Morgunblaðið - 30.08.1968, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.08.1968, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1968 Hann var staðinn á fætur. Hann stóð þarna frammi fyrir Ruthers hár og beinvaxinn og kreppti hnieÆana. Bæði röddin og fram- kioma hans öll gaf til kynna, að hann væri reiður. En Ruthers hélt áfram í sama hæðnistónin- um: — Það er komin hér dama, sem þarf endilega að hitta yður. Hún segist þurfa að tala við yður, nú strax. — Dama? Jeff át orðið eftir, eins og hann tryði þessu ekki. Hinn kinkaði kolli. — Já, hún kom hingað og bað mig um að finna yður fyrir sig. — Hver er hún? spurði Jeff snöggt. Hal Ruthers tók vindling upp úr veski sínu og kveikti í hon- um. Hann fór sér hægt að öllu, áður en hann svaraði: — O, þér vitið það vel, Maitland. Phyllis er komin. Phyllis Bevan. Hún þarf að finna yður strax. Hún segir, að það sé afskaplega áríð andi. 15. kafli. — Er Phyllis hér? hrökk upp úr Jeff. Hér á dansleik í kvöld? Ruthers brosti ofurlítið. — Ég flkal játa, að það er ekki klók- lega gert af henni. Ég reyndi að telja hana af því, þegar hún hringdi og sagðist vera að koma Svo vildi til, að bíllinn hennar hafði bilað , svo að ég s endi minn bíl eftir henni. Fólk hlýt- ur að segja sitt af hverju, ef hún sézt á danisleik svo fljótt eftir þetta ótímabæra fráfall mannsins hennar. Ég taldi hana á að fara ekki inn í danssalinn. Hún bíður í skrifstofunni, eftir að tala við yður. Maitland. JeÆf virtist hifea eitthvað. En svo rétti hann úr sér. — Ég skal fara og tala við hana, sagði hann hálfstamandi. — Viltu hafa mig afisakaðan, Pam? Hún sagði lágt: — Vitanlega, Jeftf. En hjartað í henni ætlaði að stanza um leið og hún sagði það. Hversrvegna hafði Phyllis feomið sivona óvsent og hvað gat hún þurft að tala við Jeff, sem var svo áríðandi? Ruthers og Pam stóðu ein eftir á svölumtm. — Má, ég komaí staðinn hans Maitlands og setjast hjá þér í róluna? spurði hann. Hún kinkaði feol'li. Hún gat ekki sagt nei, hversu mikla ó- beit sem hún hafði á manninum. Hann tók upp vindlingavesk- ið sitt og bauð henni, og fékk sér svo vindling sjálfur. Hann sló endanum á honum við veskið, eins og hugsi. — Veslings Phyllis, sagði hann. — Það er leiðinlegt fyrir hana, hvernig hann Jeff hagar sér. Hún stirnaði upp og röddin var ísköld, er hún svaraði: — Nú Skil ég ekki. Mér skild- ist JeÆf hafa reynzt henni vel. Hann yppti öxluim. — Já, hann hefur sjál'fsagt verið fullgóður við hana, en það er ekki það, sem Phyllis sækjist eftir - að Nú, en ég varaði hana nú við minnsta kosti ekki af hanis hálfu. því, að einmitt svona mundi hann haga sér. Eitt er að láta vel að konu meðan maðurinn hennar er á lífi, en það gegnir öðru máli, þegar hún er orðin laus og liðug Níutíu og níu menn af hverj- um hundrað, mundu þá forða sér, eins og hann hefur gert. Pam varð ofsareið og það svo, að hún hafði tæpast vald yfir rödd sinni. Eldrauðir blettir komu í kinnar hennar, og augun flkutu íflkyggilegum leiftrum. — Þetta er ekki annað en vit- 41 ----------------- i leysa! æpti hún. — Jeff hefur aldrei sýnt henni ástaratlot. Þau hafa aldrei verið annað en kunn ingjar.. .Hversvegna ætti hún að þykjast eiga einhverjar kröfur á hann? Hann hló ofurlítið. — Nú ertu að leika einhvern sakleysingja, er það ekki? En það er sama, ég kann vel við saklausar konur. Vitanlega hefur það verið meira en kunningsskapurinn ein tómur hjá Jeff og Phyllis. Athug aðu bara bréfið, sem maðurinn hennar skildi eftir áður en hann fyrirfór sér. Hún sýndi mér það í kvöld. Og mér skilst, að hún ætli að sýna það, hverjum, sem hafa vill, nema því að eins, að Maitland reynist henni drengur. Og ég býð ekki í mannorðið hans, ef hann gerir það ekki. Það er þetta, sem er erindið hennar við hann í kvöld. — Bréf, sem maðurinn hennar skildi eftir? át Pam upp eftir húsgögn ’68 SPEGLAR Prýðið heimili yðar Fjölbreyft speglaúrval með og án umgerðar Allar stœrðir fáanlegar LUDVIG STORR Speglabúðin Laugavegi 15. Sími 19635. frá hinum heimsþekkta gólfteppa- framleiðanda cjCouLó Ube Poodere .OLUÓ í BELGÍU. Nýkomið glæsilegt úrval af Wilton- teppum í mörgum stærðum honum. Hún vissi alls ekki, hvað hann var að fara. — En hvað getur það komið Jeff við? Hann herpti varirnar í ógeðs- legu brosi. — Jú, honum kemur það held- ur betur við. Jeff virðist vera ástæðan til sjálfsmorðs manns- ins hennar. Að minnsta kosti framgengur það af bréfinu. Pam þagði. — Viltu halda því fram, að hann hafi raunverulega skrifað það? spurði hún loks og greip andann á lofti. Hann kinkaði koili og þeytti vindlingnum sínum frá sér, út í myrkrið. — Já, sannarlega gerði hann það. Og til hvers hefði hann átt að fara að skrifa þaðefekkert að fara að skrifa það ef ekkert hefði verið milli þeirra: Og auk alls annars, þá komu þau bæði heim með sama skipi, var ekki? — Já, en það var bara fyrir tilviljun, sagði hún. — A ð minnsta kosti hafði Jeff ekki neina hugmynd um, að Phyllis kæmi um borð í skipið, fyrr en í Lissabon, að hann sá hana koma upp landganginn. Hann skríkti. — Já, það hefur hann sjálfsagt sagt þér? — En það er bara satt! æpti hún í æsingi. Það þyrði ég að veðja sáluhjálp minni uppá. Hann kveikti sér í öðrum vind lingi og fór að engu óðslega. — Það er eins og þú takir þér þetta eitthvað nærri, sagði hann. þú værir eitthvað skotin í honum Maitland! Hann sagði þetta létt og hæðnislega, en þar lá samt ein- hver alvara að baki. Pam hataði hann á þessari stu du, svo að hún gat ekkert sagt í bili. En meðan þögnin stóð, tók hann aftur til máls og hló ofur- lítið við: — Svo virðist sem ég hafi hitt naglann á höfuðið. Maitland virðist vera talsvert kvennagull. 30. ÁGÚST. Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl. Hélgin ber merki einhverrar vitleysu, sem kann að verða vanda, mál. Gleymdu því og haltu áfram . Nautið, 20. apríl — 20. maí. Óskhyggja, og efasemdir eru á döfinni. Sínum augum lítur hver á silfrið. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júni. Þú ert í vafa. Bíddu átekta. Krabbinn, 21. júní — 22. júíl. Kauptu aðeins nauðþurftir, og láttu innistæðu þína í friði, (Eng- in fjárhættuspil). Ljónið, 23. júlí — 22 ágúst. Þá langar að vita, hvar þeir hafa þig, en þegðu þunnu hljóði og sittu á þér. Meyjan, 23. ágúst — 22. sept. Konum gengur betur í dag en karlmönnum. Tilfinningamálin eru dólítið teygjanleg, og tími fer til spillis. Vogin, 23. sept. — 22. okt. Láttu sem fæst upp um fjármálin. Reyndu að halda einkamál- um fyrir þig. Sporðdrekinn, 23. okt. — 31. nóv. Eitthvað keamur þér á óvart, og það tekur sinn tíma, að skiljast. Taktu því með fyrirvara. Bogmaðurinn, 22. nóv. — 21. des. Láttu ekki ýkjur hafa áhrif á þig. Steingeitin, 22. des. — 19. jan. Hitt kynið virðist óánægt með áliit þitt. Þetta eru timar sögu- sagna. Láttu þér þetta í léttu rúmi liggja. Vansberinn, 20. jan. — 18. febr. Þú kemst e t.v. ekki hjá smá erjum, en taktu öllu mátuleða góð- látlega Fiskarnir, 22. febr — 20. maiz. Alvara tilfinningalífsins er engin undirstaða. Morgundagurinn verður betri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.