Morgunblaðið - 28.09.1968, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.09.1968, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. SEPT. 1988 Útgefandi Hf Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Sigurður Bjamason frá Vigur Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúl Þorbjöm Guðmundsson. Fréttastjóri Bjöm Jóhannsson. Auglýsingastjóri Arni Garðar Kristinsson. Ritstjóm og afgreiðsla Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar Aðalstræti 0. Sími 22-4-80. Askriftargjald kr 120.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu. Kx. 7.00 eintakið. TRÚINÁ FRAMTÍÐINA t'ngri furðu sætir þótt ís- ^ lendingum verði um þess ar mundir tíðrætt um erfið- leika bjargræðisvega sinna. Þjóðin hefur undanfarin ár lifað við meiri velmegun en nokkru sinni fyrr. Þessi vel- gengni hefur birtst á öllum sviðum þjóðlífsins. Fólkið þekkir þetta af sinni eigin persónulegu reynslu. Megin orsök hinna bættu lífskjara hefur að sjálfsögðu verið aukin framleiðsla og af- köst atvinnutækjanna. En á sama hátt og almenn- ingur þekkir þessa sögu, hlýt ur hann einnig að gera sér ljóst, að það eru verðfall og aflabrestur, sem valda þeim vandkvæðum, sem þjóðin horfist nú í augu við. íslenzk útflutningsframleiðsla hefur ekki þolað það áfall, sem geysileg verðlækkun útflutn ingsafurðanna á erlendum mörkuðum hefur haft í för með sér. Vélbátaútgerð, tog- arar og frystihús, sem svo að segja eingöngu hafa staðið undir gjaldeyrsisöflun lands- manna hafa ekki haft aðstöðu til þess á undanförnum vel- gengnisárum að búa sig undir að mæta verðfalli og afla- bresti. Þess vegna er nú svo komið, að þessi aðalfram- leiðslutæki landsmanna eru flest stórskuldug og sum stöðvuð eða í þann veg að stöðvast. Þegar á þetta er litið getur engum blandast hugur um, að þótt margt sé ógert og kalli að í íslenzku þjóðfélagi, þá er það þó þýðingarmest að nýr grundvöllur verði lagður að aðalframleiðslugreinum landsmanna. Að þessu verður þjóðin að snúa sér af fullum krafti og fullkomnu raunsæi. ★ Ekki er ástæða til þess að örvænta um það, að íslending ar beri gæfu til þess að mæta af ráðdeild og framsýni þeim vandamálum, sem nú krefjast fyrst og fremst lausnar. Þessi litla þjóð hefur oft áður mætt stórbrotnum erfiðleikum og sigrast á þeim. Trú hennar á framtíðina og getu sína til þess að tryggja áframhald- andi þróun og uppbyggingu í þjóðfélagi sínu skiptir því meginmáli. Enda þótt þjóðin öll þurfi um skeið að taka á sig nokkrar byrðar yfir erfið- an hjalla þarf það ekki að þýða varanlega lífskjaraskerð ingu. Þvert á móti bendir margt til þess að verðlag ís- lenzkra afurða hækki og verði hagstæðara innan tiltölulega skamms tíma. Það er líka gömul og ný saga að afla- brögð eru misjöfn frá ári til árs. Þess má þá einnig minnast að þjóðin stendur nú í upp- byggingu stóriðjufyrirtækja, sem í senn skapa verulega at- vinnu og aukin gjaldeyris- verðmæti. Síðast og ekki sízt á íslenzka þjóðin í dag glæsi- lega og þróttmikla æsku, sem áreiðanlega er þess albúin að takast á við mikil verkefni. Að sjálfsögðu verður þjóðfé- lagið að skapa unga fólkinu sem bezta aðstöðu til þess að njóta hæfileika sinna. íslenzka þjóðin hefur geng ið stórhuga að hinu mikla upp byggingarstarfi síðustu ára. Stórhugur hennar nú verður að birtast í því að ráðast af manndómi og raunsæi gegn stundar erfiðleikum. Ef hún gerir það, á hún farsæla og þroskavænlega framtíð í vændum. ALDREI MEIRI GAGNASÖFNUN rramsóknarblaðið segir enn, * að ekki hafi nægilega vel verið unnið að gagnasöfn un um ástand efnahagsmál- anna. Þetta er rangt. Það hef ur aldrei verið lögð jafn mikil vinna í gagnasöfnun og skýrslugerð um efnahags- ástandið og einmitt nú. Gagn rýni af þessu tagi er því út í hött. Hitt er Ijóst, að ekki var hægt að styðjazt við tölur á miðju ári og óvissa um síld- veiðarnar hlýtur að hafa þau áhrif að ekki er enn hægt að gera sér fyllilega grein fyrir ástandinu og horfum. Mikið er undir því komið, hvort síldveiðarnar gangi vel í haust. En þar til það liggur frekar fyrir er ekki hægt að gera sér skýra grein fyrir ástandinu, og til hve róttækra aðgerða þarf að grípa. FULLVELDI KOMMÚNISTA- RÍKJA TAKMARKAÐ V^firlýsing rússneska komm- únistablaðsins Pravda nýlega um að kommúnista- lönd geti ekki notið ótakmark aðs fullveldis, hlýtur að vekja mikla athygli um allan hinn frjálsa heim. Pravda segir fullum fetum, að sérhver kommúnistaflokkur sé ekki ||i yss j U1 ÍAN UR HEIMI Verður stjórnarskráin grísku herforingjunum tvíbeint vopu? Eftir Leslie Finer Sú tilhneiging hefur verið fyrir hendi erlendis, hvar- vetna þar sem áhugi á fram- tfð Grikklands er enn til stað ar, að álíta þjóðaratkvæða- greiðsluna á sunnudaginn kem ur sem mikilvægan áfanga þar sem fram komi möguleikinn á því, að einhvern tímann í framtíðinni verði snúið aftur til þingræðisstjórnar í land- inu. Þetta hefur vissulega verið kjarninn í ummælum, sem verið hafa herstjórninni í vil og höfð hafa verið eftir ýmsum mönnum kunnum í op inberu lífi, er þeir sneru heim aftur frá Grikklandi, eftir að þeir höfðu þegið bo'ð herstjórn arinnar til þess að heimsækja landið og fengið leiðsögn í því skyni að fá „rétta“ skoðun á fyrirætlunum stjómarinnar. En er þetta svo merkur á- fangi? Ýmsar ástæður benda til hins gagnstæða, að minnsta kosti við það, sem herforingj amir ætla almennt. 1 fyrsta lagi benda fréttir frá Aþenu til þess, að þjóðar- atkvæðagreiðslunni sjálfri sé stjórnað en ef til vill ekki jafn opinskátt og fyrst var áætlað með því að neyða kjós endur til þess að taka upp bláan kjörseðil (þjóðarlitur Grikklands) til þess að segja „já“ eða þá rauðan seðil (lit- ur kommúnista) til þess að segja „nei“. En þeir kjósendur, sem vilja myndu láta í ljós andúð sina annaðhvort á stjórnarskránni e’ða þá andmæla rétti herstjórn arinnar til þess að bera hana fram, verða að sæta svipuð- um órétti. I fréttum frá Aþenu segir, að verið sé að „rann- saka“ alla eftirlitsmenn með kosningunum á kjörstöðum og að þeir hafi fengið fyrir- mæli um að afhenda kjósend- um aðeins „Já“-seðil, sem verður til þess, að þeir verða að biðja sérstaklega um „Nei“ seðil, ef þeir vilja hann. Augljósasta staðreyndin um, að kosningarnar eru ekki frjálsar, felst í því, að þrátt fyrir fyrri opinberan ávæn- ing um hið gagnstæða, fara kosningarnar fram undir her- lögum, þar sem yfirvöldin geta handtekið hvem, sem þeim þóknast og fullkomin ritskoðun helzt. Stjórninni mun samt vera umhugað um að sanna það fyrir heiminum, að þjóðarat- kvæðagreiðslan sé fullkom- lega frjáls og s.ú þekkta að- ferð hefur verið tekin upp nú að bjóða velviljuðum erlend- um stjórnmálamönnum og mönnum úr opinberu lífi — alls um 30 manns — til þess að fylgjast með kosningun- um. Slíkar hugleiðingar út á við áttu vafalaust aðalþáttinn í því, að 23. september sl. voru látnir lausir nokkrir kunnir grískir stjórnmálamenn, sem haldið hafði verið í stofufang- elsi eða sendir í útlegð til ein- hverra af grísku eyjunum. (Á Fapadopoulos. meðal þeirra voru George Papandreo og Panayotis Kan- ellopoulos, báðir fyrrverandi forsætisrá’ðherrar Grikk- lands). En fyrra loforð um að láta alla stjórnmálamenn lausa fyrir þjóðaratkvæða- greiðsluna var ekki haldið. Aðeins sjö hlutu náð og jafn- vel þeir voru ámmntir um að gagnrýna ekki stjórnina, því að ellegar yrðu þeir sviptir frelsi sínu að nýju. En þrátt fyrir raunverulega eða sálræna nauðung, hversu mikil sem hún kann að vera, þá hefur gríska stjórnin ekkert að óttast var’ðandi úr- slit kosninganna. Jafnvel þó að þær færu fram á fullkom- lega frjálsan hátt, yrðu lyktir þeirra vafalaust þær, að stjórn arskráin yrði samþykkt með miklum meirihluta. Þetta verð ur auðvitað túlkað af ríkis- stjórninni sem samþykki við 17 mánaða stjórn hennar. I rauninni væri miklu rétt- ar að túlka þetta á þann veg, að valinn hefði verið skárri kosturinn af tveimur slæm- um. Hverjar yrðu afleiðingar þess, að stjórnarskránni yrði hafnað af meirihluta atkvæða — ef gert yrði ráð fyrir, að slík úrslit yrðu viðurkennd og tilkynnt á heiðarlegan hátt af stjórninni? Það myndi að- eins verða til þess að stað- festa ótta þeirra, sem völdin hafa, að þeir stjórna enn með valdi en ekki af því, að þeir njóti trausts fólksins. Það myndi gera Papadopoulos forsætisráðherra kleift að halda því fram með sínu lækn jsfræðilega orðskrúði, að sjúkl ingur hans — gríska þjóðin — væri enn sjúk og þarfnaðist frekari meðferðar. Og þá myndi hann halda áfram að stjórna án stjórnarskrár eins og hann hefur gert frá því í apríl 1967. GÖLLUÐ STJÓRNARSKRA VERRI EN ENGIN Undir þessum kringumstæð um er líklegt, a'ð þeir Grikk- ir, sem eru í eindregni and- stöðu við stjórnina og skilja, að játandi atkvæði þeirra kunni að verða misskilið, segi samt já í atkvæðagreiðslunni. Þeir álykta einfaldlega sem svo, að áframhaldandi stjórn herstjórnarinnar með ein- hverri stjórnarskrá sé heppi- legri en herstjórn með alls engri stjómarskrá. Ástæðan er sú, að þrátt fyrir það, að stjórnarskrá sú, sem borin hefur verið fram sé gölluð, að því er varðar að tryggja almenn mannrétt- indi, þó er hún talin vera hugsanlegur aflvaki, sem gæti, er fram liðu tímar, breytt ástandinu í Grikklandi. Þetta er að minnsta kosti von von- svikinna lýðræðislegra grískra stjórnmálamanna heima fyrir og erlendis. Þar ti) nú hafa þeir reynt í örvæntingu en árangurslaust að koma and- stöðu sinni í virka fram- kvæmd. Nú telja þeir, að stjórnarskráin geti komið þeim að liði. Þessi bjartsýni byggist á þeiri skoðun, að gríska stjórn in hafi neyðzt til þess að setja einhvers konar stjómarskrá, sökum þess að henni hafi ekki tekizt að afla sér stuðning al- mennings. Þá hafi komið til Framhald á bls. 8 aðeins ábyrgur gagnvart þeirri þjóð, sem hann starfi með, heldur öllum kommún- istalöndum og allri heims- hreyfingu kommúnista. Þetta þýðir að sjálfsögðu, að það eru hagsmunir Sovét- Rússlands, sem eiga að setja fullveldi annarra kommúnista ríkja takmörk! Samkvæmt þessu hafa So- vétríkin rétt til þess að ráðast á hvaða kommúnistaríki sem er, ef „æðsta ráðið“ í Moskvu telur að það fylgi ekki rétt- um forskriftum hins alþjóð- lega kommúnisma. Þannig réttlæta þá Sovét- ríkin innrás Varsjárbanda- lagsríkja í Tékkóslóvakíu. Innrásin í þetta bandalags- ríki Sovétríkjanna hefur sem sagt verið gerð til þess að verja hagsmuni Rússa og „heimssósíalismans.“ Leiðtogar Sovétríkjanna segja meira í fyrrgreindri Pravdagrein. Þeir segja, að þeir séu staðráðnir í því að halda áfram slíkri baráttu gegn „andsósíalistískum“ öfl- um í Tékkóslóvakíu og þá einnig að sjálfsögðu annars staðar í þeim löndum, sem búa við kommúniskt skipu- !ag. Eftir þetta getur enginn maður með fullu viti efast um það, að „sósíalismi“ þeirra í Moskvu á ekkert skylt við það sem venjulegt fólk kallar frelsi og lýðræði. „Moskvu- sósíalisminn“ er ekkert ann- að en kaldrifjuð heimsyfir- ráðastefna, sem byggir á al- gjöru einræði og fyrirlitningu á frumstæðustu mannréttind um. Þetta er holl lexía fyrir þá menn hér á landi og annars staðar, sem talið hafa hið austræna „alþýðulýðræði“ vera hið eina sanna lýðræði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.