Morgunblaðið - 30.08.1968, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1908
JMwgmirliifrife
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstj ór narf Ulltr úl
Fréttastjórl
Auglýsingast j óri
Ritstjóm og afgreiðsla
Auglýsingar
Askriftargjald kr 120.00
1 iausasölu.
Hf Arvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Sigurður Bjamason frá Vigur
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Bjöm Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6. Sími 10-100.
Aðalstræti 6. Sími 22-4-80.
á mánuði innanlands.
Kx. 7.00 eintakið.
FRELSISBARA TTU
TÉKKÖSL Ó VAKA
ER EKKI LOKIÐ
l/'iðbrögð almennings í
" Tékkóslóvakíu við nauð
ungarsamningunum sem gerð
ir voru í Moskvu eru ótvíræð.
Fólkið er á móti þessum samn
ingum, ef samninga skyldi
kalla og lætur þá afstöðu í
ljós, svo ekki verður um
villzt. Miðstjórn kommúnista
flokksins í Tékkóslóvakíu hef
ur lýst því yfir, að forustu-
menn flokksins hafi orðið að
láta undan ofurefli en að
kommúnistaflokkur Tékkó-
slóvakíu muni aldrei láta af
kröfunni um fullveldi og
frelsi. Þjóðþing Tékkóslóvak
íu hefur samþykkt mjög ein-
arða ályktun, þar sem her-
nám landsins er lýst ólöglegt,
Tékkóslóvakar séu einfærir
um að verja vesturlandamæri
ríkis síns, þess er krafizt að
skoðanafrelsi ríki og frelsis
þróunin í landinu fái að halda
áfram. Afstaða Tékkóslóvaka
til Moskvusamninganna get-
ur því ekki verið afdráttar-
lausari.
Ýmislegt bendir einn-
ig til þess, að Moskvusamn-
ingarnir séu aðeins einskonar
millileikur í átökum Tékkó-
slóvaka og kommúnistaríkj-
anna sem hafa hernumið land
ið. Dregið er í efa, að forustu
menn kommúnistaflokksins
geti fengið fólkið í landinu
til þess að samþykkja þessa
nauðungarsamninga. Frjálsar
útvarpsstöðvar halda áfram
útsendingum. Það er erfitt að
bæla frelsið niður.
Næstu daga og vikur verð-
ur veröldin vafalaust áhorf-
andi að því hvernig járntjald
ið sígur og umlykur smátt
og smátt þjóðir, sem biðja að-
eins um frelsi.
Smátt og smátt berast
færri og færri fregnir frá land
inu þar til þögnin umlykur
það algjörlega. Hversu oft hef
ur fólk um heim allan ekki
fylgzt með slíkum vinnubrögð
um kommúnistaríkjanna.
Samt sem áður er ekki á-
stæða til að missa vonina með
öllu. Tékkóslóvakía er enn
einn prófsteinn á það, hvort
hægt er að berja frelsisþrá
fólks niður með ofbeldi, her-
valdi og glæpum.
Það sem af er hernámi
Tékkóslóvakíu hafa þjóðir
þessa lands sýnt ótrúlegan
dug og kjark. Saga frelsisbar
áttu þeirra á árinu 1968 er
enn ekki öll.
SÓSIALISMINN
OG FRELSIÐ
ITið glæpsamlega framferði
** kommúnistaríkjanna
fimm undir forustu Sovét-
ríkjanna gegn Tékkóslóvakíu
vekur enn upp umræður um
það, hvort,sósíalismi og frelsi
fari saman, hvort hægt er að
byggja upp þjóðfélag á sósíal
ískum grundvelli, sem veiti
þegnum sínum almenn og
sjálfsögð mannréttindi. Sovét
ríkin og leppstjórnir þeirra í
fjórum öðrum löndum hafa
lýst því skýrt og skorinort
yfir, að þau telji að almenn
mannréttindi samrýmist ekki
sósíalísku þjóðskipulagi.
Sú yfirlýsing, sem m.a. hef
ur verið staðfest með innrás-
inni í Tékkóslóvakíu til þess
að stöðva frelsisölduna þar,
hlýtur að verða nokkurt um-
hugsunarefni þeim, sem hing
að til hafa talið sósíalismann
svarið við spurningunni um
það, hvernig byggja eigi upp
réttlátt þjóðfélag. Hér á landi
er töluverður hópur fólks,
sem hefur fylgt kommúnist-
um að máli og þótt töluvert
hafi kvarnast úr fylgi þeirra
við hin svívirðilegri glæpa-
verk kommúnistaríkjanna er
þó enn verulegur hópur
manna, sem enn telur sósíal-
ískt þjóðfélag það sem koma
skal.
Hvaða ályktanir dregur
þetta fólk af atburðunum í
Tékkóslóvakíu? Því er skýrt
og skilmerkilega lýst yfir af
forusturíki kommúnismans í
heiminum, að þau mannrétt-
indi, sem við teljum sjálfsögð
hér á landi og í öðrum lýð-
ræðislöndum, svo sem skoð-
anafrelsi, prentfrelsi, ferða-
frelsi og önnur lýðréttindi,
samrýmist ekki sósíalísku
þjóðfélagi. Það er skýrt og
skorinort sagt, að ritskoðun
hljóti að fylgja sósíalísku þjóð
skipulagi, að höft á frjálsri
skoðanamyndun séu varan-
legur og fastur þáttur í þjóð-
félagi sósíalismans. Vilja hin
ir íslenzku sósíalistar byggja
upp slíkt þjóðfélag á íslandi.
Vilja þéir banna öll dagblöð
nema kommúnistablaðið.
Vilja þeir fulltrúa frá flokks
stjórn kommúnistaflokksins í
fréttastofu útvarps og sjón-
varps. Vilja þeir bann við
því að fslendingar ferðist til
útlanda. Allt eru þetta spurn
r
||1 II1 >81!/ 1 'AN UR HEIMI
Þeir óttast
Sovézkur rithöfundur og bókmennta-
gagnrýnandi skýrir flótta sinn
frá Sovétríkjunum
1 júnímánuði siðastliðnum
ákvað sovézkur rithöfundur
og bókmenntagfagnrýnandi,
Arkady V. Belikov, að nafni,
að yfirgefa land sitt fyrir
fullt og allt. Hann átti þess
kost að fara utan í ferðalag
og ákvað að snúa ekki heim
aftur. Þegar hann hafði tekið
þessa ákvörðun skrifaði hann
rithöfundasambandi Sovét-
ríkjanna langt bréf, þar sem
hann skýrði frá ákvörðun
sinni og þeim ástæðum, er að
baki henni lægju.
1 þessu bréfi kom meðal
annars fram, að Belinkov
hafði verið þrettán ár í fang-
elsi og nauðungarvinnubúð-
um, dæmdur til þeirrar refs-
ingar fyrir að skrifa andstalin
iska skáldsögu árið 1944, skáld
sögu, sem byggð var á sann-
sögulegum viðburðum. Þegar
fangelsisdvöl hans lauk, hélt
hann áfram að skrifa og fékk
árið 1960 gefna út bók sína
„Yuri Tynyanov", sem var
einskonar þjóðfélagsleg skil-
greining á ritverkum sovézkra
sagnarithöfunda. Bókin var
gefin út öðru sinni árið 1966.
Aðra bók skrifaði hann ,,Upp-
gjöf og éyðilegging sovézks
menntamanns, Yuri Olesha",
— en Olesha var vinsæll
skáldsagna- og smásagnahöf-
undur í Sovétríkjunum, sem
einnig var ofsóttur af ritskoð
urum Stalínsmans. Sú bók
var aldrei prentuð í heild, að
eins úrdrættir úr henni birtir
í bókmenntatímaritinu „Baik-
al“. Að öðru leyti starfaði
Belinkov sem bókmenntagagn
rýnandi og ritgerðasmiður.
Hann segir, að þegar Rit-
höfundasamband Sovétríkj-
anna var stofnað árið 1932
hafi það veri'ð hugsað sem
tæki í höndum Sovétstjórnar
innar til þess að hafa stjórn
á rithöfundum og skrifum
þeirra og þar með hafi verið
neytt upp á þjóðina einhverju
því versta kúgunartæki, sem
um geti, „valdi meðalmennsk
unnar“. Belinkov er ekki ýkja
bjartsýnn um framtíðarhorf-
ur heimalands síns og þjóðar.
,,Sovétvaldið“ segir hann „er
forhert og ólæknandi. Það get
ur ekki orðið annað en það
er, hefnigjarnt, sneytt um-
burðarlyndi, duttlungafullt,
hrokafullt og hávært . . . ég
hef aldrei gert mér neinar
gyllivonir um, að Sovétstjórn
in muni batna“, segir hann.
1 bréfi sínu segir Belinkov
ennfremur, áð sér hafi þó að
undanförnu orðið enn þyngra
um hjarta en áður, vegna
þess, að nú sé komið að end-
urreisn Stalíns í nokkrum
mæli, sem hafi raunar verið
óumflýjanleg. og nú hafi Stal
ínistamir, sem undanfarin ár
hefur verið hert að, tekið við
sér á ný, þeir hafi sett í
axlirnar, brett upp ermarnar
og núi saman höndunum af
ánægju . . . „nú er þeirra tími
kominn".
„Sovézku leiðtogarnir eru
hræddir,“ skrifar Belinkov,
„hræddir við hinn unga og
gáfaða mann Kliaustov (sem
nýlega var leiddur fyrir rétt
og dæmdur fyrir að skipu-
leggja mótmælaáðgerðir gegn
ofsóknum sovézkra rithöf-
unda), sem var svo djarfur
að lýsa því yfir við dreka og
broddgelti sovézks réttarfars,
að hann hefði afnaitað trúar-
kenningum Sovétríkjanna,
(kenningum Marx og Leníns).
Þeir eru hræddir við hinn
stórkostlega rússneska lista-
mann, Alexander Solzhenit-
zyn, þeir eru hræddir við
Bandaríkin, hræddir við Kína,
hræddir við pólska stúdenta
og hræddir við þrjózku Tékkó
slóvakíu, þeir eru hræddir við
júgóslavneska endurskoðunar
sinna, albanska kreddumenn,
rúmanska þjóðernissinna, kúb
anska öfgamenn, austur-þýzka
aula, þeir óttast bragðarefina
í Norður-Kóreu, verkamenn-
ina í Novocherkassls, sem
gerðu uppreisn og voru skotn
ir, fangana í Vorkuta, sem
ger’ðu uppreisn og voru skotn
ir, úr flugvélum, sem flugu
yfir þá; þeir óttast fangana í
Ekibastuz, sem voru brytjaðir
niður undir tönnum skrið-
dreka. Þeir óttast Tartarana
á Krim, sem voru hraktir frá
heimkynnum sínum, og þeir
óttast Gyðingana, eðlisfræð-
ingana, sem þeir ráku úr rann
sóknarstofum sínum. Þeir ótt-
ast hungraða bændur og skó-
lausa verkamenn. Þeir óttast
hver annan og sérhver þeirra
óttast sjálfan sig, þeir óttast
allir saman og hver fyrir sig“.
Belinkov ræðir um ofsókn
ir rithöfunda og annarra
menntamanna, sem hafa vog-
að að mótmæla fengelsunum,
réttarhöldum og dómum yfir
rithöfundum, er ekki hafa
látið kúgast af fyrirmælum
yfirvaldanna og hann segir
það skoðun sína, að stjórnin
vaði í stórkostlegri villu, ef
hún gerir ráð fyrir að hafa
unnið sigur á þeim vettvangi.
„Ég skrifa þetta bréf“, segir
hann að lokum, „ til þess að
sýna ykkur fram á, að rúas-
rteskir menntamenn eru enn
lifandi og að þeir berjast, þeir
svíkjast ekki undan merkj-
um, að þeir munu ekki gefast
upp og að þeir eiga ennþá
nokkurn styrk . . .“
,,Ég sendi ykkur til baka
félagsskírteini mitt að sam-
tökum sovézkra rithöfunda,
því að ég tel það ósamboðið
heiðarlegri manneskju að vera
áfram í samtökum, sem þjón-
ar af hollustu hundsins
grimmustu ómannúðlegustu
og miskunnarlausustu póli-
tísku stjórn, sem um getur í
mannkynssögunni.“
ingar, sem þeir er fylgt hafa
kommúnistaflokknum á Is-
landi að málum verða að
spyrja sjálfa sig og svara.
Og auðvitað er svarið eitt
og hið sama. Sá almenni kjós
andi, sem veitt hefur komm-
únistaflokknum á íslandi
stuðning sinn í kosningum
vill ekki þessa skerðingu á
almennum mannréttindum.
Og rökrétt svar hans við hin-
um ótvíræðu yfirlýsingum
forustumanna sósíalismans í
heiminum um það að sósíal-
isminn hljóti að takmarka al-
menn mannréttindi er aðeins
eitt, að yfirgefa kommúnista-
flokkinn, að snúa baki við út
sendurum alheimskommúnis
mans á íslandi, að sjá til þess
að kommúnistaflokksins á ís-
landi bíði algjört fylgishrun
í næstu kosningum. Þetta er
svarið við ofbeldisverkum
kommúnista í Tékkóslóvakíu
og þetta er svar sem nokkur
þúsund íslendinga geta gefið
í næstu kosningum.
HUMPHREY
TTubert Humphrey, varafor-
“ seti Bandaríkjanna, hef-
ur verið útnefndur forseta-
efni demókrataflokksins á
flokksþinginu, sem staðið hef
ur síðustu daga. Við þessari
útnefningu var búizt og hún
kemur því engum á óvart.
Þar með er lokið hinum ó-
venjulega ferli McCarthys,
öldungardeildarþingmanns,
sem valdið hefur verulegu um
róti í bandarískum stjórnmál
um á þessu ári.
Hubert Humphrey hlaut
ekki útnefningu demókrata-
flokksins vegna þess að hann
hafi notið svo mikils fylgis
meðal kjósenda í Bandaríkj-
unum á þessu ári. Hann forð
aðist forkosningar enda kom
það skýrt í Ijós að Robert
Kennedy og McCarthy áttu
mestu fylgi að fagna meðal
óbreyttra kjósenda. Hump-
hrey naut hins vegar stuðn-
ings flokkskerfisins og það
kaus hann á flokksþinginu í
Chicago.
Baráttan í nóvember mun
því standa milli Nixons og
Humphreys. Það er ekki í sam
ræmi við þann vilja banda-
rískra kjósenda, sem með ó-
tvíræðum hætti hefur komið
fram í forkosningum og skoð
anakönnunum á þessu ári.
Hvorugur þessara manna hef
ur gefið vísbendingu um að
þeir séu reiðubúnir að takast
alvarlega á við þau gífurlegu
vandamál sem við blasa í
bandarísku þjóðfélagi. Þess
Vegna vekur útnefning Hump
hreys ekkert fremur ánægju
en útnefning Nixons. Banda-
rísku forsetakosningarnar
verða heldur leiðinlegar fyrir
bragðið og það skiptir litlu
máli hvor verður fyrir valinu.