Morgunblaðið - 09.10.1968, Síða 24

Morgunblaðið - 09.10.1968, Síða 24
I I I RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA*SKRIFSTOFA SÍMI ID'IOD MIÐVIKUDAGUK 9. OKTÓBER 1968 Þing sett á fimmtudag FORSETI íslands hefur sam- fram að lokinni guðsþjónustu kvæmt tillögu forsætisráð- í Dómkirkjunni, er hefst kl. herra kvatt reglulegt Alþingi 13.30. Séra Sigurður S. Hauk- 1968 til fundar fimmtudaginn dal, sóknarprestur, mun pre- 10. þ.m., og fer þingsetning dika. Ekki fæst sjúkrahús- læknir til Noröfjaröar Síldarflotinn eykur enn þörfina á lœkni NESKAUPSTAÐUR 8. okt. Nýlega lét af störfum yfirlæ'knir sjúkrahússins hér, Rögnvaldur Þorleifsson, en hann hafði gegnt þessu starfi sl. 3 ár með mikilli prýði, sem dugandi læknir. Strax, er Rögnvaldur Þorleifsson sagði upp stöðu sinni í sumar, var auglýst eftir yfirlækni við sjúkrahúsið hér. Var auglýst bæði í blöðum og útvarpi og eins var leitað fyrir sér meðal íslenzkra lækna erlendis, en ennþá hefur enginn fengizt. Er nú að skapast hið alvarlegasta ástand í málum Norðfirðinga og reyndar Austfirðinga. Kristin Guttormsson, sem ver- ið hefur aðstoðarlæknir við sjúkrahúsið hér síðan 1963, er að vísu enn starfandi við sjúkra- húsið, en það gefur augaleið, að Aukafund- ur hjá SÍF í gær komu stjórn og varastjórn SÍF saman á fund, þar sem stjórnarformaðurinn Tómas Þor- valdsson og framkvæmdastjór- inn, Helgi Þórarinsson, gáfu skýrslu, en þeir eru nýkomnir úr söluferð, svo sem fyrr hefur veri'ð frá skýrt. Á þessum stjómarfundi var endanlega ákveðið að halda auka fund hjá SÍF. Verður hann boð- aður í dag og haldinn svo fljótt sem félagslög heimila. ein manneskja getur engan veg- inn annað öllu þessu starfi, þar sem hún að auki verður að starfa sem héraðslæknir, því sl. 2 ár hefur enginn héraðslæknir verið hér, nema þá stuttan tíma í einu. Núna, þegar haustar að má búast við síldarflotanum fyrir Austurlandi. Og samkvæmt upp- lýsingum sem ég hef fengið, Framhald á bls. 23 Svona leit hann út bíllinn, sem rakst á handriðið á brúnni yfir Vallalæk í Ölfusi í fyrrakvöld. Sá sem sat hægra megin fram í skarst mikið á andliti, hinir tveir meiddust minna og fengu að fara heim af Slysavarðstof unni. Þetta voru þrír Svíar nýkomnir til landsins, og á leið austur í Búrfell, er slysið varð. Millisíld flökuö á Seyðisfirði — til vinnslu í Norðurstjörnunni h.f. í gær flakaði Hrólfur h.f. á Seyðisfirði 100 tunnur af síld fyrir Norðurstjörnuna í Hafnar- firði og er það fyrsta síldin, sem flökuð er fyrir það fyrírtæki á jAusturlandi. Norðurstjarnan lét fyrir tveimur vikum setja upp hjá Hrólfi h.f. tvær flökunar- vélar, sem fengnar voru að láni hjá Bjelland í Noregi. Pétur Pétursson, framkv.stj. sagði í sím tali við Morgunblaðið, að þeir gerðu sér vonir um að geta á þennan hátt tryggt sér milli- síld, sem hentar þeim vel, og fyllt þannig með Austurlands- síld inn í eyðurnar í veiðunum fyrir Suðurlandi, og söltunar- stöðin fyrir austan fær á þann hátt hærra verð fyrir sína milli- síld. Hrólfur h.f. hefur á leigu frystihúsið á SeySisfirði og hef- ur tekið að sér að leggja Norður stjörnunni til millisíld. Eru flökin fryst og sett í geymslu fyrir austan og verða flutt eftir hendinni til Hafnarfjarðar. Er Hrólfur með söltun í frystihús- inu og gefur það tilefni til heppi legrar samvinnu, þar sem stóra síldin er söltuð og smásíldin fer í bræðslu, en með því að flafea til vinnslu hjá Norðurstjörnunni má fá betri nýtingu úr millisíld- inni. Pétur Pétursson sagði að Norð urstjarnan hefði sérstaklega ósk að eftir því, að fá millisíld hjá öðrum söltunarstöðvum á Seyðis firði, og hefði verið vel tekið í það. Yandamál Norðurstjörn- unnar væri, að afla nægilega mikils hráefnis til að framleiða úr fyrir Ameríkumarkaðinn, þar sem eftirspurnin er svo mikil eftir þessari framleiðslu. Hægt gengur nð nn Surprise út Fréttaritari Mbl. Eggert Hauk dal á Bergþórshvoli, kom á strandstað á Landeyjafjöru í gær, en þá var stórstreymt og átti að nota strauminn til að ná Surprise út. Sagði Eggert að ver ið hefði sterk norðanátt, sem hefði dregið heldur úr sjónum, svo ekki varð eins hátt í og ella. Gengur björgunarstarfið hægt. Vélar togarans voru í gangi í gær, en sandur lagðist að skrúfunni og þurfti að moka frá með ýtu. Tilraunin til að ná I skipinu út í gær tókst semsagt ' ekki. Togarosalo TOGARINN Egill Skallagrímsson seldi í Bremenhaven 91,4 tonn fyrir 86.00 mörk, sem er ágæt sala. hvað á ég að kaupa mat1 börnunum?" ■ Síldarskipin f lest í höf n Samtal við Kristján Ragnar Sigurðsson eiganda Ásmundar CK 30, sem greiða á 3,3 millj. kr. vegna upptöku bátsins eða á leið til heimahafna Á MIÐUNUM eru NA 6 vind- stig og flest skipin farin af síld- „Týnda“ konon gisti í bænum f GÆRMORGUN var farið að kalla út leitarsveitir í Reykjavík og í Hafnarfirði og undirbúin leit að konu, sem ekki hafði komið heim til sín í Kópavogi síðan kvöldið áður. Var eitthvað farið að leita um morguninn, en um há degi voru kallaðir út allir leit- arflokkar. Eftir hádegi kom kon- an svo fram, hafði gist í bænum um nóttina. armiðunum. Flest lágu inni á Austfjarðahöfnum, en mörg voru lika á leið til heimahafna á Suð urlandi. Síldarleitin á Dalatanga sagði, að skipin dreifðust á hafn irnar, flest lægju þó á Seyðis- firði. I gærmorgun höfðu 5 skip til- kynnt afla frá fyrri sólarhring- um, samtals 130 lestir: Gjafar VE 15 lestir, Huginn II 35 lest- ir, Hafrún ÍS 10 lestir, Súlan EA 45 lestir, Kristján Valgeir NS 25 lestir. Á Seýðisfirði var saltað. í gær morgun kom Súlan með 200 tn., sem salað var hjá Ströndinni, og Fönn og Fiskiðjan söltuðu innan við 100 tunnur. Á mánudag kom Ásgeir með 300 tunnur, sem salt- aðar voru hjá Sunnuver. • — ÉG sé ekki fram á ann- að en eina úrræðið verði að segja sig til sveitar. Ég er með konu og fjögur börn á framfæri mínu og ef þeir fara að taka kaupið mitt upp í þessar skuldir, er eins gott að hætta að vinna — sagði Kristján Ragnar Sigurðsson, bílstjóri í Grindavik, eigandi vb. Ásmundar, er gerður var upptækur vegna Ásmundar- smyglisins. — Allar skuldirnar, sem hvíldu á bátnum falla á mig. Mér finnst þetta vera einna. líkast því, ef einhver brytist inn í verzlun og verzlunar- eigandinn missti hana fyrir vikið. Þessir menn, sem leigðu bátinn til fiskveiða beinlínis stálu honum, því að þeir höfðu aldrei mitt leyfi til þess að sigla utan. — Ég keypti bátinn upp- haflega fyrir 3,5 milljónir króna. Ég verð nú að greiða að því er mér telst til 3,3 milljónir króna og er þar inni- falinn ýmis kostnaður m. a. við viðgerðir, auk þess sem ég missi allt sem ég hafði eign- ast í bátnum. í sumar ætluðu innheimtumennirnir að taka kaupið mitt, en unnt var að fá því frestað, unz hæstarétt- ardómurinn félli. Nú veit ég ekki hvað tekur við, og ef þeir ætla nú að taka kaupið, veit ég ekki hvað ég á að hafa til að kaupa fyrir mat handa börnunum. — Ég er búinn að leigja fjórum aðilum bátinn, síðan ég hætti sjálfur að gera hann út. Af þessum leigjendum hefur aðeins einn staðið í skil- um. Skattstofan hefur hins Kristján Ragnar Sigurðsson: Allar skuldirnar falla á mig. vegar reiknað mér alla leig- una til tekna og skattlagt hana. Býst ég við að þurfa að greiða allt að 100 þúsund krónur í skatt vegna leigunn- ar. Þessi leigumál eru nú öll fyrir dómstólunum, nema mál ið gegn núverandi leigjanda, en hann hefur þó ekki staðið í skilum. VirðLst vera svo sem Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.