Morgunblaðið - 06.10.1968, Side 17
MORGU'NBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. OKTÓBBR 1968
1
„Draumurinn
um Ameríku44
Tor heitinn Myklebost sendi-
herra skrifaði á Washingtonárum
sínum bók um Bandaríkin, sem
hann nefndi „Drömmen om
Amerika", og kom hún út á ár-
inu 1953. Að forminu til er bókin
einskonar saga bandarískra bók-
mennta og þó einkum skáldsagna
ag skáldsagnahöfunda á þessari
öld. En aðalviðfangsefni höfund-
ar er að sýna fram á, hvemig
þjóðfélagsaðstæður — þróun
þjóðfélagshátta, efnahags og
stjórnmála — hafi mótað skáldin
og verk þeirra, og þau aftur átt
sinn hlut að því, að bæta úr því,
sem miður fór. Myklebost rekur
hvernig innflytjendur hafi komið
til Ameríku vegna hugmynda
sinna €©3 drauma um nýtt og
betra líf. Þessir draumar hafi
ekki nema að nokkru leyti rætzt
og geti aldrei í okkar ófull-
komna heimi rætzt að fullu.
Hann telur, að enda þótt mörgu
sé ábótavant í Bandaríkjunum,
þá sé þó miðaS ■við aðstæður,
m.a. það hversu þjóðin sé ósam-
stæð að uppruna, samansett af
ótal þjóðarbrotum, og enn séu
milljónir manna, er ekki tali
sjálft tungumál landsins, samt
undursamlegt hversu miklu hafi
fengizt áorkað. Þetta telur Mykle
bost ekki sízt hinum bandarísku
rithöfundum að þakka, hiklausri
og óvæginni gagnrýni þeirra og
stöðugri hvatningu tij umbóta.
Þessar huglefðingar gerkunnugs
manns í Bandaríkjunum er á-
stæða til að ryfja upp nú vegna
alls- í senn: Andláts hins ágæta
höfúndar; innsýnar þær, sem hug
leiðingar hans veita um muninn
á frjálsu og ófrjálsu þjóðfélagi,
frjómagn bókmenntanna í hinu
frjálsa en takmarkað gildi
þeirra í hinu ófrjálsa svo sem
hjá Sovétmönnum; og loks eru
Bandaríkin nú ofarlega í hugum
flestra vegna kosninganna, sem
þar standa fyrir dyrum.
Aj<rif píslarvættis
Brezkur rithöfundur, Parkin-
son, sem kunnur varð vegna gagn
rýni sinnar á útþenslu skrifstofu
báknsins, er hann að gamni sínu
setti saman „Parkinsons lögmál-
ið“ um, hefur nýlega ritað bók,
sem hann nefnir „Left Luggage".
Bókartitillinn er raunar orðaleik
ur, því að hann getur í senn
tnerkt „Eftirskilinn farangur" eða
„Vinstra dót“. Meginefni bók-
arihnar er hörð gagnrýni á sósíal
istískar kenningar nú á dögum
óg greinir hann þó ekki mjög
á milli flokka heldur ræðzt á tíð
arandann. Sumt er réttmætt í
þeirri gagnrýni en höfundur
gengur allt of langt í aðfinning-
um vfð lýðræðislega stjórnar-
hætti yfirleitt og spillir þar með
málflutningi sínum. Einna at-
hyglisverðast í bókinni, sem skrif
úð er nokkrum mánuðum fyrir
morðið á Robert Kennedy, er
það, sem höfundur heldur fram
um fallvaltleika lýðræðisins í
Bandaríkjunum. Hann bendir á,
að keisaradæmi hafi komist á í
Róm skömmu eftir morðið á
Caesar, með því að ungur ná-
frændi hans Oktavíanus, síðar
Augustus, hafi verið hafinn til
keisaratignar. Parkinson vill
heimfæra þennan lærdóm upp á
Bandaríkin í náinni framtíð. Því
verður ekki neitað, að framgang-
ur hinna yngri Kennedy-bræðra
minnir mjög á þessa fomu at-
burði. Robert Kennedy var að
vísu áhrifamikill stjórnmálamað
ur fyrir eigin verðleika. Forset-
inn, bróðir hans, var á sínum
tíma mjög gagnrýndur fyrir að
gera þennan unga bróður sinn að
dómsmálaráðherra Bandaríkj-
anna. En ekki fór á miUi mála,
að Robert Kennedy varð skjót-
lega á meðal áhrifamestu og
sennilega hæfustu manna, er þá
stöðu hafa skipað. Engu að síður
virtist augljóst, að píslavætti
Johns Kennedys kæmi Robert
bróður hans mjög að gagni I bar
áttunni fyrir forsetadæminu á sl.
vori. Ef dæma mátti af sjón-
varpsmyndum var hrifning æsku
lýðs af Robert Kennedy naumast
einleikin og langt umfram það,
sem orð hans sjálfs og verk gáfu
efni til. Hin brostna draumsýn,
sem menn tengdu við hans myrta
bróður var hér áreiðanlega afl-
vakinn. Hið sama lýsir sér enn
áþreifanlegar um yngsta bróður-
inn Edvard Kennedy, sem raunar
sýndist vera óvenju geðslegur
ungur maður. en hefur þegar
sökum aldurs ekki átt neinn
kost á því að sýna, hvort í hon-
um býr efnivfður og styrkleiki
til að standa í valdamestu og
vandasömustu stöðu, sem mann-
kynið hefur yfir að ráða. Engu
að síður telja flestir, að ef hann
hefði gefið kost á sér til forseta
framboðs, mundi hann hafa átt
kosningu vísa. Ekki er um að
villast, að skýringin á þeim vin-
sældum er píslarvætti eldri
bræðra hans.
Fyrsíi haustsnjórinn í Esju.
(Ljósm. Mbl.: Sv. Þorm.)
REYKJAVÍKURBRÉF
Eldskírn
gagnrýninnar
Játa verður, að vinsældir
bygg'ðar á slíkum grunni eru
hæpin forsenda fyrir vali á
manni í forsetastöðu voldugasta
stórveldis heimsins. Það er og
hinum unga Kennedy til lofS, að
hann skyldi ekki láta leiða sig
út í slíkt ævintýri. Allt annað
mál er, hvort hann gefur kost á
sér til framboðs síðar, þegar
hann hefur betur kynnst sínum
eigin kröftum og kjósendur geta
dæmt um hann af verkum hans
sjálfs.
Eðlilegt er, að allar þessar bolla
leggingar veki hjá mönnum hug
leiðingar um veilur lýðræðisins.
Ekki sízt vegna þess, að nafn
hins unga manns hefur svo mjög
verið nefnt af því, að frambjóð-
endurnir, sem um er a'ð velja,
vekja takmarkaða hrifningu. Þar
sker Wallace sig þó úr. Ætla
mætti, að hann hefði dæmt sjálf
an sig úr leik, þegar hann lýsti
því yfir, að ef hann yrði forseti,
mundi hann hiklaust láta bíl
sinn aka áfram yfir mótmæl-
endur, sem legðust á veginn fyrir
framan forsetabílinn!
Fylgi Wallace á skýringu sína
í mótmælahug og leiða kjós-
enda. Það er svipaðs eðlis og
fylgi nazista og kommúnista í
frjálsum Evrópulöndum. Um þá
Nixon og Humphrey gegnir allt
öðru máli. Menn geta haft um
þá ólíkar hugmyndir, en áreiðan
lega eru báðir mikilhæfir menn
og margreyndir í vandasömum
störfum. Okkur kann að finnast
ýmislegt í tali þeirra yfirborðs-
legt, en á það er áð líta, að til
forsetaframbjóðenda eru gerðar
nærri yfirmannlegar kröfur um
stöðug ræðuhöld og fjöldinn svo
mikill og margvíslegur, sem til
þarf að ná, að ýtarlegar rökræð-
ur koma að litlu haldi. Þrátt fyr-
ir alla gallana er það hin stöðuga
gagnrýni, sem bezt tryggir lýð-
ræðið. Meðal annars vegna þess
hversu hún er margþætt og mögu
leikarnir til hennar vendilega
tryggðir, þá ver'ður að ætla, að
lýðræðið í Bandaríkjunum standi
traustum fótum.
Fjörráð breyttu
ekki fyl^ispekt
Um síðustu helgi mynntust
menn að vonurn víðsvegar 30
ára afmælis Munchensáttmálans.
Af því tilefni voru viðhöfð mörg
köpuryrði í garð Neville Cham-
berlains og fjölyrt um framsýni
hinna, sem frá upphafi gagn-
rýndu gerðir hans. Þjóðviljinn
slóst í þann hóp og hældi sjálf-
Laugardagur 5. okt
um sér fyrir andstöðu gegn
Munchensáttmálanum og ámælti
Morgunblaðinu fyrir að hafa fagn
að því, að heimsfriðnum tókst að
bjarga haustið 1938. Morgunblað
ið þarf sízt að skammast sín
fyrir samfylgd þess yfirgnæfandi
meirihluta mannfólksins, sem
1938 vonaði og vildi trúa, að
komið hefði verið í veg fyrir
nýja heimsstyrjöld. Nú orðið er
mönnum ýmist ókunnugt um e'ða
þeir gleyma því, að deila Tékkó
slóvakíu og Þýzkalands 1938 var
engan veginn eins einföld og t.d.
Sovét-Rússlands og Tékkóslóvak
íu nú. t Tékkóslóvakíu bjuggu
þá milljónir manna af þýzkum
uppruna, sem aldrei höfðu sætt
sig við að verða þegnar þess
lands. Tékkóslóvakia varð fyrst
að sjálfstæðu ríki eftir fyrri
heimsstyrjöld, en hafði áður ver-
ið hluti af Austurríki, þar sem
þýzkumælandi menn voru mest
ráðandi. Þýzka þjóðarbrotið var
stöðugur óróavaldur í Tékkó-
slóvakíu. Einmitt af þeim sökum
gerðu Tékkar Þjó’ðverja land-
ræka eftir seinni heimsstyrjöld-
ina. Það var harðhent lausn og
ekki möguleg fyrr en eftir ósigur
Hitlers en þá líka skiljanleg og
öllum til öruggrar framtíðar-
heilla. En eins og málin stóðu
haustið 1938 höfðu Þjóðverjar
nokkuð til sín máls. Það var ekki
fyrr en með rofum Hitlers sjálfs
á Munchensáttmálanum og töku
allrar Tékkóslóvakíu eftiráramót
in 1939, sem óseðjandi árásar-
hneigð hans varð óumdeilanleg.
Þá sá Chamberlain einnig að
sér. En Hitler fékk nýja formæl-
endur. Stalín og Hitler fóru að
vingast strax eftir hernám hins
sfðarnefnda á Tékkóslóvakíu vet-
urinn 1939. Þá um vorið fóru
þeir kumpánar að þreifa fyrir
sér um að slá saman reytum sín-
um. Þeim áþreifingum lauk með
vináttusamningnum í ágúst 1939.
Þann samning lét Stalín undir-
búa samtímis því, sem hann þótt
ist vera að semja við vesturveld-
in um aðgerðir gegn áframhald-
andi valdbeitingu Hitlers. Fáum
dögum eftir, að vináttusamning-
urinn hafði verið undirritaður
hóf Hitler, — í skjóli Stalíns, —*
seinni heimsstyrjöldina. Sú styrj
öld hefði sennilega aldrei orðið,
ef atbeini Stalíns og fylgifiska
hans hefði ekki komið til.
Kommúnistar á Íslandi réðu
að sjálfsögðu engu um allt það
atferli. En þeir réðu eigin orð-
um og hugsunum. Fjörráð Stal-
íns gegn mannkyninu breyttu
engu um blinda fylgisspekt
þeirra við hann.
Takruarkið
náðist ekki
Seinni heimsstyrjöldin hófst
með því, að Bretland og Frakk-
land ætluðu að hindra, að Pól-
land hly.ti sömu örlög og Tékkó-
slóvakía. Úr því að styrjöld varð
á anna'ð borð vonuðu flestir, að
henni myndi lykta með því, að
Tékkóslóvakía hlyti frelsi á ný,
jafnframt því, sem komið yrði í
veg fyrir frelsissviptingu Pól-
lands. Því miður varð raunin
sú, að hvorugt tókst. Það voru
ekki einungis þessi tvö þjóðlönd,
sem hafa síðan farið á mis við
raunverulegt frelsi, heldur hafa
Eystrasaltslöndin þrjú, Eistland,
Lettland og Lithauen, hlotið enn
ömurlegri örlög og Ungverjaland,
Búlgaría og Rúmenía ámóta eða
li.tlu betri. Vonbrigði manna yfir
því að bjartsýni Chamberlains
haustfð 1938 reyndist óraunhæf
háfa orðið honum til áfellis og
menn bera saman barnalega bjart
sýni hans og hina raunsæju böl-
sýni Churchills.
Þessi samanburður verður
Chamberlain enn óhagstæðari af
því, að hann reyndist Churchill
svo miklu deigari forustumaður
þegar út í ófrið var komið. Hitt
verður engum til varanlegs lasts
að hafa viljað halda frið svo
lengi sem nokkur kostur var.
Sjálfur átti Chamberlain ekki
sök á þeim meinsemdum, svo
voru aðal orsakir seinni heims-
styrjaldarinnar. Versala-samning
arnir 1919, heiftrækni Frakka,
dugleysi brezkra stjórnmála-
manna, sem sáu betur og ein-
angrunarstefna Bandaríkja-
manna áttu verulegan þátt í því
að ýta Þýzkalandi út í öfgar og
efla Hitler til valda. Þó hefði
hann sennilega aldrei náð völd-
unum, ef aðstoð kommúnista
hefði ekki einnig komið til. Þýzk
ir kommúnistar gerðu að fyrir-
lagi Stalíns allt, sem þeir gátu
til þess að rífa niður lýðræði í
Þýzkalandi í þeirri fáfenglegu
trú, að sjálfir mundu þeir eiga
allskostar við Hitler á eftir. Sagt
er, a'ð þýzkir herforingjar mundu
hafa steypt Hitler, ef stríð hefði
orðið út af Tékkóslóvakíu 1938.
Um það verður aldrei sagt með
vissu, hvort úr því hefði orðið.
Víst er, að þeir gerðu það ekki
1939 og mistókst tilraunin 1944.
En aðalásökunarefnið gegn brezk
um valdamönnum verður ekki,
a'ð sumir vildu reyna að koma
í veg fyrir stríðið, heldur að þeir
reyndu ekki bæði fyrr og síðar
að semja við þá þjóðverja, sem
hefðu getað hindrað valdatöku
Hitlers og síðan þá, er vildu
steypa honum.
Gerir
p!æ(umuninn
Allt þangað til 1932 voru í
Þýzkalandi við völd menn, sem
lögðu á það megináherzlu, að ná
samkomulagi við hinar vestrænu
lýðræðisþjó'ðir. Þessum mönn-
um var lengst af gert sem erfið-
ast fyrir af Vesturveldunum.
Þess vegna misstu þeir tökin
áður en yfir lauk. Það, sem gert
hefur gæfumuninn eftir seinni
heimsstyrjöldina, er það, að nú
hafa Vesturveldin, einkum og
fyrst og fremst fyrir forgöngu
Bandaríkjanna, tekið upp nána
samvinnu við þýzka lýðræðis-
menn. Aðild Þýzkalands að
Atlantshafsbandalaginu er einn
bezti ávöxtur þeirrar samvinnu.
Ekki hefur þó skort gagnrýni á
það samstarf. Bæ'ði kommúnistar
og ýmsir aðrir hafa stöðugt ver-
ið með hrakspár um vaxandi
gengi nazista í V-Þýzkalandi.
Fyrir fáum dögum voru enn
magnaðar hrollvekjur um yfir-
vofandi stórsigur nýnazista í
sveitarstjórnarkosningum í nokkr
um hluta Þýzkalands. Allar urðu
þær hrakspár sér til skammar.
Öryggið, sem Þýzkaland hefur
fengið með aðild að Atlantshafs-
bandalaginu, leiddi þvert á móti
til þess, að nýnazistar töpuðu í
þessum sveitarstjórnarkosning-
um, rétt eftir hernám Sovét-
Rússlands á Tékkóslóvakíu. At-
burðarásin varð þess vegna þver
öfug vfð það, sem kommúnistar
höfðu sagt fyrir. Sovétmenn
reyna að styrkja völd sín í
Austur-Evrópu með því að ógna
mönnum stöðugt með nýju her-
hlaupi eða árás frá V-Þýzka-
landi, en leidddu sjálfir Austur-
þýzka herskara inn í Tékkó-
slóvakíu rétt fyrir 30 ára afmæli
Munchensáttmálans!
10 ára uppgjafar-
afinæli nálgast
Svo er að sjá sem Tíminn sé
þegar farinn að undirbúa að
halda hátíðlegt 10 ára uppgjafar
afmæli vinstri stjórnarinnar.
Eins og menn muna, hrökklað-
ist hún frá með hinni frægu yfir
lýsingu Hermanns Jónassonar í
desemberbyrjun 1958. Tímanum
verður tíðrætt um þessa upp-
gjöf nú og ætlast til þess, að rík
isstjórnin minnist hennar me’ð
því að fara að á sama veg.
Óþarft er að fara mörgum orð-
um um, hversu fráleit þessi til-
ætlunarsemi Tímans er. Nú stend
ur allt öðruvísi á en þá. Árið
1958 var hið mesta uppgangsár,
sem þá hafði enn orðið í efnahag
íslands allt frá því að land byggð
ist. Engu að síður hélt vinstri
stjórnin þannig á málum, að skap
ast höfðu óvfðráðanlegir erfið-
leikar. Innan ríkisstjórnarinnar
var ekki samkomulag um nein
úrræði gegn þessum erfiðleikum,
að því er Hermann Jónasson for
sætisráðherra sjálfur lýsti yfir í
sölum Alþingis. Nú hefur þjóðar
búið hins vegar orðið fyrir meiri
áföllum sl. 2 ár, en áður eru
dæmi til eftir að nútíma þjóðfé-
lagshættir komust hér á. Það er
þess vegna undir það tekið af
öllum nema harðsvírúðustu
kommúnistum, að ráðlegt sé að
kanna, hvort samkomulag fáist
um sameiginleg viðbrögð gegn
þessum vanda. Sú könnun gefur
engan veginn til kynna, að nú-
verandi ríkisstjórn hafi gefist
upp, heldur einungis, að hún
telur það horfa til þjóðarheilla
að koma á sem viðtækustu sam-
komulagi. Ef það næst ekki, þá
mun hún ekki hlaupa af hólmi.
Það væri heldur ekki tii góðs,
heldur þvert á móti til glund-
roða og ófarnaðar, ef stjómin
segði af sér, meðan verið er að
kanna hvort víðtækt samkomu-
lag næst.
Þegar stjórn Hermanns Jónas-
sonar var 1938 að leita eftir svip
uðu samkomulagi, datt engum í
hug að stjórnin þess vegna ætti
að segja af sér, Þá var stjórnin
þó minnihlutastjórn og studdist
einungis við lítinn hluta lands-
fólksins. Þess vegna hefði mátt
færa rík rök að því að slík stjórn
hefði átt að segja af sér, en
a.m.k. kom engum Framsóknar-
manni það þá til hugar.