Morgunblaðið - 18.08.1968, Page 31

Morgunblaðið - 18.08.1968, Page 31
MOEGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 1968 31 Erlendur Jónsson skrifar um BOKMENNTIR GÚMUL BRÉF FRÆÐIMENN, sem taka saman fróðlei'k um fólk og atburði fyrri tíðar, hafa ekki alltaif úr fjöl- skrúðugum beimildum að moða. Aliþingisbækur og dómabækur hafa reynzt notadrjúgar. Hversu margir grúskarar hafa staðnæmzt við sakamál frá fyrri öldum —það stafar einfaldlega af því, að slík mál voru bókfærð. Þar er til ýtarlegra beimilda að sækja. Biskupasögur, skólameistara- sögur og sýslumannsævir standa eins og grunnlLnupúntar. Annál- ar eru ómissandi. Ekki er heldur .gengið framhjá kirkjubókum. — Þar fá fræðimenn staðfest nöfn, þurr æviatriði og stuttorða, en gagnorða lýsing á einstakling- um. Blöð, gefin út vikulega eða sjaldnar, komu ekki til sögunnar fjrrr en um máðja nítjándu öld. Þau eru auðvitað góð og gild, svo langt sem þau ná. En þau ná ekki lengra en svo, að þegar þau loks koma til sögunnar,, er auk þeirra völ á margvíslegri heim- ildum. Ótalin eru þá sendibréfin. Þó íslendingar séu taldir í meira lagi latir að skrifa bréf, er því ekki að neita, að andinn hefur ósjaldan komið yfir þá, svo þeir hafa setzt með skriffæri í hendi og fyllt síðu eftitr síðu, eins og þeir væru að skrifa heilt dag- blað, enda þó einungis einum væri ætlað að lesa tils'krifið. Eitt slíkt bréf varð raunar að bók og heldur sínu heiti: Bréf tii Láru. Þar eð samgöhgur voru fyrrum eins og þær voru, gafst sá einn kosturinn til að halda sambandi við vini og venzlamenn í fjar- lægð að skrifa þeim til og fá bréfin endurgoldin. Bréfasambönd voru rækt ósleitilega og óletilega. Bréfrit- arar töldu sér skylt að. segja all- ar þær fréttir sem þeir kunnu frá að segja, stórar og smáar. Þannig má lesa út úr gömlum bréfum æði margt, sem varðar sögu þjóðarinnar í heild. En sága er meira en endur- minningar um stórmenni og fræga atburði. Bréfritarar sögðu líka frá mörgu smáu, sem vafa- laust hefur þótt hégómlegt á sinni tíð, en fyHir þó upp í þá hugmynd, sem við reynum nú að gera okkur af þjóðlífi fyrri.tíðar. Sendibréfin gegndu fyrrum ekki alls ólíku hlutverki og blöð in gegna nú. En aðstaða bréfrit- arans áður og blaðamannsins nú er þó næs.ta ólík. Blaðamaðurinn skrifar fyrir ótakmarkaðan fjölda lesenda, bæði í nútíð og íframtíð. Hann er bundinn af lögum, almenningsáliti og hugs- anlegum dómi sögunnar. Alltaf getur hann búizt við, að aðrir krefji hann reikningsskapar fyr- ir orð sín. öðru máli gegndi um bréfrit- arann. Bréfið var — ek'ki ávallt, en oftast tveggja m.anna tal. Náttúrlega fór það eftir kynn- um rnanna, hve mikið þeir sögðu í bréfi. Málkunnugir embættis- menn kunnu að segja hver öðr- um fréttir af svipuðu tagi sem nú tíðkast í blöðum; -urðu að geta staðið við það, sem þeir sögðu. En vinir, að ekki sé talað um elskend-ur, drógu minna undan. Þeir gátu látið fjúka, það sem ekki var haft í hámælum, þaT með talin leyndarmál, sem bréf- ritari vissi einn og hugðist eng- um segja utan þeim einum, sem bréfið var ætlað. Bréfritarin-n gat liátið eftir sér — það sem blaða- maðurinn getur sjaldnast nú -— að dylgja um það, sem hanm grunaði, þó hann gæti með engu móti fært rök fyrir því, hvað þá sannað það. Og bréfritaranum var óhætt — það sem blaðamanmi er ekki alltaf stætt á nú — að segja persónulega skoðun sína á hverju máli, umbúðalaust og af- dráttarlaust. Auðvitað gátu bréf misfarizt og þvælzt í annarra bendur, áð- ur eins og nú. Bréfritarar vissu það fullvel eða máttu að minnsta kosti gera sér það ljósrt. Hins vegar er svo að sjá, að þeir hafi ekki alltaf látið þá áhættu aftra sér frá að segja hug sinn allan, rétt eins og þeir væru að tala við sjálfa sig, staddir á enda veraldar. Bréfið sjálft, pappírinn. varð að trúnaðarvimi. Öllum lífsins áhyggjum var þá stundina varp- að yfir á þann vin. En jafnvel þó bréfritari ha.fi gert sér ljóst, að bréf gæti lent í skökkum höndum, er honum tæpast ætlandi að hafa grunað, að ritsmið hans yrði nokkru sinni gefin út á bók og dreift um allar jarðir og síðan geymd í söfnum, óbornum til les-trar og rannisóknar. Ef honum hefði boðið slíkt í grun, hefði hann vafalaust hag- að orðum sínum á aðra lund. Hætt er við, að margt ósvikið kringilyrðið, skrifað eins og mælt af munni fram, hefði þá verið reyrt í viðjar kansellístíls eða annars konar stíltízku. Fróm ur bréfritari hefði ekki sjaldan mátt hugleiða í alvöru, hvort óhætt mundi nú að láta fjúka hitt eða þetta. Hefði honum ekki verið innan brjósts, eins og hann væri að reisa sér ævarandi minnisvarða? Obbinn af þeim bréfum, sem varðveitzt hafa frá fyrri tíð, eru vitaskuld á lausu máli. En til er líka sægur Ijóðabréfa, mörg hnyttin og smellin. Ljóðabréfin át'tu sinn uppruna og sitt blóma- skeið og mættu teljast sérstök bókmenntategund. Kvæðasafn Páls ÓlafssonaT væri fátæklegra, ef ekki væru ljóðabréfin. „Skop-ljóðabréf hans eru einstök í sinni röð,“ segir Stefán Einarsson. En ekki þurfti skáld á borð við Pál ólafsson til að skrifa í hendingum. Hagyrðingar léku sér að fella í rím og ljéðstafi - STRAND Framhald af bls. 32 milli skipanna og hífðu togvír bátsins til sín. Meðan á þessu stóð hafði bátnum slegið flötum fyrir og var kominn lengra upp á sandinn. Byrjað var að toga í bátinn um tíuleytið og tókst fljótlega að ná honum á flot. Helgi sagði, að báturinn hefði verið óskemmdur og þegar byrj- aður veiðar aftur. — McCarthy Framh. af bls. 1 Walter Reuter, formaður sam- bands s'tarfsmanna í bílaiðn- aðinum. í síðustu viku hélt McCartþy stórbrotinn kosningafund og flutti ræðu sem um 2 milljónir manna fylgdust með í einka- sjónværpi hans í fundasölum í 23 stórborgum í Bandaríkj- unum. Einnig var hluti ræð- unnar útvarpað í London á samkomu „Brfsndarískra stuðn ingsmanna McCarthys erlend is“. Fundinum stjórnaði fyrrv. sendiherra Bandairíkjanna í Eþíópíu, próf. John Kenneth Galbrith, og kvaðst hann von- ast til þess að nú væri ekki lengur vafi á því að McCarthy væri vinsælastur þeirra sem keppa um framboð á vegum demókrata. fréttir af hversdagslegum atvik- um, sjúkdómslýsingar til lækna, kvabb við nágrannann og yfir- höfuð hvaðeina, sem nöfnum tjá- ir að nefna. Og svo mikils var metið bund- ið mál, að líkur eru til, að ljóða- bréf hafi geymzt betur en hin, sem skrifuð voru slétt og fellt á lausu máli. En einnig hinir, sem ekki gátu fótað sig á flughálum stiklum rímsins, einnig þeir. reyndu að vanda málfar sitt. Sá, sem kornst vel að orði í toréfi, var ekki tal- inn maður að minni. „Það er gott þá hefur skrifað toróður minum,“ skrifaði Ingi- björg á Bessastöðum Grími, syni sínum. „Fyrst hann skrifar þér aftur, getur þú orðið var við fallegan bréfastíl." Ekki brást heldur, að frænd- inn svaraði og Grímur yrði „var við fallegan bréfastíl“, því frænd inn lét sig ekki muna um að hefjia bréf sitt á konunglegum ávarpsorðum —• á dönsku; skreytti svo það, sem eftir var, með hofmannlegum slettum úr latínu, frönsku og ensku, auk meiri dönsku. En allt um það. — Ingibjörg vildi, að Grímur sinn lærði fallegan bréfastíl. Á síðustu árum hefur verið að koma út ein og ein bók með gömlum bréfum. Finnur Sigmundsson hefur átt stærstan hlut að þeirri útgáfu- starfsemi. Verk hans að bréfa- útgáfu er orðið 'harla gott. Ég minm sérstaklega á bækurnax Húsfreyjan á Bessastöðum og Sonur gullsmiðsins á Bessastöð- um. Fleiri menn, þó ekki verði nefndir hér, hafa unnið þarft verk með því að búa bréf til prentunar. Það er ávallt tilhlökkunarefni að eiga von á nýrri útgáfu bréfa, sem ekki hafa áður komið fyrir almennings sjónir. Gömul bréf fylla upp í söguna, þar sem ella væru eyður, dýpka þjóðlífsmyndina og eru, auk þess, fróðlegt og skemmtilegt lesefni. Erlendur Jónsson. - LOÐKÁPA Framhald af bls. 32 hentu henni loðkápu frá SÍS. Frúin varð mjög undrandi og • þurfti smátíma til að átta sig á þessum viðtourði. Blaða- menn báðu frúnna um smá- vfðtal, og hún var fús til þess. — Eruð þér ekki ánægð með kápuna? Jú, en ég er alveg undrandi, bara ekki búin að átta mig á þessum ósköpum. — Var hún 50.000 gesturinn, spyr móðir hennar? — Æ, Ómögulega fleiri myndir, segir frúin, sem á í vök að verjast gegn ljósmynd urum, sem gefa engum eftir, ef því er að skipta. — Er eiginmaðurinn ekki með? — Nei, hann gat ekki kom ið. — Hver er hann? — Erlingur Emarsson, bók- bindari hjá Gutenberg. — Ætlið þér að máta loð- feldinn núna? — Ætli ég geymi það ekki, það er svo mikið um að vera. En má ég ekki geyma hann hér einhhvers staðar, meðan ég skoða sýninguna? Það fæst auðveldlega, og svo legguir frúin eimbeitt í sfcoðiunamleiðanigiur mieð móð- ur sinni oig böriniu'm, því að það var tilgaingur koomunnair. Sýningunni lýfcuir í kvöiid kiL 22, og verður hún vart fram- lierngd, þar sem farið veirðiuir mieð allmöng dýramna aif sýn- inigansvæðinu nú strax á miánu dagsmorguin. Eru því síðustiu forvöð að sjá þessa uimifangs- mikliu sýninigu í dag. Myndin sýnir sendiferðabílinn inn í miðjum garði Æsileg nœturökuferð á Akureyri: Stórtjón á 3 bíl- um og girðingum Akureyri, 17. ágúst. MJÖG mikið tjón varð á bílum og girðingum, er æsilegri nætur- ökuferð lauk með hastalegum hætti framan við Menntaskólann kl. tæplega 4 í nótt. Stórum sendibíl var ekið suð- ur eftir Eyrarl'andsvegi og er sýnilegt af umferðamerkjum, að hraði hans hefur verið mjög mik ill. Framan við húsið nr. 29 raks-t hann á lítinn Daf-bíl, sem þar stóð og sneri honum þversum á götuna, en sá kastaðist á VW-bíl, sem stóð fyrir framan hann. Daf-bíllinn er talinn gjörónýtur og VW-bílilinn stórskemmdur. Eftir áreksturinn hefur sendi- bíllinn sveigt austur yfir götuna, gegnum trégirðingu við nr. 29 og inn í garðinn, þar sem hann braut að miklu leyti niður stórt og fallegt reynitré, síðan gegn- um girðinguna milli nr. 29 og 31, en loks stöðvaðist bíllinn fram- an við útidyr hússins nr. 31, eftir að hafa rótað þar upp jörð- inni. Ekki munaðii nema hárs breidd að bíllinn lendi á húsinu sjálfu. BíUinn er mikið skemmd- ur eins og vænta mátti. Þegar að var komið var öku- maður á bak og burt. Lögreglan - SPÁNVERJAR Framhald af bls. 32 um í gær, enda hefur verið þar snjókoma að undanförnu, svo sem fyrr er sagt. Spánverjarnir áformuða að dvelja 3—4 daga í Kverkfjöll- um, eftir að þeir hittu félaga sína, taka þar nýjar matarbirgð- kr og halda svo siuðaustur um jökulinn og niður í Öræfasveit. Ekki hafa þeir farartæki, held ur ferðast fótigangandi og bera farangur sinn. Lengi framan af höfðu þeir blíðskaparveður á jöklinum. - ÁLAFOSS Framhald af bls. 32 keppni, en nokkrar peysur bár- ust of seint, að því er segir í til- kynningu frá fyrirtækinu. í næstu keppni verða bæ'ði sauðalitir og kemiskir litir tekn- ir til greina hjá dómnefnd og verður nánar tilkynnt um keppn isreglur í haust. Móttaka á keppnispeysum verður í janúar- lok. hefur leitað hans í alten morg- un, og bar sú leit árangur laust fyrir kl. 13, en þá var banin hand fcekinn í húsá einu hér í bæ. Yfir- heyrsilur voru að 'hefjast, þegar biaðið fór í prentun. — Sv. P. --------------- 5 - LANDBÆTUR Framh. af bls. 22 gróðurl-endið, sem ekki hefur verið beitt í 30 ár, í skógrækfcar- girðingunni. Leitun mun á feg- urri blómgróðri. Sjálfsagt er að nýfca það land tiíl beitar, sem til þess er fallið, en það verður að hugsa svolítið meira en sauð- kindin og sjá til þess að landið sé ekki eyðilagt. Uppblástur og uppgræðsla. Um varnir gegn uppblæstri og rækfcun eyðilands sýnir höfund- uir nokku-rn skilning á málinu og bendir á uppgræðslu með juirt- um með djúpstæðar ræfcur. En hvar eru notaðar plöntur með djúpstæðair rætur til endur- græðslu á ístendi, ef það er ekki Alaska-lúpínan og tréin? Væri ■ ekki hollt fyrir hina ágætu Lions fétega, — og þeirra áih-ugi sé lof- aðu-r — að athuga þessar aðferð- ir í stað þess að verja fé sinu í að fita sauðpening búemda og plastfötukaup? Þjóðverj-ar, Aust urríkismenn og Frakkar hafa mikið ritað um hagbeit í f jallend um og vita töluvert mikið um það, hvers-u mikið álag hvert gróðurlendi þolir. En hér á landi virðast fáir haf-a hug á þvi, að kynna sér hvað aðrir h-afa séð og reynt. Auk þess er sauðkind- in miklu pólitískari hér á landi en þar. Ingvi Þorsteinsson -hefur gert all-víðtækar rannsóknir á bei'tar þoli lands okkar og komizt að þeirri niðurstöðu, að víða sé um hreina rányrkju á beitilandi að ræða, eð-a þaninig vil ég nefna of- beit í hvaða mynd sem er. Það er aðei-ns skaði, að einungis garðeige-ndur í Árbæjarhverfi skuli h-afa s-ki-lning á því, að hjarðbúskapurinn gangi feti of lan-gt. Við hin yppum aðeins öxl- um, og stjórnmálamennimir geta í hvorugan fótinn stigið, vegna hræðslu við að vinsælda- barómetið f-ari ni-ður fyrir „meget smukt“. Halldór Jónsson, verkfr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.