Morgunblaðið - 10.10.1968, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.10.1968, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 1968 27 - MILLJÖNATJÖN Framhald af bls. 28 milli þeirra 44 bása sem þar voru. Hægramegin við hlöðuna var svínahúsið og þar var hryllilegt um að litast, á þriðjahundrað kolbrunnir skrokkar. Sem betur fer munu vesalingarnir hafa kafnað í reyknum en ekki brunn ið til bana. Þótt hjónin á Þórustöðum hafi orðið fyrir miklu tjóni og væri þungt í skapi hafði gestrisni þeirra hjóna ekki minnkað. Það var kalt og hvasst og þeir sem stiðu úti og virtu fyrir sér eyði legginguna voru fljótlega drifn- ir inn í hús og gefið sjóðheitt kaffi og brauð. Þar var Ingólfur bóndi, og þótt hann hefði í ýmsu að snúast féllst hann ljúflega á að leyfa að tefja sig smástund. — Það er mi kannski ekki svo mikið um þetta að segja, það er svo margt sem enn er óvíst. Það er talið líklegt að kviknað hafi í út frá rafmagni, en það er ekki búið að fulj- kanna það. Það var Björgvin Ingvarsson vinnumaður hjá okkur, sem fyrstur varð var við eldinn. Hann fór ofan um klukkan hálf sex og þá út í fjós, en varð einksis var. Hann brá sér eitthvað frá, en þegar hann kom að um sexleytið hélt hann sig finna reykjarlykt. Hann opnaði dyrnar út í hlöð- una og þar var allt alelda. Hann skellti hurðinni aftur og kom inn og sótti mig. — Við flýttum okkur út í fjósið og byrjuðum að bjarga gripunum sem eru eitthvað rúm lega fimmtíu talsins. Það gekk fremur erfiðlega því að skepn- urnar voru ærar af hræðslu og erfitt að fást við þær. Það tókst samt á endanum og þá fórum við að svínahúsinu. Þar var þá svo mikill reykur að við urðum að skriða eftir góflinu, en dýrin voru flest lögzt og ekki viðlit að ná þeim út. Þakið var þá orðið aTelda því það var einangrað með spæni, enda féll það niður fljótlega eftir að við komum út. Þetta skeði allt óskaplega fljótt og það leið varla meira en hálf- tími frá því að vart varð við eldinn og þartil þökin féllu nið- ur. — Slökkviliðið kom fljótlega á vettvang, en þá var allt al- elda og ekkért hægt að gera. Það var mjög hvasst, og sem bet ur fer stóð vindurinn frá íbúðar húsinu. — Hvað tekur nú við hjá þér? — Ég er nú varla búinn að hugsa það til enda. Ég kom kún- um fyrir hjá kunningjum mínum að Bræðrabóli og Hvoli, og ég geri ráð fyrir því að þar geti þær verið þartil ég er búinn að byggja upp aftur. Ég veit ekki hvenær ég get byrjað á því, það fer að sjálfsögðu eftir því hvern ig tryggingafélögin bregðast við en auðvitað vildi ég helzt byrja strax. — Nú misstir þú um 1200 hesta af heyi, hvernig ætlar þú að ráða bót á því? — Það veit ég ekki ennþá. j Það var eitthvað hey til sölu fyrst eftir sláttarlok, en ég veit ekki hvort svo er ennþá. Það er margt sem er óvíst ennþá, ég verð bara að bíða og sjá til hvernig rætist úr. Frá Selfossi og Hveragerði komu slökkviliðsbílar, og Bjami Eyvindsson, sem stjórnaði slökkviliðinu var enn á staðn- um. — Lögreglan á Selfossi hringdi til okkar í Hveragerði um kl. 6.40 og við vorum komn- ir á staðinn rúmlega 7. Þá var liðið frá Selfossi nýkomið. En þjóðhagslega sé eðlilegt að kaupa innlenda framleiðslu, jafnvel þó allt að 25% munur sé á verði. Vísir að svona ráðstöfun er fyr- ir hendi þó ekki sé enn viður- Vigfús Sigurðsson. kenndur nema 10% munur. Þenn an mun mætti auka og myndi það styðja innlent atvinnulíf stórlega. Á undanförnum árum hefur stórlega verið flutt úr úr land- inu ýmis konar þjónustuvinna og greitt fyrir með erlendum gjald- eyri. Sérstaklega er hér um áð ræða viðhald á skipum. Slíkar greiðslur verða að falla niður og - ÍÞRÖTTIR ’ Framhald af bls# 26 Þó að keppnistímabil körfu- knattleiksmanna sé ekki enn haf- ið, eru reykvískir körfuknatt- leiksmenn í góðri æfingu. Hafa þeir æft í sumar margir hverjir og auk þess hafa þrjú lið úr Reykjavík tekið þátt í körfu- knattleiksmóti sem fram hefur farið á Keflavíkurflugvelli nú í haust. Lið KR er nú efst í því nróti og má því ætla að leikmenn séu í góðri æfingu. það var lítið fyrir okkur að gera húsin voru alelda og engu hægt að bjarga. Við teljum það heppni að vind áttin skyldi vera svona hagstæð, því að neistaflugið var svo mik- ið að það hefði orðið erfitt að verja íbúðarhúsið. — Hvernig tækjabúnað hafið þið? — Þeir hafa lítinn dælubíl á Selfossi, og við höfum rússa- jeppa sem breytt var í slökkvi- bíl, hann er með dælu og slöng- um. Það voru um tuttugu manns við slökkvistarfið þegar flest var, en eins og ég sagði gátum við lítið að gert. Það var ömurlegt að sjá þessa miklu eign verða að ösku. lánveitingar bankanna til fram- kvæmda erlendis verða að vera með mjög ströngu eftirliti, svo og erlendar lántökur vegna fram leiðslu á iðnvarningi, sem hægt er að framleiða í landinu. Þá verður varla þolað öllu lengur að i'ðnaðurinn búi við lak ari lána- og vaxtakjör en hinir svokölluðu frumatvinnuvegir. Má þar til nefna, að enn er ekki komin í framkvæmd nema í ó- verulegum mæli endurkaup Seðlabankans á aiurðavíxlum iðnaðarins, þrátt fyrir vilja Al- þingis þar um. Er um kennt tæknilegum erfiðleikum á fram- kvæmd málsins. Getur varla svo staðið lengur að iðnaðnrinn njóti ekki þessa réttar síns. Kunnugt er að stofnlán til iðn- aðar eru me’ð mun hærri vöxt- um en stofnlán til sjávarútvegs og landbúnaðar, svipað má segja um vexti af rekstrarfé iðnaðar- ins. Þar hygg ég að um sé að ræða verulegan mun iðnaðinum í óhag. Rétt er að minna á það, að framlag ríkissjóðs til Iðnlána- sjóðs er í ósamræmi vi‘ð framlög til stofnlánasjóða sjávarútvegs og landbúnaðar. Verður ekki skil- ið hvers iðnaðurinn á að gjalda. Allt þetta á vissulega stóran þátt í erfiðleikum iðnaðarins nú. Þá er ótalið það er ég hygg að verði drýgst og varanlegast fyr- ir framtíð i'ðnaðarins, tryggir at- vinnu fólks og sparar erlendan gjaldeyrir. Það er almenn fræðsla um iðnaðinn og gildi hans fyrir atvinnulífið í landinu og fyrir þjóðarheildina." Jóhann Hafstein, iðnaðarmála- ráðherra, hóf ávarp sitt á ham- ingjuóskum í tilefni þess, að nú væri þrítugasta Iðnþing íslend- inga að hefja störf sin. Ráðherrann ræddi fyrst um vinnuaflsaukningu og atvinnu- þörf á komandi árum og sagði, að samkvæmt athugunum Efna- hagsstofnunarinnar væri áætlað að á næstu tveimur áratugum nemi vinnuaflsaukningin í land- inu 34 þúsund manns, eða 45%. Samkvæmt athugun Efnahags- stofnunarinnar munu á næstu tveimur árum bætast við um 8000 manns í almennum iðnaði, en tuttugu ára reynsla hérlendis sýnir, að hver einn maður í al- mennum iðnaði skapar þörf fyrir þrjá menn í öðrum iðngreinum. Þannig skapa þessir 8000, sem bætast við í almennum iðnaði, þörf fyrir 24000 manns í öðrum iðngreinum, sem áætlað er að skiptist þannig: 17 þúsund í ýms- an þjónustuiðnað, 4 þúsund í byggingariðnað og þrjú þúsund í framleiðslu rafmagns og vinnu við samgöngur. Þá gat ráðherrann þess einnig, að vinnuaflsþörf álbræðslunnar í Straumsvík yrði 500 manns, sem aftur myndi leiða af sér at- vinnu fyrir 1500 aðra sam- kvæmt áðurnefndri reynslu. — Einnig ræddi iðnaðarmálaráð- herra um beina núverandi vinnu aflsþörf í sambandi við bygg- ingu álbræðslunnar og henni tengda vinnuaflsþörf við hafnar- framkvæmdir í Straumsvík og virkjun Þjórsár við Búrfell. Ráðherrann ræddi því næst um gjaldeyrisöflun í sambandi við álbræðsluna og sagði, að reynsla undanfarinna tuttugu ára sýndi, að auking hreinna gjald- eyristekna skapaði svigrúm fyTÍr fjórum sinnum meiri aukningu þjóðartekna, en gjaldeyrisöflun- in nemur. Samkvæmt þessu má ætla, að álbræðslan ein skapi svigrúm fyrir 1800 milljón króna aukningu þjóðartekna, sem að sjálfsögðu, dreifast víða um hag- kerfið og skapa ýms ný verk- efni, m. a. á ýmsum sviðum iðn- aðarins. Þá drap ráðherrann að- eins á tekjur þær, sem fengj- ust í formi skattgreiðslna ál- bræðslunnar og ýmissa annarra greiðslna þess fyrirtækis, svo sem í atvinnujöfnunasjóð og fl. Ráðherrann drap því næst á hugsanlega möguleika í frekari stóriðju og nefndi í því sambandi sjóefnavinnslu á Reykjanesi og vítissótavinnslu. Einnig minntist ráðherrann á möguleika á ál- vinnslu, sem sköpuðust við til- komu álbræðslunnar í Straums- vík. Sem brýn verkefni á næstunni nefndi ráðherrann könnun á möguleikum til að skapa íslenzk- ium iðnaðarvörum rúm á erlend- um mörkuðum, öfluga iðnkynn- ingu og að koma á fót hönnunar- miðstöð í landinu, sem annaðist ikynningar- og leiðbeiningastörf. Ráðherrann ræddi iðnþróun undanfarinna ára og gat þess, að á árunum 1962—66 hefði fram- leiðsluaukningin numið yfir 30%, eða röskum 6% ár hvert. Um fjármunamyndunina í iðnaðinum ■sagði ráðherrann, að á árunum 1955—61 hefði hún numið 1230 millj. kr. miðað við verðlag 1967, en árin 1961—1967 2129 millj. kr. Aukningin síðara tímabilið er án álbræðslunnar 173% en með ál- bræðslunni 278%. Loks drap iðnaðarmálaráð- herra á efnahagsráðstafanir rík- isstjórnarinnar. Hann sagði, að í viðræðum sínum við ýrnsa iðn- rekendur og iðnaðarmenn hefði það komið fram, að framleiðslu- geta islenzks iðnaðar væri nú mun meiri en kæmi fram og ■benti það til þess, að í framtíð- •inni þyrfti aðstoð við iðnaðinn •að vera fólgin í rekstrarlánum frekar en fjárfestingarlánum. Að loknu ávarpi iðnðarmála- ráðherra tók Jón Ásgeirsson, sveitarstjóri í Ytri-Njarðvík, til máls. Bauð hann þingfulltrúa velkomna til þinghalds í félags- heimilinu Stapa og óskaði þeim gæfu og gengis í þingstörfum. Því næst var kosið í kjörbréfa- nefnd, en fundi síðan frestað og sátu þingfulltrúar hádegisverð- arboð bæjarstjórnar Keflavíkur. Fundur hófst aftur kl. 14.00, en á málaskrá þingsins eru: Skýrsla stjórnar, reikningar Landssam- bands iðnaðarmanna fyrir árið 1967, fjárhagsáætlun Landssam- bandsins fyrir árið 1969, inntaka nýrra félaga og fyrirtækja, ný iðngrein — bifreiðaréttingar, til- lögur um breytingar á lögum Landssambands iðnaðarmanna, fræðslumál iðnaðarmanna, fjár- mál iðnaðarins, tryggingarmál iðnaðarins, en það er álit milli- þinganefndar, innflutningur og tollamál iðnaðarins, iðnlögájöf og atvinnumál. Þinginu lýkur á föstudag. -NOBELSVERÐLAUN Framhald af bls. 11 1944 var hann skipaður vara- forseti æðsta stjórnsýsludóm- stóls Frakklands (Conseil d‘Etat) og gegndi þeim starfa til 1960, er hann var sbipað- ur í stjórnlagaráð ríkisins. Hann er nú haiðursforseti æðsta stjórnsýsludómstólsins og á sæti í ýmsum ráðum og félagsstjórnum. Árið 1946 var Cassin kjör- inn varaformaður nefndar, sem vann á vegum Samein- uðu þjóðanna að undirbún- ingi mannréttindayf irlýsing- ar. Ásamt formanninum, frú Eleanor Roosevelt, er hann tal inn hafa átt mestan þátt í, að mannréttindayfirlýsingin var samþykkt á AlLsherjarþing- inu 10. desember 1948. Cass- in var fulltrúi á þingum Sameinuðu þjóðanna allt til 1958 og er enn í mannrétt- indanefnd þeirra. Hefur hann beitt sér mikið fyrir frekara starfi að mannréttindamálum hjá Sameinuðu þjóðunum. Það hefur hann einnig gert á öðrum sviðum, fyrst og fremst innan Evrópuráðsins. Hann var kjörinn varafor- seti Mannréttindadómstóls Evrópu 1959 og forseti hans 1965. ★ Á öðrum stað í blaðinu birtist grein eftir Þór Vil- hjálmsson prófessor um mannréttindastofnanir Evrópu ráðsins, en það er fyrir störf sín á vegum Sameinuðu þjóð- anna og Evrópuráðsins að mannréttindamálum, sem René Cassin hefur nú verið sæmdur friðarverðlaunum Nobels. - ÁGREININGUR Framhald at bls. 1 Rhodesíu meðan hans nyti við, svaraði Smith aðeins: „alveg örugglega ekki“. Leiðtogana tvo greindi einnig á um, hvað gert yrði við hugs- anlega samninga í viðræðum þeirra. Wilson vill að það sam- komulag verði borið undir þjóð- aratkvæðagreiðslu í Rhodesíu, sem þýðir, að blökkumenn fái að segja sitt álit. Smith segir hins vegar, að ef samkomulag náist í viðræðunum verði það borið undir atkvæði venjulegra kjós- enda í Rhodesíu, þ.e. svo til ein- göngu hvítra manna. Leiðtogarnir voru báðir ákveðnir í að sýnast ekki of svartsýnir á árangurinn áður en viðræðurnar hófust. Kvaðst Smith alls engu vilja spá um úr- slitin, en Wilson sagðist hvorki vera bjartsýnn né svartsýnn, en vona hið bezta. Smith tók það þó fram, að hann teldi þessar viðræður vera síðustu tilraunina til að ná samkomulagi við Breta um framtíð Rhodesíu. Hann benti á, að í undirbúningi væri þjóðaratkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá Rhodesíu, þar sem gert væri ráð fyrir að landið yrði lýðveldi. Hann sagði, að margar tilraunir hafi verið gerð ar til að ná samkomulagi við Breta, og alltaf verið álitið, að um lokatilraun væri að ræða. „En í þetta skipti hef ég það á tilfinningunni að verið sé að reyna í allra síðasta sinn“, sagði Smith. „Eftir að nýja stjórnar- skráin hefur verið samþykkt, verður ekki snúið aftur“. Fréttamenn segja, að Smith hafi virzt þreyttur við komuna til Gíbraltar síðdegis í dag, flug- leiðis frá Salisbury. Lenti flug- vél hans klukkan fjögur síðdeg- is, og hélt Smith strax niður að höfn til viðræðnanna. Sveinbjörn Dagfinnsson, hrl. og Einar Viðar, hrl. Hafnarstræti 11 - Sími 19406 Hiíseigendafélag Reykjaviknr Skrifstofa á Bergstaðastr. lla. Sími 15659. Opið kl. 5—7 alla virka daga nema laugardaga - IÐNÞING Framhald af bls. 28

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.