Morgunblaðið - 10.10.1968, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 1966
Sigurður Guttorms-
son — Kveðjuorð —
Fæddur 27. jólí 1917.
Dáinn 27. ágúst 1968.
FIMMTUDAGINN 3. okt. sl. var
Sigurður Guttormsson frá Hali-
ormsstað kvaddux að Vallanes-
kirkju við ferðalok af sveitung-
um og samfylgdarmönnum, fall-
inn frá á miðjum aldri eftir þung
bær veikindi.
Haliormstaður í Skógum er
flestum íslendingum kunnur að
nafni eða reynd, og þeir, sem
byggja og hafa byggt þennan
stað um áratugi, eru einnig mörg
um kunnir. Mun og naumast
leika á tveim tungum, að staður-
inn með vinsældum sínum og
virðingu á búendum þeim, sem
þar hafa gengið um garð síðustu
aldarfjórðunga, mikið að þakka.
I>eir hafa flestir verið góð hjú
á þessum stað, kunnað sKil á því,
að gifta Hallormsstaðar var bund
in þeirra giftu og gagnkvæmt.
Mætti vissulega hér um fleira
mæla eða rita en hér vexður
gert.
Þess verður hér aðeins minnzt,
hve gott er til þess að vita og
minnast, að góður drengur á góð-
um stað getur, þótt hann falli
fyrir aldur fram, skilið eftir sig
svipmót og þokka, sem kann að
duga vinum og vandamönnum til
fyrirmyndar og sálubótar langar
n Faðir okkar, r
Hjörleifur bifreiðastjóri, M. Jónsson Efstasundi 56,
lézt 6. þ.m.
Börn hins látna.
t
Móðir okkar,
Steinunn Thordarson
frá tsafirðl,
lézt að morgni 6. október.
Jarðsett verður frá Dómkirkj-
unni föstudaginn 11. október
kL 2 e.h.
stundir.
íslendingar meta takmarkað
erfðir og ættarvirðing og má vel
fara. Hinu kemst enginn skyni
borinn maður hjá að meta þá
kvisti ættar mikils, sem gera sér
far um að tileinka sér beztu
kosti feðra sinna og halda í horfi
um stefnu og stórvirki, sem miða
til mannbóta og þjóðþrifa. Af
slíkum mönnum verður ættar-
stofn og þjóðar, sterkur og líf-
vænn.
Sigurður Guttormsson, afkom-
andi Guttorms Pálssonar í Valla-
nesi og Sigurðar Gunnarssonar á
Hallormsstað, svo skammt sé til
fanga leitað um ættfeður, var
verðugur afkomandi þessara
kirkjuhöfðingja, þótt saga hans
yrði ekki eins löng. Hann kunni
skil á þeim raunverulegu verð-
mætum, sem varða manni, býli
og þjóð leiðina til gæfu, hversu
sem fer um stundarverðmat í
álnum og aurum talað.
Gamla stofan á Hallormsstað,
sem afi Sigurðar, Páll Vigfús-
on, reisti (fyrsti ritstjóri blaðsins
Austra og einn stórbrotnasti
framfaramaður sinnar tíðar), sem
Sigurður og kona hans, Arnþrúð-
ur Gunnlaugsdóttir, hafa varð-
veitt nær óbreytta frá fyrri kyn-
slóðum, ber þess vitni, að til
þessa hafa lifað hér menn, sem
kunna að meta áðurnefnd verð-
mæti og varðveita þau eftirlif-
endum til fyllingar því lífi, sem
margir ætla eftirsóknarverðast.
Ljúfmennska Sigurðar og hóg-
værð var honum svo sjálfsögð
og felld f geð, að næmt skop-
skyn átti einatt erfitt uppdrátt-
ar, ef hætta var á, að samferða-
mönnum þættj miður. Hýrt var
þó auga og hnittin orð, þegar
gott var tóm og gleði við borð.
>ví miður eru það leyningarnir
við túnið á Hallormsstað og lauf-
in í skógi, fölnuð og fokin, sem
hér væru bezt vitni, en hvorugt
verður nú til kvatt.
Við fráfall föðursystur Sigurðar,
Sigrúnar Blöndal var kveðið:
Hallormstaður, hendi guðs þig
sló,
hæsta björkin féll í þessum skóg,
eflaust áttu rót þar aftur rís,
risabjarit í skógi tíma nýs.
Með sömu hugsun vil ég nú
kveðja vin minn og frænda, um
leið og ég óska þess börnum hans,
eiginkonu og systkinum, að heil-
indi, dugur og tryggð Sigurðar,
víki aldrei af vegi þeirra, hversu
sem annars skipast, og það jafn-
vel þótt „stórastofan“ á Hallorm-
stað breyti nú um svip. P. Þ.
-~-^^
HERNÁMSÁRIN „1940-1945 ' * 67/68
HVAÐAN ER MYNDIN?
KVIKMYND REYNIS ODDSSONAR
Hér birtist fjórða og síðasta myndin í getraunasamkeppninni,
sem hófst í Morgunblaðinu síðastliðinn sunnudag. Lesendur
■ eiga að þekkja hvaðan myndimar séu, en þær eru úr kvikmynd
Reynis Oddssonar um hernámsárin, sem brátt verður frumsýnd.
. 1. verðlaun verða frímiðar á frumsýningu og Polaroid-mynda-
vél, en 2. verðlaun frímiðar og Kodak Instamatic-myndavél.
Báðar vélarnar em frá Hans Petersen. — Svör eiga að berast
; Mbl. fyrir mánudaginn 14. október nk. merkt: „Getraun/Her-
námsárin“.
; Myndirnar eru frá eftirfarandi stöðum:
1) .............................................
2) ..............................................
, 3) ...............................................
4) .............................................
í'ag ^ n ^gL...-air'jiE 3g.
t Fósturmóðir mín, Sigríður Bernhöft, andaðist 8. þ.m. í Borgar- sjúkxahúsinu. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánu daginn 14. okt. kl. 3 e.h. Fyrir hönd vandamanna. Ásthildur J. Bernhöft. t Þökkum innilega auðsýnda samú'ð og vináttu við andlát og jarðarför, Herlufs L. Georgssonar. Sérstakar þakkir eru færðar, systrum, læknum og starfs- fólki Landakotsspítala er hjúkraði honum í hans löngu dvöl á spítalanum. Halldóra Einarsdóttir, Gnðmundur Amason. t Þökkum auðsýnda samúð við fráfall, Eyglóar Maríu Guðmundsdóttur Dalbæ, v/Breiðholtsveg. Eiginmaður, börn og móðir.
t Eiginmaður minn og faðir okkar, Jörundur Sveinsson loftskeytamaðnr, Litlalandi, Mosfellssvelt, verðux jarðsunginn að Lága- fellskirkju laugardaginn 12. október kl. 2 e.h. — Minn- endum er vinsamlega bent á Slysavamafélag Islands. Margrét Einarsdóttir og böm. t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Guðmundur Einar Þorkelsson matsveinn, Snorrabraut 50, verður jar'ðsunginn frá Dóm- kirkjunni föstudaginn 11. okt. kl. 10.30 árdegis. — Blóm af- þökkuð, en þeim sem vildu minnast hins látna en bent á Krabbameinsfélagið. Gerða Jónsdóttir, Gunnhildur Guðmundsdóttir, Jón Gunnar Stefánsson, Sigríðnr Guðmundsdóttir, Einar Högnason og bamaböm. t Innilegustu þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug vfð andlát og jarðarför föður okkar og tengdaföður, Finnboga Árnasonar yfirfiskmatsmanns. Kristinn Finnbogason, Guðbjörg Jóhannsdóttir, Magnea Finnbogadóttir, Þorlákur Runólfsson, Jóna Finnbogadóttir, Bjöm Bjömsson, Guðrún Finnbogadóttir, Ögmundur H. Stephensen.
Iðnfyrirtæki
óskar að ráða skrifstofumenn til almennra sfcrif-
stofustarfa. Nú strax eða um næsitu áramót. Umsækj-
endur leggi nöfn sín inn á afgr. Mbl. ásamt upplýs-
ingum um aldur, menntun og fyrri störf merkt:
„EFG — 2069“.
Rýmingarsala
20—50% afsláttur af öllum vörum verzlunarinnar.
R. Ó. BÚÐIN,
Skaftahlíð 28, sími 34925.
t Hjartans þakkir sendum við
Innilegar þakkir tíl ykkar ættingjum og vinum sem
allra, sem sýnduð samúð og sýndu okkur vináttu, með
vináttu í veikindum og við gjöfum, blómum og heilla-
fráfall, , Þorbjörns Georgs óskum á gullbrúðkaupsdegi okkar.
Gunnarssonar. Asgerður Jónsdóttlr,
Gunnar Gunnarsson, Sigfús Þorleifsson
Anna og John Furrow og synir. Dalvík.