Morgunblaðið - 09.10.1968, Page 12

Morgunblaðið - 09.10.1968, Page 12
12 MORCUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 196® Útgeíandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjómarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgrei’ðslg Auglýsingar Askriftargjald kr. 130:00 í lausasölu Hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Sigurður Bjiarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristkisson, Aðalstræti 6. Sími 10-100. Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. á mánuði innanlands. Kr. 8.00 eintakið. SAMI GRAUTUR I SÖMU SKÁL ,að verður ekki sagt með j þess að tæki þeirra verði * sanni að nýjar og sjálf- stæðar hugmyndir komi fram í málflutningi stjórnarand- stöðublaðanna um þessar mundir. Dag eftir dag er þar staglast á sömu staðhæfing- unum, um að stjórnarstefna núverandi ríkisstjórnar sé röng og hafi leitt yfir þjóð- ina alla þá erfiðleika, sem að henni steðja nú. Þetta er sami grautur í sömu skál, sem Framsóknarmenn og kommúnistar hafa borið fram fyrir þjóðina sl. 9 ár. Yerður ekki sagt að þetta sé lystilegur réttur. Hvergi örl- ar á nokkurri sjálfstæðri hugmynd, eða ábyrgri tillögu úm það, hvernig skuli snúast við vanda, sem allir hugsandi menn vita að fyrst og fremst sprettur af áföllum. er stjórn arstefnan hefur engan þátt átt í að skapa. Stórkostlegt verðfall, afiabrestur og erfitt árferði eru ekki sök ríkis- stjórnarinnar. Enginn ætlæt t;! þ°ss að niður sé látin falla ábyr<7 gagnrýni á þá sem með völd- in hafa far'ð. Hitt er höfuð- synd að gleyma skyMum sín- um við framtíðina, en á- stunda þess í stað viku eftir viku og mánuð eftir mánuð, sálarlaust pex um fórtíðina. En það er þetta. sem Fram- sóknarmenn og kommúnistar hafa gert sig seka um. Þess vegna fer ekki hjá því að trú almennings í landinu verði stöðugt minni á það, að þess- ir flokkar séu líklegir til þess að líta raunsætt á þjóðarhag og fást til þess að eiga þátt í lífsnauðsynlegum aðgerð- um til þess að mæta hinum miklu áföllum og koma í veg fyrir vaxandi vandræði. En hvað er það, sem fyrst og fremst þarf nú til bragðs að taka? Það er að gera hiklausar ráðstafanir til þess að út- flutningsframleiðslan stöðv- ist ekki og atvinnuleysi og bágindi haldi innreið sína í landið. En hvaða leiðir á að fara í þessum efnum? Það er eðlilegt að þannig sé spurt. Flestir gera sér ljóst að ekki er hægt að sigrast á erfiðleikunum og tryggja rekstur atvinnutækjanna, sem lífskjör og afkoma alls almennings byggjast á, án þess að þjóðin í heild leggi á sig einhverjar byrðar. Þetta þýðir það að færa verður yf- ir til útflutnings-atvinnuveg- anna nægilegt fjármagn til 1 rekin með skaplegum hætti. Vitanlega vilja allir ábyrg- ir menn koma í veg fyrir að hér skapist atvinnuleysi og skortur og þrengingar haldi ' innreið sína á þúsundir heim ila í !andinu. En það er lítið gagn í því að mála atvinnu- leysisdrauginn á vegginn, en j gera ekkert til þess að bægja : honum frá dyrum þjóðarinn- ar. I Það, sem nú skiptir megin- máli, er að þing og stjórn ; geri sér ljóst eðli vandamáls- i ins og gangi síðan hiklaust ; að því að ráða fram úr vand- anum. Það gerði Viðreisnar- i stjórnin 1959 og 1960, þegar vinstri stjórnin hafði leitt al- | gjört efnahagsöngþveiti yfir íslenzkt þjóðfélag í mesta j góðæri, sem yfir landið hafði komið. Viðreisnarstjórnin gerði þá víðtækar ráðstafan- ir til þess að skapa jafnvægi í efnahagsmálunum og tókst það. f kjölfar þeirra ráðstaf- ana rann upp mikið velmeg- unartímabil, með stórbættum lífskjörum og margháttuðum framkvæmdum og umbótum í landinu. Sama hátt verður að hafa j á nú, hvaða leiðir sem farn- ; ar kunna að verða. Það væri íslendingum ekki vanzalaust, ; ef þeir glúpnuðu fyrir stund- j arvanda, eftir að hafa búið I við velmegun, uppbyggingu og framfarir í nær heilan áratug. Sannleikurinn er líka sá, i að þjóðin ætlast til þess af þing og stjórn að þannig verði á málunum haldið. j j ..SÓSÍALÍSKUR LÝÐRÆÐIS- FLOKKUR" : 17' ommúnistablaðið skýrir frá því í gær, að á ráð- stefnu ungra Alþýðubanda- lagsmanna í Borgarnesi um síðustu helgi hafi verið sam- þykkt að Alþýðubandalagið skuli vera „sósíalskur lýðræð- isflokkur“. Það vekur athygli, að með- al helztu forustumannanna á þessari ráðstefnu var Hjalti nokkur Kristgeirsson, sem dvaldi í Ungverjalandi þegar frelsishreyfing Ungverja var kæfð í blóði árið 1956. Það voru rússneskir skriðdrekar og hríðskotabyssur, sem unnu w ( JTfl iN Ú R H IEIMI Forsaga Rhodesíudeilunnar RHODESÍUMALIÐ er nú aft- ur að komast mjög á dagskrá og því ekki úr vegi að rifja upp í stuttu máli það sem skeð hefur síðan Ian Smith fór fyrst að hugsa um að lýsa yfir sjálfstæði landsins. September 1964: Ian Smith fékk aðvörun frá London ög var tilkynnt áð litið yrði á einhliða sjálfstæðisyfirlýsingu sem uppreisn. ’ Október: Fundur ættarhöfð ingja lýsti sig fylgjandi ein- hliða sjálfstæðisyfirlýsingu. Harold Wilson vaxaði opinber lega við því. Nóvember: Kosningar með- al þeirra sem kosningarétt hafa í Rhodesíu leiddu í ljós, að 58.091 voru fylgjandi sjálf- stæðisyfirlýsingu en 6.096 voru á móti. Bretland var þó ekki ánægt með þessi úrslit vegna þess, að ekki var tek- ið tillit til svertingjanna í landinu. Febrúar 1965: Brezki sam- veldismálaráðherrann, Art- hur Bottomley og forseti lávarðadeildarinnar, Gardin- er, lávarður, hittu a’ð máli hvíta Rhodesíumenn, ættar- höfðingja og handtekna leið- toga þjóðernissinna. Hinir síðastnefndu voru mjög fylgj- andi meirihlutastjóm fyrir sjálfstæðisyfirlýsinguna. Júní: Forsætisráðherrar samveldislandanna hittust í London og mæltu með stjórn arskrárumræðum. Október: Ian Smith flaug til London, en ekkert sam- komulag náðist. 11. nóvember: Smith lýsti yfir sjálfstæði Rhodesíu. Bretland greip til efnahags- þvingana og setti stjóm Smiths frá völdum. Smith hins vegar setti hinn brezka landstjóra í Rhodesíu frá völd um og setti Clifford Dupont sem eftirmann hans. 17. desember: Bretland set- ur olíubann á Rhodesíu. Apríl 1966: Öryggisráð Sam einuðu þjpðanna samþykkir að leyfa Bretum valdbeitingu til að hindra olíuflutninga til Rhodesíu. September: Forsætisrá'ðherr ar samveldislandanna styðja kröfu brezkra stjórnarvalda um að landið taki aftur upp löglega stjórnarhætti. 2. desember: Wilson og Smith hittast um borð í brezka herskipinu „Tiger" fyrir utan Gíbraltar, en Ian Smith heilsar Arthur Bottomley, Smith neitar að samþykkja herra, í febrúar 1965. tillögur Wilsons um lausn á deilunni. 21. desember: Wilson dró til baka öll fyrri tilboð og lýsti því yfir að Rhodesía væri ekki sjálfstæð fyrr en meiri- hlutastjórn sæti þar við völd. 3. marz: Elísabet, Englands- drottning, náðaði þrjá svert- ingja sem dæmdir voru til dauða, en þeir voru samt hengdir 6. marz. 9. maí 1968: Flokkur Smiths, Rhodesíufylkingin, lagði fram frumvarp til laga, sem myndi tryggja alger yfirráð hvítra manna. Ályktun, með 23 greinum um refsiaðger'ðir gegn Rhodesíu var einróma samþykkt í örygigsráði SÞ. 17. júní 1968: Stjórn brezka Verkamannaflokksins fékk stuðning neðri deildar þings- ins til að herða efnahags- þvinganirnar. 17. júlí: Rhodesíufylkingin birti opinberlega frumvarp um nýja stjórnarskrá, sem felur í sér að landið lýsi sig óháð lýðveldi. 6. september: Frumvarpið er samþykkt með 217 atkvæð um gegn 206. 18. september: Flokkur Smiths vinnur stóran sigur í mikilvægum aukakosningum í Gatooma. iSá sigur var mik- ið áfall fyrir hægri arm flokksins. 23. september: Umræður hefjast í Salisbury milli Smiths og vara-samveldisráð- herrans James Bottomley. Brezka stjórnin hefur hva’ð eftir annað lýst því yfir, að ef lausn eigi að frnnast á deil- unni verði að leggja eftirfar- andi sex atriði til grundvall- ar: 1) Þróun til meirihluta- stjórnar verði óhindruð, svo sem segir í stjórnarskrá Rhodesíu frá 1961. 2) Tryggt sé að síðari stjórnarskrárviðbætur veiki ekki aðalatriði stjórnarskrár- innar. 3) Tafarlaus endurbót verði ráðin á stjórnmálalegri aðstöðu Afríkumannanna. 4) Kynþáttamisrétti verði smám saman útrýmt. 5) Bretland verði að fá sönnun fyrir því að öll þjóð- in sé fylgjandi sjálfstæði. 6) Trygging verði gefin fyr ir því að meirihlutinn kúgi ekki minnihlutann, hver sem litarhátturinn sé. samveldismálaráð- þetta óhæfuverk, sem allur hinn frjálsi heimur horfði á með fyrirlitningu í djúpri sorg. En Hjalti þessi Kristgeirs- son var á annarri skoðun. Hann stóð með Rússum og mönnunum, sem frömdu blóð baðið í Ungverjalandi. Nú segist þessi maður ætla að stuðla að því að „Alþýðu- bandalagið verði skipulagt sem sósíaliskur lýðræðis- flokkur“. Hvílík býsn og fádæmi. Það verður fallegur „lýðræð- isflokkur“, sem þessi maður og skoðanabræður hans skipuleggja!! ZATOPEK LEYSIR FRÁ SKJÓÐUNNI íþróttamaðurinn heimsfrægi, Tékkinn Emil Zatopek er nú gestur alþjóða Olympíu- nefndarinnar vestur í Mexi- kó. Hann hefur leyst frá skjóðunni um afstöðu sína til hernáms Varsjárbandalags- ' ríkjanna í Tékkóslóvakíu. ■ — Yfir mér vofði fangelsi og jafnvel dauði, sagði íþrótta- garpurinn, er ég gagnrýndi ] hernám Sovétríkjanna og fylgiríkja þeirra í heima- landi mínu fyrir 6 vikum. Ég talaði á götuhornum og í sjónvarpi. Vinir mínir vör- uðu mig við hættunni, sem yfir vofði, en ég var ekki hræddur. Ég sagði við vini mína að Rússar væru hrædd- ari en við, að verknaður þeirra væri sprottinn af ótta, að þeir væru hræddir við að stjórnkerfi þeirra yrði frelsi og félagslegum framförum að bráð. Þetta voru ummæli hins mikla afreksmanns. Hann hikaði ekki við að segja sann- leikann um frelsisránið og svívirðuna í Tékkóslóvakíu. En nú verður hann að dvelja landflótta, fjarri ættlandi sínu. Þannig hefur frelsis- ránið í Tékkóslóvakíu bitn- að á ágætustu íþróttamönn- um heimsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.