Morgunblaðið - 28.09.1968, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.09.1968, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2«. SEPT. 1968 17 Skólanefnd og skóla- stjóri sniðgengin Y tri-Nj arðvík, 17/9. SÚ VENJA hefir ríkt, við veit- ingu á stöðum kennara, að fræðsluyfirvöldin setja eða skipa til starfsins, þann umsækjanda, sem hlotið hefir meðmæli meiri- hluta skólanefndar, svo framar- lega sem umsækjandi hefir full kennararéttindi. Nú hefir sá undarlegi atburð- ur skeð suður í Njarðvíkum, að allir skólanefndarmenn og skóla- stjóri mæltu með Guðna Kjart- anssyni, sem íþróttakennara við barnaskólann, en annar umsækj- andi hlaut stöðuna. Fræðslumálastjóri og íþrótta- fulltrúi ríkisins mættu með þeim, er settur var í starfið, án nokk- urs samráðs við skólanefndina. I>essi afgreiðsla mála, er sem bet ur fer, nokkuð óvenjuleg í okk- ar lýðræðisþjóðfélagi. Umsækj- andinn, sem ekki hlaut náð fyrir augum skrifstofuvaldsins í höf- uðborginni, er einn af okkar vin- sælustu knattspyrnumönnum, landsliðsmaðurinn Guðni Kjart- ansson í Keflavík. Guðni lauk prófi frá Íþróttakennaraskóla ís- lands sl. vor og hefir því full réttindi til starfsins. Þar sem þessi ráðstöfun yfir- valdanna, hefir vakið talsvert umtal og óánægju hér syðra, þá fór fréttaritari Mbl. á fund for- manns skólanefndar Njarðvíkur, Ólafs Thordersen, og spurði hann hverju þetta sætti. „Skólanefndin er jafn undrandi yfir þessari óvenjulegu afgreiðslu og allir aðrir, sagði Ólafur. Það var aldrei haft neitt sam- ráð við okkur og við aldrei spurð ir af hverju við mæltum frem- ur með Guðna Kjartanssyni, held ur en einhverjum hinna umsækj- endanna. Er það ekki staðreynd, að sá er hlaut kennarastöðuna, kenndi við skólann í fyrra og að skólanefnd in óskaði ekki eftir að endur- ráða manninn? Það var nokkur óánægja með störf piltsins sl. vetur og skóla- stjóri óskaði að staðan væri aug- lýst á ný. Og þið mæltuð allir með Guðna? Já, skólanefnd og skólastjóri voru sammála um að mæla með Guðna Kjartanssyni, hann er fjölhæfur íþróttamaður og upp- alinn hér á næsta leiti í Kefla- vík. Hér þekkja allir Guðna og eru sammála um að hann sé ekki aðeins áhugasamur íþróttamaður, heldur einnig sérstakt prúðmenni, sem mundi hafa góð áhrif á þá unglinga, sem hann fengi undir sína handleiðslu. Hefir skólanefndin nokkuð að- hafzt í málinu? Það er lítið, sem hægt er að gera, þegar einu sinni er búið að setja manninn í starfið. Við höfum rætt við ráðherra, en hon- um hafði ekki verið bent á, að skólanefndin mælti með öðrum umsækjanda, heldur en fræðslu- málastjóri og íþróttafulltrúi. Það er “því á engan hátt hægt að á- saka menntamálaráðherra fyrir þessa afgreiðslu. En hvað um fræðslumálastjóra og íþróttafulltrúa. Mér er ókunnugt um hvað hef- ir valdið ákvörðun þeirra, hvor- ugur hafði samband við skóla- nefnd eða skólastjóra. Nýr skólastjóri Tón- listarskóla Kópavogs TÓNLISTARFÉLAG Kópavogs var stofnað fyrir fimm árum. Aðalverkefni þess hefur verið að starfrækja tónlistarskóla, og nú um mánaðamótin hefst 6. starfsár hans. Ráðinn hefur verið nýr skólastjóri, Fjölnir Stefáns- son tónskáld. Skólinn beíur átt við húsnæð- isörðugleika að etja, en úr því mun þó rætast noikkuð á vetri ‘komanda. Fyrirhiugað er að auka mjög á fjölbreytni í starfi skól- ans og endurskipuleggj'a kennsl- una í beild. Kennarar verða fleiri nú en áður og nýjar náms- greinar bætast við. Nemendum er gefinn kostur á námi í blást- urshljóðfæraleik og sellóleik, auk kennslu á þau bljóðfæri, er fyrir voru, þ. e. píanó, fiðlu og igítar. Þá hefur og verið ákveðið að hefjia fcennslu í söng, og er þess að vænta, að söngfólk í Kópavogi noti þetta góða tæki- færi til söngnáms. Kaup á góð- trni grammófóntækjum er í und- irbúningi, og munu þau verða notuð við kennslu í tónlistar- sögu o. fL Undirbúninigsdeild verður starf ræfct við sfcólann fyrir börn á aldrimum 7—9 ára. Eins og nafn deildarinnar ber með sér er markmið þeirrar kennslu að búa nemendur undir frekara tónlist- amám. En undirbúningsdeildin þjónar einnig öðrum tilgangi, sem er ekki síður mifcilvægur, þ. e. að vefcja áhuga barna á tónlist og þroska tilfinningar þeirra fyrir henni. Að lökum ber að geta þess, að ákveðið hefur verið, að Tónlist- arskóli Kópavogs festi feaup á vönduðum Steinway-flygli, sem mun að sjálfsögðu verða ómet- anliegur fengur fyrir skólann og einnig mikil lyftistöng tónlistar- lífi Kópavögsbúa. (Fréttatilkynning). Stephen Pollock ásamt unnustu sinni, Elizabeth Vambe, á | setri foreldra sina, Ewhurst í Surrey. Blökkustúlka mun hljóta aðalstitil Brúðkaup vekur athygli í Bretlandi Síldnrsöltun í Hrisey F rystihúsageYmslur fullar FYRSTA söltunarsíldin barst til Hríseyjar sl. miðvikudag, en þá kom Jörundur ni. með 140 lestir af síid. Af þessum 140 lestum var saltað í 700 tunnur hjá Nýju síld arstöðinni. í gærkvöldi var von á Jör- undi II. með 120 lestir til söit- unar. Bátarnir Jörundur II. og Jör- undur III. hafa áður komið með 660 tunnur af sjósaltaðri síld, sem var skipað upp í Hrísey. í gær var verið að vinna af fullum krafti á síldarplaninu. Fiskibátar hafa aflað sæmilega við Hrísey í nót, í sumar, einnig snurvoð og á færi. Að undanförnu hefur þó verið löndunarstopp á Hrísey vegna þess að frystiklef- ar frystihússins eru yfirfullir, en þar eru 12-13 þúsund kassar af hraðfrystum fiski á Bandaríkja- markað. Von er á Hofsjökli að taka þennan fisk um mánaðamót in og geta þá bátar aftur hafið róðra, en töluverð vinna hefur verið hjá frystihúsinu í sumar. Umferönrslys hjd Hvolsvelli TVÖ umferðarslys urðu í nánd við Hvolsvöll um helgina. Á laug ardag var Fiat-station-bíl ekið út af vegimum 'hjá Hárlau'gsstöð- um. í bílnum voru 5 piltar og hlutu þeir nofckrar skrám'ur. Bíll- inn skemmdist mjög mikið. Síðara ó’happið varð um mið- nætti sama dag, er tveir bílar rákust saman við Steinlæfcjar- brú. Voru í þeim tveir menn, og hlutu skrám'ur. Báðir bílar skemmdust mikið, og má anmar raunar heita ónýtur. ÞAÐ hefur vakið töluverða athygli í Bretlandi, að 22 ára gamall aðalsmannssonur hef- ur í hyggja að ganga að eiga negrastúlku frá Rhodesíu eftir mánaðartima eða svo. Pilturinn heitir David Steph- en Pollock, sonur greifans af Hanworth, stúlkan Elizabeth Vambe, 21 árs, dóttir Law- rence Vambe, sem er starfs- maður Anglo-American námu félagsins. Hjónavígslan mun verða borgaraleg, og að henni lok- inni er ráðgert að hafa gesta- móttöku fyrir báðar fjölskyld urnar. „Það mun ekki fara mikið fyrir þessari móttöku, því við höfum lítinn tíma,“ sagði Pollock við brezka frétta- menn fyrir nokkrum dögum, að heimili föður síns, Ew- Ekið a monn- lnusnn bíl í fyrrinótt var ekið á bifreið- ina R-15096, sem er grænn Mers- edes benz. Var það við Hraunbæ 94, og dælduð afturhurð hægra megin Enginn var í bílnum og biður rannsóknarlögreglan sjón- arvotta, ef einhverjir eru, að gefa sig fram við hana. hurst í Surrey. „Voð erum bæði stúdentar við Sussex- háskóla, og brúðkaupið verð- ur á miðju skólamisseri.“ „Báðir foreldrar mínir eru um þessar mundir í orlofi í Frakklandi, en þau verða við- stödd brúðkaupið ásamt föð- ur Lizu.“ „Við kynntumst í almenn- ingsbókasafninu í Guildford er við vorum bæði við nám í nálægum skóla.“ „Það er rétt, að Liza kann einn góðan veðurdag áð verða greifafrú, en sá titill hefur aldrei stigið til höfuðs foreldrum mínum, og ætti naumast að gera það varð- andi son þeirra og tengda- dóttur." Ungfrú Vambe er fædd í Highfield, skamtm frá Salis- bury, Rhodesíu. Útlit íyrir góða grænmetis- uppskeru „Eins og er höfum við nóg af öllu grænmeti á boðstólum", sagði Þorvaldur Þorsteinsson hjá Sölufélagi garðyrkjumanna, þeg- ar Morgunblaðið spurði hann frétta í gær. „Það sem af er haustinu, hefur verið garðyrkju mönnum mjög hagstætt, og kál, rófur og gulrætur sprottið vel. Aðáluppskerutíminn stendur nú yfir og lítur vel út með upp- skeruna, ef veður haldast áfram hagstæð. Hvað tómötum og gúrkum við- kemur, virðist uppskeran ætla að verða svipuð og venjulega, en gúrkur eru á markaðnum fram í nóvemberlok og tómatar allt fram að jólum“. Menningar- og friðursamtök íslenzkra kvenna halda fund um æskulýðs- og menningarmál í Lindarbæ sunnudaginn 29. september kl. 14,30. Dagskrá fundarins verður: ÞJÓÐFÉLAG Á KROSSGÖTUM. Andri ísaksson, sálfræðingur Margrét Margeirsdóttir, félagsráðgjafi Margrét Guðnadóttir, læknir Reynir Karlsson, kennari Sveinn Hauksson, stud. med. Stefán Unnsteinsson, menntaskólanemi ræðast við og svara fyrirspurnum. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. STJÓRNIN. Kaupmenn - kaupfélög Kvartar fólk ekki yfir því að Ijósaperurnar endist stutt...? ÞÁ ERU neOex PERURNAR LAUSNIN NELEX ljósaperumar eru norskar og endast við eðlilegar aðstæður 2500 klst. Athugið að Noregur er eina landið í Evrópu, þar sem landslög kveða svo á að ljósaperur verði að endast meir en 2500 klst. að jafnaði, þ. e. 2 sinnum lengur en venjulegar perur. Leitið nánari upplýsingar. — Við útvegum yður að kostnaðarlausu falleg statíf fyrir perurnar. íleildsölubirgðir EINAR FARESTVEIT & CO. H.F. Bergstaðastræti 10 A — Sími 21565.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.