Morgunblaðið - 05.10.1968, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 05.10.1968, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. OKTÖBER 196« 27 Halldórsson, Dúna, Sigríður Eysteinsdóttir og Garðar Bjarnason, Hús <>ff skip. (Ljósm. Mbi. Sv. Þorm.). Landsþingi brezka Verkamannaflokksins lokið Lýst yfir stuðningi við Wilson en mikil óánægja með stefnu hans Verkfall 3Vz milljónar málmiðnaðarmanna framundan Þrír húsgagnaframleið endur í nýju húsnæði Blackpool, 4. október. NTB-AP. LANDSÞINGI brezka verka- mannaflokksins lauk á þann hátt, að þingfulltrúar hrópuðu dynjandi húrrahróp fyrir Harold Wilson forsætisráðherra. Lands- þingið, sem staðið hefur þessa viku, hefur liins vegar fellt flesta þætti stjórnmálaáætlunar ríkis- stjórnarinnar. - TÉKKÖSLÓVAKÍA Framliald af bls. 1 um viðræSurnar í sovézkum blöð um, útvarpi eða sjónvarpi fyrr en þeim var lokið. Aðeins var frá því skýrt að tékkóslóvakíska sendinefndin væri komin til Moskvu, en ekki um tilgang heimsóknarinnar. Meðan á við- ræ'ðunum stóð birtu hinsvegar ýms sovézk blöð harðorða gagn- rýni á leiðtogana í Tékkóslóvak- íu og tilraunir þeirra til að veita íbúum landsins aukið frelsi. í tilkynningunni, sem gefin var út í kvöld að viðræðum loknum, er gefið í skyn að Dubcek og fé- lagar hans hafi fallizt á breyt- ingar á stjórnarfarinu í Tékkó- slóvakíu til samræmis við það, sem ríkir í Sovétríkjunum. Segir í tilkynningunni að tékkóslóvak- íska sendinefndin hafi heitið því að vinna a‘ð auknum áhrifum kommúnistaflokksins og að herða sóknina gegn and-kommúniskum öfliím. Ennfremur mun ríkis- stjórn Tékkóslóvakíu gera nauð- synlegar ráðstafanir til að láta öll fjölmiðlunartæki la*dsins vinna í þágu sósíalismans, efla flokkinn, og ráða þá menn í þjónustu ríkisins, sem eru ein- lægir áhangendur Marx-Lenin- ismans, eins og segir í tilkynn- ingunni. Þá er tekið fram í tilkynning- tmni að leiðtogarnir séu sammála um að Moskvu-samninguTÍnn frá 26. ágúst sl.. skuli hafður til híiðsjónar við að koma á e'ðli- legu ástandi í Tékkóslóvakíu og til að efla vinsamlegt samband Tékkóslóvakíu og annarra sósíal istaríkja við Sovétríkin. Erlendir fréttaritarar í Moskvu benda á að í tilkynningunni í dag sé ekkert nánar um það sagt hvenær Varsjárbandalagsríkin skuli kalla heim hersveitit sínar frá Tékkóslóvakíu, og séu því tékkóslóvakísku leiðtogarnir engu nær eftir heimsóknina. Hinsvegar er ljóst að mjög hefur verið hart að þeim lagt í viðræð . unum, því þeir virðast hafa fall- izt á flestar þær kxöfur, sem so- vézku leiðtogamir hafa borið fram a'ð undanfömu. Þe,gar landsþinginu lauk í dag, hvíldu yfir því skuggar ills fyrirboða. Þrjár og hálf millj. verkamanna í máimiðnaði lands- ins hafa boðað verkfall 21. okt. n.k., en, sem, svo að notuð séu orð Hugh Scanlons, leiðtoga málmiðnaðarmanna „bókstaflega •stöðva allt efnahagslíf í þessu landi“. Krefjast málmiðnaðar- menn 6.5% kauphækkunar þrátt fyrir það, að ríkisstjórnin hefur ekki heimilað meira en 3.5% hækkun á kaupi á éinu ári. Hef- ur þingið veitt stjórninni laga- heimild til þess að framfylgja banninu við frekari kauphækk- unum og væri samkvæmt því unnt að fangelsa Scanlon og aðra leiðtoga málmiðnaðarmanna, ef þeir fylgja verkfalldboðuninni eftir, en fáir eru þeirrar skoðun ar, að Wilson muni láta fang- elsa forystumann næststærsta verkalýðssambands Bretlands. Það mun nærri því örugglega verða til þess, að öll verkalýðs- hreyfingin í landinu snerist gegn honum. Á landsþinginu var lýst yfir stuðningi við ályktun málmiðn- aðarverkamanna og Wilson ig stjórn hans á þann hátt veitt hörð áminning.í ályktuninni er hins vegar lýst yfir stuðningi við stjórn Wilsons með fyrirvara, sem felst í stjórnmálaávörðun- um sameiginlegs ráðs verkalýðs- sambandanna. Wilson sagði í ræðu sinni á landsþinginu í dag, að „vanhugs- uð“ verkföll stofnuðu efnahags- Viðreisn landsins í hættu, en hvað eftir annað hefur komið til verkfalla á undanförnum árum í aðal iðngreinum Bretlands eins og skipasmíðum og b.ílafram- leiðslu. Sagði Wilson, að stjórn- málaárangur flokksins „byggðist á árangri á efnahagssviðinu". Forseti landsþingsins, Jenny Lee, ekkja Aneurin Bevan, hvatti þingheim í þinglok að hrópa húrra fyrir Wilson, sem hún nefndi „forsætisráðherra okkar nú, — og næsta forsætis- ráðherra okkar“. Wilson hefur 'samkvæmt fram ansögðu beðið hvern ósigurinn af öðrum á landsþinginu, en hann hefur engu að síður frjáls- ar hendur, að því er varðar að framkvæma þá stjórnm^la- stefnu, sem hann hefur lýst sig fylgjandi. Honum tókst að draga úr gagnrýni landsþingsins með því að ráðast harkalega á íhalds flokkinn og þá einkum á þá stefnu innan íhaldsflokksins, sem Enoch Powell og skoðanabræð- ur hans hafa gerzt málsvarar fyryir. Þá skírskotaði Wilson einnig til samheldninnar innan Verkamannaflokksins, svo að flokkurinn gæti verið áfram við völd og með því að veita tilslak- anir gagnvart landsþinginu með því að gefa því ráðgefandi vald, að því er snerti ákvarðanir rík- isstj órnarinnar. - FINNLAND Framhald af bls. 1 borgaraflokkarmir hafa um 55% stjórnarfulltrúa, og er fylgi borg araflokkanna mest í sveitunum. Fylgi sósíalisku flok'kanna er 'hins vegar aðallega í borgunum, þar sem þeir eru víðast hvar í meirihluta. Kosningunum lfkur klukkan átta á mánudagskvöld, og er bú- izt við fyrstu atkvæðatölum tveimur tímum seinna. Ættu úr- slit að liggja ljós fyrir um klukk- an þrjú aðfaranótt þriðjudags að staðartíma, þótt endanlegar tölur verði ekkí kunnar fyrr en tíu dögum eftir kosningarnar. - UMSÁTRIÐ Framhald af bls. 1 ættingjar hans inn í húsið, og tókst einum þeirra að ná haglabyssunni, af James og kasta henni út um gluggann. Ruddust þá 12 lögreglumenn inn í húsið, þrif.u börnin fjög ur og eiginkonuna, og báru út. Segja fréttamenn að börn in hafi verið mjög róleg, og sum þeirra verið að skoða myndabækur meðan þau voru borin út. Eftir að fjölskyldunni hafði verið forðað út úr húsinu, sneri lögreglan sér að James bónda. Veitti hann enga mót- spyrnu, og gekk út úr húsi ■sínu umkringdur lögreglu- þjónum. Var honum síðan ek ið til lögreglustöðvarinnar í Wellington. Skömmu eftir að umsátrið hófst, gerðist slökkviliðsmað- ur einn nokkuð nærgöngull, að dómi James bónda, sem skaut að gesti og hæfði hann í lærið. Hlaut ’slökkviliðsmað- urinn smávegis sár, og er hahn sá eini, sem særzt hef- ur í þessari löngu viðureign. Hefur lögreglan ekki þorað að ryðjast inn í húsið fyrr af ótta við að James bóndi léti það bitna á konu sinni og börnum, eins og hann hafði hótað. En James er talinn geð veikur, og hefur dvalizt í geð veikrahæli. Seinna bauðst hann þó til að láta fjölskyldu sína lausa, en þá neitaði kona hans að fara frá honum. ÞRÍR aðilar, sem í senn standa að framleiðslu og innflutningi á húsbúnaði, opna í dag sameigin- legt verzlunar- og sýningarhús- næði að Ármúla 5. Þessir aðilar eru Húsgagnabólstrunin Dúna í Kópavogi, Hús og skip, sem til þessa hafa verið að Laugavegi 11, og Krómhúsgögn, sem reka verzl un að Hverfisgötu 82. Aðalverzlun Dúnu verður áfram í Kópavogi, en á liðlega 100 fermetra gólffleti að Ármúla 5 mun Dúna einnig hafa allar Tvö umierðor- óhöpp ú Akureyri Akureyri, 4. október. TVÖ umferðaróhöpp hafa orðið hér í bænum í kvöld. Um kl. 17.30 varð 8 ára drengur Guð- mundur Björnsson, Skarðshlíð 18 fyrir fólksbíl á Glerárgötu á móts við Eyraveg. Drengurinn var á reiðhjóli og kastaðist af því á götuna. Hann var fluttur í sjúkra hús til rannsóknar, en reyndist lítið meiddur og var leyft a'ð fara heim.; Klukkan rúmlega 19 var lög- reglunni tilkynnt, að bíl hefði verið ekið á ljósastaur á mótum Hjalteyrargötu og Grenivalla og hafði ökumaður sézt forða sér burt af staðnum á harðahlaup- um. Hann er ófundinn, þegar þetta er ritað, en lögreglan leitar hans. Bíllinn er mjög illa farinn og óökufær. — Sv. P. (4. okt. Þ3) Iðnaðorbonkinn í nýtt húsnæði í Hafnaifirði í DAG flytur útibú Iðnaðar- bankans í Hafnarfirði starfsemi sína í nýtt húsnæði að Strand- götu 1. Útibú bankans í Hafn- arfirði hefur starfað í leiguhús- næði í tæp fjögur ár, en þar sem vöxtur þess hefur verið mik ill, var húsnæði þetta orðið of lítið fyrir starfsemina. Útibúið verður á neðstu hæð hússins Strandgötu 1, en Iðnað- arbankinn á hluta af húsinu. Byggingu þess annaðiat Hús- gagnaverzlun Hafnarfjarðar undir verkstjórn Stefáns Rafns, húsgagnasmíðameistara. Smíði innréttinga var unnin af Gamla kompaníinu, en Halldór Hjálm- arsson, húsgagnaarkitekt teikn- aði þær. Forstöðumaður útibúsins er Ástvaldur Magnússon. útibúið annast hvers konar innlenda hankastarfsemi. Athugasemd FYRIR skömmu urðu nokkur blaðaskrif vegna éldsvoða, sem varð á Kleppsspítalanum vegna gáleysislegrar meðferðar á eld- fimum efnum, sem notuð eru við dúklagningu. í tilefni af þessu óskar Félag veggfóðrarameistara að koma þeirri athugasemd á framfæri, að iðnaðarmenn þeri, sem hér áttu hlut að mái hafa ekki meistararéttindi í faginu og eru ekki meðlimir í félaginu. Ætti þetta að verða almenningi og þá ekki síður opinberum stofnunum til viðvörunar um að láta ekki aðra menn en þá, sem hafa meistararéttindi, taka að sér iðnaðarstörf á þeirra vegum. (Frá Fé'lagi veggfóðrarameist- ara.) framleiðsluvörur sínar til sýnis og sölu. Hjá Dúnu vinna nú um 20 manns. Hús og skip hafa til umráða 150 ferm. gólfrými innst í verzl- unar- og sýningarsvæðinu að Ár- múla 5. Þar verða á boðstólum allar framleiðsluvörur fyrirtæk- isins, einmig þær vörur, sem Hús og skip hafa umboð fyrir. Krómhúsgögn hafa til umráða 160 ferm. gólfrými að Ármúla 5, þar sem fyrirtækið mun haafa helztu framleiðsluvörur sínar til sýnis og sölu. Jafnframt rekur fyrirtækið áfram verzlun sína að Hverfisgötu 82. Við venk- smiðju Krómhúsgagna í Kópa- vogi starfa nú 30 manns. - MEXÍKÓ t’rarahald af hls. 1 fyrir í íbúðum við torgið, eins og um skipuleg mótmæli hafi verið a'ð ræða. Olympíuleikarnir hefjast i Mexikóborg laugardaginn 12. þessa mánaðar, og var í gær talið hugsanlegt að þeim yrði frestað vegna óeirðanna. Sat fram- kvæmdaráð alþjóða Olympíu- nefndarinnar lengi á fundi í gær til að ræða ástandið, og síðar gekk Avery Brundage, forseti al þjóðanefndarinnar, á fund yfir- Valda í Mexikóborg. Að þeim við ræ'ðum loknum gaf Brundage út yfirlýsingu, þar sem sagt er, að leikarnir fari fram á tilsettum tíma, og verði ekki frestað. „Sem gestir Mexikó berum við fullt traust til mexikönsku þjóðarinn- ar,“ segir í yfirlýsingu alþjóða- nefndarinnar. Segir þar einnig að yfirvöld landsins hafi fullvissað alþjóðanefndina um, að ekkert gæti orðið til þess að koma í veg fyrir að leikarnir fari friðsam- lega fram. Þrátt fyrir þessar yfirlýsingar er óttazt að enn kunni að koma til alvarkgra árekstra í Mexí- kóborg. Höfðu samtök stúdenta og verkamanna boðað til mót- mælaaðgerða í dag, og einnig hafa stúdentar hótað að leggja undir sig Olympíuleikvanginn og hindra að unnt verði að kveikja Olympíueldinn þar daginn fyrir setningu leikana. Segjast stúd- entar ætla að safna saman 120 þúsund mana mótmælagöngu til að taka leikvanginn. Þá hafa þeir dreift flugmiðum með áskor unum til borgarbúa um að styðja aðgerðirnar. - HERNÁMSÁRIN Framhald af hls. 3 sjálfan sig. Lýst er einni mest umtöluðu og frægustu orrustu, sem háð var í síðari heimsstyrj öldinni og lýsír yfirhershöfðingi og aðalhetja annars bardagaað- ilans aðdraganda og gangi átak anna. Hér er átt við Selsvarar- orrustuna og er hin fræga kempa Pétur Hoffmann Salóm- onsson í aðalhlutverki. Kafli er um njósnir Þjóðverja hér á landi og viðtöl við aðila sem smyglað var í land af þýzkum kafbátum að næturþelL Þetta er atriði sem ekki hefur verið í hávegum haft fyrr. Þessi hluti myndarinnar er heldur lengri en sá fyrri, tekur u.þ.b. tvo tíma í sýningu. Spann ar hún árin 1941-45, að viðbætt um kafla sem tekinn var á þessu ári og í fyrra, af ungu fólki á íslandi í dag. Kannað er við- horf þessa unga fó'lks til stríðs áranna, nútíðar og framtíðar. Er það í litum. Vinna við myndina hefur stað ið allt síðastliðið ár. Er hún heldur seinna á ferKinni en áætl að var upphaflega. Stafar það af því hve erfitt reyndist að afla mynda, sem gerðu það kleift að láta alla myndina gerast hér á landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.