Morgunblaðið - 05.10.1968, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.10.1968, Blaðsíða 10
 10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 196« Ásgeir Jakobsson: Nú gildir þaö HVERN dag byrjum við auð- vitað á því að lofa guð fyrir að vera íslendingar og næst tökum við til að bölva veðr- inu, en til þess höfum við venjulega góða og gilda ástæðu og það var ég ein- mitt að gera, þegar ég labb- aði framhjá Leifsstyttunni og niður Skólavörðustíginn að morgni dags í norðangarð- inum á dögunum. Hríð á Vest fjörðum og fyrir Norður- landi, 8—9 vindstig og stór- Hannyrðanámskeið Námskeið í ýmsum hannyrð- um, efni verður ódýrt vegna t þess að konur undirbúa teikn- ingar að nokkru leyti sjálfar. Allar uppl. og innritun í síma 13788 næstu daga frá kl. 1—3. Annað námskeið í fatasaumi. Aherzla lögð á þjóðbúning- ana, sérstaklega upphluti, knippla og baldira sjálfar eða kúnstbródera borðana. Uppl. í sama síma. Bjarnfríður Einarsdóttir. sjór við Horn, Siglunes og Raufarhöfn. Ég vissi af bátkopp á leiðinni norður í haf á síldarmiðin. — Þeir fengju í nefið, karlagreyin. En báturinn var vel fyrirkallað- ur og þar yrði sjálfsagt ekkert að, en ég öfunda'ði ekki skipin, sem voru hlaðin á leið til lands af miðunum, ekki sízt af því að hann var víst tvísjóa, hann var suðaustan austur undan og lík- legt að síldarskipin lentu einmitt á leið sinni í þessum sjóamótum, en þá er ógemingur að verja hlaðið skip, og þó að norðan- belgingurinn úr Flóanum næddi illa um feitan búk minn eftir hin góðu ár, þakkaði ég mínum sæla fyrir að hafa nú fast land undir fótum og í rauninni ekki áðrar áhyggjur en þær að ég var á nýlegum skóm, sem særðu mig í hælinn. Þegar ég kom niður á móts við Skólavörðustíg 16, þar sem áður var Húsgagnaverzlun Aust- urbæjár um margra ára skeið, sá ég þar menn fyrir dyrum, sem ég kannaðist við. Þar voru á ferð nokkrir af forystumönn- um í félagsmálum sjómanna — Sjómannadagsráðsmenn. — Sjó- mönnum veitir ekki af ötulum mönnum í landi, þeir eru sjálfir dreifðir við atvinnu sína og SÓLBRÁ, Lnuguvegi 83 KULDAÚLPUR á skólabörn. UNGBARNAFATNAÐUR og LEIKFÖNG í úrvali. Op/ð til kl. 4 í dag Ljós í úrvali Ljós og hiti, Garðastræti 2. <E3>SKÁLINN IFord Bronco árgerð 1968 8 cyl. klæddur. ciö KR. KRISTJÁNSSDN H.F. II M R (1 fl I fl SUÐURLANDSBRAUT 2, VIÐ HALLARMÚLA U SÍMAR 35300 (35301 — 35302). GRÆNMETISMARKAÐINUM LÝKUR Á SUNNUDAG. Gulrætur, hvítkál, tómatar, agúrkur, rófur, íslenzkar kartöflur. Gróðrarstöðin v/Miklatorg v/Sigtún, sími 36770. Símar 22822 og 19775. Pétur Sigurðsson löngum fjarri þeim vígstöðvum þar sem atvinnustéttir landsins skipta upp úr ríkiskassanum. Þarna var í fararbroddi Pétur Sigurðsson, alþingismáður, sem stundum hefur verið kallaður Pétur sjómaður. Það er mikið heiðursheiti og Pétur ber það með sér í fasi og framkomu hvar hann hefur mótazt, því að hann er laus við þann sléttleik og yfirborðsslepju, sem er farin að fara svo mjög í taugarnar á mörgum og kennd er, misjafn- lega réttilega þó, við stjórnmála menn okkar. —• Hvað stendur til hér, þing- maður góður? — Hér stendur mikið til. Við ætlum að selja hverjum einasta Reykvíkingi happdrættismiða í því happdrætti, sem við efndum til á sjávarútvegssýningunni, Is- lendingar og hafið, síðastliðið vor, og á að vera til að afla fjár til þeirra framkvæmda að byggja sumardvalarheimili fyrir munaðarlaus sjómannaböm, fyrst og fremst, og önnur þau börn, sem ekki búa við eðlilegar heimilisástæ’ður. — Hver er saga þessa baráttu- máls sjómannasamtakanna? — Sjómannasamtökin hér í Reykjavík og Hafnarfirði hófu fyrir nokkrum árum (1962) rekstur sumardvalarheimilis í heimavistarskólanum að Lauga- landi í Holtum. Skólahúsið þarna var prýðilega til þess fall- ið að hafa þar slíkan rekstur. Okkur þótti þó leigan há miðað við þá starfsemi, sem þarna var um að ræða. Þama dvöldu fyrsta sumarið 40 börn, en vom orðin 60, þeg- ar við urðum a’ð hætta rekstr- inum. — Hvað olli því, að þið urðuð að láta þessa þörfu starfsemi falla niður? — Okkur var sagt, að á þvi væri hætta, að skólastjórinn hyrfi frá skólanum, ef hann fengi ekki húsnæðið til umrúða fyrir sig og fjölskyldu sína í sumarleyfi sínu og skólanefnd- in eða forráðamenn húsnæðisins vildu ekki taka á sig slíkar ill- hleypur. — Það er einmitt það — 60 börn — skólastjóri í sumarleyfi — og hvað gerðist síðan? — Starfsemin hefur legið niðri undanfarin tvö ár en samtökin ákváðu síðan að vinna að því að koma dvalarheimilinu aftur á fót og þá á jörð, sem samtökin áttu austur í Grímsnesi og hafði meðai annars verið keypt í þessu augnamiði. Á síðastliðnu sumri festum við kaup á 2 íbúðarskálum, sem sænsku verktakarnir höfðu reist fyrir hið erlenda starfsfólk sitt hér. Þessum húsum fylgdi mik- ill búnaður og þau voru hentug fyrir þá starfsemi, sem við höfð- um í hyggju. Húsin þurfa til- tölulega lítillar lagfæringar og breytinga með og ættiun við að geta tekið þau í notkun næsta sumar. Þau fara austur einhvern daginn, en við höfum þegar steypt undir þau grunnana. 1 þessum húsakosti ættum við a’ð geta haft um 60 börn og starfs- fólk. — Hvernig verður rekstri þessa heimilis -háttað? — Það verður, eins og áður, rekið af Sjómannadeginum í Reykjavík og Hafnarfirði. Mun- aðarlaus börn sitja í fyrirrúmi og eins og áður segir, en síðan önnur þau börn, sem eiga um sárt að binda af einhverjum ástæðum. Meðan við rákum heimilið að Laugalandi voru þar börn á aldrinum 4—9 ára og svo verður vafalaust enn. Auk þessa langar okkur til að koma á fót drengjabúðum, þar sem drengir á aldrinum 10—13 ára gætu dvalið einhvern tíma á sumrinu, við störf og leik. — Gátuð þið sinnt eftirspurn, meðan þið rákuð Laugalands- heimilið? — Nei, það gátum við aldrei og við kynntumst sárlega hinni ríku þörf, sem er hér í þéttbýl- inu fyrir starfsemi af þessu tagL Fró Tónlistarskólu Kópavogs Skólasetning fer fram í dag 5. október kl. 2 e.h. í Félagsheimili Kópavogs, efri sal. Hafið stundaskrá meðferðis. — Mætið stundvíslega. SKÓLASTJÓRI. BÓKFÆRSLU- OG VÉLRITUNARNÁMSKEIÐ hefst 8. okt. Kennt í fámennum flokkum. Innritim fer fram á Vatnsstíg 3, III. hæð, daglega. Einnig í síma 22583 til kl. 7 e.h. og 18643 eftir kl. 7. SIGURBERGUR ÁRNASON. Flugvirkjar Félagsfundur verður haldinn að Brautar- holti 6 4. hæð í dag laugardaginn 5. okt. kl. 14.00. Fundarefni: Kosning fulltrúa félagsins á þing A.S.f. Önnur mál. STJÓRNIN. — Hver var dvalarkostnaðux- irm? — Við miðuðum dvalarkostn- aðinn við sumardvalarheimili Rauða kross íslands. Það fór stöðugt í vöxt, þessi sumur, sem við rákum heimilið, að aðildar- félög að samtökum okkar hefðu hönd í bagga með vistum barn- anna og oft á tfðum var dvalar- kostnaður margra barnanna greiddur af sjúkra- og styrktar- sjóðum viðkomandi félaga. Þá ber þess að geta, að konur úr Slysavarnadeildinni hér í Reykjavík söfnuðu miklu fé með kaffisölu á Sjómannadaginn og létu það ganga til greiðslu fyrir dvöl fátækra barna á heimilinu og til rekstursins almennt og var að því mikill styrkur. Það var samt ævinlega halli á rekstrin- um og var hann greiddur af Sjómannadeginum í Reykjavík. Dvalartími var 1—2 mánuðir og verður það sjálfsagt svo áfram. — Hvernig hefur salan á happdrættismiðunum gengfð fram að þessu? — Illa, og þess vegna frestuð- um við drætti til 15. október og erum nú að búa okkur undir lokaátakið. Þó að við hyggjumst reisa heimilíð á ódýran hátt, eru þetta samt allfjárfrekar fram- kvæmdir og okkur verður fjár- vant, ef sala happdrættismið- anna gengur ekki að óskum. Nú gildir það því, að allir velunn- arar sjómannastéttarinnar og auðvitað sjómennirnir sjálfir leggi þáð á sig að ganga hér við á Skólavörðustíg 16 og kaupa miða. Við erum að vinna hér að nauðsynjamáli og væntum að- stoðar almennings. Fyrst við er- um að þessu spjalli, vil ég nota þetta tækifæri til að þakka hús- ráðendum hér að Skólavörðu- stíg 16, en það eru nokkur verka lýðsfélög hér í Reykjavík, fyrir áð lána okkur hér ókeypis hús- næði í hjarta bæjarins. Happ- drættismiðiin kostar ekki nema 25 krónur og hér er um verð- mæta vinninga að ræða: mynd- segulbandstæki til heimilisnota, 120 þús. króna virði, gúmbátur ásamt utanborðsmótor fyrir 6— 8 menn, 81 þús. kr. virði og vél- sleði 66.500 kr. virði. Hér verðum við á vaktinni til 15. október. Svo mörg eru þau orð. Fjár- söfnun í mannúðarskyni er mörg um orðin hvimleið. Ekki er það þó af því að það komi svo illa við pyngju manna, þó að þeir kaupi miða og miða í happ- drætti, sem efnt hefur verið til í góðu skyni, heldur leiðist fólki kvabbið. Það er ekki nægjanlega gild ástæða til þess að draga ekki upp veskið og kaupa sér miða, þegar um þarft málefni er að ræ’ða. Við búum í velferðar- þjóðfélagi, en góðir borgarar, það er víða eymd og bágindL Velmegun undanfarinna ára hefur gert okkur sinnlaus og við treystum á nefndir og ráð og stofnanir. Það er hættulegt traust. Það dugir ekkert minna, en allir leggi nokkuð af mörkum til að létta þeim lífið, sem bágt eiga og styðji því við bakið á þeim sjálfboðalíðum, sem ganga fram fyrir skjöldu í mannúðarstarfi. Það væri óskandi að þetta skyndihappdrætti Sjómanna- dagsráðs yrði okkur öllum til sóma. TEMUS MÚSAEITUR er ómissandi þegar þér gangió frá sumarbustaðnum fyrir veturinn. FÆST i APÓTEKUNUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.