Morgunblaðið - 07.11.1968, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 07.11.1968, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1968 7 0 I 0>' A S C R I M S S A F N f riÚAl I ASGRIMSSAFN A*«ó»w Jm»w« va< <h» l#r*tÍ »w}<(iv**»e» t| ftvwwrr*. fcjr 1« V M'-a. t« u« W «1 tt « »aad«t i bo*<t 7 t* VW- M-fY' •4"' *« . • . i*. - - ■ •• i Ungur maður óskar eftir vinnu. Margs konar starfsreynsla. Allt kemur til greina. Uppl. í sima 16038. Kona með stálpaða telpu óskar eftir ráðskonustöðu utan Rvikur. Tilb. sendist Mb. fyrir mánudag merkt: “6586“. Mercury eldri árgerð til sölu. Uppl. í síma 15886. 1—2ja herb. íbúð óskast sem næst bama- skóla, smáv. húshj. kæmi til gr. Örugg mánaðargr. Uppl. í síma 32479 eftir kl. 6. Kjöt — kjöt 44,20 kílóið sagað eftir ósk kaupanda. Sláturhús Hafnarfjarðar, simi 50791 og heima 50199. Guðm. Magnússon. Ríkistryggð skuldabréf Vil selja ríkistr. skuldabr. til 15 ára (10.000 kr. br.) upph. kr. 200.000. Lysthaf- endur leggi nöfn inn á af- gr. Mbl. merkt: „6679“. Óska eftir umboðsmanni til þess að selja góðar Sælgætisvörur. Gunnar Þórarinsson, Símj 18404. Dömur. Sníð stutta og síða kjóla, blússur og pils. Þræði saman og máta. Við- talst. kl. 3—6 dagl. Sigrún Á Sigurðard., sniðkennari, Drápuhl. 48, 2. h. S. 19178. F ramtíðarvinna Ungur reglus. maður óskar eftir vinnu. T. d. sölum. eða verzlunarst. Hefur m.~ próf og rútupr. Tilb. s. Mbl. f. 11. nóv. m: „Áreiðanleg- ur 6734“. Til sölu lítið notuð Singer prjóna- vél, verð 7.000.00 kr. Uppl. í síma 22109. Skrifstofuherbergi tU leigu Tvö lítil teppalögð skrifstofuherbergi til lleigu við Suðurlandsbraut. Skrifstofuhúsgögn geta fyl'gt. Tilboð sendist MbL merkt: „6587“. TV > Fyrir allnokkru rákumst við á heilsíðugrein í dönsku blaði, „Foike bladet", sem gefið er út í Randers og fjallaði greinin um Ásgrímssafn og var prýdd fjölmórgum prýðis- myndum, eins og sjá má, ef mynd in af síðunni hér að ofan prentast vel. Við hringdum í frú Bjarn- veigu Bjarnadóttur forstöðukonu safnsins og spurðum, hvort hún kynni að segja frá tildrögum þess- arar greinar. Var svar hennar á þessa leið: „Jú, ég vissi um þessa grein í danska blaðinu. Það eru nokkrar vikur siðan mér var sent Folke- bladet frá Danmörku, en það er gefið út í Randers. Þegar ég fletti því rak ég upp stór augu er ég sá héilsíðu grein með myndum úr Ás- grímssafni. Ekki fylgdi nafn send- anda með blaðinu, en ég taldi víst að hann væri höfundur grein- arinnar. Það rifjaðist upp fyrir mér, aS” í Ásgrímssafn komu hjón frá Danmörku sem virtust hafa sérlega mikla ánægju af að koma í safnið, og fengu leyfi til þess að taka nokkrar ljósmyndir, bæði af málverkum og úr heimili Ás- gríms. Og að síðustu óskaði maðurinn þess að fá að taka mynd af mér. Ég athugaði dagbókina, og sá þar nöfn hjónanna Willie og Viggo Torstens son frá Randers. Ég skrifaði hon- um, og gerði þá fyrirsuprn, hvort ekki bæri að þakka honum hina fallegu kynningu á Ásgrímssafni. Ekki alls fyrir löngu fékk ég á- gætt bréf frá Viggo Torstensson ritstjóra, og var hann rétti maður- inn. Þau hjónin ferðuðust töluvert hér um í sumar, og var þetta fyrsta íslandsferð þeirra, en áreiðan lega ekki sú síðasta, ef aðstæðiu: leyfa, eftir því sem Torstensson tjáði mér í bréfi sínu. Dáðust þau mjög að náttúrufegurð og gest- risni þeirri sem þau mættu hvar- vetna. En hann tók það fram í bréfi sínu, að „hápunkturinn" í ferðinni hafi verið heimsóknin í Ásgrímssafn." Bótagreiðslur almannatrygginganna í Reykjavík Útborgun ellilííeyris í Reykjavík hefst að þessu sinni föstudaginn 8. nóvember. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS. Laugardaginn 21. september s.l. voru gefin saman 1 hjónaband 1 Háteigskirkju af séra Jóni Þor- varðarsyni ungfrú Sigríður M. Sig- urðardóttir og Sigurður St. Arnalds stud. polyt. Heimili brúðhjónanna er að Laugavegi 141 Reykjavík. FRÉTTIR Bústaðasókn, baukasöfnun. Þeir, sem eiga óskilað baukum, vinsamlegast skilið þeim i hlíðar- gerði 17, eða Litlagerði 12, Einnig má hringja 1 síma 32776, og verða baukarnir þá sóttir ef óskað er. Fjáröflunarnefnd. Kvenfélag Laugarnessóknar heldur sinn árlega basar I Laug- arnesskólanum 13. nóvember. Fé- lagskonur og aðrir velunnarar fél- lagsins, sem vilja gefa muni, hafi samband við Nikólínu 1 s. 33730, Leifu í s. 32472 og Guðrúnu í S. 32777. Loftleiðir: Guðríður Þorbjarnardótitr er væntanleg frá New York kl. 1000. Fer til Luxemborgar kl. 1100. Er væntanleg til baka frá Luxemburg kl. 0215. Fer til New York kl. 0315. Hafskip hf.: Langá fer frá Húsa- vík i dag til Gautaborgar, Gdynia og Kaupmannahafnar. Laxá lestar á Norðurlandshöfnum. Rangá er í Reykjavík. Selá er í Requetas. Skipaútgerð ríkisins: Esja er í Reykjavík. Herjólfur fer frá Rvik kl. 2100 í kvöld til Vestmanna- eyja, Hornarfjarðar og Djúpavogs. Herðurbreið er á Norðurlandshöfn um á vesturleið. Árvakur er á Norðurlandhsöfnum á austurleið. Baldur fór frá Gufunesi kl. 12.00 á hádegi í gær til Snæfellssnes og Breiðafjarðarhafna. Hf. Eimskipafélag fslands: Bakka foss fór frá Kristiansand I gær til fór frá Norfolk í gær til New York og Rvíkur. Dettifoss kom til Rvik- ur 2. 11. frá Akranesi og Bergen. Fjallfoss fór frá Keflavík 31.10 til New York. Gullfoss kom til Rvík- ur í gær frá Thorshavn og Khöfn. Lagarfoss fór frá Rvik í gær til Vestmannaeyja, Glouchester, Cam- bridge, Norfolk og New York. Mánafoss fór frá Ardrossan 4.11 til Lorient, London, Hull og Leith. Reykjafoss fór frá Hafnarfirði í gær til Rvíkur. Selfoss fór fráRott erdam í gær til Hamborgar Fred- eriksihavn og íslands. Skógafoss fór frá Antwerpen í gær til Rotter- dam og Reykjavíkur. Tungufoss fór frá Gautaborg í gær til Khafnar Færeyja og Rvíkur. Askja fór frá Leith 5.11 til Reykjavíkur. Bymos kom til Murmask 5.11 frá Rvik. Polar Viking fór frá Keflavík i gær til Vestmannaeyja og Mur- mask. Frímerkjasýning í Mbl.-glugga Gluggasýning í tilefni af degi frímerkisins hefur undanfarið stað ið yfir í glugga Morgunblaðsins á vegum nngra frímerkjasafnara, og er þar ýmislegt forvitnilegt til sýn is. Henni fer bráðlega að ljúka. VÍSUKORIM Um sig krónum henda í hring, heldri manna þótti siður. Taka nú, herra, um tíeyring, til að missa hann ekki niður. Ingþór Sigurbjörnsson. Vetri heilsað Vetur kóngur kominn er, kóngi ber að heilsa slíkum. Á hans valdi erum ver. Okkar hugsun þó ei flikum. Bið ég þess, að blessun færi byrjuð vetrartíð. Andans göfgi okkur næri, öldin, fyrr og síð. Drottinn blessi okkur alla, aukist farsæld mest Úti á sjó og upp til fjalla eUum líði bezt Eysteinn Eymunasson. Atvinna Bandarískur blaðamaður, eikkill með 3 böm 6, 7 og 10 ára, vill ráða unga ráðskonu. Flugferð til Norfolk borguð og einnig flugferð heim eftir eitt ár. Byrjunar- laun 45 dollarar. Sendið mynd og upplýsingar um reynslu til Jack Kestner, _______Ledger Star, Norfolk, Virginia, USA. ROCKWOOL STEINULL Nýkomið. - BATTS 600 x 900 x 40 — 50 mm. Verð ótrúlega hagstœtt Einkaumhoð fyrir ísland HANNES ÞORSTEINSSON heildverzlnn. Hallveigarstíg 10 — Sími: 2-44-55. Rockwool Batts112 ROCKWOOL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.