Morgunblaðið - 28.09.1968, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.09.1968, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLABIÐ, LAUGARDAGUR 28. SEPT. 1968 BÍLALEIGAN AKBRAUT SENDUM SÍMI 82347 BÍLALEIGAN - VAKUR - Sgndhgf»re|i 12. Síml 3SI35. Eftir lokun 34936 og 36217. S/mi 22-0-22 Rauðarárstíg 31 *w siM' 1-44-44 mnum Hverfiseöta 133. Siml eftir lokun 31160. MAGIMÚSAR iKiPnoin 21 mmar21190 B»tiflol>un 'i- 40381 ■■ LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 11—13. Hagstaett leiEugjald. Sími 14970 Eftir lokun 14970 eSa 81743. Sigurður Jónsson. * Fleiri og fleiri nota Johns- Manville glerullareinangrun- ina með álpappírnum Enda eitt bezta einangrunar- eínið og jafnframt það langódýrasta. Þér greiðið álíka fyrir 4” J-M glerull og 2V4” frauð- plasteinangrun og fáið auk þess álpappír með! Sendum um land allt — Jafnvel flugfragt borgar sig. Jón Loftsson hf. Hringbraut 121. - Sími 10600. 0 Kurteisi Hermóður B. Alfreðsson skrif ar eftirfarandi bréf og kemur víða við: „Of lítið fyrir Velvakanda, of mikið fyrir hálfsofandi". „Góðan daginn! Já, nú er ég búinn að segja það, annars heils- ast ekki allir og sízt heilsar mað ur þeim, sem við ekki þekkjum, það er víst bannað á íslandi. Um daginn sá ég konu, sem var að missa af strætisvagni, en bílstjórinn stanzaði fyrir hana, og hún þakkaði kurteislega fyrrr sig. Það hef ég ekki heyrt áður hérlendis. Bílstjórar strætisvagna geta bezt séð, hvernig fólkið hand leikur peningana. Sumir eru með stórar upphæðir lausar í vasanum, og stundum eru þeir tæmdir eins og hver önnur ruslakarfa, þegar nota þarf peninga. íslenzkir pen- ingar eru fallegir, en þeir verða að vera hreinir og sléttir tií að þeir njóti s ín. 0 í ökuferð Svolítið meira um bíla áður en við minnumst á bjór, tívolí, íþróttir og fleira. Nú sitjum við í leigubíl og ökum sem leið liggur inn á benz- ínstöð, þar sem bílstjórinn biður um að benzíngeymirinn sé fyllt- ur. Við erum með útlending í bílnum og ætlum að fara í stutta ökuferð. Þeir taka eftir því, að bílstjórinn stöðvar ekki véUna og vorkennir aumingja afgreiðsl manninum, sem stendur hóstandi í svörtum reykmekki við vinnu sína. Sumarið hefur verið ágætt hjá okkur, en hver er farinn að hugsa um frostlög og svoleiðis fyrir veturinn. Jú, kannski þeir, sem ekki ætla sér að bíða í langri biðröð í fyrstu fróstum. Það eru fáeinir menn, þar með taldir af- greiðslumenn benzínstöðvanna, er gera sér grein fyrir því, að ganga má frá frostleginum jafn- vel mánuði fyrir frost í góðu veðri — kannski í dag. Nú stanzar leigubíllinn við hús eitt, og bílstjórinn hleypur út tii að opna fyrir útlendingunum. Þessi góði siður hefur verið á- berandi i sumar. Ef til viU fá fslendingar sömu þjónustu næsta sumar. Síðan höldum við ferðinni áfram og komum að gatnamótum /EGI22-24 1:30280-32262 LITAVER Belgísk, þýzk og ensk gólfteppi. Sama lága verðið HÚSBYGGJENDUR - VERKTAKAR Lokað vegna sumarleyfa frá 5. október til 21. október. Þeir sem eiga ósóttar pantanir hafi samband við okkur sem fyrst. T. HANNESSON & CO. BRAUTARHOLTI 20 — Sírni 15935. allar byggingavörur á einum stad Kambstál K540 allar algengar stœrðir fyrirUggjandi £& BYGGINGAVÖRUVERZLUN KÓPAV0GS síivii41010 Miklubrautar og Suðurlandsveg- ar, og hér er „Stanz“-merki. Engin umferð er sjáanleg, hvorki til hægri né vinstri svo við höld- um bara áfram. Hér er stór villa. Auðvitað eiga að vera „Stanz“- merki við blindhorn, eða kannski Við flautum bara fyrir horn, feins og gert var i Færeyjum í feamla daga. 0 Ókurteisi í síma og danshúsi Það er ókurteisi f síma að spyrja „Hver er þetta?“ án þess að kynna sig eða heilsa. Og það er jafnvel ennþá. meiri ókurt- eisi að svara á móti „Já, hver er þetta?“, þó mann langi stund- um til þess. Annars kunna 95 prs. íslendinga að meta kurteisi. En — hvað er kurteisi? Nú stöndum við við dansstað hér í borg, þar sem mjög góð hljómsveit leikur gömlu dansana með ágætum 18 ára söngvara. Ég furða mig á hve sjaldan heyrist í honum í útvarpinu. Leigubíl- stjórinn fer aftur út og opnar. Heitt er i veðri, og á dansstaðn- um vilja gestimir fara úr jakk- anum, en ég segi þeim að það sé ekki vani á dansleik hér á landi. Þeir spurðu mig hvers- vegna, en ég treysti mér ekki til að svara því, og læt þér, Vel- vakandi, það eftir. En nú aðeins meira um föt og hita. Mér er til dæmis kunnugt um, að í Danmörku eru klúbbar um allt, þar sem karlar og kon- ur fara úr öllum fötunum, lika blautum tuskum, sem við köll- um sundföt (!!), og i einum klúbb anna var samþykkt að leyfa á- fengisneyzlu í fyrra. Hér höfum við ekki einu sinni fengið bjórinn, en blðum og von um! Ef tll vill væri bezt að senda atkvæðaseðil með skattskýrslunni næst og kanna undirtektir al- mennings þegar í stað. Annafs fylgjumst vfð vel með tizkunni, einnig stuttpilsatízk- unni, og ekki hugsum við alltaf um það, hvað sé okkur hollt og hvað ekki. Þegar ég hugsa um næturklúbb, hugsa ég fyrst og fremst um stað fyrir fólk sem vinnur vakta- vinnu, útlendinga og þá sem vilja líta aðeins inn á skemmtistað eftir kL 23.30, t. d. eftir langa kvikmyndasýningu. 0 íþróttir, hjónabönd og flcira Þökkum öllu íþróttafólkinu okk ar, og nú ekki sízt Vals-mönn- um, góðan árangur sumarsins. Látum það ekki koma til fram- kvæmda, sem talað var um 1 Kaupmannahöfn eftir knattspym uleikinn 14:2. Þá sögðu Danir, að næst, þegar þeir mættu ts- lendingum í leik, gæti það orðið fyrsta flokks skemmtiatriði, ef það væri sviðsett í Tívolí. Mikið væri gaman að tala um uppeldi, virðingu og hjónabönd, en það verður að biða betri daga. Oft vill hjónaband byrja með því að ungu hjónin fara að ala hvort annað upp, sem sagt upp- eldisskortur. Skyldi ekki vera til fólk, sem vildi rökræða það? Er nokkuð að? Annars er svo margt og mikið og gott, sem birtist í Velvakanda. En, þú kæri, hvernig væri að flokka efnið — þér berst svolítið — og borga lítilsháttar fyrir beztu greinarnar. En þetta er kannski vitiaus hugmynd. Gott er að kynnast fólki, sem það. Hermóður B. Alfreðsson." Já, svo mörg eru þau orð — og verða að nægja þættinum 1 dag. Óskum að ráða skrifstoíustúlku til starfa á skrifstofu í Miðbænum. Ensku- og vél- ritunarkunnátta nauðsynleg, hraðritunarkunnátta æskileg. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir n.k. mið- vikudag merkt: „2036“. íbúðir tll sölu 4ra herbergja íbúðir við Jörvabakka 14 í Breiðholti 98 ferm. með sérþvottahúsi á hæðinni. — í kjallara eru föndurherbergi, sérgeymslur og sameiginlegt rými. íbúðimar eru seldar tilbúnar undir tréverk. Sam- eign frágengin og fullfrágengin lóð. Upplýsingar á byggingarstað virka daga frá kl. 8—6 og í síma 35801 og 30836. MIÐÁS S.F. Verknmannalélagið Hlíí Hainarfirði Kjör fulltrúa á 31. þing ASÍ. Tillögur uppstillinganefndar og trúnaðarráðs um full- trúa félagsins á 31. þing Alþýðusambands íslands, liggja frámmi í skrifstofu Verkamannafélagsins Hlífar, Vesturgötu 10, frá og með 28. september 1968. Öðrum tillögum ber að skila í skrifstofu Hlífar fyrir kl. 18.00 þriðjudaginn 1. október 1968, og er þá fram- boðsfrestur útmnninn. KJÖRSTJÓRN.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.