Morgunblaðið - 30.08.1968, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.08.1968, Blaðsíða 1
24 SIÐUR 187. tbl. 55. árg. FÖSTUDAGUR 30. ÁGtJST 1968 Prentsmiðja Morgunblaðsins Smrkovsky í útvarpsrœðu: Tékkósldvakar hafa enga tryggingu fyrir því, að herliðið hverfi á brott — Dubcek reynir að skipa flokksstjórn, sem báðir fái sætt sig við — Vestur-þýzka fréttastofan DPA segir, að baksamningar hafi verið gerðir í lUoskvu — Jiri Hajek er á leið heim til Prag Prag, Moskva, New York, Róm, Belgrad, Búkarest, 29. ágúst — NTB-AP ÝMMSAR ráðstafanir hafa verið gerðar í Tékkóslóvakíu í dag til að framfylgja sam- komulaginu, sem gert var milli Tékkóslóvaka og Sovét- manna á Moskvufundunum. Ritskoðun verður komið á mjög bráðlega, að minnsta kosti í einhverri mynd. 0 Dubcek sat á stöðugum fundum í dag í Prag og er hald manna, að hann reyni að skipuleggja flokksforystu, sem báðir aðilar telji sig geta unað við. (P NTB-fréttastofan hefur það eftir v-þýzku fréttastof- unni DPA að ýinsir baksamn ingar hafi verið gerðir á Moskvufundunum, sem ekki hafa verið birtir opinberlega. Séu það með eindæmum harðir skilmálar, sem Tékkó- slóvökum hafi þar verið settir. ^ Josef Smrkovsky, for- seti þjóðþingsins, sagði í út- varpsræðu í dag, að Tékkó- slóvakar hefðu í rauninni enga tryggingu fyrir því, að sovézka herliðið hyrfi nokkru sinni á brott úr landinu. Smrkovsky sagði, að Tékkósló vakía hefði greitt hugsjónir sínar dýru verði, og því væri ekki að leyna, að Tékkóslóvak- ar hefðu neyðzt til að draga verulega úr kröfum sínum á fundunum í Moskvu. Œ>eir hefðu valið samkomuiags- og mála- miðlunarleiðiua. f>eir hefðu get- að valið á milli langvarandi er- lendrar hersetu eða samkomu- lags sem gæfi vonir ,um óháða þróun. Samningaviðræðurnar í Moskvu voru erfiðar, sagði Smr- kovsky, en lítil þjóð sem býr á hættulegu svæði og elur með sér háleitar hugsjónir verður að vera við því búin að færa fórn- ir. Smrko*vsky hélt áfram og sagði: „Við höldum áfram á þeirri braut, sem mörkuð var í janúar o.g lögleg stjórn okkar mun sitja áfram. Utanríkisstefna Tékkóslóvakíu verður óbreytt og hinar erlendu hersveitir verða fluttar burt úr landinu. En 'hvaða tryggingu höfum við raunar fyrir því að þær fari? Sprengja grand aði vélinni London, 29. ágúst (AP) EFTIR langvarandi rannsókn befur komið í ljós að það var sprengja, sem grandaði brezku Comet-þotunni, sem fórst 12. október í fyrra fyr- ir suðaustan grísku eyjuna Kastellorizon. Með þotunni fórust 59 farþegar og sjö manna áhöfn. Verið er að rannsaka hvort sprengjunni hafi verið komið fyrir í þot- unni í þeim tilgangi að ráða af dögum George Grivas hers höfðingja, sem áður var yfir- hershöfðingi grískra Kýpur- búa. Með þotunni fórst einn af aðstoðarmönnum hershöfð- ingjans, en Grivas fór sjálfur samdægurs með annari flug- vél frá Aþenu. Comet-þotan var frá brezka flugfélaginu B.E.A. og var á leið frá Aþenu til Nicosíu á Kýpur. Var vélin í um fimm þúsund metra hæð þegar sprenging varð í henni, að því er rannsóknin bendir til, og steyptist þá í sjóinn. — Sprengjan virðist hafa verið geymd i farþegarými, og þeg ar hún sprakk kom um tveggja metra langt gat á skrokk vélarinnar. Hafa flugstjóramir misst alla stjórn á vélinni, og hún steypzt fyrirvaralaust í sjó- inn. Alls fundust 51 lík á sjón- um, og var ekkert þeirra bú- i’ð björgunarbelti. Bendir þetta til þess að sprengingin hflfi 'komið öllum að óvörum, og skýrir þá staðreynd að flugstjóramir sendu enga hjálparbeiðni. Sérfræðingar segja að orka sprengjunnar hafi verið á við um 450 kg. af svipuðu sprengiefni og notað er við bygginigaframkvæmdir og vegagerð. Við höfum enga tryggingu fyrir því, við höfum bara heilbrigða skynsemi okkar, samhug okkar“. Smrkovsky nefndi ekki rit- skoðunina beinum orðum, en sagði, að ráðstafanir yrðu gerð- ar hvað snerti blöð, útvarp og sjónvarp. Þá sagði hann að bann yrði sett við myndun nýrra stjórnmálaflokka. Baksamningar gerðir í Moskvu NTB-fréttastofan hefur það eftir DPA, að Tékkóslóvakar hafi verið þvingaðir til að fall- ast á ýmsa aðra ski'lmála en birtir hafi verið opinberlega. Segist fréttastofan hafa þessa vitneskju eftir áreiðanlegum heimildum og séu þessi atriði hin helztu: 1. Tékkneski kommúnistaflokk urinn skuli gegna forystu- hlutverki í stjórn landsins, en ekki þjóðþing eða ríkis- stjórn. 2. Nokkrir ráðherrar verði látnir víkja úr stjórninni, þ.á.m. Jiri Hajek, utanrík- isráð'herra, og Ota Sik, að- stoðarforsætisráðherra 3. Aði'lar, sem hafi tjáð sig fúsa til samstarfs við her- námslöndin, hljóti ekki refs- ingu. 4. Tékkóslóvakía hafni lánum frá kapítalistaríkjum og Alþjóðabankanum. 5. Tékkneskum blaðamönnum, sem hafa gagnrýnt Sovét- stjórnina að undanförnu skuli vísað úr starfi. Erlend- um blaðamönnum, sem þannig hafa farið að ráði sínu verði vísað úr landi. Aðrir blaðamenn sem séu Framhald á hls. 15 Humprey og Muskie gegn Nixon og Agnew Miklar óeirðir í Chicago í sam- bandi við flokksþing demókrata Chicago, 29. ágúst. AP-NTB 0 Á FUNDI flokksþings demókrata í Chicago í nótt var Hubert H. Humphrey varaforseti kjörinn forseta- efni flokksins við kosning- arnar í nóvember með yfir- gnæfandi meirihluta at- kvæða. 0 Skömmu áður en fund- ur átti að hefjast á flokks- þinginu í kvöld tilkynnti Humphrey að hann óskaði eftir því að Edmund S. Muskie öldungadeildarþing- maður frá Maine yrði vara- forsetaefni flokksins. Muskie er 54 ára, og hefur átt sæti í öldungadeildinni frá árinu 1959. 0 Miklar óeirðir hafa ver- ið í Chicago meðan flokks- þing demókrata hefur staðið þar yfir, og náðu óeirðirnar hámarki í nótt þegar verið var að kjósa forsetaefni. Beitti lögreglan kylfum og táragasi á mannfjölda, sem fór hópgöngu að fundar- staðnum til að mótmæla styrjöldinni í Víetnam, og særðust að minnsta kosti 300 manns í átökunum, og 267 unglingar voru handteknir. 0 Lögreglan í Chicago, Richard Daley borgarstjóri, og stjórnendur herdeilda, sem sendar voru á vettvahg til að aðstoða við að halda uppi lögum og reglum, hafa sætt harðri gagnrýni frétta- manna fyrir hörku. Það kcxm fá'um á óvart er flok'ksþingið tilnefndi Huanp- hrey forsetaefini flokksins, en beðið var með eftirvænitinu eftiir því hvern hann kysi sem vara- forsetaefni. Voru aðallega nefnd tvö nöfn í því sambandi, Muskie og Sargent Shriver, sendiherra í Framhald á bls. 15 Hubert H. Humphrey. Nígería mótmælir — flugi véla frá Norðurlöndum til Biafra Lagos, Nígeríu, 29. ágúst (AP-NTB) RÍKISSTJÓRN Nígeríu lýsti því yfir í dag, að tilboð Norður- landanna fjögurra, Noregs, Dan- nierkur, Svíþjóðar og Finnlands, um að leggja til fjórar flugvél- ar til matvælaflutninga til bág- staddra í Biafra væri „fjand- samleg aðgerð“. Bauð ríkisstjórnin jafnframt Svíum að senda fulltrúa í eftir- litsnefnd ,sem auk þess yrði skipuð fulltrúum frá Samein- uðu þjóðunum, Einingarbanda- lagi Afríkulanda, Bretlandi, Pól- landi og Kanada. Hlutverk nefndar þessarar yrði að fylgj- ast með aðgerðum Nígeríuhers, og sannfæra sjálfa sig og um- heiminn um, að ekki væri verið að fremja þjóðarmorð í Biafra, eins og haldiið hefur verið fraim, segir talsmaður stjómarinnar í Nígeriu. Jafnframt þessu tilboði segir stjórnin í Lagos, að hún lýsi af sér allri ábyrgð á hverju því, sem fyrir flugvélar Norðurland- anna fjögurra kann að koma í flutningum til Biafra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.