Morgunblaðið - 28.09.1968, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.09.1968, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. SEPT. 1968 Sjötugur: ✓ Ragnar H. Ragnar, skólastjóri Kagnar Hjálmarsson Ragn- ar skólastjóri Tónlistarskól- ans á ísafirði á í dag sjötugs- afmæli. Eru nú 20 ár liðin síðan þessi merki listamaður og fagurkeri flutti til ísafjarð ar frá Vesturheimi. Mun það mál allra ísfirðinga að dvöl hans og fjölskyldu hans á Isa- firði hafi orðið menningarlífi höfuðstaðar Vestfjarða mikil heillastoð. Hann kom til þess að taka við forustustarfi Jón- asar Tómassonar tónskálds í tónlistarmálum ísfirðinga. Síðan hefur hann verið lífið og sálin í tónlistarlífinu á ísa- firði, verið skólastjóri Tón- listarskóla, stjórnandi kóra og mikill framtaksmaður um hvers konar menningarstarf- semi. ★ Ragnar H. Ragnar er af kjarn- miklum íslenzkum bændaættum. Hann er fæddur að Ljótsstöðum í Laxárdal í S. Þingeyjarsýslu. Foreldrar hans voru Hjálmar Jónsson búfræðingur og bóndi að Ljótsstöðum og Áslaug, dóttir Torfa Bjarnasonar skólastjóri í Ólafsdal. Bræ'ður Hjálmars á Ljótsstöðum voru þeir séra Árni á Skútustöðum, Sigurður bóndi á Yztafelli, Helgi bóndi á Græna vatnx og Vilhjálmur í Máskoti, er var hálfbróðir hsms. Allir voru þeir bræður mikilhæfir sæmdar- og dugnaðarmenn. Suður-Þingeyjarsýsla var á uppvaxtarárum Ragnars vett- vangur mikilla hræringa í menn- ingar- og félagslífi. Þar voru margir gáfaðir og mikilhæfir menn í bændastétt. Á mörgum bæjum sátu skáld og rithöfund- ar. Gróandi og framför mótaði lífið í þessu þróttmikla og fagra bændahéraði. Vitanlega hefur umhverfið Og félagsskapurinn haft mikil áhrif á Ragnar á æskuárum hans. Hann ákvað snemma að afla sér mennt .unar og var aðstaða hans til þess einkar góð, þar sem móðir hans var ágætlega menntuð kona og kenndi honum strax á unglings- árum tungumál. Síðan fór Ragn- ar á unglingaskóla til Húsavíkur og haustið 1918 fór hann í Sam- vinnuskólann í Reykjavík og lauk þaðan prófi á tveimur árum, efstur sinna skólabræðra. Var þá þegar auðsætt orðið að þessi ungi drengur bjó yfir óvenjuleg- um hæfileikum. Hann gerðist síð an um skeið starfsmaður Kaup- félags Þingeyinga, en fer síðan til frekari menntunar út í heim- inn. Ragnar fór árið 1921 til Kanada til tónlistamáms, en hann hafði allt frá bernskuárum haft einlægan áhuga á þeirri göfugu list. Fór hann nú til tón- listarnáms í Winnipeg, en starf- aði í sveitunum þar vestra á sumrin. ★ Ragnar H. Ragnar gerðist nú ágætur tónlistarmaður vestur í Kanada. Hóf hann þar kennslu í píanóleik og gerðist kórstjóm- andi. Jafnframt hélt hann sjálf- ur píanótónleika, bæði í Banda- ríkjunum og Kanada, og hlaut ágæta dóma tónlistargagnrýn- enda. Árið 1941 flytur hann al- farinn frá Winnipeg til Banda- Notnðar Skodabifreiðar Höfum til sölu eftirtaldar bifreiðar: verð kr. 140.000.— — — 100.000.— — — 90.000.— SKODA 1000MB LeLuxe 1967 SKODA 1000MB 1965 SKODA 1202 STATION 1965 SKODA 1202 STATION 1964 — — 85.000.— SKODA 1202 STATION 1964 — — 85.000.— SKODA 1202 SENDIBIFREIÐ 1965 — — 80.000,— SKODA OCTAVIA SUPER 1964 — — 70.000,— Bifreiðarnar eru allar nýskoðaðar og seljast með góðum greiðsluskilmálum. Bifreiðamar verða til sýnis í dag, laugardag 28. sept., að Elliðárvogi 117 milli kl. 13 — 17. Tékkneska bifreiðaumboðið á íslandi h.f. símar 82723 og 19345. Dansskóli Hermanns Ragnars „Miðbœr" Reykjavík Hafnarfjörður Akranes 3-3222 8-2122 1560 Kennum: By r j endur—Framhald. Gamlir og nýir barnadansar. Hjónahópar Alþj óðadanskerfið. 10 hagnýtir dansar. Fjöldi nýrra tilbrigða í öllum dönsum. TÁNINGAR, TÁNINGAR Munið hina vinsælu táningahópa. Allra nýjasti dansinn „Go, Go rythme“. ríkjanna og árið 1942 gengur hann í bandaríska herinn. Árin 1942—1945 dvelur hann síðan að mestu leyti hér á íslandi. Treyst ust þá að nýju tengsl hans við ættarbyggðir og fósturjörð. Árið 1945—1948 býr hann aftur í Bandaríkjunum og á þá heimili í N. Dakota og vinnur þar að tón- listarstörfum. En árið 1948 flyzt hann til Isafjarðar og hefur eins og fyrr segir dvalið þar síðan. Var það fyrsta verk hans þar að móta starf nýstofnaðs Tónlistar- skóla. En einnig stundaði hann kennslu við aðra skóla í bænum i tónfræði og söng. Enn- fremur hefur hann stjórnað Sunnukórnum og Karlakór Isa- fjarðar, hljómsveitxrm og komið fram á fjölmörgum hljómleikum í bænum. Er það ekki ofmælt að Ragnar H. hafi haft víðtæk áhrif á menningarlíf þessa stærsta byggðarlags á Vestfjör’ðum. Kona Ragnars H. Ragnars er Sigríður, dóttir Jóns Gauta Pét- urssonar bónda á Gautlöndum og Önnu Jakobsdóttur Jónssonar frá Narfastöðum í Reykjadal. Eiga þau þrjú yndæl, vel gefin og myndarleg börn, sem einnig eru frábært músikfólk, er hafa tekið mikinn þátt í hljómlistar- lífi tsfirðinga. Frú Sigríður er glæsileg og gáfuð kona, ágætlega menntuð og er heimili þeirra hjóna fagurt og listrænt. En Ragnar H. Ragnar er ekki aðeins merkur tónlistarmaður og listamaður. Hann er einnig mikill bókmenntamaður, bókasafnari og grúskari. Á hann mikið bóka- safn og margt fágætra og gam- alla bóka. Bókum þessum hefur hann safnað bæði í Vestutheimi og hér heima. Sætir það býsnum og fádæmum hversu margar gamlar og merkar bækur hann hefur komist yfir í VesturheimL Sýnir þa’ð enn hversu snaran þátt úr menningarlífi gamla landsins Vestur-íslendingar fluttu með sér til sinna nýju heimkynna. ★ Ragnar H., eins og hann er oft kallaður, er óvenju skemmtilegur maður. Hann er fjölfróður og af honum stendur jafnan hressandi gustur. Hann er hreinskilinn og sjálfstæður í skoðunum, fer jafnan sinar eigin götur, án þess þó að vera öfug- uggi eða sérvitringur. Það er ávallt mikill fengur að því að hitta hann, hvort heldur er á förnum vegi eða á hinu þjóð- lega og listræna heimili hans og frú Sigríðar. Um hann má segja, að hann er í senn sannur heims- borgari og rammíslenzkur tón- listar- og bókmenntamaður. Hann stendur traustur fótum í fornum menningararfi okkar fá- mennu þjóðar en hefur jafnframt gott útsýni yfir hina fögru og víðu veröld listanna. Um leið og ég óska Ragnari H. Ragnar innilega til hamingju á þessum tímamótum æfi hans, er það ósk mín og von-, að ísafjörð- ur og Vestfirðingar allir megi sem lengst njóta mannkosta hans og hæfileika. Vale, vige, flore! S.Bj. Verkamannafélagið DAGSBRÚN TILKYNNING Ákveðið er að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu um kjör fulltrúa Dagsbrúnar á 31. þing Alþýðusam- bandsins. Tillögum með nöfnum 35 aðalfulltrúa og jafn margra til vara, ásamt tilskildum fjölda meðmælenda, ber að skila í skrifstofu Dagsbrúnar fyrir kl. 18 mánudaginn 30. þ.m. KJÖRSTJÓRNIN. Londsmólaiélagið Vörður HÁDEGISVERÐARrUNDUR jf * ‘kj verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu í dag laugardaginn 28. september n.k. kl. 12. Dómsmálaráðherra JÓHANN HAFSTEIN ræðir um ATVINNUÖRYGGI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.