Morgunblaðið - 05.10.1968, Side 24

Morgunblaðið - 05.10.1968, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1968 Þarna sérðu tengdamamma, Lilli litli þekkir þig orðið. tortryggin, sagði hann. — Auð- vitað _ þekki ég öll kven-undir- föt. Ég verð að segja, svona í allri hæversku, að ég hef haft svo mikið með slíkt að gera, að ég tel mig hálfgerðan fagmann á því sviði. — Já, ertu það? — Mikið geturðu verið gamal- dags, Jill mín góð. Þú veizt um starf mitt, er ekki svo? — Ég veit bara, að þú ert fornfræðingur. — Þar er ég nú varla nema viðvaningur, sagði Oliver. — Það hef ég bara mér til tilbreytingar í fríunum mínum. En annars er ég skurðlæknir. — Skurðlæknir? Já, vitanlega. — Hinir þurfa helzt að hafa lækni með sér, ef eitthvað skyldi koma fyrir, og ég þarf tilbreyt- ingu, eftir heils árs þrældóm í London. Svo að þetta kemur öll- um vel. Ég var bara að spyrja um náttklæðin þín, af því mig langar til að kaupa handa þér arabisku útgáfuna af náttklæðn- aði. Kaftaninn er síður og víður kjóll, sem þær fara í eftir að hafa farið úr ytri fötunum. Svo sniglast þær um húsið í honum og svo, þegar þær fara að hátta, þá leggjast þær bara niður í hon um og vefja utan um sig einu eða tveimur teppum. Þetta er afskaplega þægilegt. Og Jill fundust líka kaftan- arnir fállegir, þegar gamli mað- urinn fór að sýna þeim þá. Mjúka silkið var í ýmsum fallegum lit- um og svo voru á þeim legg- ingar úr silfri eða gulli. Oliver athugaði þá með henni. — Hann vinur okkar hérna, gengur að því sem vísu, að þú sért konan mín, útskýrði hann. Loksins valdi Jill einn rósrauðan, sem blikaði eins og fallegt blóm. — ég hef aldrei séð neitt líkt þessum lit áður. Hann er dásamlegur, finnst þér ekki? Heldurðu, að hann gæti gengið? — Já, áreiðanlega, sagði hann. Hví ekki það? Þú ættir að fara í eitthvað líflegt, til tilbreytingar Jill. Ég hef ekki séð þig nema í dauflitum fatnaði. Og þú kannt vel við þetta eftir að hafa þræl- að allan daginn við matseldina í eyðimörkinni. Þá verðurðu í galla buxum og skyrtu og strigastíg- vélum til að verjast sandinum og flugunum. Og þær eru afleit- ar ef þær bíta mann. — Þú ert svo góður við mig, Oliver, sagði Jill, er þau gengu það, sem eftir var leiðarinnar og hún með kaftaninn á hand- leggnum, þar eð það virtist ekki vera til siðs þarna að setja um- búðir um vörur. Og ég þakka þér fyrir þetta. — Ánægjan er mín, Jill. — Ef þetta getur glatt þig eitthvað, er ég feginn. Þú hefur verið eitt- hvað niðurdregin öðru hverju. Þú verður í þessu við kvöld- matinn? Til þess að gleðja mig? — Já, það þætti mér gaman. En er það viðeigandi? — Þetta ertu búin að segja tvisvar á fáum mínútum, sagði Oliver. — Hversvegna ætti það ekki að vera viðeigandi? Marg- aret Fallowman er alltaf í ara- biskum klæðnaði. Og Enid líka, þegar hún er með okkur. Farðu nú i hann Jill. Þig langar hvort sem er til að halda þér til fyrir honum Graham, er það ekki? — Geturðu lesið mig svona niður í kjölinn? Ég á við, að auðvitað vildi ég gjarnan vekja aðdáun hans. — Ráða yfir henni, stúlka mín Vertu ekki svona andskoti hóg- vær. Gefðu honum heldur beint á hann. En nú þarftu að fá ilskó með þessum kaftan. Við skulum stanza hérna og vita, hvort ég get ekki bætt úr því. Þarna var önnur búð, ennþá minni, þar sem ungur Arabi sat á gólfinu og vaæ að sauma út skó. Jill valdi sér flata svarta skó með gylltum skeljum á, en heimtaði að fá að borga þá sjáif. — Ég á dálítið af peningum, sagði hún einbeitt. — Eru þeir ekki fallegir. Og sérlega þægi- legir. En hversvegna skyldu þeir vera hælalausir? Vilja arabarnir he'ldur renna sér áfram? — Það er þægilegast á marmara gólfum og steinlögðum götum, sagði Oliver. — Þú skalt reyna það. Og þú lærir fljótlega að líða áfram eins og þeir gera. Þau komu nú til hússins og Jill gekk til herbergis síns til þess að íklæðast ö'llu þessu nýja stássi sínu. 5. KAFLI. Morguninn eftir fór Oliver út á flugvöll, til þess að taka á móti ungfrú Cater, sem var væntan- leg frá Kairo. Graham fór til Beirut til þess að semja um flutn ingana. — Það er betra að semja um það á staðnum, sagði hann við Jill, þegar pau hittust. — Og nú verður þú víst í eldhúsinu allan daginn, ti'l þess að venjast eldavélunum hérna. — Já, hann Suliman hefur lof- að að túlka fyrir mig. Og þeir ætla að kenna mér að matreiða Fazzi-kjúklinga. — Heldurðu, að þú gætir mat- teitt venjulega kindasteik? sagði Graham. — Okkar á milli sagt, er ég orðinn dálítið leiður á þess um þræ'lkryddaða mat. — Það get ég vel ef ég hef efni í það, sagði Jill. —- Og svo heyri ég, að sumt af sætabrauð- inu okkar sér raunverulega ara- biskt. Svo get ég kannski líka búið til eplaköku. — Reyndu það. Og þér er betra að vera komin að verki áður en við förum. En svo bætti hann við: — í kvöld ætla ég að sýna þér hvar við veiðum fisk og svo segja þér eitthvað meira um þenn an leiðangur okkar. Strákarnir veiða við ljós, og það er gaman að horfa á það. — Það þætti mér gaman. Þakka þér fyrir, Graham. — Við komum þá eftir kvöld- mat. Og ég tek það sem hverja aðra viðhöfn við mig, ef þú vilt vera í þessum rauða kaftan. Lit- urinn á honum fer þér vel. Þau skildu nú, er drengurinn kom og tilkynnti, að bíllinn væri til reiðu. Jill gekk burtu í góðu skapi. Hlýjan í málrómi Grahams og augnatillit hans nægði eitt saman til þess að gleðja hana. Hún næstum dansaði yfir húsa- garðinn og inn í eldhúsálmuna. Þar beið Suliman hennar, reiðu- búinn að útlista fyrir henni leynd ardóma viðarkolavélarinnar og kenna henni að steikja kjöt á teini og sýna henni kistuna, sem hafði inni að halda næstum hundr að mismunandi kryddtegundir. f litla húsagarðinum var elda- vél þeirrar tegundar, sem notuð er í eyðimörkinni, svo að Jill fór þangað á eftir og burðar- karlarnir komu þangað með það sem hún þurfti til að búa til eplaköku, og einhverskonar ket- kássu. Enda þótt eplin í Líbanon væru ekki eins og þau, sem Jill hafði vanizt heima, var hún sarnt ánægð með sjá'lfa sig, þegar að kvöldverðinum kom. Hún var nú búin að vera í þessu góða skapi allan daginn. Jill fór snemma upp í kvenna- herbergin og Alisha hjálpaði henni að baða sig og klæða, eins og venjulega. Þegar Jill var komin í kaftaninn og stakk fót- unum í fíngerðu ilskóna, kink- aði sú arabiska kolli til sam- þyklcis, og dró ofurlítið glas út úr fellingunum á klæðum sínum. Hún dró langa tappann varlega úr og strauk honum yfir ennið á Jill, og sætur blómailmur fyllti herbergið. Það var ekki kominn kvöld- BIKARKEPPNIN K. S. Í. MELAVÖLLUR K. K. R. Örslitaleikur Bikarkeppninnar fer fram á Melavellinum í dag kl. 2.30 með leik milli KR og ÍBV Mótanefnd. VÖRUSKEMMAN, Grettisgötn 2 Mjög mikið úrval af peysum á börn og fullorðna 20 gerðir, 30 litir, lágt verð. Crepehosur barna kr. 15 og kr. 25, ullarbolir barna kr. 29, herrasokkar kr. 35, herranærföt kr. 30, frottésmekk- ir kr. 35, sokkabuxur barna kr. 90, amerísk brjótahöld kr. 115, barnaúlpur kr. 290, gallabuxur kr. 120, stretchbuxur frá kr. 150, erepestyrktar ullarhosur kr. 55, Rimmel snyrtivörur kr. 30 stk., shampoo kr. 10, furunálabað kr. 50, bangsabarnabað 3 gerðir kr. 65, barnabaðmottur kr. 35, fótraspar kr. 10. Skódeild mikið úrval af ódýrum skóm frá kr. 50 til kr. 280. Leikfangadeild, leikföng á mjög hagstæðu verði, mikið úrval. Evlan gólfteppi kr. 495 fm. með svampfilti, aðeins 3 litir eftir. 5. OKTÓBER Hrúturinn 21. marz — 19. aprfl Dagurinn byrjar ekki sem bezt, en lagast fljótlega. Hjarta- gæzkan verður yfirsterkari. Bjóddu heim í kvöld. Nautið 20. apríl — 20. maí Neitaðu þér um að sleppa stærri áformum. Gerðu einhverja smá- breytingu. Hreinsaðu til í öllu, sem setið hefur á hakanum. Hugsaðu ráð þitt í kvöld. Tvíburarnir 21. maí — 20. júni Leitaðu ekki langt fyrir skammt eitthvað, sem þú hefur átt ó- gert fyrr á deginum horfir betur, svo að þú getur sinnt mikil- vægari málefnum, er á líðurívertu fámáll). Krabbinn 21. júni — 22. júli. Ábyrgðin sem hvílir á þér vegna mála, sem þú hefur byrjað á virðast ætla að vaxa úr sér. Haltu þér við dagleg störf. Nú er ekki tíminn til að blanda sér í stórmál. Ljónið 23. júlí — 22. ágúst. Gott er, ef þú getur haldið kyrru fyrir í dag. Betra er, ef þú getur stillt þig um að þrasa við ættingja þína. Og ef þú ofgerir engu, er það allra bezta, sem komið getur fyrir. Meyjan 23. ágúst — 22. sept. Farðu vel yfir reikninga þína til að forðast misfellur. Reyndu að vinna upp, það sem niður hefur fallið. Reyndu að kaupa inn til heimilisins í dag. Vogin 23. sept. — 22. okt. Loksins byrjar einhver dagur rólega. Að ástæðulausu er maki þinn ennþá tilbúinn að mótmæla hérumbil hverju sem er. Þetta kemst þó í lag, er á líður. Sporðdrekinn 23. okt. — 21. nóv. Þú færð aukaverk að vinna nokkuð snemma dags. Þú ert neydd- ur til að láta þér það lynda. Eldra fólk er í vegi fyrir þér. Forðastu sýndarmennsku. Leitaðu einveru í kvöld. Bogmaðurinn 22. nóv. — 21. des. Leggðu tómstundaiðju á hilluna í bili, það er of margt, sem bíður ógert. Fólk virðist eitthvað rótlaust framan af. Steingeitin 22. des. — 19. jan. Forðaztu að láta vinnu þína rekast á skyldur þinar við heimilið. Hvíldu þig, þegar þú getur, og reyndu að finna leið til að komast aftur á sporið. Vatnsberinn 20. jan. — 18. febr. Ef þú heldur þér við eigin áform, fer allt vel. Allir aðrir hafa aðrar hugmyndir um hlutina, svo að þú skalt fara þér hægt. Ferðaztu ekkert fyrr en áliðið er. Fiskarnir 19. febr. — 20. marz. Mikilvægt er að hugsa ráð sitt vandlega. Vanafesta þln og framsýni koma að góðu gagni. Neitaðu þér um að setja allt úr skorðum með skyndiaðgerðum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.