Morgunblaðið - 28.09.1968, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.09.1968, Blaðsíða 20
20 MORGUNRLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2«. SEPT. 196S - MIKILL AHUGI Framhald af bls. 28 á þessu sumri hafa átt sér stað óvenjumiklar umræður meðal ungs fólks um stjórnmáL Unga fólkið hefur rætt stjómmálin í sínum hópi í ríkum mæli og marg ir ungir menn hafa kveðið sér hljóðs á opinberum vettvangi til slíkra umræðna. Allar þessar um ræður hafa borið með sér svip allmikils óróa og ókyrrðar. Slíkar hreyfingar hafa og ver ið uppi í öðrum löndum. Á s.l. vetri og á sl. vori var mikil ókyrrð meðal ungs fólks víða í Evrópu og Ameríku. Þessar hreyf ingar tóku á sig ýmsar mjmdir, og gagnrýnisefnin voru alls ekki þau sömu í hinum ýmsu löndum. Þessar hreyfingar virð- ast þó eiga það eitt sameigin- legt að þar er að verki ungt fólk, sem ekki verður beinlínis dregið í dilka ákveðinna stjórn- málahreyfinga, enda þótt á því hafi borið að ýmis stjórnmála- öfl, hafi reynt að notfæra sér ókyrrð þessa. Erfitt er að fullyrða að beint samband sé á milli ókyrrðarinn- ar meðal ungs fólks víða erfend is og þess stjórnmálalega óróa, sem gætt hefur hér á landi að undanförnu, en freistandi er að álykta á þá leið að þær bylgjur sem risið hafa hvað hæst í Ev- rópu hafi skolast hingað alla leið til fslands. AF ÍSLENZKUM RÓTUM RUNNIÐ Afstaða unga fólksins sem fram hefur komið í sumar, er þó fyrst og fremst miðuð við ís- lenzkar aðstæður. Gagnrýnisefn in eru íslenzkir stjórnmálaflokk ar íslenzkir þjóðfélagshættir og íslenzkar þjóðfélagsstofnanir. Efni og inntak þeirra nýju við- horfa, sem hafa verið að skapast meðal ungs fólks að undanförnu er því ekki aðfengið. Það er af íslenzkum rótum runnið. Þess var nokkuð vart á s.l. vetri í samtökum ungra Sjálf- stæðismanna að óvenju opinská- ar og hreinskilnar umræður áttu sér stað um þjóðmál. Það kom m.a. fram á aílmörgum fundum Heimdallar hér í Rvík. Þær skoð anir, sem þar komu fram, voru ef til vill ekki róttækari en ver ið hefur meðal ungs fólks í okk- ar samtökum, en það sem gerði þessar umræður sérstakar var sú þörf, sem fram kom að færa þessar umræður á opinn vett- vang — og gagnrýna jafnvel okkar eigin flokk opinberlega. Þessu hefur og fýlgt að starf- semi samtakanna hefur opnast meir en áður, t.d. hefur stjóm- málamönnum annarra flokka verið boðið til umræðna á fundi Heimdallar í æ ríkara mæli. Þessi vakning, sem við fundum i okk- ar samtökum á s.l. vetri, hefur þó aldrei risið hærra en á síð- ustu mánuðum. Hún virtist ná til ungs fólks í öllum stjórnmála- flokkum og jafnvel ekki síður til ungs fólks, sem hingað til hefur staðið utan við starfsemi stjórnmálaflokkanna. Enginn vafi er á því að for- setakosningarnar hafa verið mik il'l aflvaki í þessum efnum. Ég hef áður lýst því yfir að ég tel að úrslit forsetakosninganna megi alls ekki túlka sem andstöðu við ríkisstjórnina eða Sjálfstæðis- flokkinn. En hvernig sem menn vilja túlka úrslit sjálfra kosn- inganna, þá er enginn vafi á því að þær hafa komið miklu róti á hugi ungs fólks. Það kann að eiga rætur að rekja til þess að ungt fólk starfaði mikið að und- irbúningi kosninganna hjá báð um frambjóðendum. Unga fólkið sem að þessum kosningum starf- aði hjá báðum frambjóðendum varð sér meðvitandi um afl sitt, ef það raunverulega beitir sér — og því hefur unga fólkið nú beitt afli sínu að þjóðmálunum í víðasta skilningi. En hvað er það, sem unga fólk ið gagnrýnir? Hverju vill það breyta? Hverjar eru hugmynd- ir þess um íslenzkt þjóðfélag í framtíðinni? Það er vissulega rétt, sem sagt hefur verið á öðr- um vettvangi, að þessi nýja hreyfing hefur ekki náð fullum þroska ennþá — mótaðar og raunsæjar tillögur til úrbóta á afmörkuðum sviðum væru ennþá fáar og strjálar. Hinsvegar bein ist gagnrýnin nú þegar að af- mörkuðum atriðum. GAGNRÝNIN BEINIST AÐ STJÓRNMÁLASTARFINU Ég ætla ekki að eyða löngum tíma í það hér í kvöld að rifja upp allt, sem gagnrýnt hefur ver ið, enda sýnist vafalaust sitt hverjum um það eins og gengur. Ég vil þó benda á að gagnrýnin hefur til þessa að miklu leyti beinzt að aðferðunum í stjórn- málastarfinu, eða að forminu, frekar en efninu, ef unnt er að orða það þannig. Þar hafa stjórn málaflokkarnir fyrst og fremst orðið fyrir gagnrýni. Veigamesta gagnrýnisefnið á stjórnmála flokkana er það að innan þeirra gæti ekki nægilega mikils lýð- ræðis i reynd, bæði um stefnu- mörkun og um val í trúnaðar- stöður sérstaklega framboð. Vafa laust ér þessu misjafnlega komið innan stjórnmálaflokkanna og ég efast um að nokkur flokkur sé eins lýðræðislega uppbyggður að formi til eins og Sjálfstæðis- flokkurinn. Þó held ég að í reynd megi þar margt um betr umbæta og þar geta einmitt sam- tök okkar unnið stórt hlutverk, og mun ég nánar koma að því siðar. Eitt megin einkenni þeirrar vakningar, sem fram hefur kom- ið meðal ungs fólks að undan- förnu er eins og fyrr getur óvenjumikill áhugi á þjóðmálum og óvenjumikil þörf til hrein- skilinna, opinna umræða um þjóð félagsmál á breiðum grundvelii. Það er þessi mikla þörf ungs fó'lks til umræðna um íslenzkt Stjórnmálalif, sem er meginástæða þess að Samband ungra Sjálf- stæðismanna hefur nú boðað til þessa aukaþings. Við viljum að okkar samtök hafi forystu fyrir því að ungt fólk fái tækifæri til skoðanaskipta, til að þreifa fyrir sér og móta með sér í hrein skilnum umræðum skoðanir og raunhæfa stefnu til úrbóta í ís- lenzku þjóðfélagi. TVÖ MEGIN VIÐFANGSEFNI Tvö verða megin viðfangs- efni þessa þings. Við höfum kall að þau: Þjóðmálaverkefni næstu ára og stjórnmálaflokkarnir, störf og starfshætti þeirra. Tvær stórar nefndir hafa undir búið umræður um þessa mála- flokka, og hefur Ólafur B Thors veitt forystu þeirri fyrrnefndu, en Jón E. Ragnarsson þeirri síð- arnefndu. Munu þeir sérstaklega gera grein fyrir málefnaundir- búningi hér á eftir. Fyrra meginumræðuefnið, þ.e. þjóðmálaverkefni næstu ára, er sett hér á dagskrá til að við get um mótað betur þær hugmynd- ir, sem búa með ungu Sjálf- stæðisfólki um það, hver séu hin raunverulegu stefnumið þess um framtíðaruppbyggingu þjóð- félagsins. Það er tekið hér til umræðu til að auðvelda okkur svar við þeirri gagnrýni, sem oft heyrist þess efnis að unga fólk- ið viti ekki hvað það vilji. Að því er snertir mótun á stefnu og baráttumálum flokks- ins, þá verður það að viður- kennast að þing eins og þetta getur ekki gripið nema á tiltölu- lega fáum málum og meðferð þeirra hlýtur að verða nokkuð yfirborðsleg. Ég tel því mikla nauðsyn til bera að í kjölfar þessa þings verði skipaðar all- margar málefnanefndir, sem í eigi sæti ungir menntamenn og menn úr atvinnulífinu og verði það verkefni þeirra að vinna nán ar úr þeim hugmyndum, sem hér munu koma fram og leitast við að móta stefnu ungra Sjálfstæðis manna í hinum ýmsu þjóðmála- flokkum. Sú stefna verður að mótast eftir ítarlegar umræður og skoðanaskipti hinna færustu manna, þar sem leitast verði við að skoða hvert mál niður í kjöl- inn, beita þjóðfélagsfræðilegum rannsóknum, þar sem slíkt er nauðsynlegt og umfram a'llt að móta stefnuna á breiðum grund- velli. Ég hef sannfærst um það við undirbúning þessa þings að á öllum sviðum þjóðlífsins bíða stórir hópar ungra og vel hæfra manna eftir því að til þeirra sé leitað. Manna sem eru reiðubún ir til samstarfs við samtök okk- ar um mótun þjóðmálastefnu, hver á sínum vettvangi. Við höf- um þegar leitað til margra slíkra og þurfum áfram að halda á þeirri braut. Á þennan hátt geta okkar samtök haft frumkvæði að mótun stefnu flokksins í hinum ýmsu þjóðmálaflokkum — og stuðlað á þann hátt fyrir okkar leyti að sem lýðræðislegastri að- ferð við stefnumótun flokksins og umfram allt að stefnan sé runnin úr rótum þeirra þjóðlífs hreyfinga, sem hrærast meðal fólksins, en við verðum þó að muna að við verðum að hafa djörfung og þor til að brjóta lipp á nýjum stefnumörkum til að segja af hreinskilni, hvað við téljum þjóðinni fyrir beztu, jafnvel þótt andbyr sætL Birgir ísl. Gunnarsson flytur setningarræðu sína. Að því er þjóðmálaverkefnin snertir, þá munu hinir sérstöku efnahagserfiðleikar, sem nú er við að etja, ekki teknir til sér- stakrar umræðu hér. Ekki svo að skilja að við gerum okkur ekki fulla grein fyrir þvi að hvernig til tekst um úrlausn þeirra getur ráðið miklu um heill og hamingju íslenzku þjóðarinn, ar í náinni framtíð. Hér er hins vegar um svo sérstakt vandamál að ræða, sem við getum ekki gert okkur ful'la grein fyrir á þessu þingi, en það er vafalaust von okkar og ósk allra, sem hér eru, að sem víðtækust samstaða þjóð arinnar náist um úrræði til lausnar. Þessi vandi er svo stór að til úrlausnar á honum nægir ekki að grípa til hugsjóna einna heldur verður hér til að koma raunsætt mat á þeim erfiðu að- stæðum, sem hér nú ríkja og ekki mun á okkur sitja að leggja okk ar af mörkum til aðstoðar við úrlausn þessa sérstaka vanda, ef nauðsyn krefur. Annað aðalverkefni þingsins er kállað ,eins og ég sagði áðan, stjórnmálaflokkarnir, störf þeirra og skipulag, en stjórn- málaflokkarnir hafa verið mikið á dagskrá að undanförnu. Ég minntist áðan á lýðræðið innan flokkanna og verður í því sam bandi að taka til ítarlegrar um- ræðu, hvernig það verði bezt tryggt, t.d. hvort æskilegt sé að prófkjör fari fram og þá með hverjum hætti slíkt prófkjör skili sem beztum árangri. Það verður og að ræða hvernig tryggt verið að áhrif hins al- menna borgara njóti sín til fulls innan flokkanna. Stjórnmála- flokkar hafa miklu hlutverki að gegna í lýðræðisþjóðfélagi. Þeir eiga að vera samtök aLmennings samtök fólks, sem í grundvallar atriðum hafi svipaðar skoðanir um þjóðmál. Innan flokkanna eiga að fara fram skoðanaskiptl og í gegnum þá á almenningur að geta haft áhrif á gang þjóð- mála. Ef almenningur fjarlægjst flokkana, svo að ekki sé talað um, ef almenningur fær andúð á flokkunum, þá er voðinn vís. Við þurfum því að taka það til ítar legrar umræðu hvernig örva piegi þátttöku almennings í stjórn málastarfi. Þetta þurfum við að ræða, bæði almennt og að því er varðar Sjálfstæðisflokkinn sérstaklega svo og samtök ungra S j álfstæðismanna. VALD STJÓRNMÁLA- FLOKKANNA Eitt þeirra atriða, sem mjög hefur verið gagnrýnt að undan- fömu er það að stjórnmálaflokk arnir hafi tekið sér of mikið vald í þjóðfélaginu einkum í mean- |r,garmálum og í fjármálum. Þetta er vissulega alvarlegt umhugsun arefni, þó að segja verði að lausn þess sé engan vegin einföld. Hinn fræðilegi grundvöllur þess að fulltrúar stjórnmálaflokkanna skipi stjórn menningarstofnana þjóðfélagsins og flestra peninga stofnana er vafalaust trygging lýðræðisins. Það hefur vafalaust verið hugsað þannig að til að tryggj a lýðræðislega stjórn við- komandi stofnana almennings væri eðlílegt að stjómmálaflokk- arnir, þessi samtök almennings, sem þeir eiga að vera, skipuðu stjórnarsætin. Þegar raddirnar verða nú háværari um það að fullt lýðræði ríki ekki innan flokkanna, þá er eðlilegt að jafn framt aukist gagnrýnin á valdi flokkanna yfir ýmsum mikilvæg um stofnunum. En jafnvel þótt við gengjum nú út frá því að fullf lýðræði ríkti innan flokk- anna, er það þá endilega rétt að þeir hafi völdin í menningar og fjármálastofnunum þjóðfélagsins svo að þær stofnanir séu áfram gerðar að umtalsefni. Er það endi lega rétt að Alpingi kjósi stjóm- ir flestra fjármála- og menningar stofnana þjóðfélagsins? Rætt hef ur verið um að umráð stjórnmála flokkanna yfir menningarfyrir- bæri eins og úthlutun listamanna launa sé ekki rétt. Það eigi að vera í höndum listamanna sjálfra eða einhverra menningarfrömuða. Ég reikna með að þetta vald sé stj órnmálaflokku num ekki fast í hendi, en frumskilyrði þess að þeir láti þetta vald úr sínum 'höndum er að þeir, sem valdið eigi að fá, geti komið sér saman um hvernig því eigi að beita. Það hefur ekki tekizt og er þetta því dæmi um það að stjórnmála flokkamir sitja uppi með vald, sem þeir í rauninni vildu gjarn- an láta af hendi, en vegna ábyrgð ar sinnar sitja uppi með. Að því er fjármá'lastofnanir í landinu snertir og þá einkum bankana, þá eru yfirráð flokk- anna yfir þeim mjög gagn- rýnd. Ég held að sú gagn- rýni eigi rétt á sér að því marki að mikið virðist skorta á nægilegt samræmi og nægileg- ar rannsóknir, hvorki tæknilegar né fjármálalegar, á arðsemi þeirra fyrirtækja, sem þeir lána til. Pólitísk sjónarmið ráða vafa laust oft lánveitingum, enda er þess hreinlega krafist af stuðn- ingsmönnum flófckanna að þeirra fulltrúar, sem aðstöðu hafa í bönkunum, hlynni að þeim. Kerf ið sjálft býður hættunni heim. ENDURNÝJUN f TRÚNAÐARSTÖÐUR Enn eitt gagnrýnisatriðið er það að endurnýjun á mönnum í trúnaðarstöðum sé ekki nægilega ör. Er þá gjarnan oft vitnað til Alþingis. Nú er það að vísu svo að, enda þótt nauðsynlegt sé að kynslóðirnar vinni saman að úr- lausn viðfangsefna, þá skiptir aldur tnanna ekki hÖfuðmáli. Að- alatriðið er hæfileikar, viðsýni og raunverulegur vi'lji til að láta gott af sér leiða. Hitt er annað mál, sem ég hef stundum velt fyr ir mér, og það er að starfshætt- ir Alþingis eru á þá leið og starfs aðstaða þingmanna einnig, að svo virðist sem þingmannastarfið og það sem því fylgir krefjist nánast allra starfsfcrafta manns- ins á meðan þing situr og það er æði lengi á hverju ári. Afleiðing þess verður sú að menn slitna úr tengslum við upp runa sinn. Bóndinn fer að van- rækja bú sitt, framkvæmdastjór- inn fyrirtæki sitt, launþeginn starfsvettvang sinn. Afleiðingin verður aftur sú að fyrr en varir verður þingmennskan og það,sem henni fýlgir aðalstarf. Þá er það orðið hagsmunamál, ekki aðeins pólitískt, heldur einnig fjárhags legt, að halda starfinu að vera áfram á þingi og þá er líka hætta á einangrun. f þessu kann að liggja nokkur skýring á því að skipti enu ekki nægilega ör, a.m.k. hef ég grun um að ástæða þess að stórir hópar manna í þjóðfélaginu eru tregir til að taka að sér stjórnmálastörf, t.d. læknar, verkfræðingar og jafn- vel miklir athafnamenn, sé sú að þeir óttist að þessi tímafreku stjórnmálastörf Slíti þá úr tengsl um við þann starfsvettvang, sem þeir hafa valið sér að ævistarfi og er það alvarlegt umhiugsunarefni út af fyrir sig. Auðvitað hlýtur viss hópur forystumanna að hafa stjórnmálin sem atvinnu og við því er ekkert að segja þófct þeir menn sitji lengi á þingi, svo lengi sem þeir sýna þann lífs- þrótt sem forystumönnum hæfir, en til að ferskir vindar megi stöð ugt leika um þá mikilvægu þjóð- félagsstofnun, sem Alþingi er, þá þarf stofnunin stöðugt nýtt blóð. Ég hef ekki 'lausn á þessu vanda máli, en vildi hreyfa því hér til umhugsunar, því að mér finnst það nátengt þeirri gagnrýni, sem borin hefur verið fram og beinst hefur að Alþingi. EINLÆGUR UMBÓTAVILJI Ég hef gert hér að umtalsefni nokkur atriði, sem gagnrýnd hafa verið í fari stjórnmálaflokkanna. En nú er eðlilegt að menn spyrjL Hví eru ungir Sjálfstæðismenn að gagnrýna? Hefur ekki Sjálf- stæðisflokkurinn haft forustu um stjórn þessa lands í nærfellt tíu ár? Er þetta ekki um leið gagnrýni á forystumenn flokks- ing? Því vil ég svara á þá leið, að sú gagnrýni, sem fram hefur verið borin, er fyrst og fremat sprottin af þeim einlæga umbóta vilja sem á að einkenna ungt fólk. Gagnrýnin er borin fram á hlut lægum grundvellL Hún beinist að vissum þáttum þjóðfélagskerf isins og vissum þjóðfélagsstofn- unum. Hún er að vissu leyti haf- in upp yfir hinar daglegu deilur tjórnmá’lanna. f gagnrýninni felst ekkert vantraust á þá eldri for- ystumenn, sem flokkurinn hefur kosið til að veita málefnum þjóð arinnar forystu. Hinsvegar mega forystumenn ávalTt búast við gagnrýni og ég veit að okkar forystumenn frábiðja sér ekki gagnrýni. Gagnrýnin nú einkenn ist af þeim hugsjónaeldi, sem á að vera aðalsmerki ungs fólks. en í gagnrýninni er þó fólgin viss krafa um að fullt tillit sé tekið til skoðana hins unga fólfcs, og að kynslóðirnar eigi að vinna saman að lausn þjóðfélagsvanda- málanna. En unga fólkið vill ekki og má ekki láta við gagnrýnina eina sitja. Við þurfum að beina sjón um okkar fram á veginn, við þurf um að setja okkur markmið og berjast fyrir þeim. Við verðum að hafa það í huga að um næstu aldamót, eftir um 32 ár geta ís- lendingar verið orðnir nær 400.000. talsins og á næstu ára- tugum munu tugþúsundir ungra íslendinga koma á vinnumarkað þjóðfélagsins. Þetta kal'lar á stór felldar framkvæmdir á nær öll- um sviðum þjóðlífsins. Sjá verð- ur öllum vinnufúsum hðndum fyrir svo arðbærum verkefnum, að lifskjör okkar dragist ekki aft ur úr öðrum. Það þarf mikla upp byggingu i atvinnulífinu, en sam fara því þarf skóla og mennta- kerfi landsins að laga sig eftir því nýja tækniþjóðfélagi, sem hefur verið að þróast og mun þró ast á næstu árum. Hinni miklu fólksfjölgun þurfa eð fylgja átök í félags og heil- fcrigðismálum menningarmálum ©g samgöngumálum og á öllum eviðum þjóðlifsins. f flestum efn um getum við byggt á grunni, Framhald k bU. 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.