Morgunblaðið - 10.10.1968, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.10.1968, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 1968 13 komu, áður em byrjað verður á nýju dæmi". í þessum orðum er einkum athyglisvert, að Hagatín hyggst gefa sér fyrirfram jákvæða úit- komu. Er það ekki bjartsýni fyr irstríðsáranna, sem loðir þarna eftir í þessum unga blaðamanni, þrátt fyrir eyðilegging og hörmungar fjögra ára styrjaldar úti í heimi og óvissa geng- isskráning allra eldri verð- mæta hér heima? Hagalín vil’l fá eitthvert hald í fortíðinni, því ekki þarf að fara í grafgötur um, að mikið er í vændum. Þegar fram á við er horft, verður Hagalín tíðrædd- ast um félagsíegt hlutverk rit- höfundarins eða öllu heldur fé- lagslega stöðu hans: Rithöfund- urinn vinnur fyrir fólkið, og því ekal hann sækja efnivið sinn til fó’lksins. — En hvers konar fólks? Embættismannanna, eða hvað? Hagalín er nýhorfinn úr skóla og þekkir til undirstöðunnar, sem þar er Kgð. Ólíklega mundu þeir fáu þjóðfélagsþegn- ar, sem þraukuðu það skeið á enda, verða það framsækna afl, sem rithöfundar sæktu til kraft og vilja. Hagalín horfir til fólks ins sjá'Jfs, fjöldans, særokins og sólbitins. „Einmitt hjá alþýð- unni getur að finna meiri, styrk ari og hlýrri frumsindur en nokkurn grunar“, skrifar hann. Þangað skulu höfundar leita eft ir yrkisefni. Og orðrétt: Hvernig eiga þá skáldin aS gera þetta? Þau eiga að fara inn í hvert hús, inn á hvern bæ, inn í hvert hreysi. Kenna þjóö- inni með því að draga fram kosti hennar og galla, en eink- um þó með því að sýna fram á, alls staðar og í öllu, eitthvert gildi, einhvern vísi að gróandi þroska, heilbrigðu og náttúru- legu hugsanalífi. Mikið vatn hefur runnið til siávar, síðan Hagalín skrifaði þessi orð. Nú er hann búinn að skrifa um fimmtíu bækur auk mikils efnis í blöð og tímarit. Samt hefur hann aldrei hvikað frá þessari stefnuskrá, en að sjálfsögðu með þeim varnagla, sem hann setur í nefndri grein, að „góð skáld predika ekki“. V Hagálín er aðeins tuttugu og þriggja 'ára, þegar hann sendir frá sér fyrstu bókina, Blindsker, spgur, ævintýri og ljóð. Ljóðin vaeru nokkurrar umræðu verð út af fyrir sig, en verða ekki rædd hér, þar eð fáar á- lyktanir má af þeim draga, þeg- ar verk höfundarins eru skoðuð sem heild. Hagalín orti talsvert á skóla- árunum og birti þá kvæði í blöð um og tímaritum. Ljóðrænn kveð skapur var þá í tízku hjá ung- um mönnum. En Hagalín er óráðinn. Með því að senda fyrst Trá sér bók með blönduðu efni, er hann eips og að þreifa fyrir sér, hvaða form muni nú bezt henta, setur svo púnt aftan við kveð- skapinn, en velur lausa málið. Blindsker hefjast á sjö smásögum (að ævintýrunum ekki meðtöldum). Fyrsta sagan er samnefnd bókinni, hin næsta heitir Á sjó. Nöfnin á þessum tvéim fremstu sögum í fyrstu bók Hagalíns boða það, sem koma skal í síðari skátdverkum hans. Hagalín sækir sér efnivið til vinnandi stétta í blíðu og stríðu, en þó fyrst og fremst í starfi, athöfn. Hann lýsir bænd- um’ ásamt öllu því liði, sem þeim þjönar, vinnumönnum, griðkon- uin, ungum og gömlum, sælum og veslum. Hann segir frá verka lýðnum í sjávarþorpinu: konum í fiskvinnu, körlum í daglauna- vinnu, dulúðugum verkstjórum, skrifstofublókum, búðarlokum, framkvæmdastjórum. Er þá ótalinn sú peirsónan, sem mest kveður að í sög- um Hágalíns: sjómaðurinn. Okkur kann að sjást yfir það nú, þegar íslenzk skáldverk í lausu máli eru orðin svo mörg, að ekki verður lengur tö’lu á komið, að í byrjun þriðja tug- arins er skáldsagan hvorki eldri né fjölskrúðugri en svo, að ís- lenzkir skátdsagnahöfundar eru enn teljandi á fingrum sér, skáldsögur, sem standa undix því nafni, fáeinir tugir og efn- ið að sama skapi fábreytt, aðallega sveitalífslýsingar. Sjómaðurinn er nýgræðingur í þjóðlífinu og tæpast viðurkennd ur sem hlutgeng sögupersóna í aðálhlutverki, þar til Hagalín leiðir hann fram á sjónarsviðið sem einstakling og frummynd. Vitaskuld kýs Hagalín sjó- manninn sem mótíf meðal ann- ars af þeim sökum, að hann þekkir það efni öðru fremur, ekki aðeins vinnubrögð, sem tíðkast við sjósókn, heldur einn- ig málfar sjómanna, trú þeirra og hjátrú, kæki þeirra óg sér- kenni og yfirleitt hvaðeina, sem greinir þá frá öðrum mönn<um. Ef til vill er viðkunnanlegra að tala um baráttu mannsins í náttúrunni fremur en baráttu mannsins við náttúruna — í sama stað kemUr, sú barátta er ofarlega á b'laði í flestum skáM- verkum Hagalíns og á ábyrgi lega þátt í að móta viðhorf hans til listarinnar ekki síður en lífs ins. Náttúran er hörð og oft miskunnarláus. En hún er und- irhvggjulaus. f Blindskerjum (smósögunni) er sagt frá tveim ungum mönn- um, keppinautum í ástum. Sá, sem bíður ósigur, á um tvo kosti að velja: að gefast upp fyrir dauðanum í skauti náttúrunnar eða þiggja lítilmanntega björg un af keppinaut sínum. Hann kýs sér sæmdina og þar með — dauðann. Lifsbarátta sjómannsins gegn- ir í sögum Hagalíns tvenns kon- ar hlutverki: annars vegar út- hverfu, það er efni í frásögn, hins vegar innhverfu, það er mælikvarða á manngildið. Dæmi um hið fyrra: smásagan Mannleg náttúra. Þar sýnist helzt vaka fyrir höfundinum að segja skemmtilega sögu. Sögunni er búið svið úti á úfnum sjó, af því það er höfundinum nærtæk ast og hugleiknast. Dæmi um hið síðara: Skáldsag an Márus á Valshamri og meist ari Jón. Kaflarnir í þeirri sögu, þar sem segir frá veiðiferðum Márusar, eru ekki bara skraut fjaðrir, stílrósettur til að prýða með söguna, þó þeir teljist til þess magnaðasta, sem Hagalín hefur nokkru sinni skrifað Enda þó burðarás sögunnar snú ist ekki um sjósókn, héldur aðra hluti, fer ekki á milli mála, að sjóferðakaflarnir gegna afar- veigamiklu hlutverki í sögunni og lyfta henni á æðra svið. Sjó ferðirnar eru sú prófraun, sem Márus leggur fyrir sjátfan sig og — stenzt, þegar hann er að því kominn að guggna frammi fyrir öðrum og annars konar prófraunum. Enn má minna á, að Hagalín gerist brautryðjandi í ís- lenzkri ævisagnaritun með því að færa í letur endurminning- ar gamals sjómanns. Virkir dag- ar marka upphafið að nýjum kapítula í sögu íslenzkra bók- mennta. En — sem við segjum, að líf og starf sjómannsins sé helzta kjörefnið í sögum Hagalíns, verð um við auðvitað að fylgja stað- hæfingunni eftir með nokkrum fyrirvara. Saga, miðað við hefð- bundna merking orðsins, fjallar tíðast um fólk og atburði. Saga kann að vera manntýsing að meiri hluta. Hún kann líka að vera mestan part frásögn af at- burðum. En oftast verður hvor- ugt greint alveg frá hinu: sögu- hetjan lýsir sér í athöfn sinni eða viðbrögðum sínum við breytilegu og óvæntu umhverfi í sögum Hagalíns fer mikið fyr- ir þvílíkum frásögnum. Hagalín leggur ógjarnan á fólk sitt að sitja langtímum í stofum inni, þó slíkt komi stundum fyrir af skiljanlegum ástæðum, saman- ber Kristrúnu gömlu -í Hamra vík, sem er orðin títt ferðafær sakir elli. Hins vegar ber ósjaldan við, að höfundur tefli persónum sín um út í svaðilfarir á láði og legi, hreyfing söguhetjanna verð ur þá um leið hreyfiafl frásagn arinnar. Og stundum tvinnar höfundur raunverulega hreyf- ing saman við örlög söguhetj- anna í víðtækari merking, sam- anber smásöguna Strandið á heiðinni. Þar gegnir hreyfingin. ferðin, tvíþættum tilgangi, En svo á Hagalín einnig til að svipta persónunum út af sínum eigintega vettvangi og sýna þær í annarlegu gervi, þá er það söguhetjan, sem gegnir tvíeinu hlutverki. Dæmi: smásagan Einn af postulunum: gamalli tófu og selaskyttu er teflt fram gegn einstrengingslegum ofsatrújar- presti, vekki sem harðsnúnum byssumanni, héldur nánast sem einfeldningi. En hvað getur ekki gérzt í sögu — einfeldning- urinn snýr lærða manninum til umburðarlyndis og mannúðar. Bjarni sauðamaður í Márusi á Vatshamri er ekki ósvipuð mann gerð, enda þó hann gegni engu viðlíka hlutverki sem Einar skytta í Einn af postulunum. Báðir eru þeir frummyndir frem- ur en einstaklingar, hetjur í goðsögu og engir hversdags- menn. Einar skytta sýnir fram á fánýti innantómrar kennisetning ar — ekki fyrst og fremst með rökræðum — hann er ekki van- ur þess háttar kúnstum, heldux með lífi því, sem hann hefur lifað. Bjarni er á sama hátt tákn mynd fyrir náttúrlegan frum- kraft: andstæða félagslegra klókinsda (Márusar og Bessa t.d.). En hvað sfeal þá segja um konurnar í skátdverkum Haga- líns, og samskipti kynjanna? Ég minni á fyrirvarann um sjó- mennskuna sem kjörefni í sögum hans. Sé einkum höfð hliðsjón af mannlýsingum Hagalíns, út af fyrir sig, án t.d. frásagna af at- burðum og öðru því, sem ekki telst beinlínis til gagngerðrar lýsingar á söguhetju, mun hlut- ur kvenna vera ekki lakari en hlutur karla, nema síður sé. Hetjur, karlmenni Hagalíns, það er að segja þeir einstaktingar, sem ganga á hólm við höfuð- skepnurnar, þar með taldir sjó- mennirnir, eru fæstar í tölu eft- irminnilegustu persónanna í sög- um hans. Hver er t.d. frægasta sögu- hetja Hagalíns, ef við slíkt er miðað? Kristrún í Hamravík — og ekki að ástæðulausu. Samt er hún þolandi fremur en drýgj- andi hetjudáða, vottur að svað- ilförum og mannraunum, en ekki þátttakandi í þeim. Hagalín gæðir kvenhetjur sín ar persónutöfrum og náttúru- legri bragðvísi, sem reynist öllu valdi sterkari. Tökum sem dæmi „þá góðu, gömtu konu“ andspæn is hreppstjóranum í þeim hreppi Grundarhreppi. Hreppstjórinn stendur á réttinum, hann hefur sín megin ekki einungis valdið, heldur líka lagabókstafinn. Kristrún gamla skírskotar hins vegar til réttlætisins, skynsem- innar, leikur svo dálítið á hrepp- stjórann ti'l að fá sitt fram, en gætir þó hófs í öllu. Yfirburðir hennar felast ekki í undirmálum, heMur í náttúrlegri kænsku. Hóla-Jóna í smásögunni Móð- ir barnanna er sigursæl eins og Kristrún í Hamravík, hefur sig upp úr auðmýkingu til persónu- legrar reisnar. En þar er að vísu komið út í aðra sálma: fé- lagslegt réttlæti verður Hóla- Jónu til bjargar, ásamt með far- sæld hennar sjálfrar. Yfirhöfuð eru konurnar í skáldverkum Hagalíns forsvars- menn réttíætis og skynsemi, þætr kunna skil á þeirri hagnýtu lífs- speki, sem körlum er svo gjarnt að sjást yfir. Og þær sýnast, oft- ar en karlar, tala máli höfund- arins. Vera má, að höfundur hagi því svo til að jafna metin milli kynjanna. „Karlmennirnir,“ segir Haga- lín í formálsorðum sínum fyrir síðustu útgáfu Kristrúnar í Hamravík, „fengu útlausn sinn- ar innri þrár og órór í svaðilför- um á sjó og landi, þar sem þeir háðu baráttu við höfuðskepnurn ar fyrir lífsafkomu sinni og sinna, en konurnar sátu heima“. Þessi hlutverkáskipting leið- ir ti’l þess, að karlmennirnir verða goðsögulegri, loftkennd- ari, konurnar þar á móti hlut- stæðari, jarðneskari. Karlmað- urinn Verður, vegna lífsbaráttu sinnar, dularfullur og fjarrænn, þar sem aðstæðurnar skapa kon una sýnilega, nátæga, áþreifan- lega. Yktasta dæmi slíkrar aðgrein- ingar kynjanna er að finna í Framhald á bls. 16 Þar sem salan er mest eru blómin bezt. 4 Gróðrarstöðin við Miklatorg. Símar 22822 og 19775. Verzlið í stærstu blómaverzluninni. Gróðurhúsinu GRÓÐURHÚSIÐ við Sigtún, sími 36770. Peningamenn í næsta nágrenni Reykjavíkur eru til sö’u nokkrar lóðir. Greiða má mestan"hliuta kaupverðs með skulda- bréfum til allt að 10 ára. Fyrirspurnir sendist Mbl. merktar: „2109“. Röskan og áreiðanlegan sendisvein vantar okkur hálfan eða allan daginn. Appelsínur Ný sending var að koma af safamiklum appelsínur. — Sama verð og áður. Verð kr. 3S0.oo pr. kassi Verð miðað við viðskiptaspjald. .••nHimiimMiim.MtiNiMnimimMiiMiiMiiiMiiimifi. .MIMlnunmuinnmiuuinnMimuiiinininnuiinmiiiuuit. —, itmnumy iVhhViVmhVVil ^^^^^^^^VimVmmhVhmm IMHHMUIHIli |T A V .IHHIIIIIIMI MMMMMMMM^^^^^^ ^AmHMMMMMM 'MIMMMMIIhH|^^^^^^.^^P^^^^S HBfllMIMMIMIM* 'MtMMMMIlfln^KlllHMIIHIMMIillKIIII^H ■■niMIMMMM* ’mihmmiiIWNPWIIVIimmmmmiimhimmmmiHIÍMIWTMmmiumm* '"iiMHi.ii.HmiilliMllliilHHiiiliiilimmimiimiMiM7 Miklatorgi. Guðm. Guðmundsson & Co. Hafnarstræti 19 — Sími 14430. 53VOLVOVOLVOVOLVOVOLVOI Aðalfundur Verzlunarráðs íslands verður haldinn að Hótel Sögu, föstudaginn 11. október og hefst kl. 10.00. Viðskiptamálaráðherra, dr. Gylfi Þ. Gíslason og Eyjólfur K. Jónsson, ritstjóri, munu flytja erindi á fundinum. STJÓRNIN. & I S 0 Til sölu nofaðir bílar Amazon árgerð ’63. Amazon árgerð ’65. Amazon árgerð ’67. Volvo ,7 manna árgerð ’54. P 144 árgerð ’68. Volvo Duett árgerð ’63 og árgerð ’64. Opel Cadett árgerð ’65. Höfum kaupanda að nýlegum sjálfskiptum ■ Amazon eða 144. VELTIR H.F., Suðurlandsbraut 16, sími 35200. IVOLVOVOLVOVOLVOVOLVOÍ ! s í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.