Morgunblaðið - 18.08.1968, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 18.08.1968, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 1968 ■ ■ Odípus ú Old Vic ÞJÓðLEIKHÚS Breta, Old Yic, fékk Peter Brook, stjórnanda Royal Shakespeare Company, til að stjórna einni uppfærslu á sl. vetri, „Ödípus“ eftir Rómverj- ann Senecu. Ég var svo hepp- inn að sjá eina af síðustu sýn- ingunum í lok júlí. Leikrit Sen- ecu hafa lítt verið sýnd á síðari árum, enda standa þau að flestu leyti að baki harmleikjum grísku meistaranna, s em sóttu efni sitt I sömu goðsagnir. (Ödí- pus Sófóklesar er hins vegar mjög oft sýndur). Öll fjölluðu þessi fornu leikrit um válega at- burði, ofsa og ofbeldi, en Sen- eca varð fyrstur til að stunda það að sýna atburðina sjálfa á sviðinu, í stað þess að láta per- sónurnar eða kórinn segja frá þeim. Á einhverju mesta blóma- skeiði leiklistarsköpunar allra tíma, ríkisstjórnarárum Elísabet ar fyrstu á Englandi, komu verk Senecu út í enskri þýðingu, en þá var enn ekki búið að þýða Grikkina. Risi sá, sem gnæfði yfir vaskan hóp enskra leikhús- manna á þessum tíma, William Shakespeare, þekkti ekki aðeins Senecu, hann tók hann sér til fyrirmyndar — ekki í stíl, því þar hafði hann ekkert af Róm- verjum að læra — heldur í af- stöðu sinni til lífsins, heimspeki þeirri, sem kennd er við Stóju- menn. Á það hefur oft verið bent, að auk þeirrar tilviljunar að New- ton þýddi Senecu og gaf út árið 1581, þá voru svipaðir tímar hörmunga og öryggisleysis á Eng landi á 16. öld og í Rómar- borg á 1. öld eftir Krist. Gáfu- maðurinn Seneca, sem ýmist bjó við fjandskap eða hylli fjögurra mismunandi alræmdra keisara, Tíberíusar, Calígúlu, Kládíusar og nemanda síns Nerós, átti sennilega aðeins eina örugga höfn, — stóíska heimspeki. Harm leikahetjur hans taka allar ör- lögum sínum með fullri meðvit- und, líkt og flestar frægustu ó- gæfupersónur Shakespeares. Sögnin um Ödípus segir að Lajus konungur í Þebu hafi ver- ið kominn yfir miðjan aldur, er Jókasta kona hans ól honum sveinbarn. Véfréttin hafði spáð Lajusi því að sonur hans yrði honum að bana, svo að hann lagði járni gegnum fætur sveins ins og lét bera hann út. En ó- hlýðinn hjarðmaður sá aumur á barninu og færði það Pólýbusi konungi í Korinþu, sem tók það að sér í sonar stað og gaf nafn- ið Ödípus, sem þýðir bólginn fót ur. Þegar Ödípus var fullvaxta, leitaði hann upplýsinga um ör- lög sín til véfréttarinnar. Hon- um var sagt að hann muni drepa föður sinn og ganga að eiga móður sína. Hann flúði í örvæntingu sinni frá Korinþu. Síðla kvölds lenti hann í rimmu við gamlan mann á krossgötum og vó hann. Þá kom hann til Þebu, sem skrímsli nokkurt, Sfinxinn, hélt í heljargreipum. Ö- dípus lagði skrímslið af velli með því að leysa gátu þess, kvæntist Jóköstu og varð kon- ungur í Þebu. Um nokkurra ára skeið lék allt í lyndi, en svo skall yfir plága mikil, og þar hefst leikrit Senecu. Véfréttin sagði að plágunni mundi ekki linna, fyrr en tekizt hefði að finna morðingja Lajusar. Ödipus strengdi þess heit að finna hann og tókst það að lokum með hjálp Tíresíasat blinda og Kreons, bróður Jóköstu. Þegar sannleik urinn kom í ljós, framdi Jókasta sjálfsmorð, en Ödípus krækti úr sér augun, tók sér farandstaf í hönd og hélt á brott með Antí- gónu dóttur sinni. Líklega er Peter Brook sá leikstjóri í hinum enskumælandi heimi, sem leikhúsfólk lítur mest um eftirvæntingaraugum. Sökum gáfna sinna, áræðis, snilldar og eldheits áhuga á mannlegum rétt lætismálum, hefur hann verið fenginn til forystu hverju braut ryðjendaátakinu á fætur öðru. Uppfærsla hans á „Marat- Sade“ eftir Peter Weiss er ein frægasta sýning í leikhúsi síð- ustu áratuga. Þá hefur Royal Shakespeare Company undir stjórn Brooks á undanförnum ár um stefnt að því að koma sér upp samstarfshæfum hópi ungra leik ara sem unnið geti á nýjum eða gömlum brautum, oftast nýjum, að ákveðnu takmarki — líkam- legri eða hrárri lífshrynjandi (ekki ósvipað leikhúsi Artauds) í tjáningu mannlegra verðmæta og sanninda. Margir hafa undrazt að Brook naut RSC, og það ekki síður á klassísku verki, en við þau hef- ur Brook lítið fengizt áður. í leikskrá Ödípusar er prentaður kafli úr óútkominni bók eftir Brook, „The Empty Sapce“, þar sem hann ræðir um þá þörf allra legu strauma, sem stýra lífi okk ar.“ Hann virðist hneigjast til að leita fyrir sér í helgisiðum eða helgiathöfnum, sem voru upphaf leiklistar, en hafa orðið viðskila við hana á ferðinni gegnum ald- irnar. Fjörutíu leikarar taka þátt í sýningunni. Um helmingur þeirra er látinn taka sér stöðu meðal áhorfenda eða við súlur víðs veg ar um svalir og í sal og myndar ásamt hópi leikara á sviðinu kórinn, en raunverulegar, eða nafngreindar pefsónur eru að- eins örfáar. Kórinn skiptir um stöður og gefur frá sér sérkenni legustu hljóð, ýmist allur í einu eða sem keðja. Þetta krefst næst um ofurmannlegrar nákvæmni í tímasetningu, því að ekkert má raskast, engum lá fatast til að allt hrynji til grunna. Þessi samvinna hópsins við Brook var aðdáunarvert tækniafrek, og mér þótti mjög undarlegt, er ég komst að því síðar að margir þessara ungu leikara höfðu ekki haft ánægju af þessu starfi, sem hlýtur að hafa verið þeim góð- ur skóli. Það er þó kannski vegna þess að efni leiksins er varla nægilega áhugavert fyrir nútímafólk, þannig að mér þótti stundum sem of miklu púðri, of mikilli vinnu væri eytt til of lít- ils. Brook hefur sennilega verið að reyna að sýna bæði leikur- um og leikhúsgestum, hvað hægt er að gera með samvinnu góðra leikara og notkun allra upphugs anlegra tiltækja, jafnvel við klassisk og dálítið stirð verk- efni, er mér var ómögulegt að verjast þeirri tilhugsun að betur hefði verið til fallið að gera það á sýningu verks, sem fjallar um eitthvað af þeim fjölmörgu vanda málum nútímans, sem okkur kom raunverulega við. Þó er það svo að af fáum leiksýningum hefði ég síður viljað missa en þessari. í aðalhlutverkunum tveimur, Ödípusi og Jóköstu, voru tveir af frægustu leikurum Breta, Sir John Gielgud og Irene Worth. Gielgud var ekki í essinu sínu á þeirri sýningu, sem ég sá. Hann átti í dálitlum erfiðleikum með texta sinn og tókst ekki að halda fullkomlega þeirri hrynjandi sem kórinn hélt uppi á svo hríf- andi hátt, en samt fór ekki milli mála að þarna var á ferð hinn gamli meistari. Hann er ennþá af burðavel á sig kominn líkamlega léttur í hreyfingum eins og ung- ur piltur, og rödd hans jafn- ast fátt við. Leikur Irene Worth í hlutverki Jóköstu var aftur á móti jafn aðdáunarverður í tækni sem persónuhrifum. Sjálfs morð Jóköstu er, frá hvaða sjón arhóli sem er, eitt stórbrotnasta - NORRÆNN Framh. af bls. 10 Margir fundarmanna höfðu eiginkonur sínar með í íslands- ferðinni. Ein þeirra er frú Aase Andersen frá Danmörku. Maður hennar er skólastjóri bændaskóla og húsmæðraskóla í Vinding og hún er sjálf forstöðukona hús- mæðraskólans. í þeim húsmæðra skóla kvaðst hún leggja mesta áherzlu á að kenna stúlkunum hagkvæm störf, að vinna sér hússtörfin eims létt og hægt er, þannig að þær hafi tíma aflögu til að sinna fleiri hugðarefnum. Og einnig að reyna að vekja áhuga stúlknanna á þeim störf- um, sem þær komast ekki hjá að leysa af hendi og gera þau skemmtileg. Sem fyrr er sagt, var allt á ferð og flugi á Hvanneyri, gestir og heimamenn að búa sig til hinna ýmsu ferða og starfa og því öllu samtali sjálflokið um leið og staðið var upp frá borð- um. Rétt hægt að smella snöggv- ast mynd af hópnum framan við skólann áður en hann dreifðist. TIL ERU þrjár tegundir af gömlum hjónum. Við skulum byrja á þeirri verstu. Það eru eiginmaður og eiginkona, sem eru þreytt hvort á öðru. Fjörutíu ára sambúð hefur ekki orðið til að færa þau nær hvort öðru. Þau höfðu ekki margt sameiginlegt, þeg- ar þau gengu í hjónaband. Nú hafa þau ekkert að segja hvort við nnað. Það er auð- velt að þekkja þau úr, t. d. við borð í veitingahúsum, þar sem þau sitja í þögn, sem ekkert foros rýfur. Þau hunza hvort annað, og eru ánægð á meðan þau geta bælt niður andstyggð sína á hinu. Hvers vegna halda þau áfram að búa saman? Af vana, virð- ingu fyrir siðvenjum, eða því að þau geta ekki fundið tvær íbúðir og skipulagt lífið sitt í hvoru lagi. Þetta eru aumk- unarverð hjón. Önnur tegundin er stórum skárri. Til hennar teljast eig- inmenn og eiginkonur, sem ekki bera lengur til maka síns neina ást, en eiga í honum tryggan förunaut. Löng ár friðsældar í sambúðinni hafa sannfært þau um það að þótt förunauturinn sé hvorki ástúð legur né aðlaðandi, þá hafi hann aðra mannkosti. Hann er traustur, hann er góðhjart- aður, hann hefur lært á þess- ■um árum að fyrirgefa mistök og fá fyrirgefningu eigin mis- taka. Hjón af þessari tegund hafa stundum tengzt ýmsum foöndum, vegna sameiginlegr- ar atvinnu, vegna sameigin- legrar velgengni, vegna ástar á börnum og barnabömum. Hjónabandið bjargar slíkum hjónum frá einhverju og þau eru oft tengd umheiminum sterkum böndum. Þriðja tegundin, sem er að- dáunarverð, eru hamingju- söm, gömul hjón. Öll list hjónabandsins er fólgin í því að brúa bilið milli ástar og vináttu, án þess að ástin glat- ist. Það er síðux en svo ó- mögulegt. Hinir miklu logar girndarinnar loga stundum allt lífið, en hjá algerlega ó- aðskiljanlegum hjónum er það svo að „þetta yndislega silki með litauðuga blóma- mynztrinu er fóðrað með öðru einfaldara silki, sem hef- ur svo sjaldgæf og hrífandi folæbrigði, að maður freistast næstum til að taka það fram yfir skrautlega silkið". Það sem ríkir í slíkum hjónabönd- um, er trúnaðartraust, jafn- !OCUl 1 JXVXi i OiIIVU'lU um, er trúnaðartr ^ ^ ^ ^ ^ vel enn fyllra fyrir þá sök að því fylgi alger þekking á mak anum, og kærleikur, sem er sívakandi, vegna þess að hann þekkir öll viðbrögð þess eða þeirrar, sem viðkomandi elskar. Hjá slíkum hjónum komast aldrei nein leiðindi að, jafn- vel þótt þau verði gömul. Eiginmaðurinn tekur félags- skap konu sinnar fram yfir félagsskap yngstu og fegurstu stúlkna. Hvers vegna? Vegna þess að hvort um sig þekkir svo vel áhugamál hins, vegna þess að þau eiga svo margt sameiginlegt að aldrei dofnar yfir samræðum þeirra. Fyrir þau er sú stund eins dýrmæt, er þau fara í gönguferð sam- •an, og stefnumót elskendanna áður, — forspjallið að brúð- armarsinum. Þau vita að það ríkir ekki aðeins gagnkvæm- ur skilningur milli þeirra, heldur geta þau skynjað hugs anir hins. Þau hugsa um það sama á sömu stundu. Hvort um sig kvelst líkamlega vegna andlegrar pínu hins. Það er stórkostlegt að hafa hitt mann (eða konu), sem aldrei hefur valdið okkur von brigðum eða yfirgefið okkur. Fyrir augliti slíkrar mann- eskju, getur maður einn góð- an veðurdag afklæðst brynju sinni, andað djúpt og sýnt sjálfan sig óttalaust, með hjarta sitt og andlit nakið. Þetta er dýrmæt vissa. Dýr- mætari en nokkuð annað. Gömul hjón, ef þau eiga því láni að fagna að vera ham ingjusöm, ættu samt aldrei að hætta að vaka yfir hamingju sinni. Hjónaband verður að endurnýja á hverjum degi. Ef maður hættir að hlúa að ást eða kærleika, læðist frekst ingin að hjartanu. Ég hef séð menn, aem eru að komast á gamals aldur, yfirgefa konu sína og börn, eftir þrjátíu ára hjúskap, fyrir frillu, sem oft var óverðug, en kunni að vekja lífsþorsta í manni, sem var tekið að leiðast heima fyr ir. Einhver segir áreiðanlega: „Erfiði aldurinn! Sígilt fyrir- bæri.... Það er ebkert við því að gera“. Trúið þessu ekki. Það er margt hægt að gera við því. Ef maður, sem er að nálgast hátind þroska síns, freistast fil að yfirgefa heimili sitt, þá er það vegna þess að hann finnur þar ekki lengur þá at- hygli, sem hver maður þarfn- ‘ast. Kurteisi og jafnvel virð- afrek í leiktúlkun, sem ég hef séð á sviði. Terence Taplin lék Kreon á þeirri sýningu, sem ég sá, á mjög skýran og drengileg- an hátt. Auk þessara vöktu sér staka athygli mína þau Frank Wylie, sem lék Tíresías blinda, og Louise Purnell í hlutverki dóttur hans. Mikið hefur verið rætt um lokaatriði „Ödípusar" Brooks. Eftir að Jókasta hefur framið sjálfsmorð og ödípus rifið úr sér augun, lætur Brook færa tor- kennilegan hlut inn á sviðið. Við afhjúpun með miklum tilþrifum, kemur í ljós að þetta er gullinn „phallus" (getnaðarlimur). Við það leysist sýningin upp, ef svo mætti að orði komast, og leik- endur ganga um í halarófu með hljóðfæraleikara í fararbroddi, sem leika jazzmúsík af miklum þrótti. Þessi „sjokk-effekt“ er mjög umdeildur, en hafði greini lega tilætluð áhrif á þeirri sýn- ingu, sem ég skrifa um, enda var mikill meirihluti áhorfenda af yngri kynslóðinni. ‘ing eru alltaf jafn nauðsyn- leg, meira að segja eftir langa sambúð. Hvorki maður né kona sætta sig við að mæta vanrækslu og skeytingarleysi, og enn síður að sjá maka sinn komast í nánara samband við aðra. Hver maður og 'hver kona þarfnast þess að fá lof ifyrir það, sem hann eða hún gera vel. Ef eiginmaðurinn (eða eiginkonan) gæta þessa ekki, kann svo að fara að ein- hver annar, sem skríður gegn ium sprungumar á illa vökt- 'uðum múrnum, komi hjóna- 'bandinu fyrir kattarnef. Og úr því að erfiði aldur- inn er sjúkdómur hins mið- aldra, og við þekkjum ein- kenni hans, þá er sjálfsagt að benda honum á það að hegða sér skynsamlega og vel við þá eiginmenn, sem þessi illi andi kemur yfir. Oft má lítið út af bera. Of mikil afbrýðisemi leiðir stund um til þess að maðurinn brýt- ur allar brýr að baki sér, þegar hann hefði annars látið sér nægja saklaust ævintýri. Of mikil þolinmæði getur hins vegar hvatt hinn roskna Don Juan til „að láta sjá sig allsstaðar" með annarri konu, og skapa þannig ástand, að konan getur ekki lengur sætt sig við það vegna virðingar sinnar. í þessum málum, eins og næstum öllum vandamál- um lífsins, þá er ekki hægt að setja neinar reglur, held- 'ur verður skynsemin að ráða hverju sinni. Kona, sem met- or hjónaband sitt mikils, verður að sigrast á slíkum að- 'Stæðum, líta á þær frá sjónar hóli skynseminnar og hugsa tum framtíði'na. Hún verður 'að greina á milli þess, sem er alvarlegt, ristir djúpt og ógn- ar hjónabandinu, og síðustu 'heimskupörum manhs, sem óskar að verða ungur í annað sinn. Oftast nær líða þessi síð- ustu fjörbrot hjá „eins og vindurinn og skugginn". Ég hef séð öldruð hjón verða 'samrýmdari en nokkru sinni íyrr, eftir erfiða fyrirgefn- ingu. Þegar gömul hjón hafa siglt yfir stórsjó erfiða aldursins án þess að brjóta skip sitt, þá toomast þau í kyrrlátt var. Ekk ert er fegurra en friðsæld slíks sambands. Tilhugsunin um dauðann er hið eina, sem skyggir á þessar fullkomnu 'ástir. Það er í senn hið hættu ilega og hið göfuga við ástríðu ifulla ást, að hún leggur allt undir tilveru einnar persónu. iog það svona brothætta til- veru. Það er kærkomin hugg- un að geta vakið upp hjá sér ifullkomna minningu á tíma foarrns og einmanaleika. Og gömul hjón, sem lifað hafa í ástríku hjónabandi, halda á- ifram að lifa í minningu (þeirra, sem 'hafa þekkt, elsk- að og virt þau.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.