Morgunblaðið - 28.09.1968, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.09.1968, Blaðsíða 13
MORGUNRLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2«. SEPT. 1968 13 Fær góða dóma í dönskum blöðum Kaupmannahöfn. 22. sept. Frá fréttaritara Morgunblaðs- ins. LJÓÐABÓK Matthíasar Johann- essens, ritstjóra, „Klagen i jor- den“, seip kom út hjá Gyldendal þann 27. ágúst, fær víða lofsam- lega dóma. í Ijóðasafninu eru ljóð úr öllum ljóð'abókum Matt- hiasar Johannessens allt frá fyrstu bók hans, „Borgin hló“, sem kom út 1955. Poul P. M. Pedersen valdi ljóðin og þýddi. „Sálmar á átómöld“ úr ljóðabók- inni „Fagur er dalur“ er allveru- legur hluti dönsku útgáfunnar. Matthías kom með fjölskyldu sinni til Kaupmannahafnar strax eftir útkomu bókarinnar — þau voru á leið til Þýzka- lands í sumarleyfi — og meðan Matthías dvaldist í Kaupmanna- höfn og á Fjóni birtust viðtöl við hann, m.a. í Berlingske Tidende og Fyens Stiftstidende. í undan- förnum mánuði hafa mikilsmetn- ir ljóðagagnrýnendur við dönsk blöð ritað um „Klagen i jorden". Fara hér á eftir nokkur um- mæli úr dómum þessara gagn- rýnenda. í Berlingske Aftenavis lýsir Steffen Hejlskov Larsen hinu íslenzka skáldi á þessa leið: — Matthías Johannessen er skáld trúarlegs táknmáls. Náttúra ís- lands, gróðurlaus fjöll, klettótt strönd og úthafsauðn, er viða- mikill þáttur ljóðagerðar hans. Óvænt gnótt fagurra blóma í þessu hrjóstruga landslagi verð- ur honum ímynd sérstaks við- horfs, sem lýsir í senn jafnaðar- geði og von: Jeg spör fuglene blomsterne flodens blá ström sem hvidner i broddat rinder uhindret til havs spör dig sem bærer livets knop under dit hjerte venter dig lisom jorden sankthansdagsjord under solklar himmel jeg spör dig: og foráret kommer með terneflok, sol og sorglöst forár; fæstner en gul lövetand et smil pá tun og höj. Hejlskov Larsen þykir ljóða- gerð Matthíasar Johannessens nokkuð gamaldags (altmodisch). Ljóðtákn úr náttúrunni þykja hér úrelt, líkiega vegna þess að Danmörk á ekki ósnerta náttúru, aðsins landslag þar sem stór borg er risin. Síðan segir hann: —- Það er ekki sanngjarnt að krefjast „nútíma“ljóðlistar af ís- lenzkum skáldum, þar sem fólk- ið á þessari fjarlægu og strjál- býlu eyju þekkir auðsjáanlega ekki þá tilfinnningu nútíma- mannsins, að lífið sé neyzla í ó- hóflega stóru vöruhúsi. Það hef- ur þörf fyrir annars konar ljóð- list en við. í Information segir Torben Broström, að áhrif ljóða Matt- híasar Johannessens byggist einkum á þeim hæfileika hans að draga upp áþreifanlegar og skynjanlegar myndir. Þegar þær eru auk þess bornar uppi af hin- um forna knappa stíl, eins og í mörgum þessara ljóða, verður það sem er framandi nákomið, en slík skynjun við lestur Ijóða, er vissulega eitt skilyrði þess, að manni finnist að um ósvikna list sé að ræða. En kjarnyrtur ein- faldleiki getur einnig borið uppi ljóð hans án aðstoðar Eddu og sögu: Matthías Johannessen Du er dagen þsten for heden hvide hesteknogler under rustent anker í strand- kanten vort liv lægter með bunden í vejret i blæretangen vor död: rödnæbbet strandskade med sort skyvinge sem kaster skygge pá fiskerlejets ruder n&r bölgerne vælter ind frá skærgárden med hvid og pjusket manke smækker med tungen og vrinsker brænding inn i vor sjæl sádan rejser en ung pige fra Östlandet med eftir&ret. í ritdómi sínum lætur Torben Broström í ljós áhyggjur yfir því, að útgáfa íslenzkra ljóða- bóka á dönsku verði nokkuð hægfara. Útgáfan hófst með al- mennri sýnisbók, en síðan hafa komið sérstakar ljóðabækur með úrvali ljóða eftir Stein Steinar og Hannes Pétursson. Ljóðasafn Matthíasar Johanness- sens er hið þriðja í röðinni. „Poul P. M. Pedersen hefur auð- sjáanlega ekki í hyggju að deila verkinu með öðrum. Maður hlýtur því að brynja sig þolin- mæði, eigi maður að treysta því, að út komi heildarsafn íslenzkra nútímaljóða, sem eru þó mjög vel þess verð, að þeim sé gaum- ur gefinn", segir Broström. — Rytgaard. Vefnaðarvöru- verzlun Vefnaðarvöruverzlun í fullum gangi í út- hverfi Reykjavíkur er til sölu. Þeir, sem áhuga hafa á kaupum, leggi nöfn sín inn á afgreiðslu blaðsins fyrir 5. október n.k., merkt: „6983“. Stórútsala á pottaplöntum Þúsundir pottaplantna úr stærsta gróðurhúsi borgarinnar seldar með mikluno afs’ætti. Þar á meðal kaktusamir frá Landbúnaðarsýningunni. Sendisveinn óskast Piltur óskast til sendisveinastarfa frá 1. október n.k. Viðkomandi þarf að hafa reiðhjól eða hjól með hjálp- arvél til umráða og geta starfað mánudaga til föstu- daga frá kl. 9 f.h. til 5 e.h. og á laugardögum frá kl. 9 til 12 miðdegis. Nánari upplýsingar á skrifstofu okkar í dag. SLÁTURFÉLAG SUÐURLANDS Skúlagötu 20. ATHUGIÐ: Allar pottaplönturnar eiga að seljast því framundan er stærsti jólamarkaður til þessa. Kaupið ódýrustu og jafnframt fallegust híbýlaprýðina. Kaupið blómin í gróðurhúsi. Bezt ú auglýsa í IVIorgunblaðinu GROÐURHÚSIÐ 1 JAZZBALLETSKÓLI BÁRU Dotnur — líkamsrækt Stigahlíð 45 Suðurveri. Skólinn tekur aí) fullu Megrunaræfingar fyrir konur á til starfa 7. nktdber öllum aldri. Nýr þriggja vikna kúr að hefjast. IkmI Kennt verður í öllum aldurs- 4 tímar í viku. JBf * f flokkum. Barnaflokkar — tán- Dagtímar — kvöldtímar. ■r 1 Jw ingaflokkar — byrjendaflokkar — Góð húsakynni. — Sturtuböð. wU jy li framhaldsflokkar. Gufukassar Jazzballet fyrir alla! Konum einnig gefinn kostur á B íPIP^ í Stúlkur! Skólinn leitar eftir góð- matarkúr eftir læknisráði. um hæfileikastúlkum í sýningar- Prentaðar leiðbeiningar fyrir j flokka. heimaæfingar. /1 JBi W M Framhaldsnemendur hafi sam- Frúarjazz einu sinni í viku. 1 band við skólann sem fyrst. Innritun alla daga frá kl. 9—7 Innritun alla daga frá kl. 9—7 í síma 8-37-30. í síma 8-37-30. Jazz — Modern — Stage — Sftow Business

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.