Morgunblaðið - 16.07.1968, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.07.1968, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 1968 Aldarminning Fölsuðu lyfseöla fyrir örvandi lyf — til að geta setið lengur oð drykkju BRÆÐRAPARTUR heitir fornt býli á Skipaskaga. Þar bjuggu löngum atorkumenn og harð- frískir sjómenn, formenn á eigin útvegi. Meðal hinna mörgu, er þar höfðu búsetu, má nefna Tóm- as Zoéga, föður Geirs rektors. Geir var fæddur á Bræðraparti og átti heima þar á uppvaxtarár- um sínum. Árið 1902 fluttust að Bræðraparti Jón Gunnlaugsson útvegsbóndi og formaður, og kona hans, Guðlaug Gunnlaugs- dóttir, þau bjuggu í Bræðraparti yfir 40 ár, við virðingu og vin- sældir. Hann lézt 26. marz 1956, hún 13. febrúar 1961. — Jón Gunnlaugsson var fæddur 16. júlí 1868 á Þverfelli í Lundar- reykjadal, og er þess nú minnzt, að rétt hundrað ár eru liðin frá fæðingu hans. Foreldrar Jóns voru Gunnlaugur Jónsson og kona hans, Kristín Jónsdóttir. Þau áttu stóran hóp bama, og var Jón elztur bræðra sinna. Jón var á barnsaldri, er foreldrar hans fluttust úr Lundarreykja- dalnum að Másstöðum í Innri- Akraneshreppi. Þaðan var útræði á þeim árum. Gerði Gunnlaugur út skip og sótti sjóinn kappsam- lega. Var hann dugnaðarmaður og lagði sig mjög fram til að sjá sínu stóra heimili farborða. Árið 1887, eftir 12 ára veru á Másstöð- um, fluttust foreldrar Jóns með börn sín að Sjóbúð á Skipaskaga. En Gunnlaugs naut ekki lengi við. Hann lézt árið eftir. Var þá mikið lagt á herðay Kristínar, er fyrirvinnan var fallin frá — og hópurinn stór, sem enn þurfti svo mikils með. Með æðruleysi mætti hún sínu hlutskipti, enda átti hún af miklu að má, var af- burða þrekmikil kona. Kristín var Árnesingur að ætt, frá Skóg- arkoti í Þingvallasveit. — Kom nú á hendur barnanna, sem voru þá komin á legg, að leggja allt sitt fram til hjálpar móður sinni og heimili. Var á orði haft, hve sameinuð þau stóðu undir átakinu. Eðlilega hvíldi mesti þunginn á herðum Jóns, elzta bróður, en með mikilli prýði skil aði hann því stóra hlutverki. Hann settist í sæti föður síns sem formaður á skipi móður sinnar, þá tvítugur, og svo vel hélt hann um stýrisvöl, með árvekni og ósérihMfni, heilshugar um- hyggju fyrir móður og systkin- um, að allt blessaðist og fór vel. — Þegar hér var komið, var Jón orðinn þrjátíu og fjögurra ára að aldri. Kvæntist hann þá, 5. des- ember 1901. Guðlaug, kona Jóns, var norðlenzk, fædd á Efri-Þverá í Vesturhópi. Guðlaug var kona fríð sýnum og tígulleg, vel gef- in, listræn, félagslynd og mikil móðir barna sinna. Yfir heimili þeirra Bræðrapratshjóna var mikill myndarbragur. Þaðan and- aði velvild og hlýju i allra garð. Reglusemi í hvívetna sat þar í öndvegi. — Þau eignuðust 5 börn, Gunnlaug, kennara og full- trúa á Akranesi (látinn), Ólaf, framkvæmdastjóra í Sandgerði, Elísabet, sem gift var Ríkarði Kristmundssyni, lækni, (látin), Jón Kristján, verkstjóri í Sand- gerði, og Ingunni Margréti, nú búsetta vestanhafs. — í Bræðra- parti gerði Jón út skip öll sín ár þar og var sjálfur formaður á því. Hann var kappsfullur og sótti fast sjóinn, en aðgætinn og öruggur, og fór orð af því, hver afburða stjórnandi hann var, þegar mikið reyndi á. Jafnan var hann í röð mestu aflamanna og lánsmaður mikill á sinni löngu sjómannsævi: Hann var gæddur frábærri athyglisgáfu og var glöggskyggni hans á veðurfar við brugðið. Jón í Bræðraparti var síðasti fulltrúi gamla tímans í sínu byggðarlagi í sögu áraskip- anna. Síðustu árin sótti hann á miðin á fjögurra manna fari, og má segja, að hann hafi setið undir stýri, meðan sætt var. Há- aldraður, yfir áttrætt, setti hann að siðustu bát sinn í naust. — Fjögurramannafarið hafði faðir hans látið smíða um eða rétt eft- ir 1870. Jón eignaðist bátinn eft- ir föður sinn og átti jafnan og hafði á honum mikið dálæti, enda reynzt mikil happafleyta. Hann mæltist til þess, að bátur- inn yrði varðveittur eftir sinn dag, ásamt ýmsu frá útvegi sín- um, sem hann hafði haldið vörð um. Má segja, að Jón hafi með þessari ósk sinni átt sinn hlut í því að leggja grundvöllinn að byggðarsafni Akraness og nær- sveita. Er nú báturinn hans gamli varðveittur þar og einn mesti dýrgripur safnsins. Hann er með Engeyjarlagi svonefndu, í sinni fyrstu gerð, og sá eini sinn- ar tegundar að aldri, sem til er í landinu. Lét Ólafur, sonur Jóns, gera yfir bátinn sérstakt skýli og færði safninu að gjöf. Hefur hann sérstaklega — og þeir bræð ur, sýnt byggðarsafninu mikinn skilning, ræktarhug og örlæti, sem mörgum mætti verða til fyr- irmyndar. — Jón gegndi vita- varðarstarfi í áratugi, frá því að viti var fyrst reistur á flös Skipa skaga, með mikilli árvekni. — Jón í Bræðraprati var gjörhug- ull maður, dagfarsprúður, góð- viljaður og hjálpsamur. Hann var fróður vel, átti skopgáfu í ríkum mæli og sagði skemmti- lega frá. Hnittin tilsvör hans eru mörgum í minni. Jón var starfs- glaður eljumaður, árrisull og trúr á verði og traustur í allri reynd. í sögu Akraness er og verður bjart um nafn og minning Jóns í Bræðraprati. í tilefni. af aldarminningu hans hafa eftirlifandi börn þeirra Bræðrapartshjóna stofn- að sjóð til minningar um for- eldra sína og lagt honum tii landareign Bræðraparts með öll- um gögnum og gæðum. Tilgang- ur sjóðsins er að styrkja fátækt ungt fólk til náms í sambandi við sjávarútveg og vinnslu sjáv- arafurða, svo sem náms til skip- stjórnar, vélstjórnar, verkstjórn- ar og fiskiðnaðar. Ennfremur má verja hluta af tekjum sjóðsins til slysavarna, eins og segir í skipu- lagsskrá. Ég minnist samleiðar með þeim Bræðrapartshjónum, Jóni og Guðlaugu, með virðingu og þakklæti og sendi börnum þeirra og afkomendum kveðju mína með blessunaróskum. J. M. G. - UTAN ÚR HEIMI Framhald af bls. 14 um á næstunni. Reynslan sýnir hversu nauðsynlegt það er fyrir de Gaulle að hafa forsætisráðherra sem er hlýðnari og skyldari honum að skoðunum en Pompidou. Segja má, að Georges Pompidou hafi verið eini stjórnmálamaðurinn sem jók pólitískt álit sitt í glundroð- anum í vor. Aðrir ráðherrar sem hlut áttu að máli voru óttaslegnir og ráðvilltir. For- setinn var svo tregur til að láta fyrir róða drauma sína um veldi og dýrð Frakklands að minnstu munaði áð ríkið molnaði undir honum. 1 raun og veru var það Pompidou sem hélt ríkinu saman unz forsetinn hafði áttað sig. Og þegar þjóðin fylkti sér með Gaullistum í kosningunum, var hún ekki aðeins að sýna traust sitt á de Gaulle sjálf- um, heldur var hún ekki síð- ur að lýsa yfir stuðningi við Pompidou forsætisráðherra. Takmark hans var að gera stórfelldar breytingar á frönsku þjó'ðskipulagi og gera það fært um að mæta kröf- um tímans, með aðferðum sem Frakkar samþykkja og skilja. En de Gaulle hefur aðrar skoðanir og þröngvar þeim og nýjum forsætisráð- herra upp á þjóðina. Það get- ur verið hættulegur leikur. Það hefur verið sagt um hinn nýja forsætisráðherra, Maurice Couve de Murville, að hann sé fullkomnasta ein- tak af stjómvizku í manns- mynd sem nú er t il. I 10 ár var hann utanríkisráðherra de Gaulles og hélt þannig á málum áð hann hlaut jafnvel aðdáun þeirra sem andsnún- astir voru aðferðum hans og markmiðum. Hann er laus við afskipti persónulegra tilfinn- inga og þess vegna hefur hann verið álitinn manna heppilegastur til þess að fram kvæma ákvarðanir æðri manna. De Gaulle er vissulega sjálfum sér líkur þegar hann velur Couve de Murville í embætti forsætisráðherra, því að lítið er kunnugt um stefnu hans, stjórnsemi og hæfileika til þess að fást við þingið. Útnefning hans minnir að vissu leyti á setningu Pompi- dous í embættis ári'ð 1962, sem vakti mikla undrxm og ringulreið. Þó er sá rnirnur, að Couve de Murville er gagn kunnugur öllu stjórnarstarfL Ef spurt er um það hvern- ig Couve de Murville muni haga starfi sínu, vaknar önn- ur spuming: Hefur hann nokkrar pólitískar skoðanir sjálfur? Svarið kemur í ljós á sínum tíma, en þangað til verður þingið og almenning- ur að bíða í óvissu. Couve de Murville er met- orðagjarn og hafði vafalaust mikinn hug á embætti for- sætisráðherra. Og þegar skörp dómgreind hans er höfð í huga, táknar það að- eins eitt: Hann var sannfær'ð- ur um að hann gæti gegnt embættinu með meiri sæmd en almennt gerist. (Þýtt og endursagt úr The Times). - MINNING Framhald af bls. 18 fulla samleið í skoðunum — virti ég fullkomlega skoðanir hans, sem ég fann að mótuðust af því einu sem hann vissi sannast og réttast. Með Halldóri er genginn stað- fastur, góðgjam drengskapar- maður. Konu hans og börnum votta ég samúð mína. Björn Stefánsson. - VIETCONG Framhald af bls. 8 Enginn árangur í París? Aðaltalsmaður Norður-Viet- nama í friðarviðræ'ðunum í Par ís, Nguyen Thanh La, sakaði í dag Bandarikjamenn um að villa um fyrir almenningsálitinu í heiminum með því að halda því fram að baktjaldaviðræður í París gæfu ástæðu til bjartsýni. Hann sagði að enginn árangur hefði orðið í viðræ'ðunum síð- an þær hófust, hvorki í óform legum né formlegum viðræðum. Einnig sakaði hann Bandaríkja- menn um að auka stríðsaðgerðir sínar í Vietnam og nota Saigon- stjórnina til að koma í veg fyr ir lausn í Vietnammálinu. ÞORFINNUR EGILSSON héraðsdómslögmaður Málflutningur - skipasala Austurstræti 14, sími 21920. NOKKRIR menn hafa verið handteknir fyrir að falsa lyfseðla. Rannsóknarlögreglan fékk tilkynningu um það um helg Veskí stolið ó skemmtistoð PENINGAVESKU var stolið frá konu aS Hótel Loftleiðir um helgina. Hún hafði lagt það frá sér augnablik meðan hún fór út á dansgólfið og á meðan hafði einhver náungi, miður vandur að sinni virðingu, haft það á brott með sér. Akveðinn maður var grunað- ur um þjófnaðinn, en hann harð neitaði öllum sakargiftum og ekkert fannst á honum sem sann að gæti á hann þjófnaðinn. 1 veskinu voru 400 krónur í pen- ingum og svo auðvitað ýmsir smáhlutir sem konur taka með sér á skemmtistaði. ina að nokkrar Iyfjahúðir hefðu fengið lyfseðla sem taldir væru falskir. Hljóðuðu þeir upp á Phenmatrelín, sem er örafndi iyf- Eftir skamma rannsókn bárust böndin að nokkrum mönnum sem voru teknir til yfirheyrslu og játuðu. Þeir höfðu setið við drykkju og til að geta tekið þátt í gleðinni hugðust þeir halda sér vakandi með fyrr- greindum piltum. Þeir fölsuðu nöfn tveggja lækna á eina sjö lyfseðla sem vitað er að þeir gáfu út, en gegn þeim fengu þeir einar 90 pillur. A einhvern hátt höfðu þeir komizt yfir merkta lyfseðla- blokk hjá lækni og notuðu eitt- hvað úr henni, en hitt skrifuðu þeir á venjuiega miða, þvi að ekki nota allir læknar sér merkt eyðublöð. HAFSTEINN BALDVINSSON HÆSTARÉTTARLÖGMADUR AUSTURSTRÆTI 18 III. h. - S'ml 2173S GRfNSASVEGI 22-24 SiMAft: 30280-322 G2 LITAVER PLASTIINIO-KORK Mjög vandaður parketgólfdúkur. Verð mjög hagstætt. APTON : ‘‘í0 APTON er notað í hillur, húsgögn, vagna o.fl. Mjög auðvelt í notkun. Leitið upplýsinga. LANDSSMIÐJAN Sími 20680.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.