Morgunblaðið - 10.10.1968, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 1068
5
ALÞINGI kemur saman til fund-
ar í dag. Að þessu sinnd ríkir
meiri óvissa í stjórnmálunum en
um áratugar skeið a.m.k. og þess
vegna má búast við, að fylgzt
verði með störfum þessa þings af
meiri athygli en venjúlega.
Þingið stendur á naestu vikum
frammi fyrir því erfiða verkefni
að finna leið út úr mestu örð-
ugleikum í efnahags- og atvinnu
málum, sem þjóðin hefur átt við
að stríða um langt skeið og má
þó með sanni segja, að ísíenzk
stjórnmál hafi allt frá lýðveldis-
stofnun snúist fyrst og fremst
um nokkuð árvissa efnahags
„örðugleika. Það er því ekkert
nýnæmi fyrir þjóðina eða þing-
ið, að gerðar verði sérstakar
„ráðstafanir" á haustmánuðum
en það er óneitanlega nokkuð
•nýjabrum að því hve vandamál-
in eru hrika'Ieg að þessu sinni.
Óþarft er að rekja aðdragand-
ann að því að svo er nú komið.
Hitt er ljóst, að Alþingi verð-
ur að takast á hendur stórfelld-
ari miltifærslu fjármuna frá fólk
inu í landinu til atvinnuveganna
en það hefur áður tíðkað. Þessi
millifærsla verður annað hvort
framkvæmd með gengislækkun
eða nýjum sköttum og uppbótar-
kerfi eða hvoru tveggja. Ég er
þeirrar skoðun-ar, að fó'lk sé al-
mennt búið að sætta sig við það
sem ofan á verður í hvaða formi
sem það kemur. Megin spurning-
in er hins vegar sú, hvort að-
gerðir þingsins í efnahagsmálum
mótast af nýrri útþenslustefnu
eða hvort áfram verður haldið á
braut þeirrar verðhjöðnunar-
stefnu, sem rekin hefur verið um
tveggja ára skeið.
Margt bendir til þess — m.a.
þær skuldbindingar, sem ríkis-
stjórnin tók á sig við fok verk-
faEanna í fyrra vetur — að
stjórnin hyggist beita sér fyrir
útþenslustefnu í efnahags- og at-
vininumálum, jafnvel þótt því
fylgi nokkur áhætta um nýja
verðbólguöldu, og að leitað verði
stórfelldrar lántöku erlendis í
því skyni að örva atvinnulífið á
ný, tryggja næga atvinnu og ná
þjóðarbúskapnum upp úr þeirri
lægð sem hann er nú í. Slíkri
stefnu í efnahagsmálum fylgir
vissulega nokkur áhætta en ör-
uggt má telja, að hún sé í sam-
ræmi við óskir og vilja þjóðar-
innar, sem sannast sagna er orð-
in býsna aðþrengd.
Miklar vangaveltur hafa verið
um það siðustu vikurnar, að við
ræður stjórnmálaflokkanna
myndu leiða til myndunar þjóð-
stjórnar sem tæki að sér að
koma í framkvæmd nauðsynleg-
um ráðstöfunum og síðan myndi
efnt til kosninga að ári liðnu.
Mér virðast Mkurnar fyrir mynd
un þjóðstjórnar hafa minnkað að
undanförnu. Um tíma í fynra
mánuði virtist töluverð hreyfing
vera fyrir þjóðstjórn, aðallega
úti á landi og fullvíst er, að
þingmenn landsbyggðarinnar
hafa orðið varir við sterkair ósk-
ir um þjóðstjórn vegna ótta fólks
við atvinnuástandið í vetur. í
Reykjavík hefur á hinn bóginn
verið sterk andstaða gegn þjóð-
stjórn. Ástæða er til að ætla,
að áhrifamikil öfl í stjórnarand-
stöðuflokkunum hafi um skeið
haft verulegan áhuga á þjóð-
stjórn og þá virtist dæmið
standa þannig, að það yíti nokk-
uð á undanvillingunum í Alþýðu
bandalaginu, hvort af henni yrði
eða ekki. Nú hefur heldur dreg-
ið úr áhuga stjórnarandstöðunn-
ar á þjóðstjórn og byggist það
á því, að henni þykir ful'lmikil
samheldni vera milli Sjálfstæðis-
flokksins og Alþýðufíokksins í
ríkisstjórn. Framsóknarflokkur-
inn og Alþýðubandalagið hafa
nefnilega gert sér vonir um, að
þeim mundi takast að komast
upp á milli stjórnarflokkanna í
þjóðstjórn og brjóta þannig nið
ur valdakerfi þessara tveggja
flokka, sem brátt verður nær 10
ára gamalt. Nú eru stjórnarand-
stöðuflokkarnir hins vegar orðn-
ir vondaufir um, að þetta muni
takast en óttast að gangi þeir
inn í þjóðstjórn muni Sjálfstæð
isflokkur og Alþýðuflokkur
sparka þeim út, þegar þeim hent
ar. I þessum efnum geta nýjar
sveiflur orðið á næstu vikum, en
óhætt er að fu'llyrða, að nú, þeg-
ar Alþingi kemur saman ti'l fund
ar, séu litlar líkur á að þjóð-
stjórn verði mynduð.
Eitt af því, sem mun leiða
athygli fólks að Alþingi á
næstu vikum, er framvinda
mála innan þingflokks Al-
þýðubandalagsins og í hópi
þeirra þriggja þingmanna, sem
að jafnaði hafa ekki sótt þing-
flokksfundi Ailþýðubandálagsing
frá því í fyrrahaust. Tölu-
verð hreyfing komst á þessi mál
fyrir nokkrum vikum er dró til
tíðinda vestur á fjörðum en síð-
ar hefur lítið gerzt. Ætlunin er
að landsfunduir Alþýðubanda
lagsins verði haídinn í nóvem-
ber og þing Sósíalistaflokksins
nokkrum dögum áður. Ólík'legt
er að nokkuð gerizt að ráði fyrr
en að þessum fundarhöldum lokn-
um. Spádómar um framvindu
mála eru erfiðir enda skipast
skjótt veður í lofti. Vitað er,
að Hannibal Valdimarsson og
nánustu samstarfsmenn hans
hafa átt einhverjar viðræður við
Alþýðuflokkinn og flogið hefuir
fyrir, að*þeiir hyggisit stofna sér-
stakan þingffokk, sem taki upp
samstarf við Alþýðuflokkinn
með sameiningu í huga síðar meir.
Þessar fyrirætlanir hafa valdið
miklu f jaðrafoki í röðum Alþýðu
bandalagsmanna og gert það að
verkum, að þeir hafa einnig leiit-
að til Alþýðuflokksins. Þannig
mun Guðmundur Vigfússon hafa
átt í óformlegum viðræðum við
Alþýðuflokksmenn í umboði Lúð
víks Jósepssonar og skrif Þjóð-
viíjans um sigur sænskra jafnað-
armanna í þingkosningunum þar
í landi sýna einnig glögg'lega
hvert hugur þeirra sem þar ráða
stefnir. Alþýðuflokksmenn eru
að vonura ánægðir með þann
mikla áhuga, sem ríkir á þeim
um þessar mundir og eru iík-
lega full bráðlátir, heyrzt hefu-r
að þeir geti ekki beðið endan-
legra samninga við Hannibal og
séu þegar farnir að leita hóf-
anna hjá ýmsum minni spámönn-
um í röðum fylgismanna hans
um að koma yfir.
Loks er ástæða ti'l að benda á,
að þingmenn koma saman til
fundar á tímum, þegar alþingis-
menn og stjórnmálamenn yfir-
leitt liggja undir þyngri gagn-
rýni sérstakilega frá ungu fólki
en þeir hafa átt að venjast lengi.
Unga fólkið beinir spjótum sín-
um að þinigmönnum, vinnubrögð-
um þeirra og siðgæði og stjórn-
málaflokkunum í heild. Það verð
ur fróðlegt að sjá, hvort einhver
í hópi hinna sextíu flytur þessi
má'l inn í þingið og hvort gagn-
rýnin hefur yfirleitt nokkur
áhrif á þingmennina og störf
þeirra. Þá kemur í ljós, hvort
þingmennirnir okkar eru stjórn-
málamenn í raun og veru og
skilja hvernig bregðast á við
hreyfingum sem þessum.
Það er jafnan mikill viðburð-
ur, þegar Alþingi kemur saman
til fundar. Þingið er sá farveg-
ur sem stjórnmálaumræður bein-
aat í, það er vettvangur helztu
forustumanna þjóðarinnar, þair
sem þeir móta og leggja fram
sína stefnu. AthygHsvert er, að
einmitt á þeim árstíma, sem þing-
ið situr ekki, gætir mest óróa í
stjórnmá'laumræðum, þá ecr
kvartað um forustuleysi o.sv.frv.
Allt bendir þetta til þess að
þingið sé mikilvægari stofnun,
en almennit er viðurkennt í tali
manna á milli og vissulega á Al-
þingi að vera sú stofnun, sem
mestrar virðingar nýtur með ís-
lenzkri þjóð. Það er hins veg-
ar komið undir þeim, sem þar
sitja, hvort svo er.
Styrmir Gunnarsson.
Til sölu
Tvær tveggja herbergja íbúðir við Klapparstíg
til sölu.
Nánari upplýsingar gefur
Málflutningsskrifstofa
Einar B. Guðmundsson, Guðlaugur Þorlóksson,
Guðmundur Pétursson, Axel Einarsson,
Aðalstræti 6. Símar 12002, 13202, 13602.
BEZT Á BORDID
MAYON NAISE
SALAD DRESSING
SANDWICH SPREAD
FRÖNSK SÓSA
REMOULADE
Fyrir hótel, skip, mötuneyti o. fl.
i tveggja og fimm kg umbúðum
E FIMAGERD KQPAVOGB
Melgerði 31 - Kópavogi
Sími 41520
Mest selda píputóbak íAmeríku,
framleitt afCamel verksmiðjunum