt getur gert? Ekki einhver lækn- ir eða prófessor, sem kemur sér vel við Rússana? Janos hristi höfuðið einbeitt- ur. Nei, herra. Nemetz tók eftir því, að þetta var í fyrsta sinn, sem þessi mað- ur ávarpaði hann „herra“, en það þýddi aftur, að hann skoð- aði hann sem bandamann sinn. prófessor er kominn aftur, en hann mundi ekki einusinni opna sinn munn, þó svo Halmy lækn- 78 lr væri einkabróðir hans. Það eru margir hræddir í Budapest f dag, en Lendvai þó allra hræddastur. Mér kæmi ekki á óvart þó að hann þyrfti að klípa sig í handlegginn, til þess að vita, hvort hann er lifandi, og hafi ekki verið drepinn í bylt- ingunni. Nei, hann mundi ekki hreyfa litlafingur, þó svo bróðir hans ætti í hlut. Nú komu enn fleiri sovétdát ar niður stigann, með fleiri unga sjúklinga með sér. Meðal þeirra var drengur, sem hefði fráleitt verið meira en fjórtán ára gam- all. Þetta er Peti, sagði burðar- karlinn og benti á drenginn. Hann barðist í byltingunni, á- Nauðungaruppboð Eftir kröfu Gjaldheitmtunnar verður málmrennitoekkur, talinn eign Adtdo-venkstæðis Sigurðar Einarssonar, seldur á nauðnngaruppboði að Hafnarstræti 5, mdð- vikiudag 19. júní 1968 kl. 15.00. Greiðsla fari fram við haimarahögg Borgarfógetaembættið í Reykjavik. s Mllífí f I líffl r i i ífiiii ii IL18S8 rETEISe I hr. SlMI 20313 - BANKASTRÆTI4 Minningarnar eru verðmœtar og augnablikin koma ekki aftur, nema þér eigið þau á Kodak filmu/ en þó getið þér líka notið þeirra eins oft og þér viljið. samt mörgum öðrum á Szena- torginu. í Budapest kölluðu menn nú dagana milli 23. og 31. október „Byltinguna*1 en frá endurkomu Rússanna 4. nóvem- ber, var kallað „stríðið“. Hann var nær dauða en lífi, þeg ar mamma hans kom með hann, hélt Janos áfram. Hún hafði fundið hann í húsarústum og getað náð honum upp, og svo lagði hún hann á handvagn og ok honum hingað alla leiðina frá Buda. Það var varla hægt að segja, að hann héngi saman. Og það er hreint kraftaverk, að Halmy lækni skyldi takast að tjasla honum saman. Majórinn hafði sýnilega verið að bíða eftir þessum, sem síðast komu. Nú æpti hann einhverja skipun og dátarnir fóru að hreyfa sig. Sjúklingarnir voru reknir saman og til dyranna, á- samt þeim heilbrigðu. Dátarnir þrír, sem héldu enn Halmy lækni föstum, stóðu í óvissu um, hvort þeir ættu að taka hann með sér eða skilja hann eftir. Þeir horfðu á majórinn, en hann var allur með hugann við hina og virtist hafa gleymt þeim. Loksins skokkaði einn maðurinn til hans og spurði um eitthvað. Majórinn lyfti þung- lamalegum augnalokunum og leit þokukenndum augum á zolt- an Halmy. Þetta minnti mest á rómverskt hringleikahús, þar sem keisarinn skar úr um dauða manna. Allt frá Neró til Stalíns, endurtók sagan sig, um þumalfingurinn, sem var snúið annað hvort upp eða niður. í þetta sinn var það niður. Ef til vill hefði Rússinn látið lækninn sleppa, ef ekki hinn síðarnefndi hefði horft á and- stæðkig sinn með augnaráði, sem var fullt af þvermóðsku og fyrir litningu. Auk þess gat majór- inn ekki vitað, hvað AVOmönn unum tveimur fyndist um þetta atvik, og hvaða skýrslu þeir mundu gefa um það. Eins og á stóð var öruggara að taka þenn an mann fastan, sem hafði sýnt sovézkum foringja mótþróa, en að láta hann sleppa. Nemetz og allt þetta marga fólk stóð hreyfingarlaust og þorði varla að draga andann, en horfði á meðan læknirinn og frelsiShetjurnar voru færð út úr húsinu. En í dyrunum sneri Peti — sá yngsti þeirra sér við og æpti með hvellri barnsrödd: — Lengi lifi föðurlandið! Þetta hola en hetjulega hróp frá magra drengnum, sem var Hrúturinn 21. marz — 19. apríl. Það er líflegt í kringum þig í dag, taktu þátt í lífsins glaumi en hægðu á þér er kvölda tekur. Nautið 20. apríl — 20. maí. Gott starf ber árangur, sjálfsvirðing þín eykst, reyndu að leggja fyrir Tviburarnir 21 maí — 20. júní. Tækifærin eru allt í kring, hættu að slóra, gríptu eltthvert þeirra og byrjaðu að vinna af kappi. Einkamál eru tiitölulega auðveld viðureignar. Krabbinn 21 júní — 22. júlí. Þú átrt ekki sjö dagana ssela, á kafi í gömlum skýrslum yfir iöngu gleymd viðskipti, en þú getur grætt mikið á þessu. Ljónið 23 júlí — 22. ágúst. Reyndu að vera hógvær, og kurteis, og haltu þig við störfin, pótt freistingarnar séu nærtaekar. Þú kannt að sigrast á gömlum vanda. Meyjan 23. ágúst — 22. sept. Vertu alvarlega þenkjandi I dag, en vertu vinnusamur. Ef þú þarfl að selja eitthvað, Skaltu lieita kaupanda núna. Hættu störfum snemma. Sinntu því, sem þig langar mest til í kvöld. Vogin 23 sept. — 22.okt. Fréttir frá fjarlægari stöðum ættu að gleðja þig. Þú skalt vinna mikið í dag. Sinntu félagsltfinu í kvöld. Farðu út að dansa, ef þú vilt Sporðdrekinn 23. okt. — 21. nóv. Þér kann að berast hjálp I dag, eimmgis ef þér hugkvæmist að leita hennar á réttum stöðum. Einhver sjóður kann að skipta miikiu máli. Bogmaðurinn 22. nóv. — 21. des. Erfiði gærdagsins verður launað í dag. Þér verður ágengt með þau málefni, sem þú hefur mestan áhuga fyrir. Tilfinningamál er í sigti, sem þér gengur vel með. Þetta ætlar að verða langur dagur Steingeitin 22. des. — 19. jan. Staðfesta og vinnusemi borga sig aftur. Sýndu þinum nánustu einhverja hiýju Vatnsberinn 20. jan. — 18. febr. Athyglin beiiiist mest að bömum. Það kann að borga sig að festa fé í einhverju í dag. Þú skalt vinna venjulegan vinnudag og lyfta þér upp 1 kvöld. Fiskarnir 19- febr. — 20. marz. Viðræður við fólk nvunu kxxma þér lengra áleiðis en nokkuð annað i dag. Merkilegar ráðagerðir eru gerðar í dag. Njóttu kvöidsins meðal fárra kunningja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.