Morgunblaðið - 28.09.1968, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.09.1968, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. SEPT. 1968 að ræða, sagði Graham. — Þér væri betra að koma til Byblos með okkur, eins og allt er í pott- inn búið. Þá geturðu líka kynnt þér starfið og vanizt arabisku umhverfi. Komdu þá! Við skul- um koma okkur af stað. Við er- um þegar orðnir of seinir. Hann fór með hana út og kynnti hana þar Davíð Game. — Hann er einn jarðfræðing- urinn okkar. Þetta var dökk- hærður maður, stillilegur á svip- inn, og Jill komst strax að þeirri niðurstöðu, að hann mundi verða ágætis ferðafélagi. Dyra- vörðurinn var þegar farinn að hrúga farangrinum hennar á stóran vörubíl, sem var hlaðinn kössum og bögglum og pokum. Þá benti Graham henni upp í aftursætið á gráum bíl. Hann settist í ökusætið og Davíð Game við hliðina á honum, og þau voru komin af stað áleiðis til þjóð- sagnaborgarinnar lengra upp með ströndini. Þetta hafði allt gengið svo fljótt, að Jill gat varla trúað sinni eigin heppni. Hún sat þarna í einskonar leiðslu meðan mál- uðu húsin þutu framhjá þeim, en pálmar voru fram með brún- inni á rykuga veginum og strák ar á skellinöðrum smugu í krók um gegn um umferðina. Nú voru þau komin á veg, sem lá fram með vík, með stór kostlegu útsýni. Falleg hvít íbúð arhús í skrautlegum görðum voru niðri við sjóinn, en uppi á klettunum fyrir ofan var stór bygging, líkust kastala. — Þetta er Jounieh, sagði Gra ham og leit um öxl. — Ogþarna uppi er spilabankinn. Þar sem kunningjar okkar voru í gær- kvöldi Jill horfði á húsið. — Já, stað urinn, sem olli öllum þessum vandræðum. — Var það? spurði Graham. — Sandra hefur þó komizt heim heil á húfi? Oliver hefur séð um það. Já, hún komst heim,- svar- aði Jill stuttaralega. — En hvaða hús er hitt? Ljósrauða húsið með skrautlegu jarngrind unum? Hún þóttist þess alveg viss, að Graham hefði enga hug mynd um það sem gerðist í spila bankanum. Eftir hálftíma voru þau kom- in til Býlbos. Staðurinn var rétt eins og Jill hafði ímyndað sér arabiskt þorp — staður, þar sem tíminn virtist hafa staðið kyrr hundruðum ára saman, að undanteknum einstaka bíl og saumavél, sem hjólfættur skradd ari steig úti á gangstéttinni. Þau hristust gegn um bogahlið við kastalarústir og smugu síðan eft ir þröngum og krókóttum stíg- um, þar sem allt var fullt af fólki, allt þangað til Jill hafði gjörsamlega misst allt áttaskyn Hún sá ekki annað en hvíta steinveggi og tré, sem voru eins og fiðruð, geitur og asna, sem voru allsstaðar á ferli, svo og dularfullar konur með andlits- blæjur og einkennilega svart- skeggjaða katlmenn. Þarna voru söluskýli þar sem kaupmennir- nir sátu á teppum, og margir gráhundar, og meira að segja úlfaldar, sem smugu gegn um há væra mannþvöguna. Einstöku sinnum glitti í bláan sjóinn milli bygginganna og fornlegri mosku brá fyrir uppi á háum kletti. Allt i einu sneri Graham snöggt við yfir steinbrúna og inn í húsa garð þar sem gosbrunnur þeytti vatninu upp í loftið. Þegar hann stanzaði, var hliðinu lokað vendi 'lega á eftir þeim. Tveir dökk- brúnir strákar, í einhverju, sem Jill sýndist vera náttskyrtur, komu og opnuðu bíldyrnar, en aðrir, svipað klæddir, tóku til að losa af vörubílnum. Graham fór á undan inn í forsal með mósaíkgólfi og inn í autt svalt herbergi, þar sem voru skrif- borð, borð og lampar. Hann kynnti Jill rosknum manni, sem hét Hammond Barker, og með- 122-24 1-32262 UTAVER Vinyl veggfóðrið komið. Mikið úrval an þau voru að tala saman, kom Oliver inn. — Hæ, Graham, sagði hann — Ég ætlaði að . . Jill! Hvað í dauðanum ert þú að gera? Reyndu ekki að segja mér, að þú hafir ákveðið að verða yfir- matselja hérna hjá okkur! Jill skýrði málið fyrir hon- um. Oliver leit á hana hugsi. — Það virtist svo sem Goliat hafi snúist hugur heldur snögglega! Skrítið með þessa Kana. En hvað varð af Söndru? Er hún hér líka? — Nei, hún flaug heim í dag. Ætli hún sé ekki um það bil komin til Rómar núna. En ég vildi vera hér áfram ti'l þess að sjá eitthvað meira af landin. — Jæja, þú færð nú lítið tæki færi til þess með leiðangrinum, sagði Oliver. Feit Arabakona í einhverskon ar pokakjól fór nú með Jill eftir óendanlegum göngum með ber- um steinveggjum, og inn í her- bergi, þar sem ekkert var inni SHEAFFERS-penninn er einmitf fyrir yður Fallegt útlit, beztu ritgæði það er Sheaffer’s penni. Sheaffer’s pennar og kúlupennar við allra hgefi. Sheaffer’s í skólann. Sheaffer’s við vinnuna. Sheaffer’s til gjafa. Hjá næsta ritfangasala er fáanlegt úrval af Sheaffer’s pennum. Sheaffer’s penni einmitt við yðar hæfi. £ SHEAFFER SHEFFER'S umboðid Egill Guttormsson, Vonarstræti 4, Sími 14189. — Ég er hætt að finna hár á .jakkanum þinum er hún sköll- ótt sú sem þú heldur við núna? nema ein skrautmáluð kista og heljarmikil dyngja af teppum og koddum. Töskurnar hennar stóðu á skrautlegri ábreiðu eldrauðri, og rétt þar hjá var eitthvað sem líktist mest hnakk eða söðli Konan benti henni, að hún skyldi setjast á þetta Jill gerði svo og fannst henni sætið furðu þægilegt. Konan skríkti og benti á ofurlítinn krók þar sem var skál og kanna. Síðan þaut hún út. Jill tók upp það, sem hún þurfti helzt að nota og velti því fyrir sér, hversu lengi hún þyrfti að vera þarna .Eini glugginn var hátt uppi og með hlerum fyrir, en henni tókst samt að opna hann og leit nú út á þetta stór- furðulega útsýni, sem var ekk- ert nema himinn og sandur. Hún flýtti sér að þvo sér og greiða og málaði sig ofurlítið í framan. Það var spegill í kistunni og í honum sá hún alvarlegt andlit sitt og svo gráa léreftskjólinn. Nú var Jill tekið að svengja. Hún fór aftur út í gangana og reyndi að rata til baka í skrif- ! stofuherbergið, þar sem hún hafði yfirgefið karlmennina, en það mistókst. Hún var al'lt í einu kominn út í einhverskonar klaust urgang, og þar var pollur og snotrir marmarabogar. En þegar hún leit við, var Oliver komin rétt til hennar. — Ég er að villast, játaði hún. — Segðu mér, hvernig ég á að komast aftur í skrifstofuna. — Þú vénst nú svona húsa- kynnum, ef þú verður með leið- angrinum, sagði hann. — Ég skal fara með þig þangað eftir nokkr ar mínútur, en fyrst þarf ég að tala við þig Jill. Hvað kom eig- inlega fyrir hana Söndru? — Kom fyrir hana? Nú, hán flaug áleiðis til London klukk- an fjögur. Það var ég búin að segja þér. — En það gerði hún bara ekki. Ég var rétt að hringja í flugstöðina og það hafði engin ungfrú James farið með vélinni. Jill glápti á hann — Já, en hún hlýtur að hafa farið. Við fórum saman á flugvöllinn og þegar ég ákvað að verða kyrr, 28. SEPTEMBE. Hrúturinn 21. marz — 19. apríl. Það er undir þér sjálfum komið, hvað þér verður ágengt. Ef heppnin er með, þá gefst þér langþráð tækifæri til að fara í ferðalag. Nautið 20. apríl — 20. maí. Vinir og skyldulið vinna vel saman í dag, þótt það gildi ekki um þá sem í valdastöðu eru. Gættu fyllsta öryggis, og gerðu þér dagamun í kvöld. Tvíburarnir 21. maí — 2. júní. í dag skeður áreiðanlega eittíhvað óvænt, kannske fleira en eitt. Ef þú hefur ástæðu til að barma þér, skaltu vera þess full viss, að þú þekkir allar aðstæður. Krabbinn 21. júní — 22. júlí. Þér virðist allir vera heldur tómlátir. Stattu einn, þar til eitt- hvað skýrist í kringum þig. Ljónið 23. júlí — 22. ágúst. Úr því að svona mikil ringulreið virðist ríkja í kringum þig, skaltu slá öllu upp í kæruleysi og fara í berjamó, en þó í vinahópi. Meyjan 23. ágúst — 22. september. Þig fýsir farar i allar áttir I dag. Láttu skynsemina ráða í aðalatriðum. Vogin 23. september — 22. október. Nýjar hugmyndir eiga erfitt uppdráttar í dag. Sparaðu þér því ómakið, þar til er landið liggur betur. Lestu þig vel til í kvöld. Sporðdrekinn 23. október — 21. nóvember. Þú skalt vinna laugardagsverkin. Vertu öruggur um, að það sem þú kaupir verði nægilegt til þess, er þú ætlar það. Þótt einhverjir séu það, sem ekki skilja þig til hlitar nú, kann svo að fara, að þeim skiljist tilgangur þinn síðar. Bogamaðurinn 22. nóvember — 21. desember. Þótt margt virðist fremur óákveðið nú, virðist einhver hreyfing vera á félagslífinu hjá þér í kvöld. Þiggðu því heimboð, en vertu ekki að binda þig til frambúðar. Steingeitin 22. desember — 19. janúar. Það skiptir ekki höfuðmáli, hvað þú tekur þér fyrir hendur í dag, heldur hvaða leiðir þú velur. Reyndu að kanna hug þinn, og ef þú ert óánægður, skaltu reyna að finna leiðir til að bæta hag þinn, og afkasta meiru, en þú hefur hingað til gert. Vatnsberinn 20. janúar — 18. febrúar. Það er nokkurs vert að kunna að hafna. Það eru fleiri, sem kunna það, einkum gagnvart þér og hugmyndum þlnum. Góð helgi. Fiskarnir 91. febrúar — 20. marz. Fólk I valdastöðu er óbærilegt í dag. Fylgdu rómantíkinni fast eftir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.