Morgunblaðið - 12.09.1968, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.09.1968, Blaðsíða 12
 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. SEPT. 19GS Hvað vakir fyrir Rdssum? Eftir Walter Laquer Greinarhöfundirr, sagnfræð- ingurinn Walter Laquer, hef- ur samið fræga bók um sam- skipti Rússa og Þjóðverja. JFRANSKUR talsmaður hefur *líkt harmleik Tékkóslóvakíu við umferðarslys. Enginn heilvita maðux, sagði hann, mundi loka götunni fyrir allri umferð að- eins vegna þess að slys hefði átt sér stað. Samlíkingin er ó- heppi'leg, því að innrásin í Tékkóslóvakíu var ekki slys. Þeir sem ráða stefnu Sovétríkj- anna ástunda nú mikla herferð til þess að sarunfæra almennings- álitið í heiminum um að engin hindrun sé lengur í veginum. Til boð hafa verið gerð um aukin verzlunarviðskipti, og ítrekað hefur verið að Sovétríkin vilji friðsamlega sambúð. Maruni er næst að halda, að lagður verði fram sáttmáli um varðveizlu frið ar í heiminum næstu 50 til 100 -«rin. Því miður er engin ástæða til að ætla, að Sovétríkin muni taka sér fyrir hendur víðtæka vega- viðgerð — það eina sem gæti end urvakið gagnkvæmt traust. Það er sama og að telja sér trú um að engar jarðhræringar hafi átt sér stað og eingöngu hafi verið um að ræða missýningu eða sjón skekkju heimsvaldasinna. Slík rök hafa viss áhrif á þá sem halda að atferli Rússa hafi alla tíð verið smám saman að batna, að innrásin í Tékkóslóvakíu hafi verið hörmulegt óhapp á vegin- um til minnkandi spennu. Að sögn þeirra sem þessu halda fram hafa Sovétríkin lært af mis tökum sinum og munu ekki end- urtaka þau. Ég vildi, að ég gæti tekið und ir álíka bjartsýni. Því miður er það engan veginn víst að her -nám Tékkóslóvakíu hafi verið mistök frá sjónarmiði stjórnar- stefnu Rússa. Mestöllum mark- miðum hennar hefur verið náð. Sovézku hersveitirnar eru í Tékkóslóvakíu og verða þar lík lega um kyrrt. Nýja ríkisstjórn- in gerir það sem henni er sagt. Rúmenía og Júgóslavía eru miklu varkárari en fyrir nokkr- um vikum. Siðferðileg reiði er ekki allt- af góður leiðarvísir í stjórnmál- um. f þessum vonda heimi get- ur kerfi beðið hugmyndafræði- legt skipbrot og samt haldið á- fram að blómgast um langan ald- ur. Það stoðar líka lítið að líkja sovézka hernáminu við Súez-mál ið 1956. Leiðtogar Sovétríkjanna eru allt annað en móðursjúkir eins og ýmsir hafa haldið fram, og þá greinir heldur ekki veru- lega á um um meginatriði. Þeir hafa umfram allt ekki glatað sjálfstrausti sínu. Að vísu hefur verið haldið klaufalega á spilun- um í nokkrum þáttum deilunnar, og vera má að nokkur höfuð eigi eftir að fjúka á komandi vik- um í Moskvu. Örlagaríkt ástand eins og inn rásin í Tékkóslóvakíu er grimm prófraun. Það sópar burtu heil- mörgum blekkingum og tilbún- um vandamálum, og falskenning ar um Sovétríkin hverfa eins og dögg fyrir sólu. Það eina sem er eftir eru staðreyndir valdsins: sovézku hersveitirnar eru í Prag. Hitt er orðagjálfur. Mesta hættan virðist vera lið- in hjá, og engin hætta er á því að hin hernaðarlega hætta haldi áfram að magnast stig af stigi. Það sem sovézkir leiðtogar vilja sízt af öllu eru árekstrar við Bandaríkin. Þess vegna er úti- lokað að Rússar haldi áfram að færa sig upp á skaftið í Evrópu utan landamæra Varsjárbanda- lagsríkjanna. Evrópa ekki hættusvæðið Hert verður á herferðinni gegn Þjóðverjum, og af því mun hljót ast mikill hávaði og gnýr, en al- varlegra verður það sennilega ekki. Sovézku leiðtogarnir vita, að með orðaskaki við Þjóðverja geta þeir gert ráð fyrir nokkr- um velvilja í Vestur-Evrópu. Þjóðverjar réðust inn í Rússland, og valdhafarnir í Moskvu verða að gæta lögmætra öryggishags- muna. Grýla þýzkra hernaðar- ógnunar verður enn sem fyrr all handhægt pólitískt vopn bæði í vestri og austri: í Póllandi er Þjóðverjahatur (ásamt Gyðinga- hatri) orðið að nýrri opinberri hugmyndafræði og hefur að miklu leyti leyst kommúnismann af hólmi. En sovézku ' leiðtogarnir vita einnig, að markalína liggur þvert yfir Evrópu, og yfir hana þora þeir ekki' að fara. Þeir vildu gjarnan reisa enn einn varnarmúr handan við þann sem þeir hafa þegar komið sér upp, en þeir vi’ta að engar horfur eru á slítou eins og nú er ástatt í heimsmálunum. Aðalhættan á næstu árum er ekki í Mið-Evrópu heldur í Austurlöndum nær. Ekki vegna þess að Austurlönd nær skipti svo mjög miklu máli heldur vegna þess að þau standa svo höllum fæti. Mikilvægi þeirra í heimsmál- unum er engan veginn hægt að bera saman við mikilvægi Ev- rópu. Þau standa ekki lengur á krossgötum, herstöðva þeirra er ekki lengur þörf, og geysimikla olíu er að finna annars staðar í heiminum. En langtum áhættu- minna er fyrir Rússa að reyna að auka ítök sín í Austurlönd- um nær en í Evrópu, því að staða þeirra í sambú® austurs og vesturs hefur aldrei verið ná- kvæmlega skilgreind. Landfræðilega sér eru þau bakgarður Sovétríkjanna. Hern- aðarleg geta Sovétríkjanna til í- hlutunar er takmörkuð enn sem komið er, en vex hröðum skref- um. í Moskvu eru menn almennt sammála tim, að fylgja eigi stefnu er feli í sér meiri áhættu samtímis því sem Sovétríkin nálg ast það að verða jafnoki Banda- ríkjanna á sviði hernaðar. Viss ar leikreglur hafa verið í gildi, en valdhafarnir í Kreml hafa aldrei talið þær óumbreytanleg- ar. Um leið og hernaðarmáttur Sovétríkjanna eykst munu Rúss ar reyna að breyta þessum regl- Meðfædd útþensluhvöt Þeirri skoðun hefur vaxið fýlgi í Moskvu, að fyrir hendi sé nægilegt svigrúm tii þess að beita takmörkuðu hervaldi í ýms um heimshlutum og að það þurfi ekki endilega að leiða til á- rekstra við Bandaríkin. Egypta land og Sýrland vilja „útrýma af leiðingum árásar“ (eins og þau komast að orði), en verða ekki reiðubúin í bráð. Eini mögu- leiki þeirra er sá að flækja Rússa enn betur í net sitt en seinast. Rússar hafa með hálf- velgju gert tilraun til þess að halda aftur af Nasser forseta og sovézkir leiðtogar telja nærveru Rússa í Kaíró tryggingu fyrir því, að komizt verði hjá hverri þeirri stigmögnun, sem er þeim á móti skapi. En æ fastar er nú lagt að Sovétríkjunum af hálfubanda manna þeirra í Arabaheiminum að gera eitVhvað. Sennilegast er talið, að reynt verði að k'oma af stað nýrri deilu á næsta ári og að Súezskurður verði í brenni- deplinum. Engin vissa er fyrir neinu. Um leið og utanríkisstefna Rússa ber minni keim af kommúnisma í eðli sínu verður hún einnig ó- útreiknanlegri og óskynsam- legri. Enginn malur með réttu ráði getur trúað því að Rússum stafi á nokkum háitt ógn af Þjóðverjum með hliðsjón af hin- um gífurlegu yfirburðum þeirra á hernaðarsviðinu. Aðeins sá, sem haldinn er ofsóknarótta, mundi halda því fram, að „öld- ungaráð zíons“ hafi komið af stað þeim erfiðleikum, sem bandamenn Rússa í Evrópu hafa valdið leiðtogunum í Kreml. Ég ber það mikla virðingu fyrir valdhöfunum í Kreml, að mér dettur ekki í hug að þeir trúi sínum eigiin áróðri. En aðeins með endurtekningu getur svo farið, að þeir taki það smám sam- an gott og gilt. Rússland er þeg- ar öllu er á botninn hvolft hið sígilda dæmi um þá söguskoðun að samsæri stjórni rás sögunnar, og pólitískur ofsóknarótti er ekki dauður og grafinn. Niðurstöður alls þessa eru hryggilegar stjórnmálahorfur. Rússl. er á margan hátt sjálfum nógt land, en einnig ósveigjan- legt og óbreytanlegt. Hugmynd- in um heimsbyltingu hefur fyTÍr löngu verið lögð á hilluna, en hvötin til útþenslu hvar sem út- þensla felur ekki í sér mikla áhættu er byggð inn í kerfið. Þvingun pólitísks rétttrúnaðar fylgir sínum eigin lögmálum. Valdamennirnir í Kreml geta aldrei verið óhultir um sig nema allir í næsta færi hlýði þeim. Vafalaust á þetta allt ein- hvern tíma eftir að breytast, en það er sjálfsblekking að halda að líklegt sé að það gerist í ná- inni framtíð. Eina breytingin, sem sjá má berum augum að átt hafi sér stað í Moskvu, er tilhneiging tfl þjóðernishyggju og beitingar hervalds. Sá hefðbundni sovézki kommúnismi sem við höfum þekkt er óðum að hverfa. Nýja blandan er ekki beinilínis bylt- ingarkennd, en hún er samt hættuleg. Ekki fyrir fjarlæg meginlönd eins og Vesturheim heldur Evrópu, Austurlönd nær og stóra hluta Asíu, sem Sovét- ríkin telja lögmætt áhrifasvæði sitt. Sovézkur kommúnismi hefur ekki lengur hugmyndafræðilegt aðdráttarafl, en Sovétríkin eru enn risaveldi og vilja drottna í mörgum heimsh'lutum. Þau geta enn beitt heilmörgum ráðum til þess að halda fram áhrifum sín- um og stoapa sér drottnunar- stöðu. Kalt stríð og minnkandi spenna, friðarherferðir og hern aðarlegar þvingunaraðferðir eru ekki mótsagnir heldur tvær hlið- ar á sama máli. (Sunday Times). um. Þríeykið: Podgomy, Brezhnev og Kosygin. Af hverju er þörf á þjóðareiningu •m -m ú er umræðuefni ALMENNS FULLTRÚARÁÐSFUNDAR í Sjálf- stæðishúsinu í kvöld, fimmtudag 12. september kl. 20.30. Frummælandi: Dr. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra Fulltrúaráðsmcðlimir eru hvattir til að fjölsækja fundinn og taka þátt í umræðum. — Nauðsynlegt er að meðlimir sýni skírteini við innganginn. STJÓRN FULLTRÚARÁÐS SJÁLFSTÆÐISFÉLAGANNA í REYKJAVÍK.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.