Morgunblaðið - 05.10.1968, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 05.10.1968, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGTJR 5. OKTÓBER 196« ...‘lUJUyUMAIWIMW! Pétur Friðrik með mynd sína„IIaust á Þingvöllum' Góður kunningi listunnenda, Pétur Friðrik, opnar sýningu í Bogasalnum í dag klukkan 3 Á sýningunni eru 26 mál- verk, og eru öll til sölu Pétur Friðrik hefur verið að mála frá því að hann var barn að aldri, fyrstu olíu- myndirnar gerði hann tólf eða þrettán ára gamall. Langflestar myndanna á sýningunni eru málaðar á þessu ári, og er verð þeirra margra um 26-27 þúsund krón ur og upp í 35 þúsund. Pétur Friðrik sýndi myndir í Hafnarfirði í vor, en í Reykjavík hefur hann ekki haldið sýningu síðan 1966. Þetta er þrettánda sýningin sem listamaðurinn heldur. Sýning hans verður opin daglega frá klukkan 2-22, og lýkur henni sunnudaginn þrettánda þ.m. Útibúi Landsbankans á Selfossi 50 ára ÚTIBÚ Landsbanka íslands á Selfossi hóf starfsemi sína hinn 4. október 1918 og átti því hálfr ar aldar afmæli í gær. Það var fyrsta bankaútibúið hér á landi sem stofnað var í sveit, þvi að þá var þar ekki önnur byggð en bærinn að Selfossi, og veitinga- og gistihúsið Tryggvaskáli. Eft- ir að útibúið tók til starfa, fór að myndast þarna þorp og nú um langt skeið hefir Selfoss óumdeil anlega verið höfuðstaður Suður landsundir’lendisins í verzlun, ið naði og samgöngum. Bankastjórar Landsbankans, þegar útibúið var stofnað, voru þeir Magnús Sigurðsson og Bene dikt Sveinsson, en aðalhvata- maðurinn utan bankans að stofn un þess var Gestur Einarsson bóndi á Hæli. Hlutverk útibúsins var frá upphafi fyrst og fremst að styðja landbúnaðinn í þeim þrem sýslum sem starfssvið þess nær yfir. Enn í dag er þetta höfuð- markmið útibúsins, þótt breytt- ir framleiðsluhættir hafi að sjálf sögðu gert starfsemina fjöl- breyttari. Niðurstöðutölur efnahags- reikninga fyrsta árið var 947 þús. krónur, en síðan hefir það fylgt almennri þróun í peninga- málum landsins, og var tilsvar- andi tala um síðustu áramót 398 milljónir króna. Framari af var aðalrekstrarfé útibúsins lánsfé frá aðalbankanum í Reykjavík, en smám saman jukust inneignir héraðsbúa í sparisjóði. Við þetta hefir skuld útibúsins við aðal- bankann orðið hlutfallslega miklu minni en áður, en þó mjög mismunandi eftir árstíðum. Um síðustu áramót var heild- arinnlánsfé í útibúinu röskar 300 milljónir króna og er það hærri fjárhæð en í nokkru öðru útibúi Landsbankans utan Reykjavíkur. Útibúið hefir stutt margar stórframkvæmdir á Suðurlandi, og ber þar hæst aðstoð þess við Mjólkurbú Flóamanna þegar það var endurbyggt á árunum 1955- 1960, auk afurða- og rekstrar- lána sem mjólkurbúið hefur þarfnazt á hverjum tíma. Rækt- unarsambönd og aðrir hafa og fengið lán til kaupa á stórvirk- um ræktunarvélum, auk þess sem lán til verzlunar, fiskveiða, iðnaðar og samgangna og marg- víslegra menningarframkvæmda hafa farið vaxandi eftir því sem árin 'liðu. Framan af voru viðskiptin nær eingöngu lánaviðskipti og spari sjóðsafgreiðslur, en á síðari tím um hafa þau orðið miklu fjöl- breyttari. Má nefna að 1919 voru inn og útborganir allt árið aðeins rúmlega 2 milljónir króna en árið 1967 var sambærileg tala um 4 þúsund milljónir króna. Fyrsta árið var útibúið í leigu húsæði í Tryggvaskála en flutt- ist 1919 í eigið húsnæði, stórt timburhús við Austurveg. Það húsnæði varð þó er árin liðu of þröngt og óhentugt. Var þá reist nýtt stórhýsi við Austurveg 20, eftir teikningu Guðjóns Samúels Vetrorstorf KFUM og KFUK K.F.U.M. og K.F.U.K. hefja margþaetta vetrarstarfsemi um þessa helgi. Félögin eiga fjögur félagsheimili hér í borg. Aðal- stöðvar þeirra eru við Amt- mannsstíg 2B. Auk þess eiga þau félagshús við Kirkjuteig 22 Holtaveg 1 og Langagerði 1. Fé- lögtn hafa barna og unglinga- starf á öllum þvsusm stöðum svo og í Arbæjarhverfi í félagsheim ilinu við Hlaðbæ. Eru fundar og samkomutímar einstakra deilda nánar auglýstir í blaðinu. Sunnudagaskóli félaganna að Amtmannsstíg 2B er á hverjum sunnudegi kl. 10.30 f.h. Vina- deild er þar fyrir drengi 5-8 ára. Yngridei'ld fyrir 9-12 ára. Ungl- lingadeildir eru fyrir 13-16 ára. sonar húsameistara ríkisins. Var það tekið í notkun 8. ágúst 1953 og er það fyrir löngu full- nýtt. Útibússtjórar á Selfossi hafa verið Eiríkur Einarsson frá Hæli 1918-’30, Hilmar Stefánsson (síð an bankastjóri Búnaðarbankans) 1930-’35 og Einar Pálsson síðan 1935. Fyrstu tvo áratugina var starfsmannafjöldinn oftastnær 3, en nú eru um 20 starfsmenn við útibúið. Árið 1964 stofnaði Lands bankinn útibú á Hvolsvelli, sem enn er rekið sem deild úr úti- búinu á Se'lfossi. Ennfremur er afgreiðsla í Þorlákshöfn sem op Útibú landsbankans á selfossi in er einn dag í viku. Til þess að minnast þessa á- fanga í sögu útibúsins afhenti bankaráð Landsbankans í gær Búnaðarsambandi Suðurlands stofnframlag að sjóði sem hafi það hlutverk að styrkja ýmis- konar starfsemi í þágu iandbún aðarins i sýslunum þremur, Ár- nes-, Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslum, eftir nánari reglum, sem settar verða í sam- ráði við búnaðarsambandið. Hef- ir bankinn með þessari gjöf vilj að ‘leggja áherzlu á hin nártu tengsl sem útibúið hefir ævin- lega haft við land'búnaðinn, eins og minnzt er á hér að framan. s Aðaldeildir félaganna (fyrir 17 ára og eldri) halda fundi einu sinni í viku. (KFUK þ á riðjudögum og KFUM á fimmtu dögum). Almennar samkomur eru kl. 8,30 hvert sunnudags- kvöld. Starfið fyrir þá eldri hef ir aðsetur í húsinu við Amt- mannsstíg. Félögin hafa einnig deildir í Kópavogi. Barnasamkomur eru í Digranesskólanum kl. 10,30 á sunnudagsmorgnum, en yngri dei'ldir og unglingadeildir hafa fundi sína í Sjálfstæðishúsinu. Um þessa helgi og næstu daga munu um 24 deildir félaganna hefja vetrarstarf sitt og auk þess ýmsir smærri hópar. JAZZBALLETSKÓLI BÁRU Stigahlíð 45 Suðurveri. Domur — líkamsrækt Megrunaræfingar fyrir konur á öllum aldri. Nýr þriggja vikna kúr að hefjast. 4 tímar í viku. Dagtímar — kvöldtímar. Góð húsakynni. — Sturtuböð. SKÍRTEINAAFHENDING verður í skólanum, laugardag og sunnudag mili kl. 4—6. Áríðandi að allir mæti. ipSÍP* Skólinn tekur ai fullu til starfa 7. aktnber Kennt verður í öllum aldurs- flokkum. Barnaflokkar — tán- ingaflokkar — byrjendaflokkar — framhaldsflokkar. Jazzballet fyrir alla! StúJkur! Skólinn leitar eftir góð- um hæfileikastúlkum í sýningar- flokka. Nú er síðasta tækifærið að láta innrita sig. Framhaldsnemendur hafi sam- band við skólann sem fyrst. Síðasti innritunardagur frá kl. 9—7 í síma 8-37-30. Jazz — Modern — Stage — Show Business

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.