Morgunblaðið - 05.10.1968, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 196«
13
Lokunartímamalið:
Verða „kvöldverzlanir" opnaðar í Reykjavík?
— Rætt við kaupmenn og
fulltrúa verzlunarfólks
Mikið ósamræmi virðist nú
rikja í lokunartíma matvöru-
búða í Reykjavík. Samkvæmt
borgarsamþykkt er lokunartíml
verzlana kl. 18. síðdegis alla
daga vikunnar nema föstudaga
er heimlld til að hafa opið til
kl. 22. að kvöldi og laugardaga
til kl. 16.
Sú staðreynd blasir hinsveg-
ar við, að stór hluti matvöru-
verzlana í Reykjavík er opinn
lengur en borgarsamþykktin ger
ir ráð fyrir. Þeir aðiiar, sem
ætlað er að framfylgja samþykkt
inni virðast hafa gefist upp
á því og bíða nú eftir að borg-
arstjómin taki af skarið með
nýrri reglugerð.
MBL taldi rétt að gefa Ies-
endum sinum kost á að kynnast
nokkrum sjónarmiðum, sem tíl
greina kæmu við samningu nýrr
ar samþykktar.
REGLUGERÐIN ÚR SÖGUNNI
MBL bað Sigurð Magnússon
framkvæmdastjóra Kaupmanna-
samtakanna að skýra frá afstöðu
þeirra til ástandsins sem nú
hefði skapazt í lokunartímamál-
unum. Sigurður sagði: — Við á-
lítum, að þessi mál séu nú í ó-
fremdarástandi, sem hæglega
geti leitt af sér mjög óæskilega
þróun. Bæði frá sjónarhó'li
þeirra, sem við verzlunina starfa
svo og borgaranna og bæjarfé-
lagsins.
Eins og allir vita voru þessi
znál mikið á dagskrá á árunum
1962-’64 en þá átrti ég sæti í
borgarstjórn og hafði ásamtt
borgarlögmanni mikið með þau
að gera. Þegar sú samþykkt, sem
Sigurður Magnússon,
f ram k væmdast jóri.
ég í algjörri andstöðu við hana.
Nú, fjórum árum seinna er öll
um ljóst sem sjá vilja, hvers
konar ringulreið hún hefur leiitt
til. Embættismenn í löggæzlu og
heilbrigðismálum sem sjá eiga
um að samþykktinni sé fram-
fylgt, hafa lýst því yfir viðmig
í einkasamtölum að málin séu í
þvílíku öngþveiti, að algjörlega
sé útilokað að halda áfram á
sömu braut. Samþykktin eins og
hún lá fyrir fól m.a. í sér á-
kvæði um kvöldþjónustu.
Skemmst er frá því að segja, að
eftir 6 mánaða reynklu af skipti
verzlun kom í ljós að árangur-
inn var svo lélegur þ.e. viðskipt
in voru svo lítil að henni var
hætt.
SKIPTTVERZLUNIN
Samþykktin fól líka í sér aðra
hluti, sem ég var andstæður og
samtökin einnig. Vörulisti sölu-
turna var aukinn til svo mikilla
muna, að við töldum að þar
væri um dúlbúnar matvöru
verzlanir að ræða. Þar var sölu
turnum gert kleift að verzla með
flestar algengustu og þægileg-
ustu vörur eftir lokunartíma
verzlana. Þetta töldum við ó-
réttlæti gagnvart matvörukaup-
mönnunum, sem eðlis síns vegna
verða að verzla með allar al-
gengar neyzluvörur. Þægilegar
og erfiðar, með hárri og lágri
álagningu eftir atvikum. Lokun
artími þeirra verzlana var hins
vegar ákveðinn með reglugerð-
inni og þeim gert að skyldu að
fara eftir henni. Þannig var á-
kveðnum aðilum í rauninni hygl
að af borgárstjórninni með því
að leyfa þeim að hafa opið á
kvöldin eftir að almennum verzl
unartíma lyki.
Eftir að skiptiverzlunin hafði
sannað sig að því að vera ófram-
kvæmanleg vegna lítilla við-
skipta, byrjaði sú þróun, að á-
kveðnir kaupmenn töldu sig til
neydda að opna söluop til sam-
keppni við kvöldsölustaðina.
Þetta hefur síðan leitt ti'l þess,
að hver kaupmaðurinn á fætur
öðrum hefur hafið kvöldsölu.
Nú er ástandið slíkt, að reglu-
gerðin hefur fallið um sjálfa sig
og yfirvöldin sjá sér ekki fært
ið framkvæma hana lengur.
— En hver er þá stefna kaup-
manna í lokunartímamálinu?
— Við teljum, að í öllum að-
alatriðum sé afgreiðslutíminn frá
kl. 9 að morgni til 6 síðdegis
nægur fyrir fólk til að gera inn-
kaup sín. Hinsvegar gerum við
okkur líka ljóst, að í einstökum
tilfellum er kvöldþjónustu þörf.
Sú þörf er þó alls ekki svo brýn
að lengja þurfi opnunartíma
allra matvöruverzílana um 50-
60 prs. Henni er hægt að ful-1-
nægja á allt annan og viðráðan-
legri hátt.
Apótekarar hafa t.d. leyst sín
kvöldsölumál þannig að reka sam
eiginlega helgar og kvöldþjón-
ustu. Sama væri hugsanlegt um
kaupmenn. Settar yrðu á stofn
t.d. þrjár verzílanir, sem veittu
alhliða þjónustu með matvöru og
jafnvel fleiri vörutegundir eins
og búsáhöld og blóm. Þessar
búðir tækju þá við, að loknum
hefðbundnum lokunartíma og
yrðu í eigu kaupmanna sameig-
inlega.
— Hvað þá um kvöldsölu ann
arra eins og söluturna?
— Ég tel að samhliða því, að
rekstur slíkra kvöldverzlanna
hæfist yrði að takmarka til muna
núverandi vörulista söluturna og
söluopa. Við skiljum ósköp vél,
að fólk gerir kröfu til að fá þar
ákveðnar nauðsynjar, en það má
bara ekki verða til að grafa und
an eðlilegri matvörudreifingu og
skapa ófremdarástand eins og
nú.
Ég vil benda á að erlendis er
sala í Slíkum söluturnum bund-
Suðurnes
1 nágrenni Keflavíkurfl/ugvallar er til sölu Htið íbúð-
arhús, með 3 hekt. að nokkru leyti ræktuðu landi,
steinsteyptri hlöðu, bílskúr og byrjunarframkv. á við-
bótarbyggingu við íbúðarhús. Tilbúið til innflutnings
nú þegar. Verðið er hagstætt ef samið er strax.
Upplýsingar í síma 11195.
in við tóbak sælgæti og blöð. Ég
tel að þessar vörur eigi m.a. líka
að vera fyrir hendi í kvöldsölu,
að viðbættu öli og gosdrykkjum.
AUGLÝSIR
Að imdanförnu hafa birzt í
dagblöðum og útvarpi auglýsing
ar frá verzluninni Herjólfi, að
þar sé opið alla daga vikunnar
til kl. 8 að kvöldi. Við héldum
því á fund verzlunareigandans
Braga Kristjánssonar og spurð-
um hann nokkurra spurninga við
víkjandi lokunartimanum.
— Hver er skoðun þín á því
ástandi sem nú hefur skapazt í
lokunartímamálinu?
— Þetta er orðinn hreinn
glundroði og hann er í rauninni
ástæðan til þess, að ég hef búð-
ina opna á þessum tíma. Það er
tiltölulega stutt síðan ég greip
til þessa ráðs. Ég rek hér einn-
ig söluturn í húsinu eftir kl. 6
og hafði þar á boðstólum vörur
samkvæmt samþykktum vöru-
lista. En þegar aðrir kaupmenn
hér í hverfinu og annars staðar
tóku upp á lúgusölunni á öllum
fyrirliggjandi vörum, breyttist
afstaða mín.
Bragi Kristjánsson, í Herjólfi.
OPNAÐIVERZLUNINA
Síðan önnur hver verzlun hefur
tskið upp lúgusöluna fannst mér
í raunninni lang hreinlegast að
opna verzlunina til kl. 8 alla
daga vikunnar, og reka með full
um mannskap. Ég get ekki séð,
að það sé á nokkurn hátt for-
dæmanlegra en láta eina mann-
eskju rétta vöruna út um lúgu.
Ef verzlunin er opin á annað
borð, vil ég reka hana eins, hvort
sem er að degi eða að
kvöldi, virka daga jafnt s em
helgidaga. Það er borgarinnar
að setja reglur. Þeim er ég
reiðubúinn að hlíta, þegar þær
reglur verða settar og menn látn
ir sitja við sama borð. Skoðun
mín er því í stuttu máli. Annað
hvort verði settar fastar reglur
og þeim framfylgt eða álgjört
frelsi verði um lokunartímann.
Ég held, að allt annað leiði til
pukurs og óeðlilegra viðskipta-
hátta.
KV ÖLDVERZLANIR
— En hvað um þá tillögu, að
þrjár verzlanir í sameign kaup-
manna verði látnar sjá um kvöld
söluna?
— Ég er hálf hræddur um að
sú tillaga sé betri á pappírnum
en í framkvæmd. Gagnvart kaup
mönnunum virðist mér, að við
höfum þegar fjárfest það mikið
til uppbyggingar nýtízku verzl-
ana að þar sé mælirinn fullur.
Ég held að við ættum frekar að
reyna að nýta betur það sem fyr
ir er en fara að bæta við verzl-
unum. Hvað ábata snerti stæði
Magnús L. Sveinsson hjá V.R.
hugur minn hvort eð er lítt til
að leggja fé í slíkt fyrirtæki.
En gagnvart neytendunum get
ég heldur ekki séð að kröfunni
um kvöldþjónustu sé fúllnægt
ineð þremur verzlunum í sitt hvor
um borgarhlutanum. Vegalengd-
irnar eru nefnilega orðnar all
miklar innan borgarinnar og ef
verðlagið í þessum búðum á að
vera hærra en að deginum, veit
ég ekki hvort neytendur kynnu
að meta „þjónustuna" eftir allt
saman.
— Við verðum að gera okkur
ljóst, að það sem fólkið fer fyrst
og fremst fram á er að geta
keypt nokkrar ákveðnar vörur að
Framhald á bls. 16
íbúð til leigu
Góð 3ja—4ra herbergja íbúð í rólegu húsi á bezta stað
í Austurbænum til leigu nú þegar í um 9 mánuði.
Afnot af útvasrpi, síma og sjónvarpi, teppi og glugga-
tjöld fylgja og húsgögn að mestu. Reglusemi og góð
umgengni skilyrði. Sanngjörn leiga. Sími 15979 í dag.
VOLKSWAGENEIGENDUR
☆
Höfum fyrirliggjandi:
BRETTI - HURÐIR - VÉLARLOK
OC GEYMSLULOK
á Volkswagen í allflestum litum.
Skiptum á einum degi með dags■
tyrirvara fyrir ákveðið verð.
Reynið viðskiptin
BÍLASPRAUTUN
GARÐARS SIGMUNDSSONAR
Skipholti 25 — Símar 19099 og 20988.