Morgunblaðið - 28.09.1968, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.09.1968, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. SEPT. 1968 Sigfinnur Sigurðsson: Frumkvæöi — Fjármagn — Framtak Skoðunum margra á gangi elnahags- málanna svipar um margt til frumstæðra trúarbragða. Enn í dag trúa mairgir á töframátt sósíalismans. Þau frávik eru þó stunduð að í dag reynt er að gefa þetta meðal í smáskömmtum. Aðferðin er sú, að fyrst er komið af stað sýk- ingu í einstökum atvinnugreinum eða fyrirtækjum, síðan staðfest að eitthvað sé að og sjúklingurinn sé ósjálfbjarga þá er gripið til smáskammtanna, sem eru ríkisafskipti í formi styrkja, lána, uppbóta og ábyrgða og loks ríkisrekstr ar. í eftirmælum má gjarna sjá ummæli sem slík: Einstaklingsframtakið hentir ekki í okkar litla þjóðfélagi. Að útförinni lokinni er draumurinn vakinn upp: ríkisrekstur með ráðum og nefndum, þar sem hver silkihúfa trón- ar upp af annarri, og árangurinn sí- vaxandi rekstrarhalli greiddur af al- mannafé og síminnkandi samræmi milli verðlags og framleiðslukostnaðar. Og rökin: fólkið vill spara gjaldeyri og halda uppi atvinnu í landinu. En fólk- ið veit, að til eru önnur hagstjórnar- tæki til að ná jafnvægi í ntanríkís- verzlun, fullri atvinnu og stöðugu verð- lagi heldur en hókuspókus aðferðir hundraðára trúarbragða. Verðbólga undanfarinna ára hefir vald ið mikilli eftirspum eftir lánsfé, enda hefir það fé, sem fengizt hefir, verið ódýrt því að verðbólgan hefir oft ver- ið meiri en vaxtakostnaðurinn. Á sama hátt hefir höfuðstóH sparifjárins ekki haldið kaupmætti sínum. Það hlýtur að teljast eðlilegt að lán endurgreiðist í sama kaupmætti. Án verðbólgu væri það sjálfgert og fjrnd- ist það engum athugavert. Nú tapa hins vegar sparifjáreigendur. Þeir eiga kröfu til þess að sparfé þeirra verði tryggt. Það kemur sennilega fáum til hugar, að ríkissjóður bjóði einn allra vertryggð skuldabréf eingöngu fil að tryggja hag sparenda. Ríkisvaldið er aðeins að yfir- bjóða lánamarkaðinn og taka til sín það litla sem atvinnuvegirnir hefðu átt kost á. Það er allra hagur, sem vilja stuðla að heiðarlegum viðskiptum, að fjárskuldbindingar verði verðtryggðar. Það er í annan stað orðið nauðsyn- legt að gera sparifjáreigendum kleift að ráðstafa sparifé sínu beirat til at- vinnuveganna eftir þeirra eigin mati í formi eignaraðildar í smáum stíl. Til þess þarf stofnun verðbréfamarkaðar. Það hefir í öðrum löndum sýnt sig, að sparifjáriegendur kunna betur að fara með fé sitt, ef þeir fá til þess tæki- færi heldur en þingkjömir fulltrúar í ríkisreknum lánastofmmum. Það er nefn lega ekki alltaf öruggt að hagræn sjónar mið og póli'tísk greiðvikni eigi samleið. Því hefir verið haldið fram af stjórn- málamönnum að stóriðja sé svo áhættu- söm, að einstaldingur þori ekki að leggja til hennar fé, opinberir aðilar séu einir til þess færir og geti tekið af því áhættu. En hver leggur ríkisvaldinu til fjár- magn? Hvemig væri það ef ríkisvaldið gerði nú einn ríkisbankann að hrein- um fjárfestingarbanka? (Framkvænda- bankinn var spor í þá átt). En hlut- verk fj árfestingarbanka er ma. að að- stoða við uppbyggingu fyrirtækja veita til þeirra fjármagni á móti einkaaðilum, selja síðan sinn hluta, þegar rekstrar- afkoman er orðin trygg og leggja loks fjármagnið í uppbyggingu annars stað- ar. Þannig má með sameiginlegu átaki auka hagræna fjárfestingu í landinu. Augu manna eru nú loks að opnast fyrir því að erlent fjármagn er ekki aðeins æskilegt heldur nauðsynlegt við uppbyggingu nýrra atvinnugreina. Mönn um er að verða það Ijóst, að bætt lífs- kjör eru beinlínis undir því komin að nýjungar og breytingar á framleiðslu- 'háttum eigi sér stað. Það kostar mikið fé og oft þarf tU þess meira fjármagn í einu heldur en hægt er að afla í landinu. Þ á þarf framsýna forystu byggða á kjarki þeirra, sem þora, em ekki á barlómi þeirra sem sífellt klifa á vanmætti og smæð, og halda jafnvel hag þjóðarinnar vænstan, ef hún lifði sem mest á handfæraveiðum og heimilis- iðnaði. - UTAN TJR HEIMI Framhald af bs. 14 að auki, að erlendar rilris- stjórnir — einkum sú banda- ríska — hafi lagt hart að grísku stjórninni að stíga spor í rétta átt, sem gæti gert það au'ðveldara að styðja ríkis- stjórn sem er talin, einkum þó eftir atburðina í Tékkó- slóvakíu,- mikilvæg hernaðar- lega fyrir NATO (sem sumir kynnu að telja skammsýni). Þegar stjórnarskráin hefur verið samþykkt á sunnudag, mun hún taka gildi strax — fyrir utan 12 mikilvægustu greinar hennar, sem m.a. hafa að geyma ákvæði um ritfrelsi og um að látnar verði fara fram frjálsar þingkosningar. Þessi mikilvægu atriði eru geymd til vara, unz ríkisstjóm in telur það „öruggt" að láta þessar greinar taka gildi. Það er vegna þess, að and- stæðingar stjómarinnar em bjartsýnir á, að slæm stjórnar skrá, þegar hún hefur tekfð gildi, geti skipt sköpum og byrjað leiðina til baka í átt til lýðræðis. Það yrði ekki vegna þess, að herforingjarnir hugsi sér það þannig, heldur sökum þess að með mikil- vægustu ákvæðum stjómar- skrárinnar megi að lokum leggja svo hart að stjóminni um framkvæmd þeirra, að her foriragjamir verði að lokum að láta tmdan. Þegar frjálsar kosningar einu sinni hafa ver ið boðaðar, þá er vonazt til, að það muni verða upphaf endis þeirrar stjómar, sem getur ekki vænzt þess að verða langlíf við ritfrelsi og hið fjörlega pólitíska líf, sem venjulega hefur einkennt Grikkland. Að undanfömu hefur mátt sjá merki þess, að ÖH gríska stjómarandstaðan frá hægri til vinstri sé smám saman að finna sameiginlegan heratugan grundvöll fyrir þróun í þessa átt. Það á vissulega vfð, að því er varðar helztu stjórn- málaforingjaraa, sem eru er- lendis nú og þó einkum Kon- stantin Karamanlis, er nú er í sjálfviljugri útlegð í París, en hann virðist vera að hætta að láta sér nægja að standa til hliðar eins og áður og bíð- ur eftir réttu augnabliki til þess að hefjast handa. (Observer, ÖU réttindi áskUin). - DAVÍÐ Framhald af bls. 5 í dag, án öflugs innlendis iðn- aðar. Þess vegna er nausðsyn á að nú þegar verði hafizí handa um að skapa hér á landi jarð- veg, sem iðnaður getur vaxið í, og það held ég að bezt verði gert með því að framkvæma þær tillögur, sem fram koma í álitsgerðinni. Ennfremur þarf að auka skilning þjóðarinnar á því, að það er öllum aknenn- ingi til heilla að kaupa, að öðru jöfnu, fremur innlendar fram- Lífið verzlunarhúsnæði til leigu 1. október við Laugaveg. Tilboð sendist Mbl. merkt: „Góður staður — 2041“. TIL SÖLU Fjögurra herbergja íbúð við Hamrahlíð. Sérhitaveita og sérinngangur. Nánari upplýsingar gefur: Málflutningsskrifstofa Einar B. Guðmundsson, Guðlaugur Þorláksson, Guðmundur Pétursson, Axel Einarsson, Aðalstræti 6, Símar 1-2002, 1-3202 og 1-3602. Söltunarsiúlkur Söltunarstúlkur vantar til Neskaupstaðar. Staltað er inni í upphituðu húsi. Fríar ferðir og fæði. Upplýsingar í síma 21708. Söltunarstöðin MÁNI, Neskaupstað. TILBOÐ ÓSKAST í Caterpillar D7 jarðýtu 2ja tonna, ennfremur Inter- national kranabíl (WRECKER). Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri þriðjudaginn 1. október kL 11. Sölunefnd varnarliðscigna. leiðsluvörur en innfluttar. Að síðustu vtl ég undir- strika það, sem reyndar kemur fram í álitsgerðinni, að að sjálfsögðu hlýtur ætíð að reyna umfram allt á dugnað, vand- virkni og framtak iðnverka- fólks, iðnaðarmanna og iðn- rekenda sjálfra, að þessir aðilar allir geri ítrustu kröfur tU sjálfra sín, bæði til fram- leiðslugæða, afkasta og hag- kvæmni í rekstri. - BALDVIN Frambald af bls. 5 því engum hugur um, að inn- an raða Sjálfstæðisflokksiras er að finna alla þá, sem mest hafa afrekað á sviði iðnaðar hér á landi. Reynslan af þessu ráðstefnu- haldi sannar ótvírætt að sú leið er rétt, sem ákveðin hefur verið af stjórn Fulltrúaráðsins að efna til margra ráðstefna um hina ýmsu þætti atvinnu- lífs og þjóðmála, og að því verður unnið að koma á fleiri slíkum ráðstefnum. Er þegar hafinn undirbúningur að ýms- um ráðstefnum, og má gera ráð fyrir að næst verði tekin fyrir málefni verzlunarinnar og sjávarútvegsins. En einnig og ekki síður eru á dagskrá mikilvæg málefni eins og fræðslumál, menningarmiál og félagsmál. Þessum ráðstefnum verður hagað á líkan hátt og iðnþróun- arráðstefnunni þannig að megin áherzlan verður lögð á að fá mörg og ítarleg erindi flutt á hverri ráðstefnu, svo að sem flest sjónarmið komi fram og að allir þeir Sjálfstæðismenn karlar og konur, ungir sem eldri geti sótt þær ráðstefnur, sem þeir hafa áhuga á. Jafn- framt verður hverri ráðstefnu skipt niður í umræðuhópa sem skila skriflegum greinargerð- um um þau málefni, sem þar hafa verið tekin til umræðu. Á þennan hátt hyggst stjórn Fulltrúaráðs Sjðlfstæðisfélag- anna veita Sjálfstæðismpnnum í Reykjavík sem greiðastan aðgang að mótun stefnu flokks- ins í hinum ýmsu málaflokk- um. Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu mmiiiiuiniin BILARIII Mikið úrval af notuðum bílum. Hagstæðir greiðsluskil- málar. Beztu kjörin: Þeim fækk- ar óðum — Rambler Classic bíluraum, sem seljast án útborgunar — gegn fasteignaveði. Enn eru eftir: Árg. 1963 — einn bíll. Árg. 1965 — tveir bílar. Árg. 1966 — einn bíll. Verzlið þar sem úrvalið er mest og kjörin bezt. LOFTSSON HF. Hringbraut 121 — 1Ö600 lllllllllllllllllll ]N Rambler- umboðið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.