Morgunblaðið - 28.09.1968, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.09.1968, Blaðsíða 16
 16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. SEPT. 1968 Utisýning á Skúlavðrðuhæð SÚ SPURNING hlýtur að vera áleitin í huga vegfarenda, sem leið hafa átt um Skólavörðuholt síðustu vikur, hvað höggmynda- list sé í dag og hvað sé á bak við viðleitni mótunarlistamanna nútímans. Myndlistarunnendur og allir, er hafa augun opin, munu hafa tekið eftir þvi, að mannslíkaminn, sem áður var göfugasta verkefni myndhöggv- ara, hefir fyrir löngu orðið að þoka fyrir hvers konar tilraun- um með ýmiskonar form og efni, og er nú frekar fátítt fyrirbæri á sýningum í upprunalegu formi, þótt ósjaldan sé stuðst við form og útlínur mannslíkamans eins og annarra þekkjanlegra forma í umhverfi mannsins. Hver er þá maðurinn í höggmyndalist nútím ans? Hann birtist okkur, ekki hlutlægur heldur huglægur, þ.e. a.s. sá, er formar og tjáir kennd- ir sínar. Nútíma höggmyndalist skilgreinist í þessu tvennu: formi og tjáningu. Til aukins skilnings verður einnig að gera sér grein fyrir þeirri þróun frá efnisvanmati fyrri tíma til hinn- ar algjöru viðurkenningar á efn- inu sem tjáningarmeðali, sem átt hefur sér stað á seinni tímum. Sígild efni hafa stöðugt orðið að víkja fyrir nýjum efnum og nú er svo komið, að jafnvel fátækleg efni og úrgangsefni, „moyens pauvres", hafa verið viðurkennd sem tjáningarmeðal, vegna þess að listamenn hafa uppgötvað, að í þeim býr ekki síður áhrifamik- ill kraftur lífsins, því að sér- hvert efni lifir ekki aðeins á sinn hátt — heldur deyr einnig á sinn hátt. Mótunarlistamenn nútímans eru komnir svo langt frá sígildu efni, að þeir eru farnir að tjá sig í sálrænum á- hrifum, sálrænum formum mætti kalla það. Við sjáum slíkt dæmi í myndum Diter Rot: Kassi, um- slög, dót, þar sem skoðandinn er þvingaður til að sjá hlutina í nýju ljósi — eða kannski að- eins til að sjá hlutina samkvæmt nýju efnismati — svo að hann fái meðtekið þennan nýja og tor- melta veruleika. Josef Beuys, prófessor í mótunarlist við lista- háskólann í Diisseldorf síðan 1961, hefur á undanförnum ár- um gert miklar tilraunir í þessa átt og er löngu orðinn víðkunn- ur fyrir. Áþekka hugsun er að finna í „Kjól“ Magnúsar Páls- sonar, áhrifin eru óvænt og þó er þetta eitthvað sem við undir niðri þekkjum úr eigin umhverfi án þess að gefa því gaum. Mynd- ir Magnúsar Tómassonar leiða einnig hugan í líka átt, en eru ekki eins áhrifarík verk. Margir nútíma mótunarlista- menn starfa samkvæmt kenning- unni, að þeir móti undir áhrif- um frá náttúrunni án þess að stæla hana — form og áhrif nátt- úrunnar eru þeim aflgjafi til á- taka þeir trúa á mátt formsins sem slíks, og þeir afneyta ekki endilega manneskjunni, því að þeir nota hana þegar þeir þurfa á henni að halda, formin í manni og dýri eru þeim nálæg ekki síð- ur en önnur form náttúrunnar. Á einn veg flokkast mynd Jó- hanns Eyfells undir þetta og á annan veg mynd Ragnars Kjart- anssonar. Formin minna okkur á hluti sem við þekkjum án þess að vera stæling á þeim. Skúlpt- úr Jóhanns Eyfells er afrek út af fyrir sig í íslenzkri mótunar- list sem vert er óskiftrar at- hygli, og að mínum dómi er þetta öflugasta verk sýningarinnar — víxiláhrifin milli hins slétta og hrjúfa yfirborðs eru mjög áhrifa rík. Þessi mynd myndi mýkja upp umhverfið hvar sem hún yrði sett upp í frumskógi bygg- ingarlistar nútímans. Konumynd Ragnars Kjartanssonar fylgir á yfirborðinu traustri hefð, en mig grunar, að það sé ekki af íhalds- semi heldur sé þetta sú aðferð, sem Ragnar álítur vænlegasta að vinna í sem stendur, þannig að hans sérstaka formtilfinning fái notið sín. Ragnar er nokkuð Jóhann Eyfells: Skúlptúr, járn bent steinsteypa. þungur í útfærslu sinni á þess- um konulíkama, en þó eru þessi form um leið traustvekjandi. Skúlptúr Kristínar Eyfells er einnig í þekkjanlegu formi, en það er reiknifræðilegs eðlis. Það er athyglisvert hvernig Guð- mundur Ármann hefur búið „tor- só“-mynd sinni lifandi umhverfi og fært hana í nútímastíl, en hún virkar þarna full lítil til að geta tekið áhorfandann verulega sterkum tökum. Litlar myndir njóta sín síður í þessu umhverfi og koma tæpast til skila, og er það eitt vandamál forsvarsmanna sýningarinnar varðandi framtíð- Sigurjón Ólafsson: Kona, grá steinn. ina að búa þannig að slíkum myndum að þær fái notið sín, — á hólnum eiga þær ekki heima, því að skoðandinn þarf að geta gengið alveg að þeim og umhverf is þær. Jón Benediktsson vinn- ur heðfbundið-óhlutlægt í list sinni, þessi form hans koma kunnuglega fyrir sjónir, en hann er sterkari og magnaðri í útfærslu en áður. Handverkið er jafnan óaðfinnanlegt hjá Jóni Gunnari, en formin í „Sólstöf- um“ hans eru ekki eins nýstár- leg eins og við erum vön frá hans hendi — en það er einnig mikill lærdómur í því að vera vel heima á fleiri sviðum en nýstár- leikanum. Jóni Gunnari er vel treystandi í framtíðinni — hann er engin óráðin gáta lengur. Myndir Sigurjóns Ólafssonar gefa jafnvel ekki góðborgar- anum tilefni til hneykslun- ar innan um annað, sem þama getur að líta, þær eru traust fram lag til sýningarinnar og er þakk- arvert, að hann skuli vera með þessari viðleitni til að auka veg mótunarlistar, sem fer vaxandi í höfuðborginni. Finnbogi Magn- ússon á skúlptúr úr trefjagleri, sem er eitt athyglisverðasta fram lag til sýningarinnar vegna mik- illa umbrota — myndin verður manni lengi tilefni til heilabrota eftir að ýmsar aðrar myndir eru farnar að venjast — ég er þó ekki ennþá sáttur við svarta rör ið, sem heldur aðalforminu uppi, því mér finnst það stöðugt draga athygli frá aðalforminu og öll- um þess fjölbreytileika. Finn- bogi þyrfti að hleypa heimdrag- anum, fara víða og kynnast hrær ingum í nútímalist af eigin raun. Mynd Einars Hákonarsonar „Or ganic“ virkar frekar sem frum- drög að miklu stærri og voldugri mynd, sem hefði ákveðnu hlut- verki að gegna en fulllokið verk — rauði liturinn er hressilegur á þassu skýjabólstralaga formi. Að lokum nefni ég Inga Hrafn Hauksson, sem hvað mesta at- hygli hefur vakið fyrir relief- mynd sína „Fallinn víxiir', ekki sízt fyrir það að myndin seld- ist til Svíþjóðar. Hin skýra form hugsun, sem fram kemur í mynd- inni ásamt ákveðinni tilfinningu fyrir hrynjanda í samspili forma, gefa myndinni mikið gildi. Nafn ið er einnig snjöll hugmynd og ekki fráleit, sé höfðað til útfærsl unnar. Skýr hugsun og rökrétt hefur verið dýrkuð í öllum grein um nútíma myndlistar. — Að mót un forma í málverki og mótun,- arlist hefur hagnýtt gildi er klukka sú til vitnis um, eftir þýzk-svissneska abstrakt málar- ann og mótunarlistamanninn fræga Max Bill, sem hengd er upp í víxladeild Búnaðarbank- ans, þar sem menn að vísuborga en selja ekki fallna víxla. Þetta er í annað sinn, sem myndum er komið fyrir á þess- um stað. f fyrra urðu margir ó- kvæða við er þeir fylgdust með því hvernig furðuleg fyrirbæri spruttu upp þarna í nágrenni Hallgrímskirkju — ýmsir góð- borgarar og sjálfvaldir fagur- kerar settu ljós sitt undir mæli- ker á síðum dagblaðanna, og voru ómyrkir í máli — svo verð- ur jafnan er eitthvað nýtt kem- ur fram, sem truflar um stund fegurðarskyn fjöldans — en sýn- ingin vakti mikla og verðskuld- aða athygli og mun ákveðið að hún verði árlegur viðburður framvegis. Sýningin í ár er miklu sterkari í heild og upp- setningu, einnig er búið að lag- færa lóðina, sem er til mikilla bóta. Það væri þó hyggilegra að byrja fyrr að sumrinu, á meðan birtu nýtur, svo að minni hætta væri á skemmdum á myndum, sem framin eru í skjóli myrkurs. Þá er gæzla nauðsynleg að ein- hverju leyti og ætti ekki að vera ofviða yfirvöldum borgarinnar — gefist þeim þá ágætt tæki- færi til að ná til þeirra, er reglulega þurfa að fá útrás slíks óeðlis og koma óorði á ung- menni borgarinnar, því að álitið er að hér séu fullorðnir að verki. Ætti að varða háum sekt- um að vera staðinn að verki við slíka iðju, sem er blettur á borg- inni. Áhugi virðist vera almennur á fyrirtækinu, því að fólk hóp- ast um myndirnar, og margur staldrar lengi við og hugsar sinn gang. Ég vil stinga upp á því, að í hvert skifti, sem sýning er tekin niður, sé samtímis skipuð nefnd til þess að undirbúa næstu sýningu — góður undirbún ingur er mikilvægt atriði hverrar sýningar. Þá ætti ekki heldur að þurfa að taka allt er berst hverju sinni. Það væri á- nægjulegt, ef fleiri málarar spreyttu sig á því að móta og senda til sýningarnefndar. — Góð ir málarar geta allt eins haft ríka tilfinningu fyrir áþreifan- legu formi ekki síður en litum. Þá setur sýningin sérstakan og mjög hressilegan blæ á Skóla- vörðuholtið. Að þessu sinni hef- ur enginn fundið tilefni til að deila á sýninguna opinberlega, svo að ég hafi orðið var við — slíkt mætti gjarnan koma fram og þá helst málefnalega. Með fullkomnara skipulagi og mark- vissari undirbúningi aukast einn- ig kröfur um listræn tilþrif. Framvegis verður hver ný sýn- ing tilhlökkunarefni, og hugmynd in, sem nú hefur fest rætur er ótvírætt mikilvægt framlag Myndlistarskólans við Freyju- götu til menningarlífs borgar- innar. Bragi Ásgeirsson. Nauðungaruppboð annað og siðasta á hluta í Þórsgötu 14, hér í borg, þingl. eign Jóhannes Mairels Jónassonar, fer fram á eigninni sjálfri, miðvikudaginn 2. október 1968, kL 15.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Hvassaleiti 153, hér í borg, þingl. eign Ásdisar Ástþórsdóttur, fer fram á eigninni sjálfri, miðvikudaginn 2. október 1968, kl. 15.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 26., 28. og 31. tbl. Lögbirtingablaðsins 1968 á hluta í Sunnuvegi 27, hér í borg, þingl. eign Guð- mundar Guðmundssonar, fer fram eftir kröfu Gjald- heimtunnar í Reykjavik á eigninni sjálfri, miðvikudag- inn 2. október 1968, kl. 11 árdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. N auðungaruppboð sem auglýst var í 26., 28. og 31. tbl. Lögbirtingablaðsins 1968 á hluta í Þvertiolti 7, hér í borg, þingl. eign Björg- vins Gestssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnair i Reykjavík á eigninni sjálfri, miðvikudaginn 2. okóber 1968, kl. 2.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. N auðungaruppboð sem auglýst var í 62., 64. og 65. tbl. Lögbirtingablaðsinis 1967 á Súðarvogi 1, hér í borg, talin eign Stefáns Guðna- sonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík, borgarskrifstofa Reykjavíkur og Útvegsbanka íslands á eigninmi sjáifri, miðvikudaginn 2. október 1968, kl. 11.30 árdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Chevrolet órgerð 1955 tíl sölu Til sýnis að Sólvallagötu 79 næstu daga. BIFREIÐASTÖÐ STEINDÓRS. Torfæruuhsturskeppni Björgunarfélagið Stakkur, Keflavík, gengst fyrir tor- færuaksturskeppni sunnudaginn 29. september kl. 14, við Þorbjörn við Grindavíkurveg. Þátttakendur mæti til skráningar kl. 13.30. Glæsileg verðlaun. — Áhorfendur fjölmennið. * Judodeild Armanns Líkamsrækt — Heilsurækt. Nýir flokkar byrja nú um mánaðarmótin í líkamsrækt og megrun. KONUR: Dagtímar mánud., fimmbud og þriðjud., föstud. Kvöldtimar þriðjud., fimmtud. KARLAR: Hádegistimar mánud., fimmtud. Böð og gufuböð á staðnium. Vegna mikillar aðsóknar eru þær konur sem eiga pantaða tíma í október, vinsamlega beðnar að staðfesta pönt- unina hið fyrsta. Innritun að Ármúla 14 daglega eftir kl. 15.00. Sírni 83295.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.