Morgunblaðið - 05.10.1968, Side 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1968
S.Í.B.S. 30 ara:
Stórvirki unnið í endurhæfingu ðryrkja
— Berklavarnardagurinn n.k. sunnudag — Berklasjúklingum
hefur fœkkað, en verksvið sambandsins hefur verið fœrt út
BERKLAVARNARDAGURINN
— hínn árlegi merkjasöludagur
S.Í.B.S. verður n.k. sunnudag og
þá verður einnig selt rit sam-
bandsins, Reykjalundur. I til-
efnl þessa, og ennfremur að í
þessum mánuði eru liðin 30 ár
frá stofnun sambandsins, buðu
forráðamenn þess fréttamönnum
blaða og útvarps í stutta kynnis
ferð að Reykjalundi i gær og
gafst þá kostur á að skoða hinar
mikiu framkvæmdir sambands-
ins á staðnum og þann rekstur
er þar fer fram.
Sennilega verða fiestir þeir
sem til Reykjalundar koma undr
andi á að sjá það stórvirki sem
S.Í.B.S. hefur komiðþar í fram-
kvæmd á 30 ára starfsferli sín-
um. Auk sjúkrahússins og þjálf-
unarstöðvar eru nú reknar á
Reykjalundi saumastofa, plast-
verksmiðja, trésmíðastofa og
járnsmíðastofa. Allar eru þessar
stofnanir í tengslum við endur-
hæfingarstarf öryrkja, en að
sögn forráðamanna sambandsins
hefur reksturinn gengið nokkuð
vel og yfirleitt staðið undir sér.
Sögðu þeir að sum árin væri
reyndar halli á rekstrinum, en
önnur árin hinsvegar nokkur
hagnaður. Þá rekur S.í.B.S. einn
ig vinnustofuna Múlalund, að Ár
múla 16 í Reykjavík og starfa
þar að jafnaðí 40-50 öryrkjar.
Síldarstúlkur óskast
Síldarvinnslan h.f. Neskaupstað, óskar eftir að ráða
strax vanar síldarstúlkur til Neskaupstaðar.
Fríar ferðir, frítt fæði og húsnæði. Kauptrygging.
Upplýsingar eftir hádegi í dag í síma 83289.
SÍLDARVINNSLAN, Neskaupstað.
TIL SÖLU -
notaÖar bifreiðar
Höfum til sölu eftirtaldar Skodabifreiðar:
SKODA 1202 1965 — Verð kr. 90.000.—, útb. 45.000.—
SKODA 1202 1964 — Verð kr. 85.000.—, útb. 35.000.—
SKODA 1202 1965 (SENDIBIFREIÐ) — Tilboð óskast.
SKODA OCT. SUPER 1964 — Verð kr. 70.000.—,
útb. 30.000,—
SKODA OCTAVIA 1962 — Verð kr. 55.00.—,
útb. 20.000.—
Bifreiðarnar eru allar nýskoðaðar af Bifreiðaeftirliti
ríkisins, og eru til sýnis að Elliðaárvogi 117.
Tékkneska bifreiðaumboðið á íslandi h.f.
símar 19345 og 82723.
Kennsla hefst
7. okt. n.k.
Síðasti
innritunardagur
Sími 84842.
Skírteini afhent á morgun
kl. 4—6 í Lindarbæ (uppi).
alletískólí
Katrínar Guðjóusdóttur
Lindarbæ.
DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS
BERKLASJÚKLINGAR
HÖFÐU SJAFLIR FRUMKVÆÐ
IÐ
Þórður Benediktsson, sem ver-
ið hefur forseti S.Í.B.S. um ára-
bil, sagði, að það hefði verið mik
ið og vandasamt verkefni sem
orðið hefði að leysa á Reykja-
lundi, og það hefði því aeins
verið hægt, að alþjóð hefði sýnt
málinu mikinn áhuga og skilning
frá fyrstu tíð. Það hefðu verið
berklasjúklingar sjálfir sem á
sínum tíma áttu frumkvæðið að
srtofnun Reykjalundar og þeir
hefðu sýnt svo ekki væri um
villzt, að þrátt fyrir hinn skæða
og erfiða sjúkdóm, væri það dug
mikið og ákveðið fólk, sem hefði
hlutverki að gegna í þjóðfélag-
inu.
Þórður sagði ennfremur, að
tekjur af merkjasölu berkla-
varnardagsins vseru í sjálfu sér
ekki stórvægilegur liður í
rekstri sambandsins, en eigi að
síður hefði hann mibla þýðingu.
Nauðsynlegt væri fyrir þá, sem
að þessum málum störfuðu, að
vita um hug þjóðarinnar og góð-
ar undirtektir fólks undanfarna
Þórður Benediktsson
forseti S.Í.B.S.
berklavarnardaga hefði nánast
verkað sem traustyfirfýsing
þjóðarinnar á það starf sem ver-
ið er að vinna.
BERKLASJÚKLINGUM
FÆKKAR STÖDUGT
Oddur Ólafsson yfirlæknir á
Reykjalundi svaraði spurningum
fréttamanna um starfsemi endur-
hæfingarinnar og um berklaveik
ina. Sagði hann að 1938 hefði hér
lendis verið orðið mjög alvar-
legt ástand. Dánartala þeirra er
sýkst höfðu af berklum var há
og sýkingartilfelli tíð. Flestir
þeirra sem náðu bata við lækn-
isaðgerðir urðu að fara strax út
í atvinnulífið, og 'lítið var um
að ræða annað en erfiðisvinnu.
Þetta hefu sjúklingarnir þolað
mjög illa. Reykjalundur hefði
því verið stofnaður til að æfa
upp orku þeirra Nú væri
ástandið mjög breytt. Berkla-
veikin væri ekki lengur þjóðfé-
lagsvandamál. Lyf og skurðað-
gerðir kæmu í veg fyrir mjög
alvariega sýkingu, en ætíð væri
samt um mörg berklatilfélli að
ræða áriega.
Oddur sagði að sjúklingar á
Reykjalundi væru nú 133 og
væru þeir flestir þar til endur
hæfingar. Um 30prs. þessara
lungnasjúklingar, um 50prs væri
fatlað fólk og um 20prs. væru
geð- og taugasjúklingar. Flestir
sjúklingar, sem til Reykjalundar
kæmu, væru þar frá 6 vikum til
1-2 ára og kæmu um 200 sjúkl-
ingar inn á hælið árlega.
ENDURHÆFINGARSTÖð OG
VERKSMIÐJUR
Endurhæfingarmeðferð sjúkl-
inganna er mjög mismunandi. Nið
ri í kjallara aðalbyggingarinn-
ar eru maTgvísleg áhöld og tæki,
þar sem sjúklingar eru þjálfaðir.
Þar er einnig lítil innisundlaug,
sem Oddur sagði að væri mjög
mikið notuð og hefði mikla þýð-
ingu.
Sem fyrr segir eru verksmiðj-
ur sambandsins í beinum tengsl-
um við endurhæfingu sjúkling-
anna. Rekin er saumastofa og
eru þar aðallega saumaðir slopp
ar. Flestir vinna hins vegar í
plastverksmiðjunni og er f ram-
ieiðsla þar fjö.lþætt. Mikið er
Tilkynningj
Hér með tilkynnist, að ég undirritaður hef selt hr.
hljóðfærasmið Guðmundi Stefánssyni hljóðfæraverk-
stæði mitt að Þingholtssrtræti 27.
Vona ég, að hinn nýi eígandi megi njóta þess góða
trausts, er ég alla tíð hef notið.
Framvegis mun ég eingöngu stunda píanóstillingar.
Pálmar ísólfsson, sími 13214.
Samkvæmt framansögðu hefi ég undirritaður tekið
við rekstri hljóðfæraverkstæðis Páhnars ísólfssonar
að Þingholtsstræti 27 og mun framvegis reka það á
eigin ábyrgð.
Mun ég annast hljóðfæraviðgerðir og hljóðfærastill-
ingar og reka verkstæðið með svipuðu sniði og verið
hefur.
Símanúmer verkstæðisins verður áfram 14926.
Guðmundur Stefánsson,
hljóðfærasmíðameistari
Þingholtsstræti 27.
framleitt af plastleikföngum og
einnig hverskonar umbúðum. Þá
eru framleidd vatnrfeiðslurör af
ýmsum stærðum. Veigamikill
þáttur í plastframleiðslunni er
svo framleiðsla á hinu svoköJl-
uðu polyfilm plasti, sem er þunnt
umbúðaplast. Við þá framleiðslu
er notaður kæliitunninn, sem verk
smiðjustjóri Reykjalundar, Jón
Þórðarson, hefur fundið upp og
ryður sér nú mjög til rúms í
plastframleiðslu í heiminum. Á
trésmíðaverkstæði Reykjalundar
eru framleiddir leikfangabílar og
einnig smíðuð húsgögn fyrir
stofnunina, en í jámsmíðadeild
inni eru hinsvegar aðalverkefn-
in smíði á mótum fyrir plastvél-
arnar.
UPPBYGGING S.f.B.S.
Félagsdeildir S.f.B.S. eru nú
13 og eru meðlimir sambandsins
um 1700. Félagsdeildirnar eru i
Reykjavík, Akureyri, Siglufirði,
Vestmannaeyjum, Sandgerði,
Hafnarfirði, Neskaupstað, ísa-
firði, Húsavík, Reykjalundi,
Kristnesi og Vífilstöðum. Sam-
bandsstjórnina skipa nú eftir-
taldir menn: Þórður Benedikts-
son, Reykjavík, Oddur ólafsson,
Reykjalundi, Júlíus Ba'ldvinsson
Reykjavík, Árni Einarsson,
Rsykjavík, Kjartan Guðnason
Reykjavík, Hjörieifur Gunnars-
son, Hafnarfirði og Guðmundur
Svavar Jónsson, Reykjavík.
Aðaltekjustofn S.f.B.S er vöru
happdrættið, sem rekin er sem
sérstök stofnun. Sögðu forráða-
menn sambandsins að framlag
S.Í.B.S. til Reykjalundar í þessi
30 ár næmu um 100 milljótnum
króna.
MERKJASALAN N.K.
SUNNUDAG
Sem fyrr segir fer merkjasala
S.f.B.S. fram n.k. sunnudag og
er vonandi að hún gangi eins
vel og undanfarin ár, og hið
dugmikla S.Í.B.S. fólk fái verð-
uga „traustsyfirlýsfingu“ Þjóð-
arinnar. Merkiin munu kosta 35
krónur og verða númeruð og
gilda jafnframt sem happdrætt-
ismiðar. Vinningar verða 30. 10
B'laupunkt sjónvarpstæki og 20.
Blaupunkt ferðaútvarpstæki. Árs
ritið Reykjalundur, sem nú kem-
ur út í 22. sinn, er fjölbreytt að
venju. Meðal efnis er grein eftir
Guðmund M. Þorláksson ernefn
ist Brautin rudd. Oddur ólafs-
son ritar um Læknamiðstöð á
Reykjalundi. Haukur Þórðarson
ritar um Nýtingu starfsaðferða
og tækni í endurhæfingum. Þórð
ur Benediktsson ritar um komu
Cirkus Zoo til Reykjavíkur á
sínum tíma. í ritinu eru einnig
ljóð eftir Unni Eiríksidóttur og
Þórunni Benedikitsdóttur og þýdd
smásaga eftir Alphonse Daudet.