Morgunblaðið - 05.10.1968, Page 18

Morgunblaðið - 05.10.1968, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1966 Sigurdur Sölvason kaupmaður - Minning í DAG fer fiam útför Sigurðar bæði á nótt sem degi. Sérstak- Sölvasonar kaupmanns frá Skaga lega mun mér óhaett að færa strönd, sem andaðist að Héraðs- spítalanum á Blönduósi 24. sept. sl. eftir stutta legu. Við fráfall þessa valinkunna sæmdarmanns er mikill harmur kveðinn að konu hans, börnum og vinum, en Sigurður ávann sér traust og virðingu allra, sem til hans þek'ktu. Sigurður Sölvason kaupmað- ur Skagaströnd var fæddur á Álfhóli, Skagahreppi 14. janúaT 1898. Foreldrar hans voru Sölvi Þorsteinsson bóndi og Þórey Benónýsdóttir. 11 ára gamail missti hann föður sinn og varð um fermingaraldur að vinna fyr- ir sér. Hann giftist ungur Ragn- heiði Árnadóttur, ágætiskonu. Þau bjuggu á Skagaströnd. Eftir fárra ára sambúð missti Sigurð- ur konu sina frá þremur ungum börnum, yngsti þá þriggja ára. Sigurður giftist aftur 15. júni 1943 eftirlifandi konu sinni Mar- grétu Konráðsdóttur og hafa þau búið á Skagaströnd síðan og hann stundað kaupmennsku. Sigurður Sölvason var búðar- og starfsmaður hjá Kaupfél. Skag- strendinga um langan tíma. Eitt ár hjá Guðmundi Magnússyni kaupmanni Hafnarfirði og fjögur ár verzlunarmaður hjá Einari Thorsteinsson kaupm. Hólanesi, Skagaströnd. Sjálfstæða verzlun hefur hann rekið frá 1942 eða í rúm 26 ár. ■Hefur því verið við verzlunar- störf rúm 40 ár. Það er ekki ætlun mín með þessum fátæklegu skrifum að fjölyrða um æviferil Sigurðar Sölvasonar. En tun hálfrar aldar skeið bar ég gæfu til þess að hafa mikið samstarf við hann, viðskipta- og félagslega og á ég Ijúfar og ánægjulegar endur- minningar frá ölium okkar sam- skiptum. Það er mikið skarð fyr- ír skildi hjá Skagstrendingum Við fráfall Sigurðar Sölvasonar, hann hefur með framúrskarandi lipurð og vilja rekið verzlun sína til ómetanlegs hagræðis fyrir alla Skagstrendinga. Og verið reiðubúinn til afgreiðslu t Konan mín, Björg Stefánsdóttir Skólavörðustíg 29a andaðist að Elli- og hjúkrun- arheimilinu Grund föstudag- inn 4. okt. Arni S. Bjamason. t Móðir okkar Marsibil Eyleifsdóttir Bakkastíg 1, Reykjavík, lézt 25. sept. sl. Útför henn- ar hefur farið fram. Hörður Guðmundsson Hermann Guðmundsson. t Útför eiginmanns míns og sonar Kai Ólafssonar fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 7. okt. kL 1.30. Blóm afþökkuð. Asta Hallgrimsdóttir Inger Blöndahl. honum alveg sérstakar þakkir frá sjómönnum á Skagaströnd, sem hann var alltaf boðinn og búinn að veita alla þá þjónustu, sem þeir þurftu með á nótt sem degi. Mér mun óhætt að færa hér fram innilegustu þakkir allra þorpsbúa Skagastrandar til hins látna fyrir framúrskarandi óeig- ingjarnt starf Sigurðar við veitta þjónustu á viðskiptasviðinu þau 40 ár. sem hann hefur starfað að þeim málum. Börn Sigurðar frá fyrra hjóna- bandf eru Erla, gift í Ólafsfirði, Ámi bifreiðarstj. giftur á Blöndu ósi, Hallgrímur sjómaður giftur í Reykjavík. Eftixlifandi kona Sigurðar, Margrét Konráðsdóttir, veitti Sig ■urði ómetanlega aðstoð við verzl- unarstörf hans og hjúkraði hon- um af mikilli alúð um langan •tíma, sem hann var búinn að þjást af veikindum þeim, sem að lokum drógu til andláts hans, og vann hún þar mjög fórnfúst starf. Sigurður Sölvason var meðal- maður á hæð, þéttur á veili, glaðlyndur, hjartahlýr og hvers manns bugljúfi. Enda elskaður og virtur af öllum, sem höfðu viðskipti við hann. Það er erfitt að kveðja góðan vin, en enginn ræður sínum næturstað. Ég þakka þér, Sigurður, góða sam- vinnu, einlægan vinarhug og hafðu þökk fyrir allt frá okkar fyrstu kynnum. Ég vil óska þér góðrar heimkomu í þeirri miklu ferð, sem nú hefur hafizt. Drottinn gef þú dánum ró, hinum líkn sem lifa. Þorfinnur Bjarnason. „ÞAR sem góðir menn fara eru Guðs vegir“. Sigurður Sölvason er horfinn af þessari jörð, sálin hefur yfir- gefið líkamann, sem svo lengi var búinn að vera sjúkur, en minningin um þénnan góða og mæta mann lifir hjá öllum, sem þekktu mannkosti haris og eðal- lyndi. Þegar ég nú lít til baka yfir þau ár, sem ég bar gæfu til að þekkja hann, er mér fersk- ust í minni gleði hans. „Verið glaðir“, segir postulinn. Sigurð- ur var alltaf glaður, síbrosandi, með gamanorð á vör, meira að segja eftir að heilsan var farin og hann var aft sárþjáður. Það var þessi gleði, sem aflaði hon- t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför Ólafs Þorsteinssonar frá Firði, Seyðisfirði. Hulda Sigurjónsdóttir Steinunn Ólafsdóttir Leifur Haraldsson Sigfrið Ólafsdóttir Birgir Hallvarðsson. um svo mikils vinfengis. Hvers manns vanda vildj hann leysa, ekki til þess að auðgast af Því sjálfur, heldur til að hjálpa og leitast við að láta alla tíð gott af sér leiða. Það eru margir, ef ekki flestir á Skagaströnd og nágrenni, sem til hans hafa komið á liðnum árum, og beðið hann bónar og bónin var ekkf veitt með hang- andi hendi, heldur af ljúflyndi og gleði. Sigurður var mikill dugnaðar- maður, hann vann sig upp sjálf- ur án menntunar og var atorku- samur kaupmaður, stóð í skilum við alla sina viðskiptavini, þar mátti aldrei skeika að allt væri skilvíslega greitt. Glaður var hann oft á heimili mínu, þegar hann var búinn að „gera upp“ við viðskiptavini sína og allir Hafranesi ■ KRISTINN Guðnason varð bráð- kvaddur að heimili sínu sl. laug- ardag. Hann var fæddur á Eski- firði 24. október 1696. Hann var sonur hjónanna Svanlaugar Sig- urðardóttur og Guðna Þorsteins- sonar. Þegar Kristinn var á fyrsta ári missti faðir hans heils- una og lézt skömmu síðar. Var Kristni þá komið í fóstur til hjónanna Helgu Jónsdóttur og Guðmundar Einarssonar, er þá bjuggu að Hafranesi við Reyðar- fjörð. ólst hann upp hjá þeim til tveggja ára aldurs eða þar til þau hjónin Níels Finnsson og Guð- björg Guðmundsdóttir tóku við búi, og má því segja, að ha-nn hafi alizt upp hjá hvorutveggja þessara hjóna, en jafnan kallaði hann Helgu móður sína. Á þessum árum var tvíbýli á Hafranesi og bjuggu þau hjónin Guðrún Vilborg Hálfdánardóttir og Einar Sveinn Friðriksson á hinu búinu. Sambúð þessara heimila var með ágætum. Talið er, að um 40 manns hafi verið á báðum búuinum, þegar fjölmenn- ast var, svo nærri má geta að þar hafi ríkt glauraur og gleði á stundum. Unigur að árum byrjaði Krist- inn sjómennsku, sem hann stund- aði jöfnum höndum við land- búnaðarvinnu, því að útræði var þá á blómaskeiði á Hafranesi. Rúmlega tvítugur að aldri flutt- ist Kristinn alfarinn frá Hafra- nesi og dvaldist þá á ýmsum stöðum bæði austan lands og norðan, þar til hann fluttist til Reykjavíkur árið 1933. Upp frá því stundaði hann ýmis störf bæði til lands og sjávar, einkan- lega þó verzlunar- og innheimtu- störf. En allra síðustu árin vann hann sem va-ktmaður í Alþingis- húsinu og leysti af hendi það starf, sem reyndar öll þau störf, sem hann lagði stund á, af stakri trúmennsku. Kristinn Guðnason var greind- ur maður og gegn og vildi hvers manns vanda leysa, og þeir voru ma-rgir, sem til hans leituðu. Fyrir mörgum árum átti ég því láni að fagna að kynnast Kristni allnáið. Fundum okkar bar oft saman, bæði hsima og heiman, og ævinlega, er við hittumst, mætti ég hinu hlýja og trausta viðmóti. Um Kristin mætti skrifa -langa blaðagrein, en því verður ekki komið við að sinni, enda gerist þess ekki þörf, því svo marga vini og kunningja átti hann, að það væri að bera í bakkafullan lækinn að rifja upp þá mörgu og ágætu mannkosti, sem hann bjó yfir og samferðamenn hans kynntust. Kristinn hafði mikið yndi af músík, og á yngri árum spilaði hann á harmóniku. Stund- um, er hann rifjaði upp atburði frá þeim tíma, þegar hann spilaði á dansleikjum. sagði hann mér ýmislegt skemmtilegt, sem fyrir kom á slíkum skemmtunum, og bætti hann þá oft við: „Gg auð- vitað endaði það með myljandi slagsmálum — hvað heldurðu? En þá þandi ég bara nikkuna eins og ég gat, og oftast gat ég stillt til friðar með þeim hætti.“ Og æði margt Skemmtilegt var það, sem Kristinn heitinn sagði höfðu fengið sitt. Þau hjónin, systir mín og Sig- urður. hafa ekki búið í stórum sölum, en húsrýmið reyndist nóg, því þau voru svo s-amhent með að taka á móti öllum, sem til þeirra komu með sinni einstöku gestrisni og höfðingskap. Litla stofan þeirra kvað oft við af glöðum hlátri og gamanyrðum, þar sem ágætustu veitingar voru fram barnar af svo miklum rausnarbrag að til fyrirmyndar var. Allir, sem eru glaðir, eru barngóðir. Það var Sigurður. öll börn vildi hann gleðja, bæði með leik og gjöfum. Sigurðup minn, ég þakka þér allar ökkar samverustundir, þær eru mér gleðigjafi, það er sárt að eiga aldrei að heyra glaða hláturinn þinn eða njóta návist- ar þinnar. Drottinn gefur og tek- - Minning frá yngri árum sínum, en ekki verður það rakið hér. Arið 1950 stofnuðu þau Una Guðmundsdóttir og Kristinn heimili og bjuggu saman til skapadægurs hans. Una reyndist honum hin ágætasta kona og tókst með þeim gagnkvæmur skilnmgur á öllu því, sem prýða má góða sambúð. Þeim varð ekki barna auðið. Frú Una dvelur nú og mun eflaust dveljast hjá Guð- mundi Björnssyni lækni og konu hans, Kristínu Benjamínsdóttur, sem hafa reynzt henni fyrr og síðar tryggir vinir, og er ekki að efa, að við ihið bráða fráfall Kristins munu þau reynast henni hjálparhella í hvívetna. Um nokkurra ára skeið hélt Kristinn uppi skemmtunum fyrir Hafranesfólkið einu sinni á ári. Það gerði hann meðal annars til þess, að Ha-franesingar gætu haldið kunningsskap og tryggð ur, á þeim tíma, sem hann álrtur heppilegastan, undir hans vilja verða allir að beygja sig. Á Guðs vegum hefur þú gengið og heim- koman hlýtur að verða í sam- ræmi við það. „Far þú í friði“. Sesselja Konráðsdóttir. áfram, þó að gömlu húsbændurn- ir væru löngu gengnir. Trygg- lyndi Kristins verður ekki mælt og vegið, það var stórkostlegt Því má bæta við, að Kristinn var hraustmenni að burðum. Þeir verða eflaust margir, sem fylgja Kristni til grafar í dag. Og þeir, sem ekki koma því við, senda honum hlýjar kveðjur og þakklæti fyrir órjúfandi tryggð fyrr og síðar. Kæri vinur. Ég kveð þig með söknuði og sakna mjög, er ég á göngu minni niður Lauga- veginn, mæti þér ekki lengur. En eitt vitum við þó með vissu, — og það er líka það einasta, —- að einhvern tíma munum við deyja. Ég óska þér góðrar heim- komu handan landamæranna miklu og efast ekki um, að þeir, sem á undan eru gegnir, munu taka á móti þér sem sama góða, trygga og ljúfa vininu-m, sem aldrei -brást. Olíver Guðmundsson. Ólafur Jónsson verzl- unarmaður — Minning 1 DAG er borinn til hinztu hvíldar, Ólafur Jónsson, verzl- unarmaður, góðvinur minn í meira en 60 ár, og sambýlismáð- ur um 33ja ára skeið. Ekkert er eðlilegra, — núna en að mér verði hugsað til allra þeirra ára, sem leiðir okkar lágu saman, og það svo algjör- lega hnökralaust, að þar ber hvergi skugga á. Enda færi ég honum nú að leiðarlokum, mín- ar hjartanlegustu kveðjur og þakkir fyrir alla vináttu hans og tryggð. „Menn geta ekki á neinn hátt nálgast guðina eins vel, og með því að vera öðrum gó'ðir." (Cicero). Ekkert held ég að hafi verið nær innsta eðli Ólafs, heldur en þessi fornu orð, eða þetta forna spakmæli, því þannig var öll hans hegðun, og allt hans hátt- emi í daglegri umgengni við samferðamenn sína á lífsleið- innL Hann var maður prúður 1 framkomu, og vakti hvarvetna traust og álit. Hann var grand- var til orðs og æðis, og ávann sér því traust húsbænda sinna. Hann var sérstaklega háttvis 1 öllum samskiptum vfð þá sem hann umgekkst, og hlaut því að launum virðingu þeirra sem kynntust honum. Hann var drengskaparmaður í hvívetna. Ólafur Jónsson var fæddur hinn 14. október árið 1899 að „Eiðstöðum“ við Bræðraborgar- stíg (nú no. 23). Foreldrar hæM voru þau hjónin Jón Guðmunds- son frá Ánanaustum og Þórunn Einarsdóttir í „Skólabænum*1 hér í Reykjavík. Hann ólst upp á þessum gömlu slóðum ásamt systkinum sínum, og þar lékum við okkur saman sem drengir. Eftir að hann komst á leg-g, lærði hann skósmíði hjá Oddi Bjama- syni, skósmfðameistara og tóls próf í þeirri iðngrein, og sveins- bréf með bezta vitnisburðL Hann stundaði í nokkur ár þá iðn sjálfstætt, en mun ekki hafa fallið hún þegar til kom. Hann hvarf þvi að verzlunarstörfum við hið þekkta fyrirtæki „Leð- urvöruverzlun Björns Kristjáns- sonar“, þar sem hann naut trausts og virðingar að makleg- leikum. Hinn 6. apríl 1935 steig hann sitt mikla gæfuspor, þegar hann kvæntist eftirlifandi konu sinnL Jarþrúði Jónsdóttur, Jónassonar kaupmanns og hreppstjóra á Stokkseyri og Þóru Þorvarðar- dóttur frá Litlu Sandvík, og bjuggu þau Ólafur og Jarþrúð- ur í alveg einstaklega ástriku hjónabandi, — enda bælði valdar manneskjur. — Börn þeirra em: Jón Hiln.ar, búfræðingur, kvæntur Rósu Haraldsdóttur, — Þórunn, gift Baldri Ásgeirssyni, stýrimanni, — og öm, sem stundar norrænu- nám við Háskóla Islands. Kristinn Guðnason frá

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.