Morgunblaðið - 06.10.1968, Side 10

Morgunblaðið - 06.10.1968, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 1968 Frá Reykjavíkurhöfn á tímum þilskipanna. ALDAN 75 ÁBA ÞANN 7. október eða á morg- un er hið merka skipstjóra- og stýrimannafélag Aldan 75 ára, en það er stofnað 7. október 1893 og því elzt starf- andi stéttarfélaga í landinu annarra en búnaðarfélaga. Morgunblaðið hefur oft átt öfluga stuðningsmenn í hópi félagsmanna Öldunnar og sendir nú þessu félagi kveðju sína með því að birta dag- bókarútdrátt, sem núverandi formaður félagsins, Guð- mundur H. Oddsson hefur tekið saman fyrir blaðið. Þessi útdráttur bregður upp svipmynd af hinni fjölþættu starfsemi félagsins o g sýnir glöggt, hversu lifandi og virk- Guðm. H. Oddsson núverandi form. ur þátttakandi Aldan hefur ver ið í þjóðlífinu og ekki aðeins barizt fyrir hagsmunamál- málum, þó að þau hafi skiljan- lega verið meginþátturinn í starfsemi félagsins eins og ann arra stéttarfélaga — heldur einnig fyrir mörgum þjóðþrifa málum til almennings heilla. Margt af því, sem nú þykir sjálfsagt með þjóð vorri, hefur fyrst verið rætt á fnudum Öld unnar, og ýmiálegt, sem þar var rætt fyrir aldamót er enn í deiglunni, eins og fiskirækit í sjó, skólaskip o.fl. Guðmundur segist hafa haft þann háttinn á við þennan dagbókarútdrátt, sem hér birt- ist, að sneiða sem mest hjá innanfélagsmálum sem auðvit- að voru margvísleg og mikið rædd, og margir fundanna ár hvert fóru ekki í annað, en hillzt heldur til að taka það, sem almenning varðaði meiru, og varð þá rúmsins vegna að stikla aðeins á því stærsta. Mörg merkismál voru umræðu- efni árum saman, en er sjaldn ast getið hér nema, það ár, sem uppá þeim er fitjað eða gerð samþykkt um þau. 18930 Stofnárið, var mest rætt um kjaramál skipstjóra og rætt við útgerðarmenn um, að skip- stjórar fengju kjör sín bætt. 1894: Á þessu ári var stofn- aður styrktarsjóður félags- manna ekkna þeirra og barna vegna heilsubrests, atvinnuleys sis eða ellihrumleika. Þessi sjóð ur er enn við lýði, en hafnaði í aðaldeild Söfnunarsjóðs fs- lands og hefur því ekki nýtzt félagsmönnum sem skyldi. Sam þykkt var á þessu ári að berj- ast fyrir því að kostur væri vigtaður út í landi en ekki um borð. Rætt um stofnun tímarits um sjávarútvegsmál og sam- þykkt að kaupa norskt eða danskt fiskveiðitímarit. Samþykkt, að skipstjórar í Öldunni skyldu rita í dagbók skips síns athuganir sínar varð andi fiskigöngur og veiðarnar, veðurfar og sjólag, afla á sólar hring og um leið botnlag, dýpi, og á hvaða tíma bezt hefði veiðst. Hvaða fisktegundir hefðu veiðst og ástand fisksins, „hvort hann sé feitur á fisk eður ei, hvort hann sé hvítur eða móleitUT á roð, hvort hann sé með síltroðinn maga eður tómann, eður í honum botn- fæða, t.d. krabbi o.fl. Hvaða síldar verður vart, hvort held ur hún er í fiski eður á ferð, og hvert hún stefnir, ef hún sézt og ennfremur geta þess ef kolkrabbi er í fiski“. 1895: var rætt um breyting- ar á farmannalögunum frá 22. marz 1890. Samþykkt var að halda jólaskemmtun fyrir fé- lagsmenn og er það skemmtana- hald enn við lýði. 18960 Bjarni Sæmundsson fenginn til að halda fyrirlest- ur á félagsfundi um flatfisk við strendur landsins. Sam- þykkt var að berjast fyrir því að allur aflahluti yrði greidd ur í peningum en ekki úttekt, eins og þá var siður. Sam- þykkt að beita félagsmenn sekt um kr. 10. — ef einhver þeirra réði sig fyrir verri kjör en þá voru gildandi. Rætt um að rýmt væri til í höfninni fyrir fiski- skip. Rætt um vita á Stafness töngum. Rætt um nauðsyn verklegrar kennslu stýrimanna efna og að skorað skýldi á Al- þingi að fengið væri skip til þessarar verklegu kennslu og æfinga. Skólastjóri stýrimanna skólans beðinn að halda fyrir- lestur í félaginu. 1890 Vitamálin rædd, eink- um bygging vita við Suður- ströndina. Samþykkt að berjast fyrir því að allir hásetar væru ráðnir til vertíðarloka en ekki til mismunandi tíma, svo a ð skipin yrðu að fara aukaferðir inn með menn, sem lokið höfðu vistráðningartíma sínum. Bjarni Sæmundsson fenginn til að halda fyrirlestur um trjámaðk inn og hvernig helzt mætti út- rýma honum. Rætt um að fél- agið keypti þilskip eða gerðist hluthafi í útgerð þilskips, sem aðallega yrði gert út í því augnamiði að koma peninga- borgun, sem félagið hafði beitt sér fyrir. „Cand. S.P. Sívert- sen hóf máls á því, hvort fé- lagsmenn vildu ekki framveg- is styðja að því að guðsorð yrði lesið um borð í þilskip- um. Samþykkt og fært inn í fundarbók: 1. Loforð um að sunnudagur og aðrir hátíðisdagar skulu framvegis vera frídagar á skip um vorum. 2. Að hafa guðsorðabækur með í skipunum. 3. Að bægja engum háseta frá kirkjugöngu þegar í höfn var komið. 4. Að hafa jafnan hugfast á sjó og landi, hvaða ábyrgð vér höfum gegn hásetum vorum, einnig hvað trú og siðgæði snertir". Rætt um stofnun kaupfélags fyrir félagsmenn. Rætt um sigl ingarljós á skipum. 1898 Rætt um meðalakassa og samþykkt að beita sér fyrir endurbótum. Mælt með vita- byggingu í Elliðaey á Breiða- firði. Miklar umræður um það hvernig koma mætti fiskverk- uninni í betra horf en var. Rætt um bindindismál. 17 fé- lagsmenn ákveða að stofna nýja stúku. Rætt um nauðsyn vitabyggingar í Vestmannaeyj- um og við Kúðafljót. Samþykkt að selja ekki tunnuna af gell- unum undir 10 krónum. Tillaga um „að matsveinum væri kennt að búa til ætan mat.“ Fiski- skipskaupin enn á dagskrá. 18990 Það ár er aðalumræðu og baráttumál félagsmanna að keypt yrði fyrirdráttarnót, sem hægt væri að nota til að draga ir til kosninga að þeirri próf- kosningu lokinni. 1900 Samþykkt að greiða úr félagssjóði kr. 50 — til norska ræðismannsins vegna hins hörmulega sjóslyss, er varð við Noregsströnd í oktober. Veitt úr styrktarsjóði kr. 315. Vörpumálið enn og samþykkt að kaupa vörpu 50 faðma á lengd, 5 faðma á dýpt fyrir 500 krónur. Samþykkt tillaga um að aðstoða útgerðarmenn um land allt við ráðningu skip stjórnarmanna á skip þeirra. Rætt um félagsfána. Alda- mótahaldið styrkt með kr. 30 1910 Alþingi send álitsgjörð um nýbyggingu vita. Tryggvi Gunnarsson og Helgi Helgason mæta á fundi þetta ár til að taka þátt í umræðum félags- manna um að bæta verkun á saltfiski, einkum um borð í fiskiskipunum. Tryggvi kvað það mjög sorglegt, að saltfisk ur frá verzlunum við Faxaflóa væri að rýrna í áliti meðal kaupmanna erlendis, og væri því ekki vanþörf að ráða bót á því hið fyrsta. Miklar umræð ur og sammá'la álit að leggja þyrfti fyllstu áherzlu á vöru- vöndun. Haustið 1891 tók Stýrimannask ólinn til starfa undir stjórn Markúsar Fr. Bjarnasonar. Fyrstu nemendur skólans útskrif- uðust þaðan árið 1893. Voru þeir fjórir og allir merkir Öldu- félagar. Talið frá vinstri: Kristinn Magnússon, Þorsteinn Þor- steinsson, Pétur Ingjaldsson og Þorvaldur Jónsson. fyrir ufsa þar sem síld gengi ekki að landinu og var kostn- aðarverð nótarinnar áætlað kr. 300. — Samþykkt var að safna hlutafé! Bjarni Sæmundsson enn fenginn til að halda fyrir- lestur um fiskiklak í sjó. Rætt um að félagsmenn þyrftu að koma manni í nið- ur j öf nunarnef nd. Mikið rætt um vitaljós í Vestmannaeyjum. „Hjalti Jóns- son kvaðst hafa átt á við hinn áreiðanlegasta mann frá Vestmannaeyjum, er kveðst vilja taka að sér að tendra ankeruljósker og útvega olíu m.fl. fyrir kr. 35 í 2 mánuði. Félagsmenn töldu þessa lausn ekki fullnægjandi og fel'ldu þetta fyrir Hjalta. Vörpumálið veit á dagskrá allt þetta ár. Kosin nefnd til endurskoðun- ar á farmannalögunum. Tillaga um að komið yrði upp snjó- geymslu einhvers staðar á Vest fjörðum. Prófkosning fór fram um val bæjarfulltrúa þetta ár og gengu fé'lagsmenn sameinað Þetta ár fór mjög í umræð- ur um vitamálin, sem eiginlega voru á dagskrá á hverju ári í félaginu, og einnig var rætt um almennings lestrarfélag, tombóla var haldin og jólatrés skemmtun að venju og einnig var botnvörpuveiðimálið rætt en það mál var þetta ár, eins og reyndar flest þessara ára, til umræðu á Alþingi. 1920 Var mikið rætt um 'lífsábyrgð sjómanna og kosin 3ja manna nefnd til að fylgj- ast með framgangi þess máls. Helztu mál, sem rædd voru, og gerðar samþykktir um og bar- izt fyrir næsta áratuginn voru: prentað málgagn fyr- ir sjómannastéttina — Sigl- ingalöggjöfin — atvinna við siglingar — og þessi tvö mik- ilsverðu mál sjómannastéttar- innar átti Aldan verulegan þátt í að móta, sömuleiðis voru hafnarmá'lin mjög á baugi þenn an áratug. 1912 gerist tvennt það, sem sýnir ljóslega, hvað Öldumenn voru vakandi fyrir því, sem var y............................................................• Bátahöfnin í Vesturhöfn Reykjavikur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.