Morgunblaðið - 18.08.1968, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 1968
£ Sjáið landbúnaðarsýninguna
í dag!
Þegar þetta er rítað er ekki annað vit-
að en Landbúnaðarsýningunni ijúki 1 dag,
sunnudag.
Eftir að hafa skoðað sýninguna oftar en
einu sinni, í fylgd ungra og gamalla, sveita-
fólks og borgarbúa, vill Velvakandi ein-
• dregið skora á fólk, sem hefur ekki séð
hana enn, að láta það nú alls ekki undir
höfuð leggjast, heldur fara inn eftir 1 dag.
Nú eru seinustu forvöð.
Sýningin er náttúrulega mjög fróðleg, en
það, sem Velvakandi telur henni sérstak
lega til gildis, er, að þar er eitthvað
skemmtilegt að skoða fyrir alla aldurs-
flokka og fyrir fólk úr öllum stéttum og
landshlutum. Þetta er eiginleiki, sem svo
sannarlega fylgir ekki öllum sýningum.
0 Er Velvakandi íhaldssöm sál?
Bílstjóri skrifar:
„Kæri Velvakandi!
Eg skrifaði þér ekki alls fyrir löngu og
sagði frá þvl með vandlætingu, að benzfn-
afgreiðslumaður á Kirkjubæjarklaustri
hefði látið langa bílaröð bíða eftir
afgreiðslu í eina þrjá stundarfjórðunga,
meðan hann var að snæða miðdegisverð. Ég
taldi þetta ekki sæmandi þjónustu — og
geri það enn.
Það kom mér mjög á óvart að þú skyld
ir taka upp hanzkann fyrir manninn. Hon
um til réttlætingar sagðir þú, að benzínaf
greiðslur í Reykjavik væru lokaðar í hádeg
inu á sunnudögum.
í framhaldi af þessu langar mig til þess
að benda þér á það, að þjónusta olíufélag-
anna í Reykjavík og annars staðar (eins og
dæmin sanna) hefur ekki verið til fyrir
myndar. Ef þjónustuaðilar almennt ætluðu
sér að taka þessi fyrirtæki sér til fyrirmynd
ar, er ég hræddur um, að vfða mundu heyr-
ast hljóð úr horni, þvi að almenningur á
réttilega kröfu á þokkalegri þjónustu. Við
borgum fyrir hana, hvort sem við njótum
hennar eða ekki. Afstaða Velvakanda i
þessu máli ber þess ekki vott, að hann sé
vel vakandi, heldur sofandi, íhaldssöm sál,
sem telur fátt svo slæmt, að ekki sé það
nógu gott.
— Bílstjóri".
0 Barna- og unglingablaðið
Æskan
Faðir skrifar:
„Velvakandi góður!
Þegar ég var strákur, fékk ég alltaf
bamabiaðið Æskuna og beið hvers eintaks
með mikilli eftirvæntingu. Eins og að lik-
um Iætur, hætti ég að lesa blaðið, þegar ég
stálpaðist — og það var ekki fyrr en mín
böm tóku að stálpast, að ég endurnýjaði
kynni mín við Æskuna, því að ég gaf þeim
áskrift strax og þau fóru að stauta.
Ég varð mjög ánægður að uppgötva, að
Æskan er ennjafn ung, og ég held, að hún
sé miklu friskari nú en áður. Ritstjórinn,
Grimur Engilþerts, vinnur míkið og vel
þakkað starf fyrir börnin I landinu. Æskan
er aftur orðin eitt vinsælasta lesefnið á
minu heimili — og sjáifur er ég jafnvel
farinn að glugga í hana mér til ánægju.
Æskan mun nú vera gefin út í fleiri ein-
tökum en nokkurt annað timarit á fslandi
— og mér finnst það ekkert undarlegt.
Berðu ritstjóra og öðrum aðstandendum
Æskunnar mínar beztu kveðjur.
— Faðir“.
g Hvar eru skóburstarar
í Reykjavík?
„Feðgar" skrifa:
„Kæri Velvakandi!
Gætir þú frætt okkur feðga um það, hvar
hægt er að fá burstaða og pússaða skó í
höfuðborg íslands, Reykjavík? Sá eldri
okkar þykist muna, að þessi sjálfsagða
þjónusta í hverri borg (og Reykjavík er
borg núna) hafi verið veitt í s kúr á
Lækjartorgi fyrir mörgum ámm, en sá
yngri þykist halda, að þessi þjónusta sé
veitt í tveimur helztu gistihúsum borgar-
innar, ef ekki þremur. Hins vegar kann
enginn við að arka þangað inn, sem ekki er
gestur, og biðja um skópússun, jafnvel þótt
hann greiði vel fyrir það.
Menn vilja helzt ekki þurfa að ganga um
í óhreinum skóm, og eiginkonur gerast
(þvi miður) æ ófúsari á að veita þessa
þjónustu. Nú, og jafnvel þótt menn gangi'
út í glanzandi skóm að morgni dags, er
komin á þá óhreinindahúð innan skamms.
Faðirinn lætur þess getið, að hér fyrr á
árum hafi allir verzlunarmenn í Reykja-
vík gengið í glanzandi skóm, svo og hátt-
settir embættismenn og hluti háskólastú
denta. Nú virðist allt og mörgum standa á
sama, hvernig skómir líti út.
Það er áreiðanlegt, að það yrði rifandi
bisness fyrir þann mann, sem setti upp skó-
burstunarskúr í Miðbænum. Hann gæti selt
um leið skóáburð, greiður, eldspítur (jafn-
vel sígarettur) o.fl. smávegis, sem menn
vanhagar um dags daglega. Hér vantar
bara framtakið!
Beztu kveðjur,
Feðgar".
Velvakandi er samsinna því, að hér vant-
ar skóburstara í Miðbænum. Væri ekki
hægt er að reka svona þjónustu jafnhliða
blaðasölu?
0 Jag er gul — nyfiken
Velvakanda hafa borizt nokkur bréf, þar
sem spurt er, hvenær eigi að taka upp sýn-
ingar í Stjömubiói á sænsku myndinni, jíag
er gul — nyfiken". í tveimur bréfanna er
látið að þvi liggja, að sýningar á kvik-
myndinni hafi verið bannaðar vegna
„kláms“ en I öðrum tveimur bréfum er
fullyrt (án rökstuðnings), að endursýning-
ar hafi verið bannaðar vegna vinstri sinn-
aðs stjórnmálaáróðurs.
Velvakandi veit ekki til að sýningar á
þessari mynd hafi verið bannaðar. Sjálf
sagt er að sýna hana, meðan fólk vill borga
sig inn á hana, ekki sizt fyrst hún er svona
umrædd og umdeild. Liggur við, að það til-
heyri menntun hvers og eins að hafa séð
fjárans myndina eftir allt umtalið.
Annars fannst Velvakanda myndin held-
ur óskemmtileg, þrátt fyrir einstaka brand
ara, og hans hugboð er, að myndin verði
jafngleymd innan fárra ára og Orphée eft-
ir Cocteau er nú, sem hann minnir, að
menningarvitar flykktust að til að sjá hér
í Nýja Bíói á árunum.
Ekkert beint klám er I myndinni að
mínu áliti, en hún er viðvaningslega gerð
(kannski með vilja) og stundum fárán-
Iega hlægileg.
Það er auðvitað hrein della, að myndin
hafi verið bönnuð „vegna vinstri sinnaðs
stjórnmálaáróðurs". Ef nokkuð var um
pólitískan áróður I myndinni, fannst Vel-
vakanda ajn.k. það vera háð um vinstri.
sinnaða sænska velmegunarkrakka. Og hér
/estan tjalds eru myndir ekki bannaðar
vegna stjórnmálaáróðrar.
— Hvað um það, — sjálfsagt er að sýna
myndina um stund, svo að menn geti mynd-
að sér skoðanir á henni sjálfir, en þurfi
ekki að treysta á umsagnir annarra.
BEZT að auglýsa
í Morgunblaðinu
BÍLALEIGAIM
- VAKUR -
Sundlaugavegi 12. Siml 35135.
Eftir lokun 34936 og 36217.
Sími 22-0-22
Rauðarárstig 31
1-44-44
WJUWIB
Hverfisgötu 103.
Sími eftir lokun 31160.
BÍLALEIGAN
AKBRAUT
SENDUM
SÍMI 82347
LITLA
BÍLALEIGAH
Bergstaðastræti 11—13.
Hagstætt leigugjald.
Sími 14970
Eftir lokun 14970 eða 81748.
Sigurður Jónsson.
Ljósprentunarvél
Til sölu er nýleg, stór og afkastamikil vél til ljós-
prentunar á teikningum og skjölum.
Tilvalið tækifæri fyrir þann er vildi skapa sér sjálf-
stæðan atvinnurekstur. Einnig er vélin tilvalin fyrir
stórt verkfræði- eða verktakafyrirtæki. Leiguhúsnæði
getur fylgt. Hagkvæmir greiðsluskilmálar.
Tilboð óskast sent blaðinu fyrir nk. mánaðamót,
merkt: „KÓPÍA 6437“.
STÚLKA ÓSKAST
Óskum að ráða strax stúlku til skrifstofustarfa í
Reykjavík. Góð vélritunarkunnátta nauðsynleg.
Umsóknareyðublöð fást á skrifstofum vorum og óskast
skilað til skrifstofu starfsmannahalds fyrir 25. ágúst
nk. Eldri umsóknir óskast endurnýjaðar.
VÖRUSKEMMJUi GRETTISGÖTU 2
Mikið of ódýrum og góðum vörum
Crepe-sokkar kr. 25.—. Nælonsokkar kr. 10 og 15.—. Sportsokkar kr. 15.—.
Ullarhosur kl. 55.—. Nærföt kr. 35.—. Drengja-peysuskyrtur kr. 65.— 75.—.
Herrapeysuskyrtur kr. 85—. Herrasokkar crepe kr. 35.—. Barnaúlpur frá kr.
190.—. Drengjaskyrtur frá kr. 70.—. Herraskyrtur frá kr. 90.—. Gallabuxur kr.
140.—. Mikið úrval herra og dömupeysur, margir litir, öll númer kr.
520.— og 580.—. Sokkabuxur bama kr. 90.—. Náttföt barna kr. 110.—. Fót-
raspar kr 10.—. Shampoo kr. 10.—-. Mikið af annars konar snyrtivöru á lágu
verði. Minjagripir, bollapör, öskubakkar o.fl. frá kr. 60.— til 75.—.
SKÓDEILD: Skór frá kr. 30,— til 280,— Mikið úrval.
LEIKFÖNG Á HEILDSÖLUVERÐI.
Á BÖRNIN f SKÓLANN: Mikið úrval af peysum og síðbuxum.
PÓSTKRÖFUSÍMI 11670.
Gengið inn frá Klapparstíg.
ÓTTAR YNGVASON
héraSsdómsIögmaöur
MÁLFLUTNINGSSKRIFSTOFA
BLÖNDUH^ÍÐ 1 • SÍMI 21296
FÉLAGSLÍF
Körfuknattleiksfélag
Reykjavíkur
Leikfimisæfingar (þrekæf-
ingar) hefja®t hjá félaginu 21.
ágúst. Uppl. í síma 36955. —
Allir velkomnir.
Fjaðrlr, fjaðrablöð, hljóðkútat
púströr o. fl. varahlutir
i margar gerðir bifreiða
Bilavörubúðin FJÖÐRIN
Laugaveg} 168 - Sínt) 24180