Morgunblaðið - 10.10.1968, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 1968
3
FYRSTA málverkauppboð Sig
urðar Benediktssonar í vetur
hefst að Hótel Sögu kl. 5 í dag.
Á uppboðinu verða seld mörg
falleg og eiguleg málverk og ein
höggmynd eftir Einar Jónsson
myndhöggvara. Alls eru númer-
in á uppboðsskránni 53.
Sigurður Benediktsson sagði í
viðtali við Mbl. í gær, að mjög
fátítt væri að höggmyndir eftir
Einar Jónsson kæmu inn til sölu,
ekki' sízt ef þau væru steypt í
málm. Höggmyndin, sem seld
verður, nefnist Dögun, og er
hún 67 cm. há. Einar Jónsson
vann að myndinni á árunum
1901 - 1908, en talið er að af-
steypan hafi verið gerð í Kaup-
mannahöfn 1910. Ekki vildi Sig-
Við Njarðargötuna, málverk eftir Kristínu Jónsdóttur
Fyrsta málverkauppboö vetrarins hjá Sig. Ben.
Afsteypa af höggmyndinr.i, Dögun, eftir
Einar Jónsson og málverk, m.a. eftir Kjarval,
Ásgrím, Jón Stefánsson, Kristínu
Jónsdóttur og Cunnlaug Blöndal
Þórðarson- fremur lítil lands-
lagsmynd máluð 1924. Brynjólfur
var mjög efnilegur listmálari, en
dó ungur. Málverk eftir hann
eru mjög fáséð.
Eftir Gunnlaug Scheving eru
þrjú málverk, eitt eftir Gunn-
laug Blöndal, eitt eftir Þorvald
Skúlason og þrjú eftir Kristján
Davíðsson.
Af yngri málurum, sem verk
verða seld eftir má nefna, Kára
Eiríksson, og Ragnar Pál Einars
son.
LEIÐRÉTTING
á grein Tryggva Ófeigssonar í
blaðinu í gær:
Bls. 16., 2. dálki 3. línu að ofan.
í handriti 1/3. í prentun 1,3.
Sömu síðu aftasta dálki 36. línu.
Síðasta málsgrein. I handriti: Þá
er vitað, að sjávarútvegsmálaráð
herra er mjög hlynntur togaraút-
ger'ð og fyrirgreiðslu til þeirra
og hefir ekki látið hafa sig til
óhæfuverka. 1 prentun hefir fall
ið niður á eftir orðinu togaraút-
gerð: Og fyrirgreiðsla til, sem
breytir merkingu greinarinnaæ.
urður gizka neitt á hvað myndin
mundi seljast, en sagði að líklegt
væri að það eitt að steypa slíka
mynd í málm mundi kosta um 60
þús. krónur.
Sem oft áður eru margar
myndir eftir Kjarval á uppboði
Sigurðar. Að þessu sinni eru
þær 12, þar af margar nýjar eða
nýlegar. Elzta og jafnframt
stærsta Kjarvalsmyndin nefnist
Álfabjörg og er hún 104x137 cm.
Meistarinn byrjaði á þeirri
lokið henni fyrr en 1952.
Tvö málverk eftir Ásgrím
Jónsson verða seld á uppboðinu.
Annað er frá Bíldudal og er
það málað 1909, sérstaklega fal-
legt málverk og hin myndin er
máluð í Húsafellskógi.
Eftir Kristínu Jónsdóttur
verða seld tvö olíumálverk.
Nefnist annað Við Njarðar-
götuna, en hitit Nature morte.
Hefur verið gerð eftirprentun
eftir því málverki, en að sögn
Dögun — höggmynd eftir Eina r Jónsson
Röddin bak við fjallið, ný Kj arvalsmynd.
vert mikið verðgildi frummyndar
innar. Málverk eftir Kristínu
koma sjaldan inn rtil sölu og eru
orðin mjög eftirsótt.
Eftir Jón Stefansson er eitt,
en mjög fallegt olíumálverk.
Nefnist það Hestar í sumar-
haga.
Þá er ein mynd eftir Brynjólf
STAKSTEIMAR
Er kjaraskerðingin j
komin íram?
Að undnförnu hefur veriB
bent á þá staðreynd, að gjaldeyr-
istekjur þjóðarinnar hafi minnk-
að um rúmlega 40% á tveimur
árum. Þjóðviljinn hefur í tilefni
þessara ummæli sagt, að þessi
samdráttur í gjaldeyirstekjum
væri ekki nema að takmörkuðu
leyti forsenda fyrir gagngerðum
efnahagsráðstöfunum nú, vegna
þess, að þegar á sl. ári hafi meg-
inhluti þessa samdráttar verið
kominn fram og þá hafi verið
gerðar ráðstafanir til að mæta
honum. 1 framhaldi af þessari
röksemdafærslu Þjóðviljans er
ástæða til að líta örlítið yfir far-
inn veg. Verðfallið erlendis hófst
á miðju ári 1966 og í kjölfar
þess fylgdi aflabrestur á vetrar-
vertíð 1967 og síldarvertíðum
1967 og í ár a.m.k. fram að þessu.
Hins vegar hafa áhrifin af þess-
um áföllum ekki komið fram í
tekjum almennings fyrr en á
þessu ári að nokkru ráði. Það
þýðir, að almenningur hefur ver
ið verndaður fyrir afleið-
ingum þessara áfalla með að-
gerðum stjórnarvalda. Á ár-
inu 1967 kom raunverulega
engin kjaraskerðing fram nema
hjá takmörkuðum hópum í þjóð-
félagnu. Sjómenn urðu fyrir veru
legri tekjurýrnun svo og bygg-
ingariðnaðarmenn og verkmenn
að litlu leyti. Þessir hópar eru
hins vegar svo fámennir, að þeg-
ar á heildina er litið, nam rýrn-
un raunverulegra atvinnutekna
á árinu 1967 aðeins um 1%. Þær
efnahagsráðstafanir, sem gripið
var til seinni hluta árs 1967 komu
svo seint, að þær höfðu sáralítil
áhrif á kjör almennings það ár-
ið. Kjaraskerðing vegna sam-
dráttar í gjaldeyristekjum ársins
1967 kom því ekki fram það ár
og þess vegna tóku atvinnufyrir-
tækin á sig áföllin að mestu
leyti jafnframt því sem gjaldeyr
isvarasjóðurinn minnkaði.
Þróunin 1968
í skýrslu Efnahagsstofnunar-
innar til Hagráðs í maí sl. kemur
fram að gera megi ráð fyrir, að
þróun verðlags og kaupgjalds á
þessu ári leiði til þess, að kaup-
gjaldið verði að meðaltali 6-7%
hærra á þessu ári en sl. ár og
verðlagið 13-14% hærra. Þetta
þýðir, að kjörin versna á þessu
ári, almennt talað, um 6-7% og
er þá ekki gert ráð fyrir 20%
innflutningsgjaldinu og hækkun
búvöruverðs, sem komið hafa til
síðar. Það er alveg rétt hjá Þjóð-
viljanum að með þeim aðgerð-
um, sém leitt hafa til þessarar
kjaraskerðingar er búið að ganga
töluvert til móts við þann gíf-
urlega samdrátt, sem orðið hef-
ur í gjaldeyrisöflun lands-
manna. En það er samt sem áður
ekki búið að gera nægilegar ráð-
stafanir til að brúa bilið og að
því er einmitt unnið þessa dag-
ana að skýra þá mynd, hversu
víðtækar ráðstafanir þarf enn að
gera. í því sambandi verður að
hafa í huga að á þessu ári hef-
ur verðfallið enn haldið áfram
og aflabrestur á síldveiðunum er
enn hrikalegri en í fyrra. Enn-
fremur verður að taka það með
í reikninginn að með því að
vernda lífskjör almennings
1967 var gengið mjög nærri
atvinnufyrirtækjunum. Vilji
menn stuðla að nægri at-
vinnu er engin leið til önnur en
sú að efla atvinnufyrirtækin á
ný. Það eru þau, sem veita at-
vinnuna.