Morgunblaðið - 05.10.1968, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 196«
Heilbrigðismál verða und-
ir sjálfstæðu ráðuneyti
— sagði heilbrigðismálaráðherra við
setningu heilbrigðismálaráðstefnu LÍ
HEILBRIGÐISRÁÐ-
STEFNA Læknafélags íslands,
sem er einn liður í hátíðahöld-
um í tilefni hálfrar aldar afmæl
Is félagsins, var sett í gær. Há-
tíðahöldin eru þríþætt — hóf-
ust með læknafundi á fimmtu-
dag, siðan er ráðstefnan, sem
haldið verður áfram í dag, en
að henni lokinni er læknahóf.
Arinbjörn Kolbeinsson for-
maður L.f. setti ráðstefnuna í
gær, en viðstaddir setninguna
voru Jóhamn Hafstein, heil-
brigðismálaráðherra, og Geir
Hallgrímsson, borgarstjóri. Að
loknu setningarávarpinu, flutti
heilbrigðismálaráðherra Jó-
hann Hafstein, stutt ávarp.
Hann kvaðst vildu þakka
læknum þann dugnað og fram-
tak að efna til ráðstefnu um
heilbrigðismál. Hin fyrsta hefði
verið haldin í október í fyrra,
þar sem stjórn heilbrigðismála
hefði verið til umræðu, en hann
sæi á dagskrá þ essarar ráð-
stefnu, að þar væru lækninga-
stöðvar ofarlega á baugi.
Reyna ófti við
Surprise í
morgun
Á FLÓÐINU í morgun kl. 06
átti að gera tilraun til þess að
þoka togaranum Surprise eitt-
hvað á strandstaðnum á Land-
eyjarsandi. Upphaflega var áætl
að að reyna við togarann í gær,
en vegna rafmagnsbilana hjá
björgunarmönnum varð að fresta
aðgerðum. í kvöld kl. 18 á flóði
á svo að reyna aftur að þoka
togaranum um set.
Pétur Kristjánsson, einn björg
unarmanna, sagði í vi'ðtali við
fréttaritara Mbl. að skipinu yrði
komið á flot í áföngum. Skipið
liggur eins og þegar eftir strand-
ið og í gær var gott veður á
strandstað og gott í sjóinn. Mikill
straumur fólks flykkist á strand
stað í gær vegna fréttar ríkisút-
varpsins í hádeginu í gær, en
eins og áður er sagt verður tog-
aranum ekki komið á flot í ein-
um áfanga.
Samkvæmt upplýsingum, sem
Mbl. fékk í gær geta björgunar
aðgerðir orðið erfi'ðar, hvessi á
austan.
Kvaðst ráðherra vilja víkja
aðeins að þessum tveimur atrið-
um. Varðandi hið fyrra, þá
hyggðist stjórnin í byrjun þings
leggja fram frumvarp um Stjórn
arráð íslands, og væri þar gert
ráð fyrir sjálfstæðu ráðuneyti,
sem færi með heilbrigðismál og
félagsmál. Hvað snerti lækn-
ingamiðstöðvar, þá gat ráðherra
þess að í vændum væri reglu-
gerð, sem félur í sér að hið opin
bera mun taka að sér stofnkostn
aðinn við að koma lækningamið
stöðunum upp, en sveitarfélög-
Útisýningunni
lýkur nnnnð
kvöld
ÚTISÝNINGU 1968, sem haldin
er á skúlptúrverkum á Skóla-
vörðuholti, lýkur annað kvöld.
Mikil aðsókn hefur verið að sýn-
ingunní þá daga, sem hún hefur
staðið yfir.
Sem kunnugt er voru nokkur
verk eyðilögð af skemmdarvörg-
um fyrir tæpum mánuði, en lista-
mönnum tókst að gera við öll
verkin aftur. Nokkru síðar virð-
ast sömu menn hafa verið á ferð,
því að þá var aftur ráðist á sömu
verk, að Föllnum víxli undan-
anskildum, sem þá hafði verið
sendur til Svíþjóðar. Er nú enn
búið að gera við listaverkin.
Hagræðing fyrir
bílaeigendur
Sú nýbreytni hefur verið tek
in upp í starfsemi Bón og Þvotta
stöðvarinnar að Laugaveg 118
(ekið inn frá Rauðarárstíg), að
hún mun hafa opið í vetur
á laugardögum og sunnudögum
sem aðra daga vikunnar frá kl.
8.-23.00.
Þarna geta bifreiðaeigemdur
komið með bifreiðarnar á kvöld-
in og um helgar, sem aðra daga
vikunnar og hreinsað þá og bón
að sjálfir í rúmgóðu og upphit-
uðu húsnæði. Ennfremur geta
þeir fengið aðstoð að einhverju
eða öllu leyti ef óskað er.
Einnig geta bifreiðaeigendur
fengið aðstoð við keðjuásetning
ar og lagfæringar á þeim. Þessi
breyting á starfseminni hófst um
síðustu mánaðarmót og er bíla-
eigendum til miki'ls hagræðis og
þó sérstaklega fyrir þá sem enga
bílskúra hafa.
iij hafi síðan með höndum rekst
ur á þeím.
Að loknu ávarpi ráðherra hóf
ust framsöguerindi, en efni ráð-
stefnunnar í gær var: Læknis-
þjónusta í dreifbýli og þéttbýli.
Örn Bjarnason, læknir, hafði
framsögu um rekstur lækninga
stöðva í þéttbýli, en Gísli Auð-
unsson, læknir, um rekstur
lækningastöðva í dreifbýli. Ól-
afía Sveinsdóttir, hjúkrunar-
kona, og Auður Angantýsdótt-
ir, hjúkrunarkona, höfðu fram-
sögu um starf héraðshjúkrunar
konu, og Jón Sigurðsson borg-
arlæknir, flutti erindi um fyrir-
hngaðar nýjungar í heimilis-
læknisþjónustunni. Að því loknu
Jóhann Hafstein, heilbrigðism álaráðherra ávarpar fundargesti
Arnbjörn Kolbeinsson, formaður L.í. til vinstri.
voru umræður og fyrirspurnir,
en síðan hlé. Ráðstefnan hélt
síðan áfram með erindi Lárus-
ar Jónssonar, viðskiptafræðings,
um byggðaþróun og áætlanir
um byggðakjarna.
f dag hefst ráðstefnan kl. 10
með erindi dr. James Camerson,
fulltrúa frá brezku læknasam-
tökunum er hann nefnir: Post-
graduate training of general
praotitionersi.Þá flytur Páll Sig
urðsson, tryggingayfirlæknir, er
indi um fjármögnun hei'lbrigðis
mála, Sólveig Jóhannsdóttir,
hjúkrunarkona, ræðir hjúkrun í
heimahúsum, og Ólafur Mixa,
læknir, flytur erindi um fram-
haldsmenntun heimilislækna og
sérfræðiviðurkenningu þeirra.
Séð yfir fundarsal Dómus Medica víð setninguna í gæv.
Kafað eftir sénever
KAFARAR frá Landhelgisgæzl-
unni hafa tvisvar kafað í höfn-
ina, þar sem Fjallfoss lá við
bryggju, og fundið fjóra kassa
af sénever, tvo í hvort skipti. Sem
kunnugt er var skipverji af Fjall
fossi handtekinn á laugardag fyr
ir að smygla í land 72 flöskum
af sénever og 20.000 vindlingum,
sem hann kveðst einn vera eig-
andi að.
Eigendur viðbótarvínsins hafa
ekki fundizt, en málið er í rann-
sókn.
Tollverðir innsigluðu á laugar
dag ýmsa staði um borð í Fjall
fossi, þar sem þeim þótti líklegt
að smygl væri að finna, ef um
slíkt væri þá að ræða á annað
borð. Á sunnudagsmorgun kom
í ljós, að á einum staðnum hafði
innsiglið verið roffð og þótti toll
gæzlumönnum þá líklegt að ieit
í höfninni gæti borið einhvern
árangur, sem og varð.
Við leit í vélarrúmi Fjallfoss
fundu toilgæzlumenn hugvitsam-
lega útbúið hólf og á botni þess
lá ein flaska af sénever.
Magnds Már prófessor
í sögu íslands
Magnús Már Lárusson hefur
verið skipaður prófessor í sögu
íslands í heimspekideild Háskól-
ans frá 1. þ.m. að telja og jafn-
framt veitt lausn frá prófessors
embætti í guðfræðideild frá
sama tíma.
Firmakeppni Skák-
sambandsins
Firmakeppni Skáksambands
íslands verður háð í dag í skák
heimilinu við Grensásveg. f
keppninni taka þátt 70 fyrir-
tæki og er hér um hraðskákmót
að ræða, sem öllum skákmönnum
er heimil þátttaka í. Keppnin
hefst kl. 14.
Þessir glæsilegu Mercedes Benz fólksbílar eru vinningar í landsþappdrætti Sjálfstæðisflokksins.
Þá er nú að finna í Austurstræti, og þar eru happdrættismíð ar seldir um þessar mundir. Sjálf
stæðismenn hafa nú fengið senda miða heim, og eru þeir hva ttir til að gera skil hjá skrifstofu
flokksins sem allra fyrst.
arfúgeti í Reykjavík
f fréttatilkynningu frá dóms-
og kirkjumálaráðuneytinu, sem
Mbl. barst í gær segir, að Ás-
berg Sigurðssyni, sýslumanni á
Patreksfirði hafi verið veitt em-
bætti borgarfógeta í Reykjavík
frá 15. nóvember næstkomandi.
Andrés Valdimarsson.
Andrés Valdimarss. sýslu
maður Strandamanna
Hinn 3. október skipaði for-
seti íslands, samkvæmt tillögu
dómsmálaráðherra, Andrés Valdi
marsson, fulltrúa lögreglustjóra,
í embætti sýslumanns Stranda-
sýslu, að því er segir í fréttatil-
kynningu frá dóms- og kirkju-
málaráðuneytinu.
Andrés Va'ldimarsson fæddist
hinn 25. febrúar 1937. Hann
varð stúdent frá Menntaskólan-
um á Akureyri og lauk laga-
prófi frá Háskóla íslands vorið
1965. Að loknu prófi var And-
rés fulltrúi bæjarfógeta í Kópa
vogi, en síðar aðalfulltrúi lög-
reglustjórans í Hevkjavík.
Kva;ntur er Andrés Katrínu
Karlsdóttur.