Morgunblaðið - 05.10.1968, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.10.1968, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 196« Útgefandi Framkvæmdastjóri f Ritstjórar Ri-tstj órnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgrei'ðsla Auglýsingar Askriftargjald kr. 130.00 í lausasölu Hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Sigurður Bjamason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Arni Garðar Krktinsson. Aðalstræti 6. Sími 10-100. Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. á mánuði innanlands. Kr. 8.00 eintakið. SJÁLFSTÆÐISSTEFN- AN OG ÆSKAN k ndstæðingar Sjálfstæðis- flokksins eiga erfitt með að átta sig á því, hvers vegna hin öfluga hreyfing ungs fólks, sem risin er, skipar sér undir merki Sjálfstæðis- flokksins. Þeir skilja ekki, hvers vegna æskan er stað- ráðin í því að berjast fyrir því, að áhrif sjálfstæðisstefn- unnar stóraukist í íslenzku þjóðlífi. Þetta er þó ofurein- falt og auðskilið mál, og skal Morgunblaðið í nokkrum orðum skýra þetta fyrir and- stæðingum Sjálfstæðismanna. Rauði þráðurinn í ummæl- um ungra manna um þessar mundir er sá, að of mikið vald hafi safnazt á hendur stjórnmálamanna og embætt- ismanna; einstaklingum og atvinnufyrirtækjum hafi ekki verið eftirlátin þau yfirráð yfir fjármagni og áhrifum, sem nauðsynlegt sé til að hæfileg dreifing valdsins sé í þjóðfélaginu og hinar ýmsu stofnanir þess sem sjálfstæð- astar gagnvart ríkisvaldinu. Hér er með öðrum orðum um að ræða kröfu þess efnis, að áhrif sjálfstæðisstefnunn- ar aukist, en grundvöllur hennar er einmitt sá að forð- ast ofurvald ríkisins og tryggja sem bezt sjálfstæði einstaklingsins gagnvart op- inberu valdi. Unga fólkið gerir sér þarin- íg glögga grein fyrir því, að hugsjónir þess rúmast hvergi nema innan Sjálfstæðis- flokksins. Það er frábitið kommúnísku ofbeldi, það hlær að kenningum „ungra“ Framsóknarmanna um að hverfa beri 30 ár aftur í tím- ann og það er andvígt auknu ríkisvaldi, sem sósíaldemó- kratar boða. En hvers vegna rís þessi alda nú, eftir að Sjálfstæðis- flokkurinn hefur verið í rík- isstjórn í 9 ár, og hvers vegna gagnrýna hinir ungu menn einnig Sjálfstæðisflokk inn? Því er í fyrsta lagi til að svara, að það er ekki nýj- ung að ungir Sjálfstæðis- menn gagnrýni forystu flokks ins fyrir það að koma ekki fram stefnumálum flokksins í nægilega ríkum mæli og eigi. erfitt með að sætta sig við það, að Sjálfstæðisflokkurinn verði verulega að slá af kröf- um sínum í samstjórn við aðra flokka. Þannig hefur það einmitt verið í áratugi, allt þar til er viðreisnin hófst 1960 og Sjálfstæðis- flokkurinn náði mesta árangri, sem hann nokkru sinni hefur náð, í að marka stefnu sína og framfylgja henni. í annan stað er þess að gæta, að í íslenzku efnahags- og stjórnmálalífi hafa skipzt á tímabil frjálsræðis og hafta. Um þetta hefur Jónas Har- alz ritað mjög athyglisverða grein, þar sem hann talar um tímabil frjálshyggju og tíma- bil skipulagshyggju. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur barizt fyrir frjálshyggjunni, en hin- ir flokkarnir fyrir meiri og minni skipulagshyggju. Því er ekki að leyna, að nú á allra síðustu árum hefur sig- ið nokkuð í átt til skipulags- hyggju og þar með vaxandi pólitísks valds og afskipta, þótt ólíku sé saman að jafna og því ófremdarástandi, sem áður fyrr skapaðist hér á tím- um vinstri stefnu. Þegar svo umræður eru uppi um myndun þjóðstjóm- ar, er ekki óeðlilegt að æsku- lýðurinn, sem aðhyllist stefnu frjálsræðisins, Sjálf- stæðisstefnuna, óttist að skipulagshyggjan muni senn ríða húsum í íslenzkum stjórnmálum, og einmitt þess vegna beitir æskan sér fyrir öflugum aðvönmum. Hitt er svo annað mál, að það er skoðun Morgunblaðs- ins, að rétt hafi verið að reyna á það, hvort unnt yrði að ná þjóðarsamstöðu til að bjargast yfir þann erfiða hjalla, sem leitt hefur af áföll um þeim, sem yfir okkur hafa dunið, þótt ekki sé slík sam- staða kaupandi svo dýru verði að hverfa aftur yfir í óstjórn vinstri stefnunnar. En vissulega er eðlilegt að æskulýðurinn óttist einmitt það, svo rækilega sem stjórn- arandstæðingar hafa undir- strikað, að þeir vilji grund- vallarbreytingu í efnahags- og viðskiptamálum, vilji fara „hina leiðina", eins og Fram- sóknarforinginn Eysteinn Jónsson komst svo snilldar- lega að orði, þ.e.a.s. leið haft- anna og spillingarinnar. Hinn öflugi stuðningur við Sjálfstæðisstefnuna, sem nú ríkir meðal íslenzkrar æsku, verður Sjálfstæðisflokknum að sjálfsögðu hvöt til þess að beita sér enn meir en ella fyrir framgangi stefnu sinn- ar. En íslenzk æska verður hins vegar að gera sér grein fyrir því, að engin von er til þess, að það þjóðskipulag, sem hún krefst, verði hér upp byggt í einu og öllu, nema Sjálfstæðisflokkurinn hljóti Vindsveipur hefur lyft hægri væng vélarinnar og hún byrjar að beygja. Myndin er tekin nokkr um augnablikum áður en hún hrapaði niður á húsaþyrpinguna. 6 létu lífið SEX menn létu lífið þegar þessi flugvél fórst. Það má telja það heppni, að fórnarlömbin skyldu ekki verða fleiri því að slysið varð á flugsýningu, þar sem um 16000 áhorfendur þjöppuðu sér saman. Flugsýningin var í Farn- borough í Englandi og véiin var af gerðinni Breguet Atlantic, frá franska flughernum. Flugmaður inn, sem var franskur, var að sýna flug á einum hreyfli, en það hefur hann oft gert áður. í þetta skipti mistókst honum. Snarpur hliðarvindur feykti vélinni til og hún byrjaffi aff sveigja á stöffv- affa hreyfilinn. Flugmaðurinn dró þegar úr eldsneytisgjöfinni til hreyfilsins, sem var í gangi um leið og hann ræsti hinn, en vélin var of lágt svo að það vair um seinan. Með Eldhaf og svartir sem vélin hrapaffi. reykbólstrar umlykja húsaþyrpinguna, þar ógurlegri sprengingu skall hin 40 lesta þunga flugvél á litla húsa- þyrþingu, sem samstundis hvarf í eldhaf og svarta reykbólstra. Það var aðeins einn maður í einu húsanna, hin voru auð. Og þessi eini lét lífið og fimm manna áhöfn vélarinnar. Nokkrum mínútum síðair flugu nökkrar orrustuþotur yfir sýn- ingasvæðið og í kjölfari þeirra voru marglitir reykborðar. Þot- urnar léku ýmsar listir og mann- fjöldinn klappaði. Eins og þeir segja þarna úti: „The show must go on“. til þess nægan styrk á Alþingi íslendinga. Þess vegna þurfa æskumenn að herða sóknina og berjast ötul- lega á öllum vígstöðvum. ÓÞÖRF VIÐURKENNING að er alþjóð kunnugt að undanfarin ár hefur miklu fé verið varið til fram- ’kvæmda í skólamálum lands- manna. Fjöldi nýrra skóla hefur verið byggður um land allt, þannig að óhætt er að fullyrða að aldrei hafi verið unnið jafn markvisst að skóla málum. Vitanlega hefur ekki verið til fé til þess að hægt væri að gera allt í einu og ráðast í allar þær framkvæmdir, sem að kalla og nauðsynleg- ar eru. En þrátt fyrir þetta er það staðreynd, sem ekki verður sniðgengin að fjölmargt er enn ógert í skólamálum okk- ar. Hér í blaðinu og í sam- þykktum ungra Sjálfstæðis- manna hefur verið á þetta bent. Hefur þar jafnframt verið lögð áherzla á, að end- urskoða þyrfti sjálft skóla- kerfið og gera á því marg- víslegar breytingar í ljósi þeirrar reynslu, sem fengizt hefur síðan skólalöggjöfin var sett fyrir rúmum 20 ár- um. Landsprófið hefur sér- staklega verið gagnrýnt og nauðsyn talin vera á veruleg um breytingum á því. Allur almenningur í land- inu veit, að þetta er satt og rétt. Hvergi er nauðsynlegra, að eðlileg þróun og breyting- ar eigi sér stað en einmitt í skólamálum, sem ekki aðeins snerta hag, þroska og vel- ferð æskunnar heldur þjóð- ina í heild og framtíð henn- ar. Þegar þessa er gætt, sætir það ekki lítilli furðu, að mál- gagn menntamálaráðherrans, Alþýðublaðið, skuli hvað eft- ir annað stökkva upp á nef sér vegna fyrrgreindrar gagn rýni. Slík viðkvæmni er vissulega óþörf. Það er sjálf- sagt að meta það, sem vel hefur verið gert, en hitt er jafn eðlilegt, að augun séu höfð opin fyrir því, sem á- bótavant er og miður fer. Ef Alþýðublaðið er hæstánægt með allt, sem gerist í ís- lenzkum skólamálum, eða lát ið er ógert, þá er það þess mál. Hins vegar munu allir sanngjarnir og hugsandi menn viðurkenna, að heil- brigð gagnrýni er frumskil- yrði þess, að aðkallandi um- bótum verði komið fram. Og kjarni málsins er, að enginn er ofgóður til þess að hlusta á hóflega gagnrýni, sem fyrst og fremst er borin fram af áhuga fyrir framgangi þjóð- þrifamála. Stirð sombóð skæruliða í Suður-Vietnam Saigon, 3. október. NTB. AGREININGUR milli suffur- vietnamskra hermanna Viet Cong og vopnabræffra þeirra frá Norff- ur-Vietnam hefur vakið ugg í yfirstjórn skæruliffaherjanna, aff því er talsmaður bandarísku her stjónarinnar hélt fram í dag. Skjöl, sem náðst hafa af skæru- liðum sýna aff Viet Cong-menn telja Norffur-Vietnama silalega og klaufska og gert er gys aff mál lýzku þeirra. I einu skjalinu sagði, að Viet Cong-foringi hefði opinberlega skammað nokkra Norður-Viet- nama og sums staðar hafa kaup- menn hækkað verð á vörum, sem þeir hafa selt Norður-Vietnöm- um, sem Bandaríkjamenn telja 80% skæruliðahersins í Suður- Vietnam. Skjölin eru tvö, annað sex mánaða gamalt en hitt eins mánaðar, og virðist sambúðin hafa batnað á þessum tíma, en er þó enn talin stirð. Ófafsfjarðar- prestakall laust BISKUP íslands hefur auglýst Ólafsfjarðarprestakall í Eyja- fjarðarprófastdæmi laust til um- sóknar og er umsóknarfrestur til 31. október, n.k.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.