Morgunblaðið - 05.10.1968, Side 1
28 SIÐUR
218. tbl. 55. árg. LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1968 Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Mynd þessi var tekin í Tlalteloco-hverfinu í Mexikóborg aðfaranótt fimmtudags. Sýnir hún her-
mann munda byssu til að skjóta táragassprengjum, en í baksýn er brennandi strætisvagn.
Ferðamenn varaðir við
að heimsækja Mexíkó
Stúdentar hóta frekari mótmœlaaðgerðum
Mexíkóborg, 4. okt. (AP-NTB)
• Allt var með kyrrum kjörum
í Mexikóborg í dag eftir átökin
miklu milli stúdenta og lögreglu
á miðvikudagskvöld og í gær.
• Ljóst er að um 30 manns biðu
bana í átökunum, en ekki hefur
verið kastað tölu á þá, sem særð-
ust. Vitað er þó að þeir skipta
hundruðum.
• Fréttamaður AP í borginni
segir í dag, að upp hafi komizt
um sérstakan „þjóðfrelsisher",
sem talið er að staðið hafi fyrir
manndrápunum aðfaranótt
fimmtudagsins. Hafi „her“ þessi
gefið út tilkynningu fyrir hálf-
um mánuði, þar sem ferðamenn
eru varaðir við því að koma til
borgarinnar.
Fréttaritari AP, Stratford G.
Jones, barst í dag fréttatilkynn-
ing „þjóðfreisishersins“, sem dag
sett er 20. september sl. Segir
þar meðaf annars, að stofnað
hafi verið til hersins til að segja
„glæpsamlegri ríkisstjórn Gust-
avo Diaz Ordaz, forseta, stríð á
hendur“, eins og komizt er að
orði.
„Vi'ð afneitum allri ábyrgð á
því, sem koma kann fyrir þá, er
heimsækja land þar sem raun-
verulega ríkir borgarastyrjöld,"
segir í tilkynningunni. Er þar ber
sýnilega verið að vara væntan-
lega áhorfendur og þátttakendur
í Olympíuleikunum við að koma
til Mexikó.
Bent er á að leyniskyttur þær,
sem héldu uppi skothríð á veg-
farendur við „Torg siðmenning-
anna þriggja" aðfaranótt fimmtu
dags hafi verið búnar hríðskota
byssum, og hafi komið sér vel
Hernámsliö áfram í Tékköslóvakíu
Moskvuviðræðum lokið c>g tékk-
nesku leiðtogarnir iarnir heim
Moskvu. 4. okt. (AP-NTB).
TVEGGJA daga viðræðum
leiðtoga Tékkóslóvakíu og So
vétríkjanna lauk í Moskvu í
kvöld, og eru tékkóslóvakísku
leiðtogarnir nú farnir heim
til Prag.
Að viðræðunum loknum
var gefin út yfirlýsing þar
sem segir meðal annars að
leiðtogarnir hafi orðið sam-
mála um að hluti hernámsliðs
Varsjárbandalagsríkjanna
verði áfram í Tékkóslóvakíu
eftir að ástandið er þar kom-
ið í „eðlilegt“ horf. Ekki er
þess getið hve mikill hluti er-
lenda herliðsins verður áfram
í landinu, en óstaðfestar fregn
ir hafa skýrt frá því að so-
vézku leiðtogarnir hafi kraf-
izt þess að fá að hafa áfram
um 100 þúsund manna lið við
landamæri Tékkóslóvakíu og
Vestur-Þýzkalands, en boðizt
þess í stað til að kalla heim
það sem umfram er, eftir því
sem ástæður leyfa. Er þar um
að ræða hálfa milljón her-
manna.
Viðræðurnar fóru fram með
mikilli leynd, og voru aðeins þrir
fulltrúar viðstaddir frá hvoru
landi. Fulltrúar Tékkóslóvakíu
voru þeir Alexander Dubcek
flokksleiðtogi, Oldrich Cernik
forsætisráðherra og Gustav
Husak flokkslei’ðtogi í Slóvakíu,
en fulltrúar Sovétríkjanna voru
Leonid Brezhnev flokksleiðtogi,
Alexei Kosygin forsætisráðherra
og Nikolai Podgorny forseti.
Engir túlkar voru viðstaddir,
því viðræðurnar fóru fram á
rússnesku. Ekkert var tilkynnt
Framhald á bls. 27
SKOTIN A STUTTU FÆRI
Lýsing á hryðjuverkum sambandshersins
í Nigeriu á evrópsku hjálparfólki
Stokkhólmi, 4. október NTB
Sænski Rauða kross- starfs-
maðurinn, Robert Car’lsson, jú
góslavneski læknirinn Drajau
Hercog og brezku trúboðshjón-
in Albert og Majorie Savoury
voru skotin til bana af ör-
stuttu færi af nigeriönskum her
manni, segir Carl Swartz,
sænski sendiherrann í Lagos í
skýrslu um þetta mál til sænska
utanríkisráðuneytisins.
Um hádegisbil 30. september
sl. sótti herlið sambandsstjórn-
5 veitas tjórnar-
í Finnlandi
kjör
Helsingfors, 4. okt. (NTB).
EFNT verður til sveitarstjórna-
kosninga í Finnlandi á sunnudag
og mánudag, og er ekki búizt við
neinum meiriháttar breytingum
á fylgi flokkanna. Verða alls
kjörnir um 12 þúsund fulltrúar í
bæja- og sveitastjórnir um allt
Finnland, þó ekki á Álandi.
Kosningabaráttan hefur farið
mjög rólega fram, og er búizt við
minni kosningaþátttöku en í síð-
ustu kosningum. Alls eru fram-
bjóðendur um 61 þúsund, eða
rúmlega fimm keppendur um
hvert stjórnarsæti að meðaltali.
Skiptingin í dag er þannig, að
Framhald á bls. 27
arinnar inn í bæinn Okigwi og
framhjá sjúkraskýli, sem liggur
í útjaðri bæjarins. Starfsfólkið
þar hafði leitað skjóls bak við
vígi, sem það hafði komið sér
upp með þurrmjólkursekkjum,
en fólkið var fljótlega umkringt
af um það bil 30 sambandsstjórn
arhermönnum. Var starfsfólkinu
skipað að ganga fram, en síðan
misþyrmdu nokkrir hermenn
sænska Rauða kross-manninum
Bengt Rehnström og júgóslav-
neska lækninum Mischa Vucine,
að því er fram kemur í skýrsl
unni, og tæmdu vasa þeirra.
Allt í einu hóf einn hermann
anna skothríð á örstuttu færi.
Brezku hjónin, Hercog og Sví-
inn biðu samstundis bana, en
annar Svíi, Percy Nilsson, særð
ist alvarlega. Höfðu fimm kúlur
hæft hann í hægri öxlina.
Einn, ef til vill tveir liðsfor-
ingjar, eða liðþjálfar —■ einkenn
ismerki þeirra höfðu þeir tekið
af sér fyrir bardagann —
reyndu árangurslaust að skipa
hermönnunum að fara burt, bæði
á undan og eftir að morðin áttu
sér stað. Major í sambandshern
um tókst þó fljótlega að koma
stjórn á og þau, sem eftir lifðu
voru fyrst flutt til sjúkrahúss
og síðar til aðalstöðva fimmtu
liðsveitar sambandshersins, þar
sem þau héldu fyrir um nótt-
ina, unz þau gátu haldið áfram
ferð sinni.
Ekki hefur verið unnt að fá
það staðfest, hvort hermaðurinn
sem skaut, hafi verið drukkinn,
eins og áður hafði verið skýrt
frá, segir í skýrslu sænska
sendiherrans.
Framhald á bls. 27
Djilos til London
Belgrad, 4. okt. — NTB —
JÚGÓSLAVNESKI rithöfundur-
inn Milovan Djilas fór í dag
ásamt fjölskyldu sinni til Lond-
on. Eftir tíu daga dvöl þar held-
ur hann áfram til Bandaríkjanna
þar sem hann mun flytja fyrir-
lestra við Princeton háskólann.
Er þetta fyrsta utanför rit-
höfundarins til vestrænna ríkja
eftir að hann var leystur úr haldi
árið 1966 samkvæmt fyrirmælum
Títós forseta. Djilas hefur marg-
oft verið dæmdur til fangelsis-
vistar, síðast árið 1962 eftir að
hafa verið sakaður um að ljósta
upp ríkisleyndarmálum í bók
sinni „Viðtöl við Stalín". Var
hann þá dæmdur til fimm ára
fangelsisdvalar.
Við komuna til London sagði
Djilas, sem var varaforseti Júgó
slavíu þar til árið 1954, þegar
hann var rekinn úr flokknum, að
Júgóslavar óttuðust innrás Sov-
étríkjanna, en þeir mundu verj-
ast. Sagði hann að ef Sovétrík-
in gerðu innrás í Júgóslavíu, yrðu
Vesturveldin að veita Júgóslöv-
um hernaðarstuðning — jafn-
vel þótt það leiddi til kjarnorku-
styrjaldar. „Það er betra að berj
ast við Adríahafið en við Erma-
sund“, sagði hann.
Umsátrinu lokiö
John James í vörzlu lögreglunnar
Wellington, Englandi, þeirra hjóna í gislingu, og hót
4. okt. (AP). aði að skjóta hvern þann, er
LOKIÐ er rúmlega hálfs reyndi að komast inn í hús-
mánaðar umsátri lögreglunn- ið. Sat hann lengi á verði við
ar um hús bóndans Johns glugga á efri hæð hússins með
James við Wellington, hlaðna haglabyssu.
skammt norð-vestan við Ættingjar Johns James
Birmingham í Mið-Englandi. hafa fært honum mat og vist-
Lokaði James sig inni hinn 18. ir, sem þeir hafa skilið eftir
september síðastliðinn eftir við útidyrnar. Hafa þeir marg
smávægilegt umferðarbrot, sinnis skorað á bónda að gef-
sem lögreglan þurfti að fá ast upp, en ekkert orðið
skýrslu um. Hélt hann konu ágengt. í dag komust fjórir
sinni og fjórum börnum Frambaia á bis. 27