Morgunblaðið - 05.10.1968, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1968
19
Hin síðari ár, eða eftir að
„Leðurvöruverzlun Björns
Kristjánssonar" hætti starf-
rækslu, vann Ólafur hjá „Menn-
ingarsjóði" og sá um afgreiðslu
bóka, og naut þar sama trausts
og hylli eiris og allsstaðar ann-
arsstaðar.
Um allt þetta er mér svo vel
kunnugt, þar sem við höfum alla
tíð verið nánir vinir í öll þessi
ár, og er það gott að geta sagt
me'ð sanni, að milli okkar hefir
aldrei hallað orði, og þakka ég
honum það meira en mér.
Þegar ég hugsa um vin minn,
Ólaf Jónsson, þá minnist ég
gjarna orða Epiktetosar —
„Lifðu grandvöru lífi —
og vaninn gerir þér það hug-
ljúft.“
Ekki veit ég hvað Ólafur sjálf-
ur hefir hugsað í þessum efn-
um, en á þennan hátt kom hann
mér fyrir sjónir í allri hegðun
og hátterni, og má með réttu
segja, að það var eins og grand-
varleiki og fáguð framkoma
væri honum meðfædd og í blóð
borin.
iÞað er oftlega minnzt á það,
að eins og maðurinn sái, muni
hann uppskera. Og okkur mönn-
unurn finnst að þetta lögmál sé
svo nærri því rétta, eða í flest-
um tilfellum í samræmi við sam
vizku okkar. Þess vegna finnst
okkur mörgum, að það ætti
frekar að vera okkur mönnun-
um til hags en hnekkis á öðru
tilverusviði, ef vel væri ávaxt-
að það pund sem okkur væri
falið hér í þessari jarðvist.
Og ef nú þetta skyldi vera
rétt, þá veit ég að Ólafur vin-
ur minn á gó'ða heimvon vísa,
hjá þeim sem þessa hluti dæm-
ir, og úthlutar laununum rétt-
látlega.
Glóa um göfgan mann
geislar, sem buga húm.
Dagrenning hittir hann
handan við tíma og rúm.
(G. Friðj.)
Ég, kona mín og börn, flytjum
eftirlifandi eiginkonu Ólafs, og
börnum þeirra, okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur og biðjum
þeim allrar blessunar. En harm-
bót má það vera þeim nokkur,
að þau kveðja góðan mann og
göfugan, — en góð minning lif-
ir lengi.
Sveinn Þórðarson.
t
Ólafur Jónsson............ 5555
1 DAG fer fram frá Dómkirkj-
unni í Reykjavík útför Ólafs
Jónssonar, verzlunarmanns, Tún
götu 47, Reykjavík.
Fregnin um lát Ólafs kom
mér, eins og mörgum öðrum,
mjög á óvart. Ég hafði ekki
heyrt á það minnzt að hann
hafði fyrir nokkrum dögum
kennt sér lasleika og að lækn-
isráði átt að draga sig í hlé frá
störfum um stundarsakir. Föstu-
daginn 27. september sl. fékk
'hann þó heimsókn gestsins, er
við eigum öll í vændum að
heimsæki okkur að lokum. Ólaf-
ur varð bráðkvaddur á heimili
sínu þennan dag. Andlát hans
bar því að svo brátt, að við vin-
ir hans eigum ennþá bágt með
að trúa því að hann sé búrnn
að yfirgefa okkur, en við dóm-
arann þýðir ekki að deila í þesis-
um efnum, Ólafur er horfinn
héðan, að vísu fyrir aldur fram,
kvaddur til nýrra starfa handan
landamæranna miklu.
Ólafur var fæddur að Eið-
stöðum við Bræðraborgarstíg í
Reykjavík 14. október 1899. For-
eldrar hans voru Jón Guðmunds
son frá Ánanaustum og kona
hans Þórunn Einarsdóttir, fædd
í Skólabænum í Reykjavík.
Ólafur er því fæddur og alinn
upp í gamla vesturbænum í
Reykjavík og þar átti hann
heima alla tíð síðan. Systkini
Ólafs voru fjögur, Ásta, Guð-
munda Margrét, Jón Einar, lát-
inn fyrir nokkrum árum og
Hjalti. iHús sitt reisti Ólafur á
móti sameignarmanni sínum og
æskuvini Sveini Þórðarsyni, fv.
bankagjaldkera, við Túngötu í
Reykjavík, skammt frá æsku-
stöðvunum, og hefur búið þar
með fjölskyldu sinni síðan.
Á yngri árum lædði Ólafur
skósmíði hjá Oddi Bjarnasyni
skósmið á Vesturgötunni. Þessi
iðngrein átti þó ekki eftir að
verða ævistarf hans, enda þótt
hún ætti eftir að koma honum
að góðum notum síðar á lífsleið-
inni. Árið 1926 réðst Ólafur til
Verzlunar Björns Kristjánsson-
ar, Vesturgötu 4 hér í borg og
gerðist deildarstjóri leðurvöru-
deildar verzlunarinnar. Leður-
vörudeild VBK rak umfangs-
mikla verzlun með léðurvörur
og alls konar efni til skósmíða
og átti viðskiptavini um allt
land. Munu margir vafalaust
minnast Ólafs frá þessum árum,
en öll störf sín þar vann hann
af mikilli skyldurækni og trú-
mennsku, jafnt gagnvart hús-
bændum sínum sem viðskipta-
mönnum veraiunarinnar. Ólafur
vann við leðurvörudeild VBK
samfleytt í 25 ár, en þegar
deildin hætti störfum á árinu
1951, réði Ólafur sig til Bóka-
útgáfu Menningarsjóðs og Þjóð-
vinafélagsins í Reykjavík og
vann þar sem sölustjóri við
bókaútgáfuna allt til dauðadags.
Svo hefur forstjóri stofnunar-
innar, hr. Gils Guðmundsson,
sagt mér að samvizkusemi og
trúmennska Ólafs hafi verið
sérstök og hafi hann unnið þess-
ari stofnun eins og hann ætti
hana sjálfur. Hann var framúr-
skarandi vinsæll í starfi, dug-
legur og ósérhlífinn til hinzta
dags. Framkoma hans var þann-
ig að hann ávann sér vinsælda
allra, er hann átti vfðskipti við.
Skipti engu máli í hverju störf-
in voru fólgin, hann var jafn
vel liðinn og vinsæll, hvort sem
hann vann við sölu og dreifingu
eða við miður vinsælli störf eins
og t.d. innheimtustörf. Ólafs er
nú sárt saknað af forstjóra bóka-
útgáfunnar og samstarfsmönnum
hans öllum við þessa stofnun.
Ólafur hafði sjálfur mikið yndi
af góðum bókum og las alla tíð
mikið þjóðlegt og annað bók-
menntalegt fræðiefni. íslend-
ingasögurnar voru honum mjög
hugstæðar og kunni hann á
þeim prý'ðileg skil.
Hinn 6. apríl 1935, á afmælis-
degi móður sinnar, kvæntist
Ólafur eftirlifandi konu sinni,
Jarþrúði Jónsdóttur, Jónassonar
kaupmanns á Stokkseyri. Þau
eignuðust þrjú böm, Jón Hilm-
ar, búfræðing á Laugardælum,
kvæntur Rósu Haraldsdóttur,
Örn, er stundar nám í íslenzk-
um fræðum við Háskóla Is-
lands og Þórunni, húsfrú, sem
gift er Baldri Ásgeirssyni stýri-
manni. Fá hjónabönd veit ég far-
sælli og ástúðlegri en hjónaband
þeirra Ólafs og Jarþrúðar, þar
féll aldrei hiinn minnsti skuggi
á. Hún, bömin og barnabörnin
eiga fagrar minningar um kær-
an lífsförunaut góðan föður og
afa. Þeirra er söknuðurinn sár-
astur og votta ég þeim mína
innilegustu samúð.
Unz við hittumst aftur hand-
an móðunnar miklu, kveð ég þig
nú, kæri frændi, með vidðingu
og trega.
Allir sem þig þekktu, eru sam
mála um að þú hafið verið
drengur góður, og hvað er hægt
að óska sér betra. Þín er sárt
Ráðskona
Bandarískur blaðamaður sem ferðast mikið óskar eftir
ungri ráðskonu til að anruasit þrjú böm, 6, 7 og tíu ára.
Þarf að kunna matreiðslu og þykja vænt um böm.
Byrjunarlaun 45 dollarar auk fæðis og húsnæðis.
Mynd og upplýsingar um reynslu sendist til Jack
Kestner Ledger Star, Norfolk — Virgina U.S.A.
saknað af frændum og vinum.
Guð blessi þá, sem þér voru
kærastir hér á jörðu, konu þína,
börn og barnabörn.
Systkini Ólafs, frændfólk,
vinir og venzlamenn eiga öll
góðar endurmiinningar um sam-
veruna og geyma minningu
hans í þakklátum huga.
Arni Þorsteinsson.
BfLAR
Volkswagen
árgerð '66, fastback, bensín-
miðstöð.
Clœsilegur
Volkswagen 1967
Volvo Amazon
árgerð '66, góður einkabíll.
Volkswagen
1500, árg. '67.
Volvo
144, árgerð '67.
GUOMUNDAR
Berrþðrof ðtn 3. Sfmar 1M3X, 20070
Þar sem salan er mest
eru blómin bezt.
Gróðrarstöðin við Miklatorg.
Símar 22822 og 19775.
Hand- og listiðn-
aðarsýningin
— aðeins 2 dagar eftir.
Norrœna Húsið
Allíance Francaise
F rönskunámskeið
Námsskeiðin hefjast í næstu viku. Kennt verður í
mörgum flokkum. Franski sendikennarinn Jacques
RAYMOND kennir í framhaldsflokkum.
Innritun og allar nánari upplýsingar í Bókaverzlun
Snæbjarnar Jónssonar & Co., Hafnarstræti 9.
Sími 1-3 9-36 og 1-31-33.
Væntanlegir nemendur eru beðnir að koma til við-
tals í -háskólann, 3. kennslustofu (2. hæð) þriðjudag
8. október kl. 18.15,
Bókasafnið
Bókasafn félagsins, Hallveigarstg 9, verður opið í
vetur fimmtudaga kl. 20 — 22.
^^SKAUNN
Bílor of öllum gerðum til sýnis og sölu f glæsilegum sýningarskóla
okkor oð Suðurlandsbraut 2 (við Hallarmúlo). Gerið góð bilakaup —
Hagstæð greiðslukjör — Bílaskipti. Tökum vel með forna bila I um-
boðssölu. Innonhúss eða uton .MEST ÚRVAL. —MESTIR MÖGULEIKAR
BÍLASÝNING Á MORGUN.
Bronco 8 cyl. áirg. '68,
klæddur.
Bronco árg, ’66, klædur.
Scout árg. ’67
Hillman station árg. ’66.
Gloria árg. ’67.
Toyota 2300 1967.
Vol'kswagen árg. ’66.
Taunus 12M árg. ’63.
Zephyr árg. ’62.
Cortina áirg. ’64.
Saab árg. ’65, 66.
Volivo Amazon árg. ’65.
Rambler Classic árg. ’65.
Opel Record árg. ’64.
Benz 220 S árg. ’60.
MG sportbíll árg. ’63.
Hanomag sendiferðabif
reið árg. ’68.
Mjög glæsilegur
hrað'bátur.
Opið til kl. 4.
HR. KRISTJÁNS50N H.F.
II II 0 II II I fl SUÐURLANDSBRAUT 2, VIÐ HALLARMÚLA
1,1 0 U U ' U SlMAR 35300 (35301 — 35302).
SKODA — ÞJÓNUSTA
Þjónustuverkstæði Skodaumboðsins, Elliðaárvogi 117, hyggst nú
taka upp enn aukna þjónustu við eigendur Skodabifreiða.
Eftirtalin þjónusta verður framvegis veitt á verkstæðinu:
ir Almennar viðgerðir.
★ Mótorstillingar og almennt eftirlit.
★ Ljósastillingar.
★ Smurstöð.
ir Þvottur og bónun.
★ Vélarþvottur, keðjuásetning og frostlagarmæling.
HAGSÝNIR KAUPA — SKODA — ÁHYGGJULAUSIR AKA SKODA.
Þjónustuverkstæði Skodaumboðsins
Elliðaárvogi 117, sími 82723.