Morgunblaðið - 30.08.1968, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.08.1968, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1063 13 -i ! SKÁK: Heimsmeistaramðt stúdenta Sveinn Kristinsson skrifor SEM KUNNUGT er var hið ár- lega HeimsmeiStarainól; stúdenta hialdið í bænum Ybbs í austur- ríki dagana 13.—29. júlí s.l. Með því að íslendingar niáðu þar frá- bærum árangri að þessu sinni, þá þykir mér hlýða að gera móti þessu nokkru fyllri iskil len gert hefur verið í biöðum hér fram til þessa og ég hefi komið auga á. Mun ég fyrst víkja örlítið að fyrri Heimsmeistaramótum stúd- enta, sem við höfum tekið þátt í, lenda höfum við stundum áður náð verulega góðum árangri á slíkuim mótum, þótt ékki hafi hann kannski jafnazt á við frammistöðu sveitar oikkar nú. Síðar mun ég víkja að mótinu í Ybbs, en tek það fram, að ég verð þar að Styðjast við annarra upplýsingar með því að ég var ekki viðstaddur mót þetta (frem- ur en hin fyrri, að tveimur und- anskildum). Einkum hefur Bragi Kristjánisson, Skákm. Reykjavík ur, og fyrirliði íslenzbu sveitar- innar, verið mér hjálplegur með upplýsingar og fréttir frá móti þessu, og kann ég honum þakk ir fyrir. Fyrstu mótin Fyrsta Heimsmeistaramót stúd enta, sem alþjóðlega viðurkenn- inigu hefur hlotið, var haldið í Osló 1954. Áður höfðu þó verið haldin tvö alþjóðleg skákmót, þar sem þátttaka var bundin því skilyrði, að um stúidenta væri að ræða. Hið fyrra var „einstaklings mót“, haldið í Líverpool í Eng- landi 1952. Fóru Rússarnir Bron stein og Taimanoff þar með sig- ur af hólmi. Hið síðara var hins vegar flokkakeppni, þar sem hver þjóð sendi fjögurra manna flokk til keppni (auk varamanna), og var hún haldin í Briissel, hötfuð- borg Belgíu, árið 1953. ísiending ar voru meðal þeirra átta þjóða sem sendu lið til þeirrar keppni. Fulltrúar okkar þar voru þeir Guðmundur Pálmason, Þórir Ól- afsson, Jón Einarsson og Guðjón Sigurkarlsson. Hrepptu okkar menn þarna fjórða sætið, en Norðmenn náðu efsta sætinu. Það mun hafa átt drýgstan þátt í, að mót þetta hlauit ekki alþjóðiega viðurkenningu sem hieimsmeistaramót, að fremsta Skákþjóð heims Rússar, voru úti lokaðir frá keppni, fengu ekki að ferðast um Berlín til móts- Staðarins. Kalda Stríðið var þá í algleymingi og haldið fast við principatriði í þeirri pólitízku Stöðubaráttu. Af þessum sökum varð mótið í Osló, árið eftir, fyrsta. Heimsmieistaramót stú- denta avo sem áður greinir. fslendingar sendu sveitir á fyrstu fimm Heimismeistaramót stúdenta í Osló 1954, í Lyon 1955, í Uppsölum 1956, í Rieykjiavík 1957 og í Varna í Búlgariu 1958. Má segja, þegar á heildina er litið að frammistaða þeirna á þessuim mótum væri yfirleitt góð. Ég átti þess kost að taka þátt í einu þessara móta, þ.e. í Lyon 1955. Þátttökuþjóðir voru þá þrettán, þeirra á meðal Rússar, sem fóru með sigur af hólmi, eins og þeir hafa oftast gert á þessum mótum. — Fjórum sinn- uim hefur þeim þó misheppnazt að ná efsta saeti: Tékkar urðu hlutskarpastir árin 1954 og 1963, Búlgarar 1959 og Bandaríkjamenn árið 1960. Það voru sannarlega engir auk visar, sem Rússar sendu til keppn innar í Lyon. Til dæmis tefldu þeir Taimanoff og Spassky þar á tveimur efstu borðunum. Spassky var þá ekki nema 18 ára að aldri en hlaut eigi að síður flesta vinn inga allra keppenda á öðru borði. Man ég hvílíka athygli þessi ein beitnislegi og stillilegi ungi maður vákti meðal annarra kepp enda. Þegar hann sat við skák- borðið, virtist hann beina huga sínum svo eindregið að tafliniu, að maður fékk það ósjálfrátt á tilfinninguna að utan þessa litla fernings ætti hann sér ekki ýkja mörg áhugamál. Það þurfti engum að koma á óvart, að þessi ungi meistari varð innan tíðar skæður keppinautur um heimsmeistaratitilinn. Á þessu móti fékk ég persónu- lega reynzlu af því, hversu erf- iðar Slíkar al|þjóðlegar keppnir geta verið, bæði andlega og lík- amlega, fyrir einstaka keppend- ur. Stundum þurfa menn að tefla tvær skákir sama daginn og máski biðskák eða biðskákir að auki. Þeir, sem álíta, að skák- menn leggi fyrst og fremst í slík mót, til að leika sér og lyfta sér upp, hafa því í öllu falli ekki uppgötvað meira en hálf- an sannleikann. Að vísu er á- vallt viss skemmtun að því að ferðast til fjarlægra landa og kynnast þar drengilegum and- stæðingum og keppa við þá. Og yfirleitt ætti Skákmaður sem leið ist að tefla, alls ekki að leggja slíkt fyrir sig. Vissa keppnisgleði veitir skákin oftast. Að öðru leyti gera mót, þar sem teflt er jafnört og ég nefndi áðan, slík- ar feiknakröfur til keppenda, bæði um úthald og taugastyrk- leika, að fáir munu geta gert sér slíkt í hugarlund, sem ekki hafa reynt það. Á mótinu í Lyon tefiLdium við Guðmundur Pálmason, Þórir Ól- aifsson og Ingvar Ásmundason, en Guðjón Sigurkarlsson var vara- maður. Hrepptum við þar sjötta sætið, og mun það vera einhver bezta frammistaða fslendinga á stúdentamóti fram til þessa. Eftir stúdentamótið í Búlga- ríu 1958 varð nokkurt hlé á þvi, að íslendingar tækju þátt í Heims meistaramótum stúdenta. Það var ekki fyrr en 1964, að við hófum aftur þátttöku í þeim. Þetta hlé var mjög óæskilegt, ekki sízt með hliðsjón af því, að á þessu árabili, nánar tiltekið 1962, fór Friðrik Ólafsson yfir þau aldurs takmörk, sem þátttökuréttur í mótum þesaum er bundin við, þ. e. 27 ára aldur. Með Friðrik á éfeta borði höfðuim við ávaillt von um bæriLegan árangur, eins og fram kom í mótinu í Uppsöluim 1956 og í Reýkj avík 1957, en á þessi tvö mót munum við hafa semt stehkustu atúdentasveit, sem fram til þessa hefiur teflt fyrir okkar hönd. Friðrik, Guðmundur, Þórir og Ingvar tefldu þar sem að almenn. Á mótinu í Reykjavík hrepptu þeir áttunda sætið í hópi fjórtán þjóða, en níunda sætið árið áður í Uppsölum. Ár- angur okkar í Búlgaríu 1958 varð hins vegar lakari. Eins og getið var, hófu fs- lendingar aftur þátttöku í Heims meistaramótum stúdenta árið ‘64. Höfum við síðan verið árlegir iþátttakendur í slíkum mótum, ef frá er talið árið 1965. — Hins vegar hefur árangur okkar ver- ið heldur slakur á síðustu stú- dentamótum, þar til núna. Lak- astur mun árangur okkar hafa orðið í Kraká í Póllandi 1964, þar sem við höfnuðum í nítj- anda sæti, en þátttökuþjóðirnar voru alls tuttugu og ein. Keppnin í Ybbs. Sveit okkar í nýafstöðnu stúd- entamóti var eins og kunnugt er þannig skipuð, að á fyrsta borði telfdi Guðmundur Sigur- jónsson Skákmeistari íslands, á öðru borði Bragi Kristjánsson Skákmeistari Reykjavíkur á þriðja Haukur Angantýsson, sem varð annar og taplaus á síðasta Skákþingi íslands. Á fjórða borði telfdi Jón Hálfdánarson, einn af fremstu yngri skákmönnum okk- ar síðasta áratuginn. Sem vara- menn telfdu þeir Björgvin Víg- lundsson og Björn Theódórsson, en þeir eru báðir mjög vel þekkt ir af innlendum skákvettvangi, einkum Björgvin. Tuttugu og fimm lönd sendu sveitir til keppni að þessu sinni. Því keppnisfyrirkomulagi var beitt, að fyrait var þjóðunum skipt niður í fimm fimm þjóða riðla. f riðlum (þessum var síðan teflt um það í hvaða úrslitaflokki hver þjóð lenti, þannig að tvær efstu þjóðir hvers riðils skyldu tefla í aðalúrslitaflokknum, eða úrslitaflokki A, tvær þær næstu í B flokki, en neðsta sveit hvers riðils í C flokki. Þannig tefldu 10 þjóðir í úrslitaflakkum A og B, hvorum fyrir sig, en 5 í C flokki. Að sjálfsögðu var það íslenzku keppendunum mikið kappsmál að ná því að tefla í A flokki úr- slitanna, þar sem sterkustu þjóð- irnar yrðu saman komnar. Að öllu óbreyttu virtust við í byrj- un hafa allsterkar líkur til að komast í þann flokk. En það dró þegar nokkuð úr líkunum, að við lentum í riðli með tveim- ur mjög sterkum sveitum, þeirri ensku og dönsku. Að sjálfsögðu var tilviljun ekki látin náða riðlaskiptingunni Fyrirliðar sveitanna gáfu öllum sveitunum stig, eftir mati á styrk leika þeirra. Samkvæmt þeirri stigagjöf voru fslendingar taldir sautjándu í röðinni af hinum tutt ugu og fimm þjóðum og sveitin þannig greinilega vanmetin mjög. Þetta vanmat gerði róðurinn þyngri fyrir okkur að komast í A flokk. Ef menn okkar hefðu verið réttilegar metnir, þá hefðu þeir ekki átt að fá nema eina verulega sterka sveit í riðil með sér, þar sem að því var stefnt að hafa tvær sterkar sveitir í hverjum riðli undanrásanna. — Hitt er svo jafnljóst, að þetta vanmat þyngdi auðvitað einnig róðurinn fyrir Englendinga og Dani, eins og bráðlega kom á daginn. Við lentum sem sagt í undan- rásarriðli mteð Englendingum, Dönum, Svíum og Irum. Svíar eru öflug skákþjóð, en voru að þessu sinni ekki með sterka sveit. frar hafa hins vegar aldrei átfi sérlega harðskeytta skákmenn og oftast verið neðarlega á al- þjóðlegum skákmótum. í fyrstu umferð töpuðu okkar menn fyrir Englendingum, hlutu einn og hálfan vinning gegn tveimur og hálfum. í annari um- ferð unnu þeir íra með þremur vinningum gegn einium, og í þriðju umferð unnu þeir Dani, einnig með þremur vinningum gegn einum. Var það mjög kær- kominn sigur og mikilvægur, þar sem Danir voru, eins og áður greinir önnur þeirra þjóða, sem kepptu við okkur um úrslitasæt in. Að þremur umferðum telfd- um í undanrásunum höfðum við iþannig hlotið sjö og hálfan vinn- ing af ellefu mögulegum, Eng- lendingar höfðu hlotið sex af átta og Danir fjóra og hálfan af átta. Fjórða umferð var síðasta keppnisumferð fslendinga í riðl- inum, þar eð þeir áttu frí í (fiimmtu o@ síðustu umiferð. f fjórðu urnferð áttu íslendingar að telfa við Svía og dngði ekki minna en vinna á öllum borðum, tiil að vera öruggir mieð að kom- ast í úrslit. f þessari umferð gerðust hins vegar þau hagstæðu tíðindi fyrir íslendinga, að Danir unnu Eng- lendinga með þremur og hálfum Guðm. Sigurjonsson. Bragi Kristjánsson. Björgvin Víglundsson. vinnig gegn hálfum. Okkar menn unnu hins vegar Svía með sama mun, og nægði það okkur til að vera öruggir með að kömast í A riðil vegna ofangreindra hrak fara Englendinga. Hafði þannig draumur þeirra bjartsýnustu um úrslitin í undankeppninni rætzt. ffafnframt hafði sveit okkar hrun<j ið rækilega því mati sveitarfyrir liðanna að raða bæri okkur í sautjánda sæti. Úr því sem kom ið var gátum við ekki lent neð- ar en í tíunda sæti af hinum tuttugu og fimm þjóðum, sem sendu lið til mótsins. Lokaúrslit í 4. undanrásariðli, þ.e. riðli þeim, sem við kepptum í, urðu þessi: 1. ísland 11 vinninga 2. Danmörk 10,5 vinning 3. England 10,5 vinning 4. frland 5 vinninga 5. Svíþjóð 3 vinninga Danir höfðu hagstæðari stiga- tölu en Englendingar og flutt- ust því upp í A flokk með okk- ur. Auk íslendinga og Dana tefldu eftirfarandi átta þjóðir í aðalúrslitaf lokknum: Austur-Þýzkaland, Bandarík- in, Búlgaría, Júgóslavía, Rúmen ia, Rússland, Tékkóslóvakía og Vestur-ýzkaland. Allt eru þetta mjög sterkar skákþjóðir, sem höfðu öflugum skáksveitum á að skipa, og veit ég ekki, hversu háar vonir okk- ar menn kunna í byrjun að hafa gert sér um úrslitin. Mér fannst fyrir mitt leyti, að við gætum sætt okkur sæmilega við allt nema neðsta sætið í úrslit- unum, ekki endilega fyrir þá sök, að ég teldi okíkur verð- skulda öðrum þjóðum lakar það sæti, heldur vegna hins, fyrst og fremst, að neðsta sæti í á- kveðnum keppnisflokki er á- vallt heldur óskemmtilegt. Og þarna var þó að minnsta kosti ein þjóð, sem við höfðum stund- um skotið aftur fyrir okkur á al þjóðlegum mótum, þ.e. Danir. Hefur sú líka oft orðið raiunin, að við höfum oft sætt okkur dtável við skarðan hluit á al- þjóðamótum, ef við bara höfum haft Dani fyrir neðan okkur. Úrslitakeppnin. f fyrstu umferð úrslitanna tefldu íslendingar við Júgóslava og unnu þá með tveimur og hálfum vinningi gegn einum og hálfum. Mun okkar mönnum að vonum hafa þótt það allmikill sigur. En reyndin var sú, að þeir munu hafa ofmetið þann sigur. Júgóslavar voru ekki með eins öfluga sveit þarna og mátt hefði vænta um svo öfluga skák þjóð. — í annarri umferð gerð- um við jafntefli við Austur-Þjóð verja, en töpuðum síðan í þriðju umferð fyrir Rússum, hlutum einn vinning gegn þremur. Út af fyrir sig var það ekki slæm frammistaða gegn svo sterkri þjóð, og þó munu okkar menn hafa talið sér stríðsgæfuna mið- ur hliðholla í þeirri viðureign. En með tilliti til þess, hve hér var við sterkar skákþjóðir að eiga, þá var ekki ástæða til að æðrast, með fimm og hálfan vinn ing að tólf skákum tefldum. En í fjórðu umferð biðu ís- lendingar mesta ósigur sinn í mót inu, er þeir töpuðu á öllum borð um fyrir Tékkum. Lentu þeir við það í neðsta sæti í bili. Er trú- legt, að ósigurinn fyrir Rússum í næstu umferð á undan hafi haft nokkur áhrif og miður heppi leg á taflmennsku íslenzku sveit arinnar gegn Tékkum. En þess ber einnig að gæta, að Tékkar senda allajafnan mjög sterkar sveitir á stúdentamótin, enda hafa þeir tvisvar hreppt efsta sæt ið í slíkum mótum, eins og getið var áður. — Að þessu sinni vor>u þeir með mjög öfluga sveit, enda hrepptu þeir þriðja sætið. í fimmtu umferð töpuðum við fyrir Rúmenum, hlutum einn og hálfan vinning. Var það eina þjóðin er við töpuðum fyrir, sem hafnaði fyrir neðan okkur í riðl inum. f sjöttu umferð kom enn tap, að þessu sinni fyrir Vestur- "Þjóðverjum. Hlutum við einn og hálfan vinning gegn þeim, en þegar þess er gætt, að Vestur- Þjóðverjar lentu í öðru sæti £ úrslitakeppninni, og urðu raun- ar jafnir Rússum að vinningum þá má segja að naumast væri hægt að gera sér skynsamlegar vonir um betri útkomu gegn þeim. f næstu tveimur umferðum vinna íslendingar svo tvo ágæta sigra, gegn Búlgörum og Banda ríkjamönnum, hlutu tvo og hálf- an vinning gegn hvorri þjóð um sig. Það skyggði að vísu allmik- ið á sigurinn yfir Bandaríkja- mönnum, að um hríð voru horf- ur á því, að við ynnum þá með enn meiri yfirburðum. En allt um það höfðum við með þessum tveimur sigrum bætt stöðu okk- ar verulega og forðað okkur frá neðsta sæti, nema því aðeins, að við hlytum því lakari útreið gegn Dönum í síðustu umferð. Svo fór þó ekki. Við gerðum jafntefli við Dani í síðustu um- ferð. Urðum við endanlega jafn- ir Dönum og Júgóslövum að vinningum í sjötta, sjöunda og áttunda sæti. En samkvæmt stiga útreikningi hrepptu Danir sjötta sætið, íslendingar það sjöunda og Júgóslavar áttunda. Hér fara á eftir lokaúrslit í efsta flokki: 1. Rússland 24 % vinning 2. Vestur-Þýzkaland 24% vinninga 3. Tékkóslóvakía 20% vinninig 4. Búlgaría 18 vinninga ; Framhald & bls. 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.