Morgunblaðið - 10.10.1968, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.10.1968, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 1968 * BILALEIGAiM - VAKUR - Snndlaugavegi 12. Siini 35135. Eftir lokun 34936 or 36217. Simi 22-0-22 Rauðarárstíg 31 Hverfisrötu 103. Simi efttr lokun 31160. Imagi\úsar li*at>N3tn2I mmar2U90 ~ pftnlokun' ' 40381 Í LITLA BÍLALEIGAN BerjstaSastræti 11—13. Hmfstartt leigurjald. Sími 14970 Eftir lokun 14970 eSa 31748. Sigurður Jónsson. LOFT U R H.F. LJÓSMYNDASTOFA Ingólfsstræti 6. Pantifi tíma i sima 14772. OMEGA SPCEDMASTER KRÓNOGRAPH terpro*f. VATNSpfTT ARMBAND OG KASSt RTÐFRÍTT STÁL ÞÉR GETIÐ STRAX EIGNAST SAMSKONAR OMEGA ÚR OG APPOLLO GEYMFARAR NOTA ER ttiR LENOA Á TUNGLINU. BIÐJIÐ ÚRSMIÐ YÐAR UM ÞAÐ BESTA. BHIJIB UM OMEGA £ Þjónusta Strætisvagna Reykjavíkur „Borgari skrifar: „Kæri Velvafcandi! Mig langar til aS hreyfa við máli, sem viðkemur strætis- vögnum Reykjavíkur. Um árabil hef ég ekki þurft á hinni ágætu þjónustu strætisvagna borgarinnar aS halda, en þó kom þaS fyrir ný- lega aS kringumstæðna vegna varð ég einn af aðnjótendtim þessarar þjónustu. Strætisvagn- arnir eru snyrtilegir, rúmgóðir nokkuð, og er heildarbragurinn á strætisvagnaþjónustu tí.1 sóma þeim, sem þar standa á bak við. Eitt er þó, sem ég hygg að mætti lagfæra og vanda betur til með, og er ég þar að tala um talkerfi vagnanna. Ég ýki ekki, þegar ég staðhæfi, að það kom oftar fyrir, að ég skildi ekki, hvað vagnstjórinn nefndi, í hvert sinn er hann talaði í kerfið, heldur en að mér tækist að skilja það. Hér er ég ekki aðeins að tala um einn vagnstjóra, heldur allmarga. Þetta er sérstaklega bagalegt, þegar ókunnugir og þá sérstaklega útlendingar, ferðast með vögnunum og bíða eftír, að vagnstjórinn nefni einhvern viss an stað. Ekki þarf mikið tíl að kippa siíku vandamáli í lag og væri sú lagfæring til aukins sóma þeim, sem nú þegar eiga heiður skilið fyrir vel unnin störf. Borgari". 0 Ungu skáldin og öldnu skáldin ValgerSur Sæmundsdóttir skrifar: „Mikið var ég ánægð, er ég heyrði að við ættum fjögur skáld (rithöfunda), sem væru hundrað þúsund króna virði. Mér þótti svo leiðinlegt, að við sem heims- þekkt bókmenntaþjóð skyldum ekki geta ort hátiðarljóð fyrir stúdentana. Það voru víst þrjá- tíu og eitthvað skáld, sem sendu hátiðaljóð. se dómnefndin hunds- aði þau öll. bladburdárfolk * I eftirtalin hverfi: Lambastaðahverfi — Fossvognr II — Árbæjarblettir — Skerjafjörður sunnan flugvallar — Stórholt — Langholtsvegur frá 110—208. To/#ð v#’ð afgreiðsluna í símo 10100 Til sölu einbýlishns ó Flötunum HúsiS er 252 ferm. að meðtöldum tvöf. bílskúr. í hús- inu eru 4 svefnherb., fjölskylduherb., stofa, eldhús, 2 baðherb., gestassalerni, gufubað, þvottaherb. og geymsla. Húsið er tæpl. fullgert, en vel ibúðarhæft. Vandaður frágangur á því sem komið er. Fasteignaþ/ónustan Austurstræti 17, 3. hsefi Símar 16870 og 24645. Það var gefln út bók, sennl- lega úrval af þessum hátíðaljóð- um, ég las bókina og var dóm- nefndinni hjarbanlega sammáia. (Hvað hafa þessi þrjátíu og eitt- hvað skáld fengið mikil skálda- laiun)? Nú langar mig og áreiðanlega marga fleiri að kynnast þessum hundrað þúsund króna skáldum. Vildir þú gjöra svo vel og koma þvl til Ríkisútvarpsins (Hljóð- varp), að Guðbergur Bergsson læsi söguna, sem hann fékk heið- ursverðlaun fyrir, ég man ekki hvað þau heita, eitthvað Ukt og sokkabandsorðan, sem hún El- ísabet Bretadrottning veitir sín- um æðstu sonum. Sömuleiðis væri gaman að Jóhannes úr Kötlum læsi eitthvað af sínum ættjarðar- ijóðum, til dæmis, Tékkar, Sorg- armarsinn, Landráð, Systir Al- þýðu, Stalingrad, Dagskipan Stalins og Sjovetísland, óska- landið, hvenær kemur þú. Ég man, að í mínu ungdæmi kunnum við unglingarnir mörg ættjarðarljóð og önnur ljóð, til dæmis Drottinn, sem veitir frægð og heill tíl foma, RIs þú unga íslands merki, Ó fögur er vor fósturjörð, Ég elska yður, þér íslandsfjöU, Guð, minn Guð ég hrópa! Hvl skyldi ég yrkja um önnur fljóð og margt fleira. Heldur held ég að ríkissjóður hafi skammtað knappt til að mennta okkur. Ég hef spurt marga skólanema, allt upp í há- skóladrengi, hvað þeir kynnu mörg af nútíma skálda Ijóðum. Oftast hafa þeir ekki kunnað eitt einasta ljóð, og finnst mér það slæmt, því að þó mér finn- ist nútímaskáldin vera lakari en aldamótaskáldin, þá er það sjálf- sagt af þvi, að ég er orðin göm- ul kona og finnst þar af leið- andi allt betra eins og það var I mínu ungdæmi. Verst af öllu villan sú, vonar og kærleikslaust á engu að hafa æðra trú, en allt I heimi traust fyrir sálina að setja lás, en safna magakeis, baula eftir töðumeis. Valgerður Sæmundsdóttir. Njálsgötu 62“. 0 LýSveldisfáninn er varðveittur Þór Magnússon, Þjóðminja- vörður, skrifar: „Vegna fyrirspurnar gamals lýðveldishátíðargests 1 dálkum þínum um lýðveldisfánann frá 1944, skal ég upplýsa, að sá fáni er varðveittur I Þjóðminjasafn- inu, — Þetta er mjög vandaður silkifáni, sem gerður var fyrir Alþingishátíðina 1930 og notað- ur þá, og síðan aftur 1944. En flaggstöngin á Lögbergi, sem einnig er minnzt á I téðri fyrirspurn, mun heyra undir Þingvallanefnd. Virðingarfyllst Þór Magnússon". ^ Keðjubréfin enn Fólk er enn áð kvarta undan keðjubréfafaraldrinum við Vel- vakanda, en svo virðist sem tvö mismunandi keðjubréf séu nú X fullum gangi. - Líklega gengur þessi della yfir allan heiminn, því að Velvakanda hefur verið sent bréf, sem frú ein hér I borg fékk alla leið frá Lusaka I Zam- bíu suður í Afríku, og er hún næsta undrandi yfir því, hvemig nafn hennar og heimilisfang er einhverjum handbært á þeim slóðum. — Annars á fólk ekkert að ergja sig yfir þessu eða taka mark á þvættingi þeim, sem í bréfunum er, heldur fleygja þeim beint I ruslakörfuna. Garða- og Bessastaíahreppiir Einmenningskeppni Bridgeféla-gsins hefst í kvöld fimmtudaginn 10. okt. kl. 8 stundvísiega á Garðaholti. STJÓRNIN. íbúnr Longholtshverfis og nágrennis athugið að eigendaskipti hafa farið fram á brauðgerðarhúsinu, Langhoi'tsvegi 152. Gjörið svo vel og reynið viðskiptin. ÞÓR ÁRNASON. B.A. pról Opinber stofnun óskar afi ráða stúlku með háskólapróf í tungumálum til að annast erlendar bréfaskriftir. Góð vélritunarkunnátta og starfsreynsla naiuðsynleg. Tllboð merkt: „B.A. próf — 2158“ sendist afgreiðslu blaðsins fyrir næstkomandi föstudagskvöld. Tónskóli Þjóðkirkjunnar tekur til starfa 1, nóvember. Væntanlegir nemendur hafi samband við mig fyrir 2«. október. TJmsókn um (endurgjaldslausa) skólavist fylgi mefi- mæli frá sóknarnefnd eða sóknarpresti. Söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar Símtími kL 11—12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.